Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 15
MORG UN'BTjAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚUt 1967 15 Borgarastyrjöld í Nígeriu sem áður var friðsamasta og ef nilegasta ríkið í Af ríku ÁTJÁN mánaða deilur og valdabarátta helztu hers- höfðingja Nígeriu, stærsta sjálfstæða ríkis Afríku, hefur leitt til borgarastyrjaldar, sem ekki sér enn fyrir endann á. Er eins líklegt og ekki, að landið riðlist sundur. Þjóð- irnar, sem þar búa eru og hafa Ironsi Iengi verið, sjálfum sér sund- urþykkar — og nú gerist æ tíðara að þær berist á bana- spjót. Nígería er fjölbýlasta ríki Afríku, byggir nálægt sextíu milljónir manna. Til skamms tíma var landinu skipt í mörg ríki, sem voru tiltölulega sjálf stæð. Það var ekki fyrr en árið 1914, að þau voru sam- einuð í eitt ríki, sem brezk nýlenda og verndarsvæði, undir stjórn brezks lands- stjóra. Margar og ólíkar þjóðir byggja Nígeríu og eru þessar helztar, Hausar í norðunhluta landsins, Ibúar í Suð-Austur Nígeriu og Yoruba þjóðflokk- urinn í Suð-vestur héruðum landsins. Þessir þjóðflokkar skiptast svo aftur í aðra smærri og auk þeirra eru aðrir þjóðflokkar misjafnlega stórir, misjafnlega á veg komnir og misjafnlega her- skáir. Þjóðflokkarnir eru mjög óskyldir, t. d. eru Haus- ar blandaðir Aröbum úr norðri, en íbúar eru hreinir Bantunegrar, eða svo til. Er Nígeria varð sjálfstætt ríki árið 1960 var landinu skipt í fjögur ríki. Hafði hvert um sig sitt þing og verulega sjálfsstjórn í innanlandsmál- um. Stjórnin í Lagos fór hins vegar með sameiginleg mál og utanríkismál. Þrátt fyrir innbyrðis deilur þjóðflokkanna ríkti friður í Nígeriu fyrstu árin eftir sjálf- stæðistökuna. Ríkisstjórnin í Lagos lagði áherzlu á að bæta efnahaginn, sem var mjög háður erlendri aðstoð — og koma á fót nýjum abvinnu- og framleiðslutækjum. En þegar á leið mögnuðust deilur kynflokkanna, dýrtíð jókst í sífellu og spilling og • mútu- þægni urðu útbreiddir lestir í embættismannakerfinu. Var sá orðróniur uppi síðustu árin, að verulegur hluti erlends aðsboðarfjár lenti í vösum ráðherranna. Að visu var for- sætisráðherra landsins, Sir Abubakar Tafawa Balewa aldrei bendlaður við neitt slíkt. Hann þótti beiðarlegur og var virtur stjórnandi. Balewa tók við embætti forsætisráðherra þegar árið 1957, er landinu var sett heimastjórn og hann varð fyrsti forsætisráðherra eftir að sjálfstæði var fengið haust- ið 1960. f stjórnartíð hans var landið talið standa öðrum ríkjum Afríku langtum fram- ar að því er varðaði frið, stöðugt stjórnarfar og fram- farir. Þar með var ekki sagt, að vandamálin væru ekki mörg og deilur stjórnmála- manna og kynflokkanna voru tíðar og erfiðar. Balewa átti oft í ertfiðleik- um við að brúa biilið milli hinna andstæðu íbúa landsins. Hann var sjálfur frá Norður- Nígeriu, þar sem íbúar eru um 20 milljónir og flestir mú- hameðstúar. Hann var af kyn- flokki, er nefndist Fulanar. Þeir eru yfirleitt hávaxnir og myndarlegir, ljósari á hörund en aðrir íbúar Nígeriu og sagðir stoltir mjög. Þeir skip- uðu tíðum eins konar yfir- stétt í Nigeriu. Heima fyrir — í Norður Nígeriu — þótti Ojukwu Balewa afar róttækur — en meðal sunnanmanna taldist hann afturhaldssamur í meira lagi. Sýnir það eitt hversu ólík afstaða íbúanna var og þótti oft undrum sæta hversu honum tókst að halda jafn- vægi milli landshlutanna. Enda var Balewa talinn af- bragðs samningamaður, lipur, kurteis og hafði góða kímni- gáfu. í janúar 1966 breyttist ástand málanna í Nígeriu. Þá var gerð