Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.07.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1967 —Jtjornu óLipiÉ EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON efni og nóga næringu. Húsin eru eingöngu gerð vegna straum- anna í hafinu, og eru ekki sér- eign neins; ihver sem vill má nota þau til svefns og hvíldar. Þessar verur ferðast mikið og víða um veröld sína, en sagt er að þær vitji jafnan átthaganna, þegar þær fara að eldast." — Hin jarðstjarnan var heim- kynni Spú. Hún hafði verið all- lengi í burtu, og vildi nú vitja frænda sinna og dveljast hjá þeim um hríð. í»að var stór hnöttur og mjög hrikalegur, lýstur af grænleitri sól. Höf voru þar nálega eng- in, en djúp votn víða, og margar uppsprettulindir í gjám og sprungum fjallanna. Gróðurinn var aðallega brúnn og blár, skóg- ar lágvaxnir, nánast kjarr og var það alsett löngum þyrnum, en bar blóm og ávexti, er Hnatt- búar lögðu sér til munns. Þeir höfðu háþróaða véltækni, bjuggu í skrautlegum, vel skipu lögðum borgum, og flugu um loftið í ávölum diskum, af mis- rounandi stærð. En vegir voru engir, utan götur borganna og gangstígar um nágrenni þeirra. Hver borg var aðsetur eins ætt- bálks, og bjuggu þar ekki aðrir. En ættirnar höfðu mikil sam- skipti hver við aðra, og var aldrei neinn rígur þeirra á milli. Lifðu allir í sátt og samlyndi á hnettinum. Spú bauð öllum, er þiggja vildu, að heimsækja ættborg sína, og þágu það margir. Það kom nú í ljós, að Spú var háttsett og mikils virt með- al frænda sinna. Var farþegum stjörnuskipsins forkunnar vel tekið, og veizlur stórar haldnar þeim til heiðurs í samkomuhúsi borgarinnar, sem var skrautleg og fögur 'höll. Voru þar á borð- um ávaxtaréttir og óáfeng vín, en hljómsveit lék á flautur og einskonar sítara, meðan á mál- tíðum stóð. Þótti gestunum sú músík furðuleg, og ekki líktist hún neinu er þeir höfðu áður heyrt. En salirnir voru prýddir litfögrum málverkum, og voru mörg þeirra hin ágætustu lista- verk, að allra dómi. Engin sæti voru í sölum hall- arinnar, því að Hnattbúar not- uðu ekki húsgögn af slíku tagi. Borðin voru býsna lág, naumast hálfur meter á hæð, en ekki létu menn það aftra sér frá því að njóta krásanna, sem á þau voru borin. Spú gekk um meðal ges> anna, og hvatti þá til að gera réttunum skil, en sagði um leið, í afsökunarskyni, að þetta væri nú varla bjóðandi fólki af öðr- um hnöttum. Mikill fjöldi frænda hennar kom einnig í hóf þessi, en þeir virtust feimnir og hlédrægir, svöruðu þó vin- gjarnlega ef á þá var yrt. Þegar hlé varð á veizluhöld- um, var borgin skoðuð, og dáð- ust allir að hinni stórfögru bygg ingarlist Hnattbúa, en hún minnti á indversk musteri frá fyrri tímum. Mikil litadýrð var hvarvetna, jafnvel hin breiðu stræti voru lögð allavega litum hellum. Víða stóðu sérkennileg- ar myndastyttur, og var ofta.