Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 3
MGRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1967 9 EINHVER fegursti sólardag- ur samursins var í gær og varð kutdinn og vætan, sem einkennt hefur sumarið 1967 til þessa, að víkja. Heitt var í veðri, en hressandi gola gerði Reykvíkingum lífið bærilegt. Fjöldi erlendra ferðamanna gisti borgina í gær. Nær 500 komu með skemmtiferðaskip- inu Argentína og viða mátti sjá Loftleiðafarþega á ferð til að sjá sig um. í fiskverkunarstöð Bæjar- útgerðar Reykjavíkur við Grandaveg var í gaer verið að sólþurrka saltfisk, en það er fnemur sjaldgæft nú orðið. Óli Jónsson, verkstjóri, sagði Morgunblaðinu, að hjá BÚR væri reynt að sólþurrka fisk á sumrin, eftir því sem veður leyfði, og færi hann allur til neyzlu innanlands. Hann sagði, að um 70—80 manns ynnu nú við saltfisk-. inn og skreiðarverkun, þar af allmargir unglingar. Flestir væru í fastri vinnu, en þó gætu fallið úr dagar hjá ungl- ingunum, þegar veður væri óhagstætt. Hinir ynnu þá við Berta Axelsdóttir, 15 ára, og Hrafnhildur Ingólfsdóttir 15 ára vinna við saltfiskinn hjá BÚR. Sólin yljar í laug og vík skreiðina og umstöflun á salt- íiskinum. Togarafiskur bætir ástandið Óli Jónsson sagði, að hjá BÚR væri nú verið að gera að og salta um 20 tonn úr Þorkeli mána, en sl. þriðju- dag hefðu borizt 70 tonn úr togaranum Víkingi. Undan- farna tvo mánuði hefði borizt talsvert af fiski úr togurunum og bætti það upp hið slæma ástand, sem skapazt hefði vegna lélegra aflabragða bát- anna á vetrarvertíðinni. Hann sagði, að saltfiskur- inn þornaði á ca. þremur dög- um, ef veður væri jafn hag- stætt eins og í gær. Kvað hann fólk miklu sólgnara í sólþurrkaðan saltfisk, en t.'d. blautfisk. Framhald á bls. 20 Busl og ærsl í Sundlaug -Vesturbæjar í gær. Ljósm.: Ól. K. M. Óli Jónsson skoðar skötu. SIAKSTEII\IAR Vonbrigði framsóknarmanna „ísfirðingur“, blað Fraimsókn- arflokksins á Vestfjörðum, bÍTti nýlega forystugrein um úrslit Alþingiskosninganna. Hefst hún á þessari setningu: „I>vi er sízt að neita, að úrslit alþingiskosninganna eru mörg- um framsóknarmanni von- brigði.“ í framhaldi af þessu lýsir svo blaðið innbyrðis baráttu stjóm- arandstæðinga og telur hana eina meginástæðu kosningaósig- urs Framsóknarflokksins. Forystugrein „ísfirðings“ lýk- ur með þessum orðum: „Þessum alþingiskosningum svipar til kosninganna 1946, þeg- .ar nýsköpunarstjórnin vaínn mik inn s'igur. Hún naut þess þá, að þjóðin lifði og kaus í vímu stríðsgróðans, enda þótt haaMi væri mjög á þrotum, líkt og af- rakstur toppáranna nú að und- anförnu. Enn hefur tekizt að snúa hugum manna frá þeím vanda, sem framundan ear og vinna kosningarnar með því móti. Frá þeim vanda verður þó ekki flúið. Framsóknarflokkur- inn mun reynast trúr því fólki sem greiddi honum atkvæði og beita áhrifum sínum til þess að tekið verði á málum af ábyrgð- artilfinningu.“ Mörgum mun finnaist að timi sé til kominn að Framsóknar- flokkurinn „taki á málum af á- by rgðartilfinningu“! Byggðasöfnin merkileg Alþýðublaðið birti í gær for- ystugrein um byggðasöfn. Lýk- ur henni með þessum orðum: „Síðustu áratugina hafa orðið geysilegar breytingar á þjóðlífi íslendinga. Af þeim sökum er mikils virði að hugsað sé fyrir varðveizlu margvíslegra minja frá liðnum tímum, minja sem enn er hægt að komast yfir en verða horfnir með öllu eftir fá ár. I þessum efnum gegna byggðhsöfn, sem áhugamenn hafa komið upp víðsvegar um land mikilsverðu hlutverki. Munu komandi kynslóðir kunna enn betur að meta starf þeirra en við kunnum í dag. Byggðasöfnin eru hin merk- asta starfsemi, sem rétt er að efla. því sem framast er unnt.“ Þyk'a þau ekki góð Halldór Kristjánsson á Kirkju bóli ritar hugleiðingar undir nafni um úrslit alþingiskosning- anna í blað Framsóknarmanna á ísafirði. Kemst hann þar m. a. að orði á þessa leið, eftir að hann hefur látið í ljós vonbrigði sín með kosningaúrslitin á Vest- fjörðum og í landinu yfirleitt-: „Kosningaúrslitin skil ég, þó að mér þyki þau ekki góð. Menn hafa kosið að loka augunum fyr- ir því, sem framundan er og stefnt er að og Iátið sér nægja orð stjórnarsinna: „Atvinnuveg- unum hefur alltaf verið bjaargað og þeim verður einhvern veginn bjargað." Hitt skil ég ekki, hvers vegna annar stjórnarflokkurinn tapar, þegar hinn vinnur á.“ ►

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.