bylting í landinu og allir helztu ráðamenn í Lagos myrtir, þar á meðal Balewa. Við stjórn landsins tók nú hershöfðingi að nafni John- son Aguiyi Ironsi, yfirmaður hers Nígeriu, er taldi þá um 800 manns. Ironsi tók völdin þegar í upphafi byltingarinn- ar, er ljóst varð, að ráðamenn allir voru horfnir (Lengi vel var ekkert vitað um örlög þeirra). Þá var alls ekki talið, að Ironsi ætti hlut að bylt- ingunni — henni stjórnaði annar hershöfðingi, Chuk- wuma Nzeogwu að nafni. Seinna þóttust menn vissir um, að hann hefði haft þar hönH í bagga — en aldrei varð opinberlega upplýst hvort svo var, eða hvort hann notfærði sér aðeins það ástand, er skap aðist til þess að taka völdin. Fyrsta verk Ironsis var að skipa hershöfðingja í stöður ríkisstjóra hinna fjögurra ríkja landsins. Jafnskjótt hóf hann að gera ráðstafanir til þess að efla völd sambands- stjórnarinnar í Lagos en draga að sama skapi úr völd- um einstakra ríkja. Ironsi var þekktur maður í Afríku, er hann tók völdin í Nígeriu. Hann hafði að baki mikla reynslu í hernaði — hafði verið við nám í brezk- um herskólum og verið í Vestur Afríkuher Breta í heimstyrjöldinni síðari. Einnig hatfði hann verið yfir- maður friðargæzlusveita Sam einuðu þjóðanna í Kongó. Ironsi var frá Austur- Nígeriu, borinn og barnfædd- ur í frumskógunum þar en hafði gengið á skóla hjá ka- þólskum trúboðum. Ekki hafði Ironsi setið lengi við völd, er flokkadrættirnir urðu honum óviðráðanlegir. í maímánuði 1966 kom til átaka í Norður-Nígeriu milli múha- meðstrúarmanna og kristinna. Um þrjú hundruð kristnir menn voru drepnir og u. þ. b. 60.000 urðu að flýja suður og austur á bóginn. í júlílok snerist hluti hers- ins gegn Ironsi, að þessu sinni undir stjórn hershöfðingja frá Norður Nígeriu, Ogundipe að nafni. Er uppreisn þeirra hófst var Ironsi staddur í borginni Ibadan fyrir norðan Lagos og var hann handtek- inn þar. Fóru* engar sögur af honum í marga mánuði en þar kom, að viðurkennt var, að hann hefði verið drepinn. Töluverðir bardagar urðu í Lagos og nágrenni áður en uppreisnarherinn náði öruggri fótfestu, og mikið mannfall Norðanmenn höfðu verið lítt hrifnir af tilraunum Ironsis til þess að draga úr völdum héraðsstjóranna og óttuðust, að hann mundi reyna að færa öll völdin í hendur Iboanna. Honum hafði ekki tekizt að koma í veg fyrir hraðvaxandi deilur Þjóð Gowon flokkanna og því fór sem fór. Og nú endurtók sig sagan frá fyrri byltingu. Ogundipe, leiðtogi byltingarmanna mynd aði ekki stjórn, heldur annar hershöfðingi að norðan, yfir- maður herráðsins, Yakubu Gowon að nafni rúmlega þrí- tugur að aldri. Gowon tók að mestu upp stefnuskrá Balewa, ákvað að draga úr valdsviði miðstjórn- arinnar, — hæfilega þó — og lét svo um mælt, að allar tilraunir til þess að koma á sterkri miðstjórn í Nígeriu hefðu mistekizt og væru dæmdar til að mistakast. Jafnframt lýsti hann því yfir, að nú yrði að finna varanlega framtíðarskipan mála í Nígeriu og ákvað að efna til ráðstefnu um málið. En brátt skarst í odda á ný og í sept- ember urðu alvarleg átök milli norðan- og austan- manna, bæði í Norður- og Austur-Nígeriu. Fjöldi aust- anmanna, þar á meðal marg- ir tæknifræðingar voru starf- andi í Norður-Nígeriu •— en er þúsundir þeirra höfðu fall- ið í átökum við Norðanmenn flúðu, að talið er, um hálf milljón manna til austunhlut- ans. Að sama skapi flúði geysilegur fjöldi norðan- manna til sinna heimkynna frá Austur-Nígeriu. Þessir atburðir urðu mjög til að torvelda samskiptin milli Gowns og stjórnarinn- ar