-d erfitt að sjá hvað þær áttu að tákna. Ómar Holt reikaði um borg- ina með vinafólki sínu, og undr- aðist það sem fyrir augun bar. Þarna var allt framandi og ein- kennilegt: húsin vörpuðu dökk- grænum skuggum, allir litir voru frábrugðnir því er hann hafði vanist, og hann treysti sér ekki til að gefa neinum þeirra nafn. Yfir fjölskreytta og ókennilega turna borgarinnar bar ferkant- j aða súlutinda, er gnæfðu til him ins, og stórhrikaleg, sundurbrot j in fjöll. Sólin var þrisvar sinn- : um stærri en sunna Jarðar, og allt baðað fölgrænu skini henn- ar, en hitinn samt ekki óþægi- legur. Hann hlustaði annars hugar á j Spú, er var að segja þeim sögu hnaltarins: „Fyrir mörgum milij ónum ára voru hér ægilegar ná*t úruhamfarir, og ekkert líf gat þrifist, nema einskor.ar skordý'-. Kynþáttur okkar er af þeirn kominn, og erum við einu vitver urnar hérna,, en allmikið er af litlum, skynlausum dýrum, er líkjast okkur. Nú er allt orðið kyrrt fyrir löngu og gott hér að vera. Við lifum öll í sátt og friði, og höfum allt sem við þörfnumst. Fyrir skömmu hlut um við þann heiður að vera tek in í Hnattasambandið, og sum okkar hafa ferðast víða. En allt af þráum við að komast aftur heim — og heima er bezt. Mun ég enda hafa ærinn starfa á næstunni, að segja frá því er fyrir mig hefur borið, en kyn- þáttur okkar hefur mikið yndi af sögum og fróðleik.“ Eftir fárra daga dvöl á hnetti Spú, héldu farþegarnir aftur tjj stjörnuskipsins, og var nú lagt af stað inn að kjarna Vetrar- brautarinnar. Er skipið kom út úr geimþyt hið næsta sinn, bar hvergi skugga á. Allt um kring var dauf g sérkennilega tær birta. En þráit fyrir hana mátti sjá mikinn fjölda sólna í öllum áttum. Voru þær i mörgum litum og svo ná- lægar, að ekki var hægt að horfa á þær, eins og venjulegar stjörn ur. Skammt frá skipinu, svo sem tíu ljósmílur í burtu, var stór, snjóhvít sól, en kringum hana sveimaði önnur miklu minni, ljósrauð. Kimm, leiðangursstjóri farþeg anna, kallaði þá saman í borð- sal skipsins og hélt stutta ræðu: „Tvístirni það, er við nálgumst nú, hefur í fylgd sinni tíu plá- netur, allar byggðar fólki sem er miklu lengra komið á þróun- arbrautinni en við. Það hefur sýnt okkur þann sóma að bjóða okkur heim, til þess að við meg- um sjá hvað bíður mannanna, þegar líður að lokum þroskans í — Ég er aðeins að reyna að beina atbygli þjónsins að mér. hin.u þunga efni. Munum við innan stundar fara niður á yztu jarðstjörnuna, þar sem okkur vei'ður veiit móttaka, en síðan lengra inn í sólkerfið og skoða nokkra af hnöttum þess úr lofti.“ Þótt jörð þessi væri alllangt frá sól sinni, var þar bersým- lega vel hlýtt, því að engar snæ- hettur voru á pólnum. Aftur á móti voru margir fjallatindar hvítir, en þegar betur var að gáð var það ekki af völdum íss og snjóa, heldur litur bergtegund- anna, er olli því. Fjöllin voru hvergi há, þau hæstu liðlega þús und metrar, er risu víðasthvar frá jafnsléttu, eins og óregluleg- ir píramýdar, með grunnuvn, hækkandi dölum að neðan, klett- ótt og afburða falleg, ekki ólík því sem þau væru gerð af manna höndum. Misbreið vötn lágu hringinn í kringum sérhvert þeirra, svo að þau voru raun- verulega eyjar, en lygnar elfur runnu á mildi vatnanna. Uthöf voru engin, að talizt gæti, en þi var yfirborði hnattarins nokkurn veginn jafnt skipt milli vatns og þurrlendist. Borgirnar voru litl- ar, en hver einasta bygging var fagurt listaverk, og virtist frem- ur gerð til skrauts en skjóls. Stórir og ótrúlega fagrir garðar voru umhverfis húsin, og öll jarðstjarnan var vafinn gróðri. V:ða sáusl umfangsmiklir skóg- ar ig var byggðin strjálari þar. Vegir voru nálega engir, en vérkennileg flugför liðu um loft- ið. Líktust þau einna mest gríð- ■v - órum kaffibökkum. Pimm, leiðangur&stjóri, hafði varað farþegana við því að undr ast nokkuð sem fyrir augun bæri. Kvað hann Hnattbúa hafa afbrigðilega siði og háttu, og meðal annars gengju þeir allir naktir. Diskar farþeganna flugu nokkra hringi kringum hnöttinn, en síðan skiptu þeir sér niður.