Morgunblaðið - 08.07.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1987. % BÍLALEICAN -FERÐ- Daggjald ter. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDUM MAGNÚSAR skiphoiti21 sÍm/^21190 eftrr lokun slmi 40381 SIM'1-44-44 mmf/Ðifí Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN lngólfsstræti 11. Hagstætt leigagjald. Bensín innifalið > leigngjalði Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 Og 36211. IFfKAft RAUÐARARSTlG 31 S(MI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði) fíílaskipti * fíilasaía Bilasýning í dag. Góðir notaðir bílar, verð og greiðsluskilmálar við allra hæfi. •k Samskiptin við börnin Hér fer á eftir bréf frá einum vinnufélaga mínum: „Heiðraði Velvakandi. — Þú verður að fyrirgefa, hvað ég ávarpa þig hátíðlega, en þetta er líka fyrsta bréfið, sem ég skrifa þér. Ég ætla að segja þér sögu af litlum herramanni, sem heimsótti mig fyrir nokkr- um dögum. Hann sagðist vera 10, bráðum 11 ára, gerðarleg- asti piltur. Samt var hann held ur súr á svipinn, og kannski ekki að furða, hann var að verða atvinnulaus. Var honum sagt upp starfi? Nei, hann sagði sjálfur upp. Hvers vegna? Og þá kom sagan: — Ég hef, sko, borið út Morg unblaðið síðan í vor, sagði hann. — Var það svo leiðinlegt að þú hættir? —• Nei, nei, svaraði hann að bragði. — Mér fannst það voða gaman. Ég á ekkert vont með að vakna snemma á mongnana. Mamma vakti mig alltaf klukk an 7, og stundum hálf 7 *— og ég var alltaf búinn að bera út klukkan rúmlega átta og stund um fyrr. — En 'hvers vegna heldurðu þá ekki áfram? Kaupendurnir geta ekki hafa verið óánægðir með þig. — Nei, það held ég ekki. Margir sögðu meira að segja að ég vaeri duglegur, það væri svo gott að fá blaðið svona snemma. En það er rukkunin. Sko flestir borga strax, þegar ég rukka, eða konan segir mér að koma, þegar maðurinn hennar sé heima, í hádeginu eða á kvöld- in. En svo eru það nokkrar konur, sko, það eru konurnar, sem eru heima, sem segja „komdu seinna“ — og sumar skella bara strax aftur hurð- inni. Svo þegar ég kem seinna, segja þær það sama, spyrja stundum hvaða læti þetta séu, þetta verði borgað seinna. Ég verð stundum að koma fimm, sex sinnum til þessa fólks áður en reikningurinn er borgaður. og er þá stundum skammaður, — fyrir hvað veit ég ekki. Mér finnst þetta svo leiðinlegt af því ég geri mitt bezta og held að ég standi mig vel við út- burðinn. Að minsta kosti hafa margir hælt mér. Þetta er allt- af sama fólkið, sem lætur svona, og ég skal segja þér, ég veit að það á ekkert minni pen- inga en hitt, sem er vingjarn- legt og borgar strax eða segir mér hvenær ég eigi að koma og borgar þá. Kannski er það svona við mig af því að ég er bara krakki og því finnst það geti komið fram við krakka eins og því sýnist. En finnst þér það rétt? Ég veit að við krakkarnir erum stundum ó- þekk og þá má skamma okkur, en það er eins og sumir þurfi alltaf að vera að ónotast við okkur og líka þegar við stönd- um okkur vel. — Svo skal ég segja þér frá einni konunni. Hún neitar algerlega að borga blaðið af því að hún fái það aldrei. Ég hef þó alltaf borið blaðið út til hennar, sett það inn um rifu hjá hurðinni inn í ganginn. Ég sagði henni að hitt fólkið í húsinu hlyti þá að taka það. Nei, nei, hún sagði að það tæki það aldrei, ég kæmi bara ekki með það. Ég spurði hana þá, hversvegna hún hefði ekki kvartað, ég hefði aldrei fengið kvörtun, hvorki frá henni né öðrum nema 2—3 fyrstu dag- ana, þegar ég var ekki búinn „að læra á“ hverfið. Hún sagð- ist ekkert nenna að standa í því að kvarta, blaðið kæmi hvort sem er aldrei. Hvernig heldurðu svo að mér líði, þeg- ar ég kem og skila og verð að