Morgunblaðið - 23.06.1967, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1967.
>
\
"Úitgefatidi:
Framkvæmdastjóri:
ÍRitstjómr:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
'Ritstjórn og afgreiðsla:
Auglýsingar:
í lausasölu:
Áskriftargjald kr. 105.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá. Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 2i2-4J80.
7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
HEIMSÓKN BRANDTS
anríkisráðherra Vestur-
Þýzkalands, Willy Brandt
hefuir að undaniförnu flerðazt
um Norðuriönd og kenvur
hingað til lands í dag. Heim-
sókn hins vestur-þýzka utan-
ríkisráðherra er fslendingum
fagnaðarefni, enda hafa sam-
skipti okkar við Vestur-Þjóð-
verja í menn inga rlegum og
viðsikiptalegum efnum verið
mjög náin á undanförnum ár-
um.
Saga Vestur-Þýzkalands
frá stríðslokum hefur vakið
bæði undrun og aðdáun um
heim allan. Úr rústum heims-
styrjaldarinnar síðari hefur
risið nýtt lýðræðisríki og vel-
ferðarþjóðfélag, sem er Vest-
ur-Þjóðverjum til sóma. í
þessa tæpa tvo áratugi hefur
einnig verið stormasamt um
Vestur-Þýzkaland, því að
vöxtur þess og viðgangur
hefur lengi verið þyrnir í
augum Sovétríkjanna og
annarra kommúnistaríkja.
Þessara ára verður ekki
minnzt án þess að nefna Kon
rad Adeuauer, hinn mifcil-
hæfa leiðtoga, sem veitti Vest
ur-Þj óðver j um örugga og
trausta forustu á hinum
erfiðu uppbyggingarárum
eftir stríðið.
Willy Brandt, sem nú
gegnir utanríkisráðherraem-
bætti Vestur-Þýzkalands, hef-
ur flestum öðrum mönnum
fremur, orðið tákn baráttu
Vestur-Þjóðverja gegn ásókn
kommúnista vegna fyrra
Starfs síns, sem borgarstjóri
Vestur-Berlínar á örlagarík-
um tímum. Hann var eins
konar fóstursonur Emst
Reuters, sem var borgarstjóri
Vestur-Berlínar fyrstu árin
eftir stríð og er óhætt að full-
yrða, að hann var með gagn-
merkustu mönnum sinnar
samtíðar. Því merki sem
Reuter hóf á loft hefur Willy
Brandt haldið hátt.
Úr sögu BerMnar minnast
menn örlagaríkra atburða,
eins og loftbrúarinnar miMU,
þegar Rússar ætluðu að
svelta Vestur-Beríínarbúa
inni og menn minnast einnig
uppreisnar verkamannanna í
Austur-Beríín 17. júní 1953,
sem var barin niður af so-
vézkum herjum.
Einn eftirminnilegasti við-
burður í sögu Vestur-Berlín-
ar síðustu ára er vafalaust
heimsókn John F. Kennedys,
þáverandi Bandaríkjaforseta
í júní 1963, þegar nær tvær
milljónir Berlínarbúa þyrpt-
ust út á götumar til þess að
hylla hinn unga leiðtoga vest
rænna lýðræðisþjóða og orð
hans af svölum ráðhússins í
Beríín óma enn í eyrum
beirra, sem á þau hlustuðu:
„Allir frjálsir menn í heim-
inum í dag eru borgarar Ber
Mnar og þess vegna er ég sem
frjáls maður, stoltur yífir að
geta sagt: „Ich bin ein
Berliner.“
Willy Brandt hefur ásamt
Kiesinger kanslara og öðmm
vestur-þýzkum ráðamönnum
markað nýja utanríkisstefnu
á s.l. ári, sem miðar að bættri
sambúð við Austur-Evrópu
Þegar hefur sá árangur
náðzt, að stjómmálasamband
hefur verið upp tekið við
Rúmeníu og þessi nýja stefna
hefur valdið mikilli ringul-
reið meðal Austur-Evrópu-
þjóðanna, sem alls ekki em
á einu máli um hvemig
bregðast skuli við henni. Til-
gangurinn með ferð Willy
Brandts til Norðuríanda nú
er einmitt sá, að kanna viö-
horf Norðurlandaþjóðanna
til nánari samvinnu Austur-
og Vestur-Evrópuríkja og
hann mun vafalaust komast
að raim um, að fullur vilji
er fyrir hendi hjá þeim til
þess að stuðla að slíkri sam-
vinnu.