í Lagos og landstjóra Aust- ur-Nígeriu, Chukwuemeka Ojukwu, hershöfðingja, sem skipaður hafði verið í tíð Ironsis. Ojukwu gerði mikið úr árekstrum norðán- og austanmanna og í ágústlok, þegar nokkrum vikum eftir að Gowon tók við, lét hann halda sérstakan sorgardag í Austur-Nígeriu til þess að minnast hinna kristnu austan- manna er íallið höfðu í átök- unum við múhameðstrúar- menn í N-Nígeriu, þá vorið áður. Þá þegar var Ojukwu faTÍnn að hafa við orð að slíta Austur Nigeriu úr sam- bandi við aðra hluta Nígeriu og átti þar sterkan leik, því að mikill hluti olíulinda Ní- geriu er einmitt í Austur- Nigeriu. Gowon virtist í upphafi leggja sig í líma tiil þess að halda Austanmönnum ánægð- um. Hann kallaði burt frá Enugu herlið Norðanmanna, þegar Ojukwu sagði, að borg- arbúum væri illa við dvöl þess og gerði ýmsar aðrar til- slakanir. Að mörgu leyti eru þeir Ojukwu og Gowon líkir menn að uppeldi og hugsunarhætti, þótt töluverður sé munurinn á hæð þeirra, Gowon er lág- vaxinn og grannur, en Oju- kwu mikill á velli. Þeir hófu báðir feril sinn í hernum skömmu eftir fermingu og voru báðir sendir á liðsfor- ingjaskóla í Englandi. Báðir hatfa yfirskegg og báðir eru heldur tilhaldssamir í klæða- burði. Báðir eru kristnir og báðir mælskir mjög. í byrjun október sl. tókst Gowon að koma á ráðstefnu helztu leiðtoga hinna ýmsu landssvæða í Nígeriu og skyldi nú komizt að endan- legri niðurstöðu um framtíð- arskipan ríkisins. Ekki höfðu menn lengi reifað málin, er deilurnar milli Gowon og Ojukwu urðu svo magnaðar að slíta varð fundum um hríð. í lok mánaðarins hófust um- ræður á ný, en að þessu sinni án þátttöku fulltrúa frá Aust- ur-Nígeriu, þar sem aðrir fulltrúar — og þó fyrst og fremst Gowon, hefði ekki gengið að skilyrðum þeim, er Ojukwu setti fyrir þátt- töku. Jafnframt gerði Ojukwu ljóst, að Austur-Nígeria mundi ekki fallast á neina þá stjórnarskrá eða skipan lands ins, er samið yrðu um án þátttöku fulltrúa stjórnar rik- ishlutans. Umræðum var haldið áfram út nóvember en stöðugt jókst hættan á klofningi ríkisins. Fulltrúi Vesturhlutans lagði til að ríkin yrðu sjálfstæð í fimm ár — en síðan yrði hald- in ráðstefna og málið reifað að nýju með tilliti til feng- innar reynslu. Þessa hugmynd dró hann síðar til baka eftir að Gowon hafði lýst því yfir í ræðu 30. nóvember, að hann mundi beita öllum ráðum til þess að halda ríkinu samein- uðu, jafnvel vopnavaldi, ef nauðsyn krefði. Hann sagði þá, að til greina kæmi að skipta landinu upp í átt til fjórtán héruð, er hefðu nokkra sjálfstjórn í helztu innhéraðsmálum en yrðu undir sterkri miðstjórn í Lagos. Virtist hann þá alveg hafa gefizt upp á því að reyna að halda ríkinu saman í fjór- um hlutum er hver hefði sterka innanríkisstjórn en væru undir Lagos stjórnina settir með sameiginleg mál- efni og utanríkismál, eins og verið hafði í tíð Balewa. í desember hafði heristjórn- in í Ghana forgöngu um að efna til leynilegs fundar með þeim Gowon og Ojukwe. Hittust þeir að máli í Aburi í Ghana, fyrrverandi orlofs- setri Kwame Nkrumah. Þarna komust þeir að allgóðu sam- komulagi um ýmis mál, m. a. skipan hersins í einstökum héruðum og hlutdeild Aust- ur-Nígeriu í olíuframleiðsl- unni. Gowon kom af fund- inum hinn bjarfcsýnasti um að einingu ríkisins hefði verið bjargað — en Ojukwu var ekki ein vongóður, sagði, að Nígeriumenn hetfði oft áður komizt að samkomuilagi, en svo oft vildi vera meinbugur Framhald á 'bls. 20 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.