Morgunblaðið - 01.08.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1967
BIENNALINN í ROSTOCK
EFTIR BRAGA ASGEIRSSOIM
VEÐA um heim eru haldnar al-
þjóðlegar myndlistahátíðir á
nokkurra ára fresti, sem almenn
ingur hérlendis og jafnvel allur
þorri listamanna hafa harla
litlar spurnir af. Nærtækast er
að nefna nokkrar slíkar í
Evrópu, svo sem: Dokumenta í
Kasse'l, Triennalinn í Mílanó og
Biennalinn í Feneyjum, sem er
þekktastur hérlendis. Svo koma
hátíðavikurnar með öllum teg-
undum lista, sem menningar-
legur viðauki. Edinborg hefur
eina — Færeyingar sína Ólafs-
vöku — Þjóðverjar hafa a.m.k.
tvær, Kielarvikuna og Eystra-
saltsvikuna, en í sambandi við
hina síðarnefndu er myndlistar-
biennal sá haldinn, sem hér verð
ur fjallað um. Þetta er orðinn
mikill viðburður og er Biennal-
inn bara eitt af mörgu í efnis-
skrá vikunnar. Daglega eru
, hljómleikar fjölþættar leik-
sýningar og klassískar óperur.
Þar sýnir m.a. hinn frægi Mois-
sjew dansflokkur. Mikill fjöldi
blaðamanna frá Austri og Vestri
(300) fylgjast með öllu sem
fram fer, 'm.a. frá fréttastofun-
um Tass, Reuter, Associated
Press, Agence France Press og
D.P.A. (V.-Þýzka'land).
Eins og nafn hátíðarinnar
bendir til, þá standa Eystrasads
löndin að þessari sýningu, og
sem hluti að Norðrinu eru Nor-
egur og ísland tekin með. Eystra
saltsvikan í ár var hin tíunda
en Biennalinn annar í röðinni,
og í fyrsta skipti, sem íslending-
ar eru formlega með. Þó var
Jón Engilberts einn íslendinga
með á hinum fyrri. Greinarhöf-
undi og Jóhanni Eyfells, mynd-
höggvara, var falið að fara með
sýninguna, sem fulltrúar íslands
og um leið að sitja fundi, er
fjölluðu um framtíðarmynd
Biennalsins, en sem tiltölulega
ung stofunun hefur hann ekki
hletið fasta mótun. Meðiimir
F.f.M. er áhuga höfðu á þát.t-
töku, var frjálst að senda mynd-
ir tóku sjö þeirra boðinu, fjórir
málarar, tveir myndhöggvarar
og ein listvefnaðarkona. Ekki
var valið úr myndum heldur það
tekið, er inn kom, og verður
það að teljast hæpin ráðstöfun,
enda olli það okkur Jóhanni
miklum erfiðleikum við uppsetn
ingu sýningarinnar, sem síðar
verður vikið að. Við bættist, að
boðið kom of seint, til þess að
mögulegt vaeri að undirbúa þátt-
töku nægilega vel. Er vonandi,
ef áframhald verður á þessari
starfsemi, að ísland sjái sóma
sinn í því að mæta betur undir-
búið í framtíðinni. Ég tel mikil-
vægt að vanda vel til allra s'líkra
sýninga í austri og vestri, því
allavega eiga þær að halda
uppi sóma þjóðarinnar og hafa
sem slíkar, mikilsverðu hlut-
verki að gegna. Listin hefur
stundum verið nefnd bezti Am-
bassador þjóðanna og það er mín
skoðun, að sú nafngift hafi
aldrei átt betur við en í dag og
að hlutverk listarinnar hafi
aldrei verið mikilvægara. Stjórn
málamenn mættu gefa þessari
þróun meiri gaum, því það hefur
oft reynst ógæfa þjóða, hve ráð-
andi öfl hafa verið skammsýn á
þessu sviði. Aldrei hefur mynd-
listaráhugi verið meiri en í dag
í sögu mannkynsins, aldrei hafa
söfn verið betur sótt, aldrei ver-
ið keypt meira á almennum sýn
ingum. Jafnvel hefur þessi
þróun borizt til íslands, þó
fjöldinn hafi því miður erf-
iða aðstöðu til að skil-
greina list — greina á milli
verðmæta og hismis. En hér er
þetta ekki til umræðu.
gekk hin alþjóðlega nefnd, sem
við Jóhann urðum sjálfkrafa
meðlimir í, um sali safnsins og
ræddi hverja deild fyrir sig og
mælti með því sem betur mætti
fara. Hafði upphengingu okkar
verið breytt meðan við vorum í
ferðalaginu og einnig annarra,
og var kurr í mörgum. Þetta var
lærdómsrik ganga og fjarri því,
að allir væru sammála og nokk-
ur hiti var í mönnum. Kom í
ljós, að allar deildir urðu að
fækka myndum, þar sem mun
minna heildarrými fékkst en í
upphafi hafði verið ætlað. Tel
ég, að hver deild hafi fengið ca.