segja að kaupandinn neiti að borga af því að hann fái aldrei blaðið? TÍfFullorðnir mega vara sig Þetta er saga 10, bráðum 11 ára — drengsins. Hvað seg- irðu um hana, Velvakandi góð- •ur? Vildir þú standa fyrir framan púltið hjá atvinnuveit- anda þínum og segja honum að þú hefðir svikizt um að gera það sem þú áttir að gera, vit- andi um leið að þú skrökvaðir þeim vömmum á sjálfan þig? Ýmsir virðast álíta að það sé sama, hvernig þeir komi fram við börn, en sem betur fer eru þeir í miklum minni- hluta. Sannleikurinn er sá, að börnin eru aðeins spegilmynd hinna fullorðnu. Þau eru næm og taka vel eftir því, sem í kringum þau gerist. Þau líta upp til hinna fullorðnu, sem verða fyrirmynd þeirra. Mikið er því undir því komið að þau séu ekki höfð fyrir rangri sök. Það veikir trú þeirra á fyrir- myndirnar og þau hætta að taka alvarlega réttmætar ávít- ur. 'k í umferðinni Stundum geta fullorðnir meira að segja tekið börnin sér til fyrirmyndar. Virtu þau til dæmis fyrir sér í umferðinni og berðu þau saman við full- orðna fólkið. Eitt lítið dæmi: Ég átti leið eftir Hringbraut- inni í morigun. Roskinn maður og 11—12 ára drengur gengu hlið við hlið eftir gangstétt- inni. Um tíu metra frá merktri gangbraut fór maðurinn út á götuna án þess að l#a til hægri eða vinstri og gekk á ská yfir hana, en drengurinn hélt á- fram að gangbrautinni, horfði í kringum sig og hélt síðan yfir götuna. Jæja, ég held ég hafi þetta ekki lengra að sinni, en vildi í lokin minna á hina gullvægu reglu: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig“. ■k Bílastæðið við Garðastræti Þá er hér stutt bréf frá bíleiganda: „Kæri Velvakandi. Ég veit að í okkar velferðarþjóðfélagi, þar sem bílaeignin hefur aukizt hröðum skrefum, getur verið erfitt fyrir borgaryfirvöldin að sjá fyrir nægum bílastæðum í miðborginni, þótt hvert tæki- færi sé gripið til þess að bæta þar úr. En það er annað, sem mig langaði til þess að vékja athygli á. Rílastæðið við Garða stræti er að verða illkeyrandi. Ég held að tími sé kominn til þess að lappa svolítið upp á það“. að auglýsa í JVlorgunblaðinu. að það er ódýrast og bezt Til leigu Iðnaðarhúsnæði á jarðhæð um 170 ferm. á mjög góðum stað í Hafnarfirði. Uppl. í síma 52187 og 50312. „HÆFNISAKSTDR" í dag laugardaginn 8. júlí fer fram keppni í HÆFN- ISAKSTRI. Keppnin fer fram á lóðinni við Há- Lagermaður og verkstjóri óskast Reglusamur og áreiðanlegur maður óskast við lag- erstörf og verkstjórn hjá iðnfyrirtæki. Listhafend- ur sendi upplýsingar um fyrri störf o.fl. til Morg- unblaðsins fyrir 15. júlí n.k. merkt: „Iðnaður 5742.“ skólabíó og hefst kl. 14.00. Keppt verður um veg- legan bikar innan klúbbsins. Öllum er heimil þátt- taka, félagsmönnum sem utanfélagsmönnum. Væntanlegir keppendur mæti til skráningar kl. 1.30 við Háskólabíó. Bifreiðaklúbbur Reykjavíkur. Orlof húsmæðra í Keflavik Orlof húsmæðra í Keflavík verður að Laugum í Dalasýslu frá 10.—20. ágúst n.k. Á Laugum er innisundlaug, þar er veðursæld mikil og einnig er þar nokkuð berjaland. Meðan á dvölinni stend- ur verður farin sketnmtiferð um fögur héruð á þessum slóðum. Æskilegt er að konur tilkynni þátttöku sem fyrst í síma 2072, 1692, 1608, og 2030. ORLOFSNEFND. Kantsteinn og gangstéttarhellur fyrirliggjandi. HELLUSTEYPAN við Lyngás, Sími 52050 og 51551. íbúð til leigu 2ja til 3ja herbergja íbúð til leigu í ca. 9 mánuði. Öll húsgögn með eldhúsáhöldum, ísskáp, síma og útvarpi geta fylgt ef vill. Tilboð merkt: „Sann- gjörn leiga 5743“ sendist blaðinu fyrir þriðju- dagskvöld. > j JÓNKONHf. VÖKULlf Hringbraut 121 Sími 10600 ^^CHRYSLER MV fNTERNATlONAi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.