LÍNUVEIÐAR
VIÐ GRÆNLAND
k ð uindanförnu hafa tveir
bátar frá Patreksfirði
og einn eða tveir aðrir bát-
ar stundað línuveiðar við
Austur-Grænland með þeim
árangri að þeir hafa mok-
fiskað og fluftt til vinnslu-
stöðva á Vestfjörðum mjög
góðan fisfc.
Hér er um að ræða mjög
afhygiisverða tiiraun, sem
ástæða er til að vekja athygM
á. Bátar þeseir eru um og
yfir 200 tn. að Stærð eða sam
bærilietgir við minni síldar-
báta eins og þeir gerast nú.
Munurinn er sá einn að þeir
hafa frystigeyimsilu um borð
fyrir beitu en slíkum frysiti-
igeymslum mun vera bægt
að boma fyrir í flestuim
stóru síldarbátunum okfcar.
Á sama tíma og síldveiðar
hafa gengið mjög vel undan-
farin ár hlefiur mjög dregið
úr hráefnisötflun til frysti-
húsanna og sérstafclega bef-
ur dregið úr liínuveiðum.
Tilraunir Vestfirðinganna
sýna, að hægt er að nýta
síldarbátana með góðum
'árangri til Mnuveiða á þeim
árstímum, sem síldveiði er
engíin eða takmörkuð og
mundi það vissulega bæta
mjög úr hráefinisskorti frysti
húsanna ef fleiri stórir bátar
fýlgdu fordæmd hinna vest-
firzJku báta. Ekki er minnst
um vert að línufiskurinn
sem veiðiist við Austur-
Ást í framboði
EFTIR JEAN
SPRAIN WILSON
NEW YORK, (Associated
Press). — Þegar ástin sigrar
allt, og Louis Abolafia veröur
forseti Bandaríkjanna, skipa
eftirtaldir sennilega ráðu-
neytið: Atómskáldið Allen
Ginsberg, sem ástamálaráð-
herra, Timothy Leary, sem
matvæla- og deyfilyfjaráð-
herra og sjónvarpsskemmti-
krafturinn Johnny Carson ráð
herra lífsgleðinnar, — ef
hann þá vill taka að sér em-
bættið.
Það verðúr enginn hermála
ráðherra: Reyndar er mögiu-
legt að Pentagon verði gert
að risavöxnu listasafni.
Ef þér ekki vitið það — og
það gerið þér sennilega ekki
— er Louis Abolafia 25 ára
gamall listmálari í New York,
sem kveðst ætla að vinna for
setakosningarnar 1908 með
Ást—List—Fegurð að kjör-
orðum. Þetta segir hann.
Stuðningsmenn hans halda
því fram, að 2500 kjósendur
hafi skrifað nafn hans á kjör-
seðilinn í ríkisstjórakosning-
unum í New York 1966 — og
þetta segja þeir, að sé aðeins
byrjunin á vaxandi fylgi ungs
fólks við „alheims ástina.“
Snúum okkur nú að fram-
tíðaráætlunum hans: Undir
stjórnarfari ástarinnar munu
mæður — í stað þess að jag-
ast í krökkunum sínum —
beina orkunni til allskonar
þjóðlegra fegrunarstarfa. Og
æskan — í stað, þess að mis-
þyrma götnlum mönnum í
skemmtigörðum — mun upp-
lifa þá ánægju, sem er sam-
fara því að mála, stunda tón-
listarnám, eða krota djarfar
bókmenntir í skrifblokkir sín-
ar.
