Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 19
MORCJTJNBI/AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚL.Í 1967 1» á venjulegum flugvelli HVERNIG er hægt að koma mönnuðu geimfari í gegnum hinn ofsalega hita, sem myndast þegar það kemur inn í andrúms- loft jarðar, og gefa geimfaranum kost á að velja sér sjálfur lend- ingarstað á þeim flugvelli sem hentar honum bezt? Svarið getur verið farartæki það sem Bandaríkjamenn kalla „Lifting body“. í Mercury, Gemini og Apollo áaetlunum Bandaríkjamanna hef ur jafnan verið notaður fall- hlífaútbúnaður til að draga úr Rússar skoða sýkla ó Marz RÚSSNESKIR vísindamenn hafa að undanförnu verið að rann- saka hvernig sýklar hefðust við á plánetunni Mars. Ekki hefur þeim þó tekizt að senda leiðang- ur þangað í þfví skyni heldur hafa þeir einfaldlega útbúið sinn eiginn Mars í Rússlandi. >að er málmkassi sem hefur að geyma lítinn klefa undir kúpli. Á klefanum er kvarts gluggi og inni í honum er koparstöng til hitunar og kælingar eftir því sem við á. Loftþrýstingurinn þarna inni er 100 sinnum minni en á jörðinni og hitastigið breyt- ist frá 60 gráðu frosti (á Celsius) í 30 stiga hita eins og á nóttu og degi á Mars. Og við þessar að- stæður eru sýklarnr rannsakaðir. ferð geimhylkisins og koma því heilu og höldu í sjó niður. Þetta hefur m.a. haft í för með sér að þeir hafa orðið að dreifa stórum flota björgunarskipa um mörg þúsund fermílna svæði. Hversu mikið einfaldara væri það ekki ef flugmaðurinn gæti sjálfur tek- ið við stjórninni þegar hann kemur niður í andrúmsloftið og lent skipinu eins og venjulegri flugvél? „Lifting bodies“ eru vængja- laus farartæki og flugeiginleika sína fá þau af lögun skrokksins sjálfs. Tvö eða þrjú stél gefa þ-ví þann stöðugleika sem nauðsyn- legur er til að hægt sé að stjórna þvi, og eldflaugahreyflar knýja það áfram. Tilraunir eru hafnar fyrir alllöngu og hafa tekizt vel. NASA gerði miklar og ná- kvæmar tilraunir áður en LB var sleppt í loftið. M.a. voru líkön margreynd í svonefndum „vind göngum". Þar kom í ljós að lögun geimskipsins rnyndi gera því fært að ferðast um í andrúmslofti jarðar, og fliug- manninum að hafa á því góða stjórn og velja sér lendinga- stað. Þeir yrðu þó varla valdir með mikilli nákvæmni fyrst í stað enda enginn barnaleikur að velja ákveðinn punkt til að lenda á — úr nokkur hundruð mílna hæð. Flugmaðurinn myndi byrja á að velja sér heimsálfu. Við skulum segja að hann myndi byrja á að velja Bandaríkin. „Lifting Body“ sleppt frá B-52 sprengjuflugvél í um 45 þúsund feta hæð. Þegar hann nálgaðist jörðu myndi hann velja suðurhluta þeirra. Því næst eittbvert fylki og loks flugvöll. Veðurfar og flugumferð á lendingarsvæðinu myndi að sjálfsögðu Vera tekin með í reikninginn. Fyrsta flugið átti sér stað 12. Arekstur / himingeimnum TRITGN, annað af tunglum Neptúnusar, mun áður en yfir líkur rekast á plánetuna og splundrast. Bandarískur vísinda- maður, Thomas McCord komst að þessari niðurstöðu eftir tveggja ára rannsóknir. Hann naut að- stoðar ýmissa annarra stjörnu- fræðinga. Skýrsla hans vakti mikla athygli meðal stjörnufræð inga um allan heim, þegar hún birtist í ritinu „The Astronomi- cal Journal". McCord sagði að braut tunglsins væri sífellt að þrengjast. Ástæðan fyrir þessu er sú að Triton hreyfist réttsæl- is (eins og vísir á klukku), sem er mjög sjaldgæft í sólkerfi okk- ar.. Neptúnus snýst hinsvegar rangsælis á öxli sínum. Afleiðing in er sú að öldur rísa á yfirborði Neptúnusar, vegna aðdráttarafls Tritons. Og þar sem Neptúnus er töluvert meiri um sig, og hreyfist hvergi, þá verður þetta aðdráttarafl til þess að færa Triton smámsaman nær og hær. Það er þó fremur ólíklegt að nokkurt ykkar sem þetta les komi