10 ferm. minna veggrými en
þeim hafði verið úthlutað. Þá
þótti austanmönnum sumar
myndir of nútímalegar, einkum
hjá Svíum og íslendingium, og
töldu þeir sig og almenning
ekki komast í samband við þær
og spunnust um það snarpar um
Minas Awetisjan, Rússlandi: „Stúlka við glugga“ (1965). —
Kristín Eyfells tók myndirnar.
Við Jóhann mættum einna síð-
astir ful'ltrúa til Rostock, sem
þó kom ekki að sök því mynd-
irnar runnu á hlað samdægurs
og langt á eftir áætlun. Við hóí-
umst strax handa að taka þær
upp með aðstoð starfsliðs
„Rostocker Kunsthalle“ við
August Bebel Strasse, þar sem
sýningin er til húsa. Búið var að
hengja upp til bráðabirgða mest
allt frá hinum þjóðunum, en
við vorum fljótir að ná því stigi.
Daginn eftir var boðið í ferða-
lag til Stralsund og Greifs-
wald, sem er háskólaborg, þar
sem kennd eru skandinavísk
mál og fræði. Báðar eru þetta
fornar og sögufrægar borgir, sér
kennilega fallegar oig fróðlegar
heim að sækja. Á þriðja degi
Walter Bengtson, Svíþjóð: Rúmspegill (1963) og Albert Jo-
bansson, Svíþjóð: Mynd ‘66.
ræður. En við og Svíarnir vik-
um ekki og settum upp eftir eig-
in höfði.
Leitt atvik kom þarna fyrir,
er við íslendingarnir voru gagn
rýndir mjög fyrir að hafa komi‘3
með teppi og hengt þau upp, þó
það stæði skýrt í pappírum, að
sýningin væri fyrir: málverk,
höggmyndir og grafík. Einkum
voru Finnarnir ‘leiðir, enda eiga
þeir sjálfir fjölbreyttan og frá-
bæran listvefnað. En sýningin á
að gera skil á hreinni skapandi
list og listiðnaði. Fleiri tóku í
sama streng. Við mótmæltum í
fyrstu kröftuglega, þótti okkur
hart að vera að ferðast með þá
hluti alla þessa leið erindisleysu,
en gátum auðvitað ekki gengið
í berhögg við gerðar samþykkt-
ir og bókaðar reglur sýningar-
innar. Tókum við því teppin nið
ur og voru þau svo seinna hengd
upp í öðrum húsakynnum — list-
iðnaðarsafni að ég hygig — náði
ekki að kynna mér það, því
prógrammið var svo stíft. Leið
niðurstaða fyrir Vigdísi okkar að
ferðast langa leið á styrk til að
skoða listvefnað á sýningunni.
Almennu starfsfólki safnsins, er
hengdi upp með okkur, leyst
mjög vel á gripina, spurðu um
verð o.fl.
í fyrri grein var sagt frá opn-
un sýningarinnar og skal það
ekki endurtekið hér, en ýmsum
fannst að við opnunina hefði
mátt leika norrænt tónverk
ásamt því rússneska og a-þýzka.
Okkur Jóhanni hafði tekizt að
ná sterkri heildarmynd þrátt
fyrir allt, en þó ekki fyrr en eft-
ir miklar vangaveltur, baráttu
og tilfæringar. Munum við hafa
verið þeir einu, sem algjörlega
hengdum upp sjálfir og nær
hjálparlaust. Einni álmunni
Ólöf Pálsdóttir: Höggmynd og Hringur Jóhannsson: Málverk.
hafði verið skipt hnífjafnt milii
Dana, fslendinga og Norðmanna.
Skal nú sagt frá sýningunni í
heild og farið fljótt yfir, því
helzt þyrfti heila grein um
hverja deild.
Höggmyndir Ólafar og Jó-
hanns lifguðu mikið upp á sýn-
ingu okkar og voru mjög jákvæð
ur rammi utan um málverkin.
Ég tel, að Jón Engilberts hefði
getað verið miklu sterkari á
þessari sýningu, en aftur á móti
sýndi Hringur Jóhannesson sina
beztu hlið, var heill, mildur og
lyriskur, svo tekið var eftir. Um
mig ræði ég ekki, en aftur á
móti voru myndir Snorra Sveins
óþægilega stórar og kröftugar í
þessu litla rými. Ég held að í«-
lenzka deildin hafi tekið sig
sæmilega út í hinum norræna
hópi og meira var varla hægt
að vænta með hliðsjón af undir-
búningnum.
Danir voru mjög trúir erfða-
venju sinni að þessu sinni, þó
með tveimur undantekningum.