á borgirnar, og höfðu þeir áður fengið fyrirmæli um það. Ómiar Halt var með Lenaí Dorma, ásamt ímennu Kha, Inga Vítalín, Naníu, Míró Kama og Danó. Þau lentu á sléttu einni, undir pýramýdalöguðu fjalli, skammt frá allstórri borg — ef borg skildi kalla. Húsin voru að vísu mörg, en langt á milli þeirra og götur engar, aðeins flatir vaxnar þéttu, mislitu grasi. Er þau stigu út úr diskin-um, beið þeirra stór hópur af fólki og varð Ómari starsýnt á það, enda þótt Hnattbúar væru ekki mjög frábrugðnir öðrum mönnum. Þeir voru í lægra lagi og grann- vaxnir, en af þeim ljómaði ein- hver sú fegurð er snerti hjarta Alan Williams: PLATSKEGGUR Aþenu. í framsætinu tútnaði hálsinn á þeim digra, út yfir flibbann, rétt eins of útþanið blýrör. — Kannski finna þeir eitt- flrrid roll-on og spray svitakremið lofar yðurengu .... engu nema frískleika allan daginn .. . og það er þess virði. hvað athugavert við vegabréfin okkar? sagði van Loon og kveikti í pípunni sinni. — Það er ekkert athugavert við þau, sagði Neil. Þessi rósemi Holllendingsins var farin að fara í taugarnar á honum. Þeir óku framhjá bönkum og skipaafgreiðslum, og eftir rykug um, tirjálausum götum inn á Stjórnartorg, sem var umlukt steinsteypusúlum, bláum skjöld- um og hvíta krossimum heil- enska konungsríkisins. Vagninn stanzaði við Hótel Kóng Georg. Sá, sem hafði ekið, sat kyrr við stýrið, en dyravörður hneigði sig fyrir hinum þremur, er þeir gengu inn, gegnum hverfudyrn- ar. Van Loon, sem var með pok- an-n á bakinu og pípuna milli tannanna, glotti með hrifningar- svip að öllum marmaranum og ljósakrónunum, en stígvélaðir fætur hans sukku niður á gólf- ábreiðuna, er þeir gengu yfir að lyftunni. — Kannski þeir sendi okkur kampavín og dansstelpur? sagði hann er lyftan lokaðist og þeir stigu líkast kvikasilfri í loftvog, alla leið uppá efstu hæð. Dyr við endann á ganginum opnuðust, og þar var lítill maður, hnotubrúnn í framan og snyrtilegux 1 klæða- burði. Borgaraklæddi Grikkinn rétti honum bæði vegabréfin, og Neil og van Loon var vísað inn í íbúð þar sem sólin skein inn um gluggana, á vínrauða gólf- ábreiðuna. Úti við gluggann sat ferlega feitur maður. Höfuðið á honum var eins og egg í laginu, með ofurlítinn hökutopp og slikju- legt hár, sem var eins og límt niður á ennið. Hann leit út eins og franskur prófessor í skopleik frá nitjándu öld. Hnotubrúni maðurinn benti á tvo hægindastóla á miðju gólfi. — Fáið ykkur sæti, sagði hann og stikaði svo að borðinu úti við vegginn. En borgaraklæddi mað urinn hafði tekið sér stöðu hans úti við dyrnar. Hnotubrúni maðurinn, stóð og horfði á þá félaga og smellti fingrunum á vegabréfin þeirra. — Herrar minir, ég er Spyros, höfuðsmaður í lögreglunni hér í Aþenu. Hann talaði frönsku með miklum útlenzkuhreim. Neil tók fram í á ensku: — Andartak! Við erum ekki fransk ir, heldur er ég Englendingur 11 og félagi minn Hollendingur. Og við vildum gjarna