Morgunblaðið - 24.06.1967, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNl 1967.
- FERÐASPJALL
Prarrthald af bls. 12.
ástæða til að beita sér fyrir
einliverjuim framkvæmdum á
þessum stað?
Það var komið glaða sólskin
er ég kom að Skálholti. Ég
stóð hugfanginn á kirkju-
tröppunum, umvafinn helgi
staðarins og dýrð náttúrunn-
ar. Svo sannarlega vissi sá
hinn mæti maður, er gaf
þennan stað Guðs kristni,
hvað hann vair að gera. í
krinig um mig stóðu nokkrir
Vestur-íslendingar, komnir
«m langan veg til að sjá land
feðra sinna. í úrhellinu í
Reykjavík um morgunin
höfðu sumir þeirra verið á
báðum áttum um hvort þeir
ættu að leggja út í svona veð
ur, en þá sagði ég þeim að
ef við legðum aldrei af stað
í rigningu á íslandi, sérstak-
Iega á Suðurlandi, myndum
við missa af mörgum góðu.n
ferðum. Ég hefi víst sjaldan
mælt spámannlegri orð. Nú
hafði þetta fólk séð með eig-
in augum hversu furðuleg-
um svipbreytingum þetta
draumaland þeirra gat tekið
á einni dagsstund og að frá-
sagnir þeirra, sem eitt sinn
áttu þar heima, voru ekki
ýkjur einar. Mér er nær að
halda að sumum þeirra hafi
fundizt þessi dagur einn, næg
umbun fyrir alla fyrirhöfn
og fjárútlát. Úr sólskininu
gengum við inn í kirkjuna.
Hið ytra finnst mér hún
nokkuð þung, en hið innra
eru hún fagurt guðshús, þó
kann ég aldrei vel við stól-
ana. Ég skal viðurkenna að
myndin yfir altarinu hreif
mig ekki við fyrstu sýn, en
nú er ég búinn að átta mig á
því hvað hún er mikið lista-
verk.
Ferðin niður Skeið og Flóa
í glitrandi vestansól var hin
fegursta, en því miður
hvíldi enn þokuhjúpur yfir
Heklu og Suðurjöklum. Sel-
fossbær tók á mióti mér, ný-
þveginn, í heiðríkju kvölds-
ins. Það var galsi í Hvítá
en mildur blámi yfir Ingólfs-
fjalli. Þetta kvöld sá ég það
mjög greinilega hve yfirbragð
sveitakauptúnanna er ólíkt
því, sem sjávarplássin hafa.
Ég fékk mér kaffi á Hótel
Selfossi og gladdist yfir því
að þar hafa salarkynni verið
færð í nýjan og betri bún-
ing.
f friðsæld vorkvöldsins
hélt ég svo áfram yfir Hell-
isheiði til höfuðstaðarins. Á
Kambabrún stóð ég og horfði
á lágsveitirnar í grænum
klæðum, glitraðar vötnum.
Skelfing finnst manni sjávar-
þorpin hafa nauma fótfestu,
þarna frammi á yztu nöf
fyrir opnu hafi. Þó hafa þau
þraukað þar um aldir. Svína
hraunið skartaði sínum feg-
ursta mosafeldi og uppi á
Vífilsfelli var hesturinn hans
Kjarvals enn á sínum stað,
hafði ekki þokast ögn upp
úr storkunni frá því að ég sá
hann síðast. Svo birtist höf-
uðborgin, sundin og Esjan og
ég hafði yfir vísuna hans
Stephans G. Stephanssonax:
Falla hlés í faðminn út
firðir nesjagrænir.
Náttklædd Esjan ofanlút
er að lesa bænir.
í Reykjavík var annríki
kosninganna að ljúka, ég rétt
hafði það af að komast inn 1
mína kjördeild. Við skulum
öll vona að þeir, sem þjóðin
trúði fyrir æðstu völdum
þennan dag, fari nærfærnum
höndum um landið okkar,
sem enn einu sinni hafði gef-
ið mér ógleymanlegan dag.
-----♦♦♦-------
- GAMLIR
Framhald af bls. 10.
Ég gleymi þessu fólki aldreL
Forsætisráðherrann ykkar, dr.
Bjarni Benediktsson tók líka á
móti okkur, og skemmti okkur
konunglega, hann er mikill höfð-
ingi. Mér fannst ég endilega hafa
séð hann áður svo að ég spurði
hann hvort hann hefði ekki ver-
ið borgarstjóri Reykjavíkur um
það leyti sem ég var hér síðast.
Og hann svaraði játandi. Ég hefi
farið dálítið á gamlar vígstöðv-
ar núna, m. a. heimsótt ritstjórn-
arskrifstofur Hvíta Fálkans, ég
var ritstjóri hans meðan ég var
hér. Og ég er allsstaðar að hitta
vini. Það er hringt til mín mörg-
um sinnum á dag, og ég fæ senda
ótal gjafapakka. Þetta er dá-
samlegt fólk, ég gleymi því
aldreL
August Borleis var yfirmaður
herprestanna á Islandi meðan
hann var hér.
