Morgunblaðið - 08.07.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.07.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1867. 15 Talið er að í styrjöldinni hafi ísraelsmenn eyðilagt og tekið herfangi sovézk hergögn að verðmaeti um 2 milljarða dollara. Ovæntasta herfangið var heil eldflaugastöð, sem verja átti suðurhluta Súezsvæðisins. Meðal þess, sem Ísraelsmenn komu höndum yfir þar voru sovézkar eldflaugar af gerðinni SA 2, en slíkar vélar eru notaðar gegn flugher Bandaríkjanna í Vietnam. Myndin sýnir hluta þessarar fullkomnu eldflaugastöðvar, sem Arabar yfirgáfu í Sinai-eyði mörkinni. ÞAÐ er erfitt að greina nokkur merki um frið í Austurlöndum nær. Vopnaflutningar eiga sér stað í ríkum mæli. Hersveitir eru á hverju strái og áróðurinn gegn ísrael fer sívaxandi. Hegð- un Araba bendir eindregið til þess, að þeir leggi nú á ráðin um nýja styrjöld gegn ísrael. Um aillan hinn arabíska heim ríkir nú mikil ólga og þrátt fyr- ir ósigurinn fyrir ísrael, sem Arabar kalla aðeins „áfall“, eru þeir nú mikiliu herskárri en nokkurn tíma áður. I>að er ekki aðeins í tali fólks, sem þessi stríðsæsins kemur fram. I Egyplalandi lifir allt og 'hrærist í undirbúningi að nýrri styrj- öld. Rússnesk vopn streyma inn í tandið um flugvöllinn í Kaíró og hö’fnina í Alexandríu og báð- um þessum samgöngumiðstöðv- lU.m er oft á tíðum lokað fyrir almennri umferð til að flýta fyr- ir og tryggja öryggi við flutning vopnanna. Rússneskir tækni- fræðingar koma í hópum til landsins til að sjá um samsetn- ingu vopnanna og einnig hefur komið upp sá kvittur, að þeir eigi að annast hin vandmeðfarn- ari radartæki og eldflaugakerfið. Lögregluríki. / Gripið hefiur verið til nýrra öryggisráðstafana um allt land. Margir af íbúum Port Said og Ismailiu 'hafa verið fluttir á brott og einnig hefur verið gef- in út fyrirskipun um lokun allra erlendra ræðismannsskrifstofa á Súezsvæðinu. Þá er og bannað að nota talstöðvar erlendra skipa, sem teppzt hafa í skurð- inum síðan honum var lokað. Meðlimum í andspyrnuhreyf- ingu alþýðunnar hefur verið hemilað að handtaka hvern þann útlending, sem slæðist inn á þau svæði, sem talin eru hern- aðarlega mikilvæg. í Kaíró hefur nýjum loft- varnarbyssum verið koimið fyrir og ökumenn vérða að aka með byrgð ljós. Þá eru egypzkar her- þo:ur á sífelldu flugi yfir borg- inni. í öllum löndum Araba fara fram miklir liðsflutningar. Allt frá vopnahlénu hafa þúsundir íranskra hersveita komið til Jórdaníu og óstað'festar fregnir herma, að alsírskar sveitir séu komnar til Sýrlands. Mikill fjöldi egypzkra hersveita hefur verið kallaður frá Jemen til að styrkja varnirnar heima ifyrir. Jafnvel í hinu annars rólega Líbanon er loftið lævi blandið. Hermenn eru algeng sjón á göt- um úti og fiólkið er órótt og æst. Auk þessa hernaðarlega a>id- rúmslofts æsa mörg blöð, sem studd eru af rrkisstjórnum við- komandi landa, til nýs hernaðar og segja að stríð við ísrael sé óumflýjanlegt og að ástandið í Austurlöndum nær muni þróast upp í nýtt „Vietnamstríð". Blaðið „A1 Anwar“ í Beirut segir, að Arábar geti ekki látið landvinninga ísraels viðgangast, því ef þeir þoli þessa auðmýk- ingu nú, muni önnur og meiri niðurlæging bíða þeirra síðar. Ný styrjöld við ísrael sé því óh j ák væmileg. Annað Beirutblað, „A1 Moharr er“ segir, að sérhver Arabi verði að gera sér það ljóst, að ný styrjöld við ísrael sé á næsta leiti. Hvort Arabar verða nokkurn tíma færir um að heyja annað stríð — og þá hvenær — er ekki síður komið undir einhug þeirra og stjórnmálalegium styrk en hernaðarmættinum. Til