Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 26
MORGl NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1967 2* Ráðgerðir árlegir Kennedy- leikar með Olympíusniði Sjóður stofnaður sem standa á straum af vetrar- og sumar- leikjum BANDARÍKJAMENN virðast hafa fullan hug á því að stofna til íþróttamóts sem í einu og öllu verður eftirlíking Olympíu- leika — bæði vetrar- og sumar- ieika. Hafa áhugasamir menn þar í landi komið því í kring, að sjóður er stofnaður til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Er sá sjóður kenndur við John F. Kennedy, og hið mikla íþrótta- mót, sem fyrirhugað er, mun nefnast „Kennedy-leikarnir". Til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd hefur verið stofn- aður sérstakur sjóður, sem er í vörzlu og umsjá bandaríska íþróttasambandsins. Tekjur sjóðsins eiga að mynd- ast af sölu minnispenings eða skjaldar með sérstakri áletrun og sérstæðri mynd af hinum látna Randaríkjaforseta. Minn- isskjöldurinn er gerður úr gylltri bronsblöndu og gefur American Airlines sjóðnum minnisskildina. Salan verður því hreinn ágóði, en ekki fylgir fréttinni hvers .ágmarksgjalds er krafizt, en ;agi að gefendur til sjóðsins fái minnispeninginn sem þakklætisvott. Minnisskjöld urinn er 14 sentimetrar í þver- mál — eða nokkru stærri en meðfylgjandi mynd sýnix. Hluta af tekjum sjóðsins verð- ur varið til að standa straum af kosínaði við stúdentaskipti milli bandarískra og annarra landa háskóla. Ráðgert er að „Kennedy-leik- arnir“ verði haldnir árlega. Fyrstu sumarleikirnir eru fy-rst um sinn ákveðnir 30. maí 1968, þ.e. sumarleikir, en vetrarleikir^- fyrsta árs í Lage Placid, New York í desember 1968. Fullt nafn hins nýja sjóðs, sem standa á straum af þess-um leikum er: John F. Kennedy International Memorial Games. Náöi 4. bezta árangri Erlendur náði 3. sæti í Stavanger — en var langt frá sínu bezta ERLENDUR Valdimarsson átti þriðja lengsta kastið i kringlu- kastskeppninni í Stafangri í gær. Þar fór fram landskeppni unglinga (þ.e. yngri en 21 árs milli Svíþjóðar, Finnlands og Noregs). Erlendur kastaði 44,98. Arnar Guðmundsson sem einnig tók þátt í kringlukastinu kastaði 40.40 m. og varð 8. í kringlu- kastskeppninni. Sigurður Hjörleifsson keppti í þrístökki, tókst ekki vel upp, stökk 13.44 og varð 7. í sinni grein. Kringlukastskeppnin var mjög skemmti'leg. í sérflokki var Kenneth Ákeson Svíiþjóð sem kastaði lengst 51.28 m. Keppnin stóð síðan milli Erlendar og Bengt Nilsson Svíþjóð. Erlendur byrjaði með 44.80 og allt leit út fyrir að hann myndi líklegur til stórræða í þessari keppni. En næstu köst hans voru heldur styttri 44,45 og 43.90. Síðan kom 44.10 og 44.12. íslendingarnir vonuðu hið bezta og að hann sýndi þann árangur sem hann á bezan — hann lengdi sig, en að- eins í 44.98 í síðustu umferð og varð þar með að láta sér nægja 3. sætið því Sviinn Bengt Nils- son kastaði 45.78 m.. Af landskeppni „þriveldanna'* er það að segja að Svíar sigruðu með 154 stigum, Finnland hlaut 127.5 og Noregur 109.5. FRÍ má vel við una sína þátt- töku. Sigur í 800 m hlaupi, 2. og 5. sæti í kúluvarpi, 3. sæti í krin.glukasti sýnir að hér eru til unglingar á borð við hina beztu, en þátttaka heils liðs væri úti- lokuð — vonandi aðeins í bili. Sigurður Dags- son þjálfar frjálsar hjá * Armanni FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD Ár- manns hefur nú ráðið til "ín nýjan þjálfara og er það hinn kunni íþróttamaður, Sigurður Dagsson. Æfingar deildarinnar verða á svæði Ármanns við»Sig- tún á þriðjudögum, fimmtudög- um