„Við vorum þó nokkuð margir
héma klerkarnir, líklega um 150.
Við vorum dreifðir út um allt
landið. Sjálfur messaði ég alltaf
í Dómkirkjunni á sunnudögum
og á þaðan margar góðar minn-
ingar. Ég þekkti vel Sigurgeir
Sigurðsson, biskupinn ykkar þá,
fór með honum nokkrum sinnum
þegar hann var að vísitera.
Þannig kynntist ég mörgum
prestum á landsbyggðinni. Það
voru þó ekki náin kynni því að
við stóðum stutt við á hverjum
stað. En það var bæði lærdóms-
ríkt og ánægjulegt Og það var
gott að hafa íslenzka vini til að
rabba við, og gleyma stríðinu
með. Það var heldur ekki alltaf
gott að fá botn í fréttir sem
bárust af því. Sem dæmi get ég
nefnt þér að þegar við fórum
hingað með skipi, var ég líklega
eini maðurinn fyrir utan yfir-
menn, sem vissi hvert við vorum
að halda. Það var allt yfirfullt-
af leyndarmálum. En ferðin
gekk vel og við misstum ekkert
skip úr lestinni. Við vorum
heppnir. Ég man vel eftir því
þegar Goðafoss var skotinn í
kaf. Þeir stoppuðu til að taka
upp menn af öðru skipi sem
einnig hafði verið skotið í kaf.
Kafbáturinn beið rétt þar hjá.
Þeir vissu að þeir voru að setja
sig í mikla hættu en gátu ekki
látið meðbræður sína farast án
þess að gera tilraun til að bjarga
þeim. Jafnvel þótt það kostaði
þá sjálfa lífið.
„Hver var minnisstæðasta
VERÐIÐ BRUN
BRENNIÐ EKKI
NOTIÐ
COPPERTONE
IMY SEIMDIIMG KOMIIM
smTimijnii
Nýtt úrval af hollenzkum
terylenekápum, ullarfrökkum
og rúskinnskápum
Bernharð Laxdal
KJÖRGARÐI.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
AF HVERJU krefst Guð þess, að við beygjum kné
og tilbiðjum hann?
MENN tilbiðja ekki Gmð af 'því, að hann krefjist þess,
heldur vegna þess, að þeir finna til lotningar og
undrunar frammi fyrir honum. Gliluan er áskapað að
viðurkenna hið volduga og sýna virðingu því, sem
æðra er en vi'ð.
En guðstilbeiðsla ristir dýpra en þetta. Kristinn
maður er gagntekinn tiiiheiðsil'U og elsku til Guðs.
Fagnaðar- og undrunartiifinning knýr hann á kné
í návist hans.
Að eðli til er maðurinn hreýkirm og sjálfumgílað-
ur. Það er því brot sannrar vizfeu að þefekja þann,
sem æðstur er í aiheimi og beygja kné sín fyrir hon-
um. Ef við komumst í þau spor að viðurkenna eng-
an okkur æðri, virða efekert vald og brjóta aldrei
odd af oflæti okkar, þá höfum við vissulega hrap-
að niður á sama stig og Skepnurnar.
Frá upphafi vega hafa þeir menn tignað Guð,
sem eygt hafa brot af hátign hans, efeki af því einu,
að hann krefjist þess, heldur miklu fremur af því
að þeir vita ósjálfrátt, að honum ber lotning og heið-
ur og dýrð.
guðsþjónustan sam þér hélduð
hér?“
„Það er ekki gott að segja.
Þær eru margar sem ég man
vel. Líklega er það minningar-
athöfnin um Roosevelt, forseta,
Ég var hérna uppi þegar hann
dó og hélt athöfnina í Dóm-
kirkjunni. Þar var allt troð-
fullt og m. a. viðstaddur forseti
fslands. Það var áhrifarík og
minnisstæð stund. Ég vildi geta
þess að lokum að ég ok kona
mín höfum haft mikla ánægju af
komunni hingað og ég veit að
svo er um hina. Ég vil nota þetta
tækifæri til að þakka hjartan-
lega fyrir hlýjar móttökur.
Haag, 22. júní — NTB
HOLLENZKA þingið sam-
þykkti í dag áætlun stjórnar-
innar um að veita skipasmíða
stöðvum í landinu rekstrar-
lán með lágum vöxtum til
þess að gera þeim kleyft að
mæta samkeppni erlendra
skipasmíðastöðva. Mun ríkis-
stjórnin lána skipasmíðaiðn-
aðinum sem svara 660 millj-
ónum ísl. kr. næsitu 18 mán-
uðii. f staðinn verða skipa-
smiðastöðvarnar að koma á
nánari samvinnu sín á milli
og taka í notkun nýtízkulegrl
tækniútbúnað.
Danskar vindsængur
I árs ábyrgð
UnMsmtdur á ískMR fyrir TNE BAWLPLUG Cð. LTO., LndM, Engfaurfl;
Jobn Llndsay, Austurstrastl 14, BEYKJAVÍL SÍml 15783