þessa hafa Araibaríkin sýnt mik- inn einhug í mótlætinu en þó eru ýmsar blikur á lofti, sem geta dregð þungan dilk á eftir sér. Missætti Araba. Eins og alltaf er nokkur mun- ur á grundvaillarsjónarmiðium hinna einstöku rikja. Talið er að missætti Araba 'hafi þá fyrst og fremst brotizt út á nýaifstaðinni ráðstefnu utanríkisráðherra Arábalandanna en hún var baldin í Ku’wait. Þessi ráðstefna fór fram fyrir luktum dyrum en eigi að síður hefiur ýmislegt kvis azt út áf því, sem þar 'átti sér stað. Sýrland bar fram harðar ásak anir á hendur Líbíu fyrir að ganga slælega fram í því, að vísa B'andaríkjamönnum burt úr herstöð sinni í Líbíu. Marokko fitjaði enn á ný upp á gömlurn ilandamæradeiilum við Alsír en fiékk það svar, að Alsír hyggðist engan veginn láta nokk iuð af hendi í þeim efnum. Einnig kom fram gagnrýni frá fátækari löndum í garð Kuwait fyrir tregðu þess að flytja varasjóð sinn frá London. Og fulltrúi Túnis lét þá skoðun uppi, að fyrirhuguð viðskipta- ,bönn Araba gætu orði'ð hættu- ilegri þeim sjáifum, heldur en þeim vestrænu „óvina“-þjóðum, sem þau ættu að beinast gegn. En 'hvað hættulegastur var sá djúpstæði skoðanamunur, sem lengi hefur ríkt, og þarna bloss- aði upp milli þerrra ríkisstjórna, sem byltingarsinnaðar eru eins og í Sýrlandi og Arabíska sam- bandslýðveldinu og hinna, sem eru íhaildssamri svo sem í Jórd- aníu og Saudi Arabíu. Árum saiman hafa leiðtogar þessara byltingargjörnu stjórna róið að því öllum árum að steypa þeim stjórnum, sem íhaldssamari mega teljast, og Hussein, Jórdaníukonungur og Johnson, Bandaríkjaforseti, ræddust við en þeim tókst ekki að jafna skoðanaágreininginn. varð fyrstur Arabaleiðtoga til að heimsækja Bandaríkin eftir að styrjöldin við ísrael brauzt út. Hann hélt ræðu á þingi Sam- einuðu þjóðanna og einni ræddi hann við Johnson iforseta, en opinberar tilkynningar herma, Frá ráðstefnu utanríkisráðherra Arabalandanna. fimm ár hefur ríkisstjórin, sem Egyptar styðja, háldið þar uppi skæruhernaði gegn konungssinn um en þeir njóta stuðnings Saudi-Arabíu. Síðan stríðinu við ísrael lauk hafa þúsundir hersveita haldið heim til Egyptalands frá Jemen. Þó sjást þess engirt merki, að Faisal kóngur í Saudi-Arabíu, ætli sér að láta aif stuðningi sín- um við konungssinna í Jemen fyrir nánari einingu Arabaríkj- anna. Álitið er, að Faisal telji stjórn sinni hættu búna, ef hún missir ítök sín í Jemen. Og í Suður-Arabíu ólgar allt í byltingarhugsjónum. Herir, sem studdir eru af Nasser, virð- ast á engan hátt vera að linast í baráttu sinni, heldur lítur út fyrir ,að þeir séu enn nær því en fyrr, að ná völdunum þarna í sinar hendiur, þegar Bretar 'hverfa á braut. Valdataka leppstjórnar Nass- •ers í Suður-Arabíu mundi valda miklum úlfaþyt í Saudi-Arabíu og öðrum olíuauðugum ríkjum við Persaflóa. Nærvera Egypta í Jemen mundi verka sem olía á I ann ofriðareld. Hver á að halda um stj rnvölinn? De.'ilán innan hinnar byltinga- sinnuðu „blokkar" um það, hver eigi að íara með yfirstjórnina, Vr-,rvih 4 Kll= 10 Hyggja Arabar á nýja styrjöld við ísrael? errgin ástæða virðist til að ætla, að það takmark sé þeim á nokk- urn ’hátt úr huga. Stríðið og ósig- urinn fyrir ísraél hafa skapað ■nokkurt millibilsástand en samt ,eru óánægjuraddirnar þegar farnar að láta á sér kræla. Hussein, Jórdaní'ukonungur, að þeir hafi ekki getað jafnað skoðanaágreininginn. Lykilsvæðið Jemen Jemen er sá staður, þar sem deilurnar milli hinna tveggja Araba-,,blokka“ gætu fyrst orð- ið að verulegiu báli. Síðastliðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.