Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1&67 5 ÞANN 22. jan. í vetur fóru 7 Húnvetningar, flestir frá Blönduósi, á 3 j éppabílum fram á Hveravelii. Lék þeim hugur á að vita, hvort leiðin væri fær og jafnframt vildu þeir fala sér reynsLu í vetrar- ferðum á heiðum uppi. Skömmu áður höfðu gengið langvarandi þýðviðri. Þá leysti mikin snjó á heiðunum en síðar frysti og skaflar urðu að hjarni. Færi var samt þungt á köflum. Víða reyndist erfitt að fylgja veg- inum vegna myrkurs og snjó- komu, og af þeim sökum urðu leiðangursmenn fyrir tals- verðum töfum. Þeir náðu Ferðafélagarnir í lok ferðarinnar. Vegurinn um Auikúluheiði til Hveravalla merktur samt í áfangastað á Hvera- völlum kl. 3 um nóttina og höfðu þá verið 18 klukku- stundir á ferð. Þar biðu þeirra höfðinglegar viðtökur hjá hjónunum Huldu Mar- gréti Hermóðsdóttur og Krist jáni Hjálmarssyui. Þá höfðu ekki komið gestir á Hvera- velli síðan 12. nóv. 3. maí lögðu nokkrir Blönduósingar upp í aðra Hveravallaferð og urðu enn fyrir töfum af sömu ástæð- um og fyrr. Sulnum þótti fávíslegt af leiðangursmönnum að leggja upp í svona ferðir án þess að brýna nauðsyn bæri til, og ekki var laust við að hrak- spár heyrðust, en ferðalang- arnir höfðu þær allar að engu og öfluðu sér mikillar reynslu, sem ef til vill kemur einhverjum nauðstöddum að notum síðar. Björgunarsveit slysavarna- deildarinnar Blöndu á Blöndu ósi átti mesta þátt í þessium ferðum og farmaður hennar, Guðni Vigfússon, var í þeim báðum, ásamt konu sinni, Ásu V ilhj álmsdóttur. Björgunarsveitin fór þess nú á leit við Vegagerð ríkis- ins, að hún legði til vegastik- ur með endurskins merkjum og bauðst til að setja þær nið ur við Auðkúlulheiðarveg. Vegagerðin tók þessari mála- leitan af mikilli velvild og skilningi og sendi bjöirgunar- sveitinni 700 stikur. Sl. laugardag fór svo flokk ur manna frá björgunarsveit- inni, ásamt nokkrum fleiri áhugamönnum, og setti nið- ur stikur með nálægt 100 m millibili á allri leiðinni frá heiðargirðingu skammt íyrir ofan bæi i Blöndudal og fram á Hveravelli. Tveimur dögum áður fór flokkur vegagerðarmanna fram á heiðina til þess að lag færa veginn. Þeir fluttu stik- urnar og lögðu þær þar, sem þær áttu að vera. í þeim leið- angri var stór veghefill, jarð- ýta og 2 bílar með ámokst- urstækjum. Vegurinn var víð ast orðinn þurr og greiðfær en blautir kaflar á nokkrum stöðum, lítt færir þungum farartækjum. Nú tók að rigna og það mjög verulega. Veghefillinn átti að fara rakleitt fram á Kjöl og byrja á því að hefla veginn milli Hvítár og Kerl- ingarfjalla. Framarlega á Auð'kúluheiði festist hann í djúpum aur og varð af því mikil töf. Komst hann ekki fram á Hveravelli fyrr en eft ir 22 tíma ferð. Vegagerðar- mennirnir gátu ekki gert nema fátt af því, sem þeir ætluðu að gera, því að vegur inn varð á löngum köflum að lítt færu forarsvæði. Báðir flokkarnir gistu á Hveravöllum á sunnudags- nóttina. Daginn eftir lagði björgunarsveitarliðið af stað heimleiðis og lauk þá við að setja stikurnar niður. Gekk það fljótt og vel, enda kapp- samlega gengið að verki, en oft mátti varla á milli sjá, hvort bílarnir heiðu sig fram úr forinni eða sætu fastiir. Hjónin á Hveravöllum, Hulda Margrét og Kristján, hafa búið þar síðan seint í ágúst í fyrra, er þau tóku við gæzlu veðurathugunar- stöðvarinnar. Þau kváðust hafa unað lífinu mjög vel á Hveravöllum og ætla að vera þar áfram. Eins