Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 4
4 MORGTJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1967 BÍLALEIGAN - FERÐ- Daggjald kr. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SEN DU M BILA m MAGMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR21190 eftirlokurt'simi 40381' Hverfisgötu 103. Simi eftir lokuu 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensin innifaiið • leigugjaldi Sími 14970 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Síml 35135. Eftir lokun 34936 og 36211 RAUOARARSTÍG 31 SÍIWI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Kafmagnsviínibiiðin sf Suðuriandsbraut 12. Simi 81670 ínaeg bílastæði) Golf KYLFUR BOLTAR og fleira. P. Eyfeld Laugavegi 65. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Kapítóla „Slembir" skrifar: „Kæri Velvakandi! Skyldi ekki fleirum finnast eins og mér, að gaman er að hilusta á söguna um Kapítólu? Burtséð frá öliu bókmennta- legu gildi, þá er sagan einstæð sem skemmtiefni, enda hefur hún glatt margan í bráðum tíu áratugi. Það var heppilega til fundið hjá útvarpinu að láta lesa hana núna, þvi að bókin er löngu uppseld, en fremur hefði átt að lesa hana á kvöld- in en um miðjan dag, því að ekki geta allir hlustað í vinnu- tímanum. Það bætir enn, að Valdimar Lárusson, leikari, les söguna af bragðsvel að mínu áliti, — ein- mi'tt í þeim rétta tón, sem hæf- ir sögunni. Hann les líka svo skýrt og greinilega, að maður missir ekki af neinu orði. Blessuð sé Kapítóla, Klara og gamli Fellibylur, en svei óberstanum! Með kveðju, Slembir". Hver skyldi hafa þýtt Kapí- tólu á sínum tíma? Réttur áskilinn „Nemandi" skrifar: „Herra Velvakandi! Auglýsingar eru dýrar, bæði í blöðum og ú'tvarpi. Hvert orð kostar ærið fé. Því skyldi mað- uir ætla, að menn reyndu að orða auglýsingar sínar hnitmið að, — notuðu eins fá orð og frekast er kostur, án þess að merkingin verði óljós. Því er þó ekki ætíð að heilsa. Sá orðkækuir hefur með ein- hverju móti komizt inn í flest- ar tilboðsauglýsingar, að „rétt ur sé áskilinn til þess að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum“. Af hverju í ósköpunum eru menn að taka jafn sjálfsagðan hlut fram? Ef ég auglýsi bílinn minn til sölu og óska til'boða í hann, þá er mér auðvitað algerlega í sjálfsvald sett, hvort ég tek nokkru tilboðanna. Það fer atlt eftir prísnum, sem mér er boð- inn. Ekki er með nokkru móti hægt að þvinga mig til þess að selja bílinn einhverjum tilbjóð endanna, ef mér finnst verðið ekki nógu gott. Þótt maður aug lýsi hlut til sölu, þá er maður ekki skuldbundinn með því til þess að selja hann, lítist manni ekki á prísinn. Þetta hélt ég, að væri svo augljóst mál, að ekki þyrfti um að tala. Hver fann þessa heimskulegu setningu upp í upphafi? Og af hverju etur þetta hver eftir öðirum? Nemandi“. Ekki veit Velvakandi það, en 'honum lízt þannig á, að „Nemandi" muni hafa rétt fyr- ir sér. ií Til hvers eru hraðbréf? Bisnessblók“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Þetta er nú fyrsta bréfið, sem ég skrifa þér, og vona ég, að þú finniir því einhvern tím- ann rúm í dálkum þínum. Segðu mér eit-t, ef þú getur, til hvers eru hraðbréf (ex- press)? Borgar maður ékki margfalt undir þau til þess að þau komizt eins greitt til skila og nokkur kostur eir? Hvernig stendur á því, að mjög áríðandi viðskiptabréf (hraðbréf) frá út löndum, sem" sannanlega var komið til íslands á föstudags- kvöldi, var mér ekki borið fyrr en eftir hádegi á máirudag? Fyrir bragðið missti ég af ör- ugglega góðum viðskiptum. Hvað get ég nú gert? Á ég að fara í mál við póststjórnina? Alls staðar erlendis eru hrað bréf borin tafarlaust út