og föstudögum kl. 7,15. Ungt fólk er velkomið á þessar æf- ingar. á Akureyrarvelli ÞÓRARINN Jónsson, ungur en mjög góður kylfingur, sigraði í keppni Golfklúbbs Akureyrar um svonefndan Gunnarsbikar. Sú keppni er 72. holu keppni og náði Þórarinn 4. bezta árangri sem náðst hefur á Akureyrar- velli frá upphafi. Fór hann 72 holur í 308 höggum, en þeir sem betri árangur eiga eru Hermann Ingimarsson 298 högg, Magnús Guðmundsson 299 og Gunnar Sólnes 300. Þess má geta að er Magnús Guðmundsson varð ís- landsmeistari í fyrra — með nokkrum yfirburðum — fór hann 72 holur í 306 höggum. ■ Þessi árangur Þórarins sýnir í hvilíkri framför hann er. Keppnin var forgjafarkeppni og „netto“ fór hann 72 holur í 244 höggum. Annar var Sigurður Stefáns- son (nýliði frá sl. sumri) 260 högg nettó og 3. Jón Sólnes með 262 högg nettó (þ.e. að forgjöf frádreginni), 4. Haukur Jakobs- son og Jón Guðmundsson með 266 högg nettó. Keppni milli þeirra var mjög spennandi og tvísýn. Um tíma virtist sem Jón Sólnes hlyti 2. sætið örugglega, ekki sizt þar sem ‘honum tókst mjög vel upp við 6 fyrstu 'holur siðasta hrings, en siðan lenti hann í torfærum og missti sætið. Þá er nýlokið keppni um bikar Jón Sólnes leikur sitt golf með „sínum“ stíl en nær góðum ár- angri, eins og þessi sérstæða mynd sýnir. Sortvöruverzl. Brynjóifs Sveins- sonar en það er 36 holu keppni með fullri forgjöf. Sigurvegari varð Hafiiði Guð- mundsson 138 högg. Hann lék mjög vel þó eiztur væri kepp- enda. 2. Ragnar Steinbergsson 141, 3. Frímann Gunnlaugsson 142 og 4. Þórarinn Jónsson 143. Sjáum við 18 m kúluvarp? — Og vel yfir 2 m i hástökki? Danskir fimleikaflokkar á Norðurlandi Akureyri, 12. júlí. í ÞESSARI viku koma tveir danskir fimleikaflokkar til Norð urlands á vegum Ungmenna- sambands Eyjafjarðar og munu sýna á nokkrum stöðum þar. Hér er um að ræða karlaflokk fxá Præstö og kvennaflokk frá Fredriksborg amt. Báðir eru sýningaflokkarnir taldir með þeim allra beztu í Danmörku, sérstaklega karlaflokkurinn. Fyrsta sýningin var í nývígðu fþróttahúsi á Dalvik í gærkvöldi, næsta sýning á Ólafsfirði í kvöld og þriðja sýningin á íþióttavellinum Akureyri föstu- daginn 14. júlí klukkan 9,00 e.h. Einnig verða • sýningar á Húsa- vík, Laugum og Blönduósi. Tilgangur UMSE með þessari íþróttabeimsókn er sá, að gefa fólki kost á að sjá úrvals fim- leika, ef það gæti orðið til þess að vekja meiri áhuga á þessari fögru og hollu íþróttagrein, en nú er. Er þess að vænta að sýn- ingarnar verði vel sóttar. ÞAU mistök urðu hjá okkur í gær að segja að aðalhluti Meist- aramóts Reykjavikur í frjálsum íþróttum færi fram á miðviku- dagskvöld. EN ÞAÐ ER í KVÖLD, sem mótið fer fram og það er í kvöld, sem möguleikar eru á að Guðmundur Hermanns- son nái 18 m í kúluvarpi. OG ÞAÐ ER í KVÖLD sem ýms ir aðrir kappar spreyta sig m.a. er ætlað að Þorsteinn Þorsteins- son, sem setti ísl. met i annað sinn á nokkrum dögum í 800 m hlaupi í Stavangri í gær og vann beztu hlaupara Svía, Finna og Norðmanna í sama aldursflokki og hann er, verði kominn til Iandsins og taki þátt í keppn- inni. Áætlaður komutimi flug- vélar íslendinga frá Osló ieyfir það, þeir eru reiðubúnir og ekk- ert nema breytt áætlun kemur í veg fyrir að Þorsteinn verði með. í kvöld verður keppt í 20G m hlaupi, 800 m hlaupi, 5000 m hlaupi, 400 m grindahlaupi, há- stökki, langstökki, kúluvarpi, spjótkasti, 4x100 m boðhlaupi, auk 100 m. hl. hástökks, kúlu- varps og kringlukasts kvenna. Mótinu lýkur annað kvöld, föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.