fá að vita, hvað þetta allt á að þýða? Spyros höfuðsmaður lyfti hendi og hélt áfram á frönsku: — Afsakið, en félagi minn hérna hr. Charles Pol, talar ekki nema frönsku. Og þið kunnið báðir frönsku, er ekki svo? Einmitt! Þá höldum við áfram. Hann opn aði bæði vegabréfin. Meðan á þessu stóð hafði feiti maðurinn, hr. Pol, horft á þá, eins og hann skemmti sér, en svip urinn á honuim gerði Neil óróleg an. Rakar, þykkar varixnar voru opnar og líktist mest tveim kirsuberjum, en innan við þær voru gljáandi framtennur. Spyros leit á vegabréfin. — Þið hafið báðir verið á Athos, sé ég? Þið fenguð leyfi í Saloniki fyrir þremur vikum? Neil kinkaði kolli. — Hvaða klaustur komuð þið í? Neil sagði honum þau nö’fnin, sem hann gat munað, en bætti svo við: — En við eigum sama rétt á að að fá að vita, hvað þetta á að þýða. Grikkinn lyfti aftur hendi. — Fyrst verðum við að komast að tilteknum staðreyndum. Til hvers fóruð þið til At'hos? Neil yppti öxlum. — Bara sem skemmtiferðamenn. Til þess að sjá klaustrin. — Skemmtiferðamenn? sagði Spyros. — Þið áttuð þá ekkert sérstakt erindi þangað? — Erindi? Hvaða erindi hefð- um við átt að hafa þangað? Neil leit á hr. Pol, sem sat aðgerða- laus og horfði á hann með kirsi- berjavarirnar 'brosandi. Spyros leit aftur á vegabréf Neils. — Hér stendur, að þér séuð blaðamaður. Kannski hafið þér farið til Athos til þess að eiga viðtal við einhvern? — Nei, ég fór sem skemmti- ferðamaður, eins og ég var að segja. í þessu bili laut Pol fram og hvíslaði einhverju að Spyros, sem rétti honum vegabréf Neils. Grikkinn sneri sér nú að von Loon. — Hér stendur, að þér sé- uð sjómaður að atvinnu. — Já, ég hef verið allt mögu- legt um dagana, sagði van Loon og velti vöngum spekingslega. — Hvað voruð þér að gera á Athos? — Ég var bara að sleppa frá stelpu. Pol leit upp og rak upp stutt- an, hvellan hlátur, næstum kven legan Spyros hleypti brúnum og lagaði á sér skyrtuermarnar. — Hafið þið þekkzt lengi? spurði hann með stífum virðuleik. — Við hittumst í áætlunar- bílnum til Ierrissou, fyrir þrem- ur vikum. Grikkinn kinkaði kolli eins og hann hefði orðið fyrir einhverj- um vonbrigðum, lagði vegabréf- ið aftur á borðið og sneri enn að Neil. — Hittuð þið nokkra aðra skemmtiferðamenn meðan þið vorum á Athos? Neil hikaði. Pol hafði hallað sér fram, svo að brakaði í stóln- um undan þunga hans. — Já, við hittum einn Frakka, sagði Neil, — hann hét hr. Martel. Sagðist vera uppgjafa-prófessor. — Hvernig leit sá maður út? Það var Pol, sem spurði, og rödd in var hiljómfögur eins og tenór- rödd. — Hávaxinn, hvíthærður — um fimmtugt. Feiti maðurinn greip skjala- bunka á borðinu fyrir framan Spyros. Hann opnaði hann og rétti Neil. Innan í honum voru tvær ljósmyndir. Þær voru báð- ar af Martel, önnur sýndi hann dökkklæddan og með 'band heið ursfylkingarinnar, standandi á hersýningu á götu í París. Á hinni var hann sitjandi við skrif borð í einkennisbúningi franska hersins. Neil vissi nú, hvar hann hefði séð hann áður. Myndin hafði verið á forsíðu í heimsblöð unum fyrir eitthvað átta mánuð um. i — Var það þessi maður? sagði Pol lágt. Neil kinkaði kolli og rétti hon um möppuna aftur. 2. kafli. Maðurinn var Pierre Brouss-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.