á nótt eða degi; viðtakandi er leitað- ur uppi, hvar sem hann kann nú að finnast á góðum eða vondum stöðum, og ekki hætt, fyrr en hann fætr bréf sitt í hendur. Þetta getur orðið all dýrt, en til þess hefur líka sendandinn greitt fé. Fyrir það fær hann sína þjónustu. Gætu nú ekki íslenzkir póst- menn farið að vinna um helg- ar, — og jafnvel á kvöldin, í stað þess að fara á völlinn eða skrifa í „Frjálsa þjóð“? Bisnessblók". Velvakandi getur ekki leyst úr þessum spurningum. Hins vegar hefur hann orðið fyrir því sjálfur að • fá hraðbréf í venjulegum póstburðartíma, þótt honum bráðlægi á 'bréfinu og það hafi komið til landsins kvöldið áðuir. 27 ára gömul saga Einu sinni voru þeir vin- irnir Hallgrímur Hallgrímsson, sem kallaður var Redbody af kunningjum, og Bogi Ólafsson að væta kverkarnar saman. Þetta var sumarið eftir að brezka setuliðið kom hingað. Þá segir Hallgrímur: „Skelfing leiðist mér það, Bogi, að fslend ingar skuli ekki geta fundið betra orð yfir íslenzkar Breta- vinkonur en ástandspíur. Dett- ur þér ekkert betra í hug?“ „Ja, eigum við bara ekki að kalla þær ready bodies", mælti Bogi að bragði. Enn eldri saga Meðan Hallgrímur Hall- grímsson var ritstjóri Tímans, datt honum í hug, að ísJending ar ættu að gefa konungi sín- um, Kristjáni tíunda, sumarbú- stað á Þingvöllum. Skrifaði hann um þessa hugmynd sína í Tímann. Barði heitinn Guð- mundsson, þjóðskjalavörður, var um þessar mundir staddur í Kaupmannahöfn. Dag einn er hann að koma upp úr kjallara- hálsi við Ráðhústorgið, og blas- ir þá við hon-urn ljósstafaletrið á hlaðhúsi „Politikens". Þá var „Politiken“ nýbyrjað á því að láta fyrirsagnir helztu frétta renna á ljóstafaborða efst á framhlið byggingarinnar. Þótti þetta merk nýjung á sínum tíma og tákn um hina miklu framfaraöldu og tækniþróun, sem gekk þá yfir Danaveldi. Barða bregður nú heldur bet- ur í brún, þegar hann sér glitr andi stafi líða yfir þakbrúnina, og les þetta út úr: RED HALLGRIMUR HALL- GRIMSSON VIL GIVE •KONGEN SOMMERHUS PAA TING VALLASLETTEN. — Hvernig í fjandanum vila Baunar, að Hallgrímur er kallaður Redd-Hallgrímur eða Redbody heima á íslandi? hugs aði Barði. Hann sagðisf hafa ihugsað um þetta í fjöguir og háift ásr samfleytt, þangað til það rann upp fyrir honum í hugljómun, að RED væri skammstöfun fyrir RED- AKT0R. — ★ — — Gamall vinur Velvakanda sagði honum þessar tvær sög- ur um daginn, og vonar Vel- vakandi, að enginn misvirði, þótt þessar saklausu gamansög ur séu endursagðar í dálkum hans. Tilboð óskast í Skoda Oktavia árgerð 1965 skemmda eftir árekstur. Bifreiðin er til sýnis í porti Dósaverk- smiðjunnar við Sætún. Tilboð leggist inn á skrif- stofu vora Borgartúni 1, fyrir h. d. næstkomandi laugardag. VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ II.F. Smurstöðin Sætúni 4 Smyrjum bílinn fljótt og vel. Höfum fjölgað bílalyftum. Seljum allar tegundir af smurolíu. Hringið í síma 16227. SMURSTÖÐIN SÆTÚNI 4. I SIPOREX | LÉTTSTEYPUVEGGIR í ALLA INNVEGGI Fljótvirk og auðveld r~\| uppsetning. * ■ Múrhúðun [ ) óþörf. Hátúni 4 A, Nóatúnshúsinu, sími 17533, Reykjavík. Bláfeldarsvefnpokinn V Sportvöruverzlun Kristins Beneöiktssonar Óðinsgötu 1 Sölumaður óskast Viljum ráða sölumann til starfa sem fyrst. Æskileg er Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun, og enn- fremur að viðkomandi hafi nokkra reynslu sem sölumaður. Eiginhandarumsóknum með upplýsing- um um aldur, menntun og fyrri störf sé skilað á skrifstofu vora eða póstlögð. • SKRIFSTOFUVÉLAR HF. OTTÓ A. MICHELSEN Hverfisgötu 33 — Sími 20560. c ©PIB -n, COKNIWCIN __ l ^ Q 7 ' ~ v//* .fy- o úyeJL'y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.