Morgunblaðið - 01.08.1967, Blaðsíða 24
r
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUB 1. ÁGÚST 1967
Sól og sumar á ný
— En er þá ekki eitthvað
sem er betra en annað?
— Það er náttúrlega skást
að gróðursetja í Heiðmörk,
en hér er maður að reita arfa
allan daginn.
Og af því mér þótti þessar
umræður ekki mjög ákjósan-
legar í blaðaviðtal, kvaddi ég
stúlkurnar, en snéri mér að
öðrum, sem enn voru að
vinna á vegum Skógræktar-
innar og segjast eiga að fylgj
ast með starfi hinna yngri,
sem eru í unglingavinnunni.
og spurði þær því um stúlk-
urnar, sem ég var nýbúin að
kveðja.
— Þær, já, þær eru mjög
duglegar.
— Mjög duglegar, en ó-
ánægðar með starfið, hvern-
ig getur það farið saman?
En þessar stúlkur hristu
bara höfuðið yfir spurning-
unni, höfðu engan áhuga á
þvílíkum vangaveltum í sól-
skininu og því þá líka að eyði
leggja áhrifin frá góða veðr-
inu með slíku.
Þegar hér var komið sögu
hafði ný stúlka bætzt í hóp-
inn, Bergþóra, sem einnig
hafði þarna stjórn á hendi.
Allar voru stúlkurnar ánægð
ar með starfið, og þá auð-
vitað einkum í sól‘, sögðu
þær, og hver skilur það ekki?
— En vinnið þið lika í
roki og rigningu?
— Nei, ekki í rigningu,
annars yfirleitt.
Og það er unnið yfirleitt
í görðum Reykjavíkurborg-
ar og meira að segja líka í
roki.
TILBOÐ
óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem verða til sýnis
fimmtudaginn 3. ágúst 1967, kl. 1—4 í porti bak
við skrifstofu vora Borgartúni 7:
Vauxhall Velox, fólksbifreið árgerð 1964.
Taunus Transit, sendiferðabifreið, árgerð 1963.
Austin, sendiferðabifreið, árgerð 1963.
Austin seven, sendiferðabifreið, árgerð 1962.
Chevrolet, pick up., árgerð 1958.
Ford Gal, fólksbifreið, árgerð 1961.
Land Rover, jeppabifreið, árgerð 1964.
Ford, langferðabifreið, árgerð 1951.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, sama dag kl. 4.30 e.h. að viðstöddum bjóð-
endum.
Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki
teljast viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS.
SÓL OG SUMAR var kom-
ið á íslandi á ný eftir norð-
anrosann og garðvinnan haf-
in af fullum krafti eftir frí-
dagana. Þennan dag, sem var
með heitari dögum ársins,
vann hópur stúlkna við
vinnu sína á vegum Reykja-
víkurborgar í görðunum við
Miklutraut. Blaðamenn Mbi.
bar þar i.S þegar klukkan var
hálf þrjú og sáu sér til mik-
illar furðu, að nokkrar stúlkn
anna voru á heimleið. Að-
spurð sagði ein a+ eldri stúlk
unum, sem á að fylgjast með
þeim yrgri, að þær hefðu ver
ið svo duglegar þessar í dag
og því tengju þæi að fara
heim dálítið fyrr.
—Er þá ekki unnið lengur
en til þrjú hjá ykkur?
— Nei.
— Þessar, sem voru á för-
um heim heita Svala, Ragn-
heiður, Sylia og Ósa. Þrjár
þeirra eru í Kvenr.askólanum
ein í Hliðaskólanum.
— Hvernig líkar ykkur í
garðavinnunni?
— Alveg ferlegt.
— Hvað er að?
— Það er bara allt, sagði
ein þeirra kæruleysislega, —
þetta er alveg ömurlegt. Mað
ur stendur þarna kengboginn
allan daginn fær verk í bakið
og stirðnar allur, og kaupið
maður!
— Hvernig er borgað?
— Ula, maður, tímakaup,
svo að maður fær ekkert, þeg
ar rignir.
— Svo þið ætlið að sækja
um þessa vinnu næsta sum-
ar?
— Nehei, alveg ábyggilega
ekki.
„Skyldi maður mega slappa af við og við“. Frá vinstri Hrafnhildur Sigríður og Guð-
björg.
Svala, Ragnheiður, Sylla, og Ósa, voru að fara heim og vilja frekar gera eitthvað annað
en að vinna í görðunum.
Við vinnuna. Jórunn og Bergþóra (tii hægri).
ÍAMES BOND
James Bond I B
IT MUIFIEMN6 *
DMWINC BY JOHN MctUSXI
J 'OHD POUHeD MMÍ6LFA ÞRtNK
ND WAITED UN6ASILY. TUE _
GLOOM OF 60LDFING6DS NOUSt
GOT ON HtS NERVES. AND TNEN.
IAN FLEMING
Bond hellti sér í glas og beið órólegur.
Drunginn yfir heimili Goldingers fór í
taugarnar á honum. Þá . . .
— Gott kvöld, herra Bond. En hvað það
var vingjamlegt af þér að koma með
svona stuttnm fyrirvara.
— Heimboð þitt kom mér skemmtilega
á óvart.
— Ég verð að biðja þig að hafa mig af-
sakaðan í hálftíma eða svo. Einn af kór-
esku þjónunum minum lenti í smávand-
ræðum. En ég ætla að kveikja áður en
ég fer.
Undarlegt, hugsar Bond. Hann skilur
mig einan eftir af ásettu ráði. Hvers
vegna? Og öll þessi Ijós — hér er allt
roða slegið eins og í kvikmyndaveri.
Skópokarnir
vinsælu
HWJOIIK
Laugavegi 33 - Sími 19130