Morgunblaðið - 24.06.1967, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.06.1967, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1967. 19 Starfsemi leikhúsanna í vetur ÞEGAR reynt er að vega og meta starf leikhúisanna, fram- för eSa afturför frá ári til árs, er einna helat þrenns að gæta: 1. Hafa leikhúsin valið verk- efni, sem eitthvert þýðingar- mikið erindi eiga við áhorfend- ur eða eru andlega uppörvandi á einíhvern hátt? 2. Hafa leikhúsin á að skipa starfskröftum og beita þeim rétt til að gera verkefnum sínum góð skil hverju sinni? 3. Hafa stjórnendur leikhús- anna og/eðá aðrir starfsmenn þeirra einhvern fastan tilgang, sem ekki sleppir, þegar hvert verkefni er fullunnið, heldur er stöðugt leiðarljós í vinnu þeirra, þ.e.a.s. er um að' ræða þroska fólks, sem hefur listrænt mark- mið, þegar vel gengur, eða verð ur að vinna hverja uppfærslu frá grunni? Annað verður ekki með sann- girni sagt en að leikhúsin hafi bæði sett upp nokkur verkefni á þeissum starfsvetri, sem veru- lega þýðingu hafa, ekki aðeins sem sýnishorn af leiklist höfund ar eða stefnu, heldiur einnig sem almiennur vaki vitundar, sam- vizku eða annarrar heilastarf- semi okkar áhorfenda. Kannski bera einhver verkanna árangur f anda setningar Peter WeÍB's í Marat/Sade: ,,Það, sem mestu máli skiptir, er að toga sjálfan sig áfram á hárinu og snúa inn- hverfunni á sér út og sjá állt mieð ferskum augum. ,,Ef leik- húsunum tekst, þótt ekki sé nerna einstöku sinnum, að hrista af okkur vana- og kredduslenið, fá okkur til að hugsa og horfa ferskum augum á umhverfið, ekki sízt hið kunnuglega, og kannski umfram allt okkur sjálf, þá er hægt að fyrirgefa marga tæknilega agnúa á starfi þeirra. Orðtæki symbólistanna „L‘art pour l‘art“ hefiur enga merk- imgu nú fremur en á þeirra tSma og ristir álíka grunnt og flest önnur afkvæmi þeirrar stefnu. List byggist á tengslum niilli skapanda og njótanda. í>au tengsl eru aldrei fullkomlega laus við persónulegan áhuga, objektív. Ef við trúum því, áð við njótum listaverks aðeins yegna þess sjálfs, án þess að leggja í það nokkra merkingu, sem við kemur okkur sjálfum eða umhverfi okkar, er það al- ger sjálfsblekking. Kannski á það allra sízit við í ieikhúsi, að þar sé hægt að varpa fram- leiðslu, sem við köll*im list, frá fóilkinu uppi á sviðinu til fólks- ins niðri í salnum, án þess að um enhver varanlegri áhrif verði að ræða á áhorfandann en sem nemur veru hans í leikhús- inu. Ef samband næst á annað borð, hefur leikhúsverk áhrif á viðhorf gestanna til annars er. verksins sjáMs. Það veltur svo bæði á túlkendum og hverjum einstökum áhorfanda, hvort áhrifin verða hin sömu og til- gangur höfundar var að skapa. Höfuðtilgangur allra úfntals- verðra leikritahöfunda og heið- arlegra og gáfaðra túlkenda í dag er sá að vekja vitund, gagn rýni og ábyrgð fólks, rjúfa þann sljóleikahjúp, sem við spinnum hver og einn um okkur í eðlis- lægri sjálfsvörn, til þess að kom ast hjá því að sjá fánýti metn- aðarstreðs okkar, tillitsleysi okk ar við annað fólk og misréttið í heiminum. Þetta er hlutverk leikhússins, — allt annað er hismi. Nú er sennilegt, að einhver hugsi sem svo, að þarna sé ég svo hortugur að leyfa mér að dæma úr leik öll sviðsverk