til með að verða vitni að árekstrinum, því að hann verður ekki fyrr en eftir um það bil 16 milljón ár. Stjarnfræðingar telja það þó ekki svo mjög langan tíma, með tilliti til þess að sól- kerfi okkar er um 5000 milljón ára gamalt. júlí 1906 og tókst í alla staði mjög vel. Það var Milton O. Thompson, reynsluflugmaður sem sat við stjórnvölinn þegar B-52 sprengjuflugvél sleppti LB í rúmlega 45 þúsund feta hæð. Svifið niðuir tók um það bil fjór- ar mínútur og Milton lenti farar tæki sínu á 176 mílna hraða. „Lifting Bodies" hafa enn ekki verið reynd með neinni aflvél og ekki hefur verið ákveðið hvernig hún verður. En áður en langt um líður verða þeir útbún- ir með XLR-11 rakettuhreyfli, (sama tegund og er í X-15) til þess að geta flogið lenguir og far- ið hærra. Hundruð flugferða •verða farnar áður en að því kem ur að setja LB framan á risa- eldflaug og skjóta honum út í geiminn. En hver veit nema að í framtíðinni skelli einn slíkur sér niður á Reykjavíkuxflugvöll. Vismdamaöur rabbar vio tólvu. Þannig hugsar teiknari sér þynunotkun í stórborgum í framtio- inni. Stórar þyrlur verða á sífelldu sveimi með allt að 60 far- þega innan borðs. í sumum borgum verða flugvellir fyrir þær uppi á þökum risahótela. Hótelgestir verða fluttir beint frá flug vellinum og þangað upp og öfugt. Þetta gæti leyst vandamál sem Bandaríkjamenn eiga við að stríða. Nú á þotuöldinni tek- ur það stundum lengri tíma að komast út á flugvöllinn, en sjálft ferðalagið í flugvélinni tekur. Talandi tölvur TÖLVUR eru mikil undratæki og fátt, sem þær ekki geta. Eitt af því sem mannskepnau hefur þó gert betur hingað til er að tala. En allar líkur benda til að þeir yfirburðir verði brátt úr sögunni. í Bandaríkjunum er nú verið að gera tilraunir með tal- vél og hafa genigið vel. Að vísu er málhreimurinn dálítið málm- kenndur eða „vélalegur“ ennþá en það stendur allt til bóta. Vís- indamenn segja að áður en yfir lýkur muni vélar þessar geta tal- að betra og fallegra mál en nokk- ur maður. Þegar þær verða full- gerðar verða þær langt frá því að vera leikföng. Gagnsemi þeirra er talin svo stórkostleg að það er undri likast. Og menn eru sífellt að koma með nýjar og nýjar hugmiyndir um hvernig hægt verður að nota talandi tölv- ur. Sem dæmi má nefna að þær myndu opna almenningi aðgang að rafmagnsheilum. ’Hingað til hafa þeir skilað úrlausnum sín- um á gataspjöld eða strimla og það þarf sérþekkingu til að ráða fram úr þeim. Margir geta þó gefið frá sér hljóð, eins og marg- ir Reykvíkingar hafa orðið vitni að. Tölva Háskólans söng einu sinni „Daisy, Daisy“ í útvarpið, og lék undir á sjálfa sig. En það voru hljóð sem höfðu verið „sett í hana“. Nýju tölvurnar hins- vegar munu geta rabbað við fólk, og fundið sinn orðaforða sjálfar, af sérstökum böndum Sjálfsagt mun sumum finnast þetta hálf óhugguleg þróun, og merki þess að vélin sé að ná yfir höndínni í heiminum. En vélar hafa líka sínar veiku hliðar, og því meira sem mennirnir vinna að þeim, því mannlegri verða þær „í hugsun“. Sem dæmi má nefna að fyrir um tveimur ár- um varð talva stórfyrirtækis í Bandaríkjunum óstarfhæf. Sér- fræðingar áttu í miklum erfið- leikum með að finna hvað að henni var, en komust loks að þeirri niðurstöðu að hún hefði orðið ástfangin af tölvu skatt- stofunnar. Það hlægja sjálfsagt margir að þessari fullyrðingu, en sérfræðingarnir halda fast við hana og telja hana alls ekki frá- leita. Annað dæmi sem við getum nefnt er um tölvu, sem notuð var af herráði Bandaríkjanna. Til þess að reyna hana „fóðruðu“ þeir hana á upplýsingum um yfirvofandi kjarnorkuárás sem lítið við að gera. Tölvan fékk taugaáfall. TÆKNJ Geimfar, sem getur lent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.