Abolafia, sem lét taka af
sér áróðursmyndir, íklæddur
engu nema derbýhatti, sem
settur var á hernaðarlega
mikilvægan stað, segist ör-
ugglega ætla að láta til skar-
ar skríða 1968. Hinir áköfu
stuðningsmenn hans eru þess
fullvissir, að ungir kjósendur
muni koma honum inn í
Hvíta húsið.
Flokkur hans er að svipast
um eftir röskum og snotrum
kvenmanni til að bjóða sig
fram með honum sem vara-
forsetaefni. „Kannski finnum
við slikan frambjóðanda á al-
heimsmótinu 1 Washington
eftir nokkrar vikur,“ sagði
Rem Dolinsky, 38 ára gamall
vefnaðarvöruframleiðandi og
fylgismaður hins nýja flokks.
Abolafia veitti viðtal um
daginn, og kom þjótandi laf-
móður á umsömdum tíma.
Hann hlammaði sér niður í
stól og virtist dauðþreyttur
á hópum fólk, sem kom til
að óska honum heilla og
hrista höndina á honum. „Ég
er feginn, að ég var ekki í
skykkjunni minni í dag, því
að þá hefði ferðin orðið
verri.“ Hann gaf frá sér písl-
arvottsstunu.
Þegar hann á annað borð
klæðist meiru en derbýhatti
fleygir hann yfir herðar sér
annarri af tveim skykkjum,
sem eru bryddaðar gulli eða
silfri, undir henni er hann í
þröngum dökkum fötum.
Þannig lítur hann út með sitt
silkimjúka skegg og hin gulu,
dapurlegu augu eins og ein-
hver blendingur af Abe Lin-
coln og Batam. Þótt hann
fæddist ekki í bjálkakofa,
tókst Abolafia að fara rétt að
ráði sínu, pólitískt séð, og er
sonur fátækra foreldra, sem
bjuggu í leiguhúsnæði í Vest
urbænum á Manhattan.
Þegar hann var tíu ára gam-
all uppgötvaði félagsmála-
ráðunautur nokkur hina list-
rænu hæfileika hans og út-
vegaði honum hinn fyrsta af
þeim mörgu námsstyrkjum,
sem hann hefur hlotið, þar á
meðal einn mjög eftirsóttan
við Safn nútímalistar.
Árið 1964 höfðu augu Abola
fias opnazt fyrir afstöðu safns
ins til nútímamálaralistar, og
þetta kom honum til að
smygla inn og hengja upp
olíumálaverk eftir sig við hlið
ina á styttu Rodins „Hug-
suðinn“ í Málverkasafni New
York-borgar. Eftir að hann
slapp úr fangelsinu bar hann
áróðursspjöld fyrir utan safn-
ið. Þessar aðgerðir, segir
hann, hleyptu af stokkunum
neðanjarðarhreyfingu innan
bandarískrar listar og al-
heimsendurreisnarstefnu.
Samt var hann enn ekki
fyllilega ánægður tveim ár-
um síðar, og til að vekja at-
hygli á sveltandi listamönn-
um fór hann í 18 daga hung-
urverkfall. Það kynnii að hafa
staðið lengur, en „ . . . starfs-
menn safnsins höfðu samband
við mig og sannfærðu mig
um, að ég gæti gert meira
gagn lifandi en dauður.“
Um fylgjendur ástarstefn-
unnar segir Aboiafia* „Við
njótum lífsins. Sumt fólk
heldur að þetta standi í ein-
hverju sambandi við kynlíf.
En kynlíf er allt annar hlut-
ur. Það er ekki endilega falið
í stefnu minni.“
Stundum koma þessir
fundir eða mót stuðnings-
manna hans alleinkennilega
fyrir sjónir. Á maraþonsam-
komu í Greewich Village, sem
stóð í 72 stundir, voru blind-
andi ljósaleiftur, ærandi gít-
arar og þátttakendur dönsuðu
óþreytandi í hringi.
Og bananar. Bananar voru
seldir í anddyrinu og heilir
klasar af þeirn voru bornir um
sviðið í skrúðgöngu. Banaæta
gat selt hýðið fyrir krónu,
eða eftir rétta meðhöndlun,
reykt það til að komast í
vímu.