for- tíðarinnar, sem varðveitzt hafa á bókum. Því fer fjarri. Við höf- um lýsingarorðið „sígildur". Eig um við að líta á það „fersbum" augum? Það merkir það, sem hefur eilíft gildi ekki það, sem er gamalt og frægt, þótt þetta fari oft saman. Sá arfur, sem leikbókmenntirnar geyma hefur tvíþaett gildi, hvorttveggja eilíft, annars vegar sem sögulegur grundvöllur leikhússins eins og ætt, uppruni og menntun manns- ins er hluti af honum sjálfum, og hins vegar enu til leikhús- verk, sem fjalla um mannlífið á svo ótímabundinn hátt, að sýning þeirra samræmist því hlutverki leikhússins, sem áður er lýst. Allir meiri háttar túlk- endur „sígildra“ verka leggja megináherzlu á almenn, mannleg sannindi þeirra, hvont sem þeir halda upprunalegri þjóðlífislýs- ingu eða stíl — stað- eða tíma- færa hana. Það leikhús, sem við hefur slík vinnubrögð, er á réttri braut. Hins vegar er miklu al- gengari túlkiunarmáti gamialla og nýrra verka að reyna að dá- æiða áhorfendur til meðaumk- unar eða aðdáunar á persónun- um, án nokkurs annars sýnilega tilgangs. Hvensu vel, sem slíkt tekst, hefur leikhúsið í þvi til- felli stigið víxlspor og gleymt hlutverki sinu, ef það hefur þá sett sér nokkurt. Tvö beztu leikrit, sem tekin voru til sýningar í leikhúsunum í vetur, voru „Marat/Sade“ eft- ir Peter Weiss í Þjóðleikhúsinu oig „Tangó“ efltir Slawomír Mro- zek í Iðnó. „Marat/Sade“ er tvímælalaust ánægjulegasta sýning á nútíma- leikhúsverki, sem ég hef séð hér á landi. Verkið er hnitmiðað að uppbyggingu, snertir á skynsam legan hátt helztu þætti mann- legs eðlis, ytri og innri baráttu, hrollvekjandi, áköf og einlæg rödd hrópandans í eyðimörk ið- „Tangó“ er að því leyti líkt verk og „Marat/Sade“, að það grípur víða á mannlegu eðli og vandamálum af geysilegri þekk- ingu á leikhústækni en þar með eru upptalin skyldleikamerkin. í stað ákafa og einlægni Weiss, fjallar það um miannlífið á kald hæðinn og meinfyndinn hátt, sem ekki er síður áhrifaríkur. Sveinn Einarsson, leikhússtjóri L.R., setti verkið á svið af næm um skilningi og smekkvísi. Var þessi uppsetning honum í alla staði til mikils sóma, en takmark anir no'kkurra leiker.da ollu því, að herzlumuninn vantaði til a5 sýningin ynni þann stórsigur, sem höfundur og leikstjóri höfðu stofnað til. Önnur ný verkefni Leikfélags Reykjavíkur voru „Tveggja þjónn“ eftir Goldoni, skemmti- leg en gölluð sýning; „Fjalla- Eyvindur“ Jóhanns Sigurjóns- sonar, glæsileg og hrífandi sýn- ing á hæfileikum hjónanna Helgu Bachmann og Helga Skúlasonar, í þunglamalegri, einhæfri, vandvirknislegri og sjálfri sér samkvæmri tilfinn- ingadáleiðsluuppsetningu Gísla heldur 'góð sýning, þótt ekki væri nema fyrir uppsetningvi Palmers. Á jólunum var sýnd óperan Martha, fremur mis- heppnað fyrirtæki. Eftir jólin óx Þjóðleikhúsinu þó fiskur um hrygg og sýndi fyrst Maraf/ Sade, sem áður er um fjallað, síðan „Loftsteininn“ eftir Dúrrenmatt, snoturt verk, en hvorki eins fyndið né gáfulegt og sjálfsagt var til ætlazt. Næst kom „Jeppi á Fjalli“ eftir Hol- berg gamla, í hugmyndasnauðri uppíærslu með rislágum leik i öllum hlutverkum nema Jeppa sjálfs, þar sem Lárus Pálsson bar af eins gull af eir. Þá er komið að síðustu sýn- ingunni á stóra sviðinu, verkinvi „Hornakórallinn“ eftir Odd Björnsson með tónlist eftir Leif Þórarinsson og söngtextum eftiir Kristján Árnason. Listræn og hugmyndarík frumuppfærsla Benedikts Árnasonar á verkinu tók af allan vafa um það, að hér sé hægt að vinna upp á svið ís- lenzkan efnivið, sem sprottinn sé úr öðrum jarðvegi en von um skjótfenginn gróða, svo vel að samband náist við áhorfendur. „Tangó“ í Iðnó. Talið frá v.: Brynjólfur Jóhannesson, Guðmundur Pálsson, Sigríður Hagalín, Arnar Jónsson, Stefanía Sveinbjarnardóttir, Áróra Halldórsdóttir og Pétur Einarsson. anidi mannlífsins. Uppsetning Kevins Palmers var myndræn og kynngimögnuð. Það er undra vert, hvílíku samstarfi Palmer hefur náð við leikarana og inn- byrðis samhljómi f fjöldaleik þeirra. Aúk þesis, hve sýning þessi var í sjálfu sér hrífandi, kom á henni betur í ljós en nökkru sinni fyrr, hve stóran hóp hæfileikafullra leikara við íslendingar eigumi. Eftir þessa „demonistrasjón“ 'ætti leikhúsinu ekki að vaxa í augum, vegna skorts á starfiskröftum, að setja upp hvaða fjölmenna sýningu Halldórssonar. Síðasta verkefn- ið var svo Gide/Barrault leik- gerð skáldsögunnar „Málsókn- in“ eftir Franz Kafka, misheppn uð sýning. Þá gekk „Dúfna- veizla" Laxness meira og minna í allan vetur fyrir leik Þorsteins Ö. Stephensen í hlutverki press- arans og „Þjófar, lík og falar konur“ Dario Fos þriðja vetur- inn í röð. Ég sá 100. og síðustu sýningu síðastnefnda verksims fyrir nokkrum dögum. Fullt hús var og fólkið grét af hlátri næst- um allan tímann. Leikur Gis-a Halldórssonar í hlutverki götu- sópararus er einhver fallegasta leikhúsvinna sem ég hef séð. Þjóðleikhúsið sýndi sjö ný leikrit og eina óperu á stóra sviðinu og þrjú Ieikrit í Lindar- bæ. Fyrsta verkefnið var „Upp- stigning" eftir Sigurð Nordal, sýnd á áttræðisafmæli höfund- ar. Þá kom „Kæri lygari“, leik- rænn flutningur bréfaskipta Shaws og leikkonunnar Patrick Campell, verkefni af lítilvæg- asta tagi, og ,,Luk.kuriddarinri“ eftir írska skáldið J. M. Synge, Ekki minnstan þátt í því, hve vel þessi sýning tókst, á tónUst Leifs Þórarinssonar. Á litla sviðinu í Lindarbæ var fyrst sýnt sýnt leikritið „Næst skal ég syngja fyrir þig“ eftir James Sanders, athyglisverð sýning undir stjórn Palmers, þá tveir einþáttungar eftir Matthías Johannessen „Eins og þér sáið“ og „Jón gamli“, hinn fyrri nýst- árlegur, en hinn síðari betur gerður. Þetta eru fyrstu leikrit Matthíasar, sem sýnd eru á sviði. Að lokum var svo nú í vor sýnt leikritið „Hunangsilmur“ eftir Shelagh Delaney, ánægju- leg sýning undir stjórn Palmers. Auk þessa endursýndi Þjóð- leikhúsið „Ó, þetta er indælt Stríð“ í frábærri uppsetningu Palmers. Kevin Palmer yfirgef- ur nú Þjóðleikhúsið aftur eftir 5 uppsetningar, ásamt leiktjalda- og búningateiknaranum Unu Oollins. Verður mikil eftirsjá af þeim fyrir leikhúslíf í Reykja- vík. Örnólfur Árnason. „Marat/Sade“ , Þjóðleikhúslnu. Fremst á myndinni eru Herdís Þorvaldsdóttir Gunnar Eyjólfs son, Gísli Alfreðsson og Eúrik Haraldsson. Til sölu Caterpillar vél 112 ha. 6 strokka og 60 riða, 75 kw rafmótor ásamt miklu af varahlutum. IJpplýsingar gefur Sighvatur Bjarnason forstjóri í símum 2252, 2259 eða 1965. VIIMIMSLIJSTÖÐfN VESTMANNAEYJUM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.