H. Damgrad-Sörensen sýndi tvær
stórar abstraktmyndir í Op-stíl
og Bent Sörensen vélrænar
höggmyndir. Henry Heerup átti
eina mynd, mjög einkennandi
fyrir hann. Hans Scherfig, sýndi
annarlegar myndir úr dýrarík-
inu og Seppo Mattinen mikla
tækni í tréristumyndum. Noreg-
ur valdi að sýna, að þessu sinni,
verk eftir millistriðskynslóðina,
eins og þeir nefna það. Þeim
tókst að ná mjög góðum heild-
arsvip en ekki sterkum. Einna
heilastir þóttu mér þeir Snorre
Andersen og Thore Heramb, sem
báðir eru fágaðir kóloristar, sem
sækja yrkisefni í náttúruna þó
abstrakt séu. Ég varð fyrir mikl-
um vonbrigðum af Kai Fjell að
þessu sinni. Einn málarinn sýndi
mynd sem hefði getað verið mál
uð af íslenzkum módernistum
(Kare Tvetar). Sigurd Winge
sýnir að venju rrijög einkenn-
andi grafíkmyndir og virðist
mjög lítið breytast — aftur á
móti er eins og Elsa Hagen -hafi
haldið áfram á sama sviði. Li+-
Jóhann Eyfells: Höggmynd og
Ólöf Pálsdóttir: Brjóstmynd af
H.K.L.
málmþrykk hennar, sem sýna
skyldleika við Winge, eru gerð
af mikilli kunnáttu og innlifun.
Af myndhöggvurum sannfærðu
mest Kristofer Leirdal og
Ramon Isern. Við Jóhann héld-
um i fyrstu að Svíarnir væru
langsamlega fremstir; þeir gripu
sterkast í upphafi, sérstaklega
myndhöggvarinn Walter Bengt-
son með sínar stóru efnisríku og
furðulegu höggmyndir, og mál-
arinn Albert Johansson með
svart-hvítu myndir sínar,
hlaðnar furðumyndum. En áhrxf
in reyndust ekki varanleg og að
lokum höfðu myndir Bengtssons
misst töfra sína. Ef til vill voru
myndir hans of margar í deild-
inni, og of líkar hvor annarri
og því leiðigjarnar. En hann er
gæddur mjög sérstæðum hæfi-
leikum. Nelle Werner, er einstak
lega kröftugur graflistamaður,
sem vann stöðugt á. Sterkir sam-
ræmdir litir hans bera vott um
óvenjulegt litnæmi. Svíar virð-
ast eiga gnótt góðra graflista-
manna um þessar mundir.
Að lokum vorum við sannfærð
ir um að Finnarnir, væru sterk-
astir af Norðurlöndunum. Þeir
sýndu allt í senn, ágæt málverk,
höggmyndir og grafik, og svo
skipulega, að maður hlaut að
hrífast. Ég nefni sem graflista-
menn: Lauri Ahlgrén, Erkki
Hervo, Pentti Kaskipuro, Matti
Waskilampi og Pentti Lumikan-
gas. Myndhöggvara: Reimo
Heino, Terho Sakki og Viljo
Mákinen, en sem málara Reino
Hietanen, Olavi Lanu, Pentti
Melanen og Juhani Harri, þeg-
ar honum tekst bezt upp. Of
langt mál yrði að lýsa verkum
allra þessara listamanna, en
víst er að þeir léku á fleiri
strengi myndlistar en nokkur
önnur þjóð á þessari sýningu.
Má af þessu ráða hve ríka
áherzlu Finnar hafa lagt á val
verka á sýninguna. Eins og raun
ar alflestar þjóðirnar.
Við snúum okkur svo að meg-
inlandinu og tökum þá fyrst til
meðferðar V-Þýzkaland. V-Þjóð
verjar eiga um þessar mundir
margt góðra myndlistarmanna
og þó þeir þekktustu væru ekki
með, að þessu sinni, var þar
margt athyglisvert að finna. At-
hygli vöktu hin undarlegu, oft
krampakenndu fígúrumálverk
„Hanno Edelmann", sem báru
vitni miklu fersku litnæmi — og
málverk Birgittu Heyduck.
Myndhöggvarar voru og ágætir,
bar þar mest á Ursulu Querner.
Grafík var mikið af og margt
mjög eftirtektarvert.
Þá eru það Austur-Evrópu-
þjóðirnar. Pólland er heimsfrægt
fyrir plaköt sín (auglýsinga-
spjöld), sem eru í senn bylting-
arkennd og fjölbrey tileg, laus
við skrum og væmni. Þeir áttu
plakat sýningarinnar núna og
einnig síðaist og voru það ágæt
verk. í þetta sinn sýna þeir real
isma frá fjórum, að því er þeir
nefna sérlega lifandi listmið-
stöðvum: Varsjá, Kraká, Gdansk
og Lódz. Ég hafði búizt við rót-
tækari list af hálfu þeirra og
varð satt að segja fyrir nokkrum
vonbrigðum. Þeir hafa oft verið