Samt ætlar Louis Abolafia
að láta vera að taka afstöðu
til eiturlyfja. Hann er hvorki
með þeim eða móti. Hann
lítur hálfgerðu hornauga ósk
flokksins um að hafa LSD
meistarann Timothy Leary í
ráðuneytinu.
Eftir að hann er kominn til
Hvíta hússins hyggst Abolafia
breyta Bandaríkjunum í land,
þar sem menn elska náunga
sinn og stunda fagra iðju.
Síðan ætlar hann að ferðast
mikið erlendis og dáleiða með
ást afganginn af þessum
heimi, þar sem peningar virð-
ast vera aðalatriðið.
Hver verður forsetafrú?
„Ég verð að gera eittlhvað
í því máli,“ sagði hinn ógifti
frambjóðandi hugsandi. „En
það verður mín einkabar-
átta.“
Bridge
AÐALFUNDUR Bridgesam-
bands íslands var haldinn í
Domus Medica þann 13. júní.
Á aðalfundinum voru mœttir full
trúar frá bridgefélögunum í
Reykjavík, Kópavogi, Hafnar-
firði og Keflavík.
Forseti sambandsins, Friðrik
Karlsson og gjaldkeri, Kristjana
Steingrímsdóttir, fluttu skýrslu
stjórnarinnar. Var hagur sam-
bandsins góður á s.l. ári. Góð
þátttaka var í öllum mótum, sem
gengizt var fyrir og m. a. haldið
fjölmennasta íslandsmótið til
þessa.
Nú er unnið að því að senda
sveit til keppni á Evrópumeist-
aramótið í Dublin í haust, en
þangað mun fara sveit Halls
Símonarsonar, íslandsmeistarar
árið 1967. Á næsta ári eru einnig
mikil verkefni fyrir höndum, þar
sem er ,Norðurlandamótið í Sví-
þjóð og Olympíumótið í Frakk-
landi. Þá kom fram mikill hugur
hjá stjórn sambandsins og þing-
fulltrúum þess efnis, að reynt
yrði að festa kaup á húsnæði
fyrir samtökin.
Fyrrverandi forseti sambands-
ins, Sigurjón Guðmundsson,
kvaddi sér hljóðs á þinginoi og
fræði sambandinu að gjöf inn-
bundið í 11 bindi öll spil, sagnir
og úrslit á Norðurlandamótinu í
Reykjavík á s.l. ári. Auk þess
færði hann sambandinu að gjöf
myndaalbúm með myndum frá
Norðurlandamótinu. Voru hon-
um færðar miklar þakkir fyrir
þessa höfðinglegu gjöf.
Stjórn sambandsins var endur-
kjörin, en hana skipa:
Forseti: Friðrik Karlsson,
varaforseti: Ragnar Þorsteinsson,
gjaldkeri: Kristjana Steingríms-
dóttir, ritari: Sigurður Helgason,
sem öll eru frá Reykjavík. Með-
stjórnendur voru kosnir: Gestur
Auðunsson, Keflavík, Þorsteinn
Laufdal, Reykjavík og Mikael
Jónsson, Akureyri.
-----♦♦♦-------
f FRÉTT í Mbl. 14. júní sl. um
nýtízkulegan skutttogara,
Cassino H-398 frá Bull, í Reykja
víkurlhöfn stóð, að afli hans f
fjórum veiðiferðum hefði verið
817 tonn en átti að vera 1817
tonn. Þetta leiðréttist hér með.
-----♦♦♦:—7
Dæmdir fyrir rán í Jerúsalem
Jerúsalem, 20. júní, NTB. —
Herréttur dæmdi í gær tvo
óbreytta borgara ísraelska I
tveggja og þriggja mánaða fang-
elsi fyrir rán og rupl í gamla
borgarhluta Jerúsalem.
Græitland er afbragðs hr'á-1 liendingar gælti þess að við- afurða á erilenduim vefit-
efni en milkilu slkiptir að íis- | halida gæðum íslenzfkra firíc- I varagi.