og áður er getið, komu síðustu gestir á fyrra ári 12. nóv. en þeir fyrstu á þessu ári 23. jan. Gestakomum í janúar var þó ekki lokið, því að þremur dögum síðar komu þangað menn frá Selfossi og eftir aðra þrjá daga menn frá Reykjavík. Voru þeir allir á bílum. í febrúar og marz . (Ljósm.: Bj. B.) komu engir gestir en snemma í apríl hófust gestakomur að nýju. Þá kom m.a. þyrla þann 6. apríl með Ingi'björgu, dótt ur Hveravallahjóna. Hefur hún verið þar síðan og ætlar í suimar að annast húsvörzlu í skála Ferðafélags íslands og benzínsölu í félagi við for- eldra sína. Daginn eftir kom Guðmunduir Jónasson á snjó- bíl. í þeirri ferð flutti hann girðingarefni upp á Arnar- vatns'heiði og varning til Hveravalla en á heimleiðinni tó'k hann farangur, sem skíða menn böfðu orðið að skilja eftir upp við Langjökul litlu áður. Guðmundur kom sl. laugardagskvöld sunnan yfir Kjöl og gisti á Hveravöllum. Var hann með 'hóp ferða- manna. Nóttina áður var hann í Landmannalaugum og kvaðst aldrei hafa séð jafn- mikinn snjó þar um þetta leyti árs. Svipað er að segja um umhverfi Kjalar. Þar er óvenjulegj mikill snjór í fjöll um. Hveravallahjón sögðu, að oft hefði verið erfiðir dagar í vetur. Veðurhæð stundum farið upp í 13 vindstig og jafn vel komizt yfir 14. Einstöku sinnum hefð.u þau orðið að fara út á klukku- stundar fresti til þess að moka snjó frá dyrum og varla dugað til. Einnig hefði í stórviðrum fennt inn um útidyr hússins. Eru þaar þó tvöfaldar og vel gerðar. Strengur var lagður frá hús- inu að mselitækjunum og Kristján sagði, að í mestu veðrum hefði verið ófært að komast að þeim án þess að halda sér í strenginn. Snjó- tittlingar héldu sig í allan vetur á Hveravöllum, enda hlynntu húsráðendur vel að þeim. Mórauð tófa var þarna heimagangur. Kom hún oft alveg heim að húsvegg og var þá gefið út um glugga. Hrafn ar sáust við og við en rjúpur sjaldan. í vor var mikið af gæs á hverasvæðinu. Kristján kvað það hafa ver ið mikla og skemmtilega tii- breytni fyrir þau hjónin, þeg- ar gestir komu í vetur. Þá fengu þau líka stundum blöð, mjólk og fleira, sem kom sér vel fyrir fjallabúana. Mér eir líka kunnugt um, að gestirn- ir kunnu vel að meta gest- risni þeirra og góðar viðtök- ur. Áður en langt um líður batnar færð um fjallvegina og þá verður gest'kvæmt á Hveravöllum fram á ‘haust. — Björn Bergmann. Tófan á Hveravöllum. (Ljósm.: Kristján Hjálmarsson) I": ' 0 .... .'••:óó>:'0 .•.•■■■•• : ■ ■ ■ .. ■■ & .0’\ ■' ' .. . ■ X"ý;'0 . ■■■;■.■■ • '•■■'"ý.ýý'.:; ■ ••■■ ■ . ■ ■f- COPPERTONE Coppertone er langvinsælasti sólaráburðurinn í Bandaríkjunum. Vísindalegar rannsóknir, framkvæmdar af hlutlausum aðila, sýna að Copper- tone gerði húðina brúnni og fallegri á skemmrí tíma en nokkur annar sólaráburður, enda hafð i Coppertone og Q. T. (Quick Tanning) frá Coppertone 77.4% af allri samanlagðri sölu á s ólaráburðum í U.S.A. árið 1966, eins og taflan til hliðar sýnir. Fáanlegar Coppertone vörur: Coppertone Lotino n (sem einnig er framúrskarandi næringarkrem ). Coppertone Oil og Coppcrtone Oil Spray, (fljótvirkasta og eðlilega sóiarolían). Coppertone Shade (fyrir rauðhærða og viðkvæma húð). C oppertone Baby Tan (fyrir hina viðkvæmu húð ungbarnsins). Coppertone Noskote (til varnar bruna á vörum, nefi og eyrum). Q. T. Quick Tanning (sem nota má úti sem inni, án sólar). Verið brún brennið ekki NOTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.