Morgunblaðið - 01.08.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1967
5
Rimur voru heilli þjoð í kröppum
kjörum almennt viðfangsefni
— segir Sigurður Nordal í inngangs-
erindi nýs heftis af Biblio graphy of
Old Norse-lcelandic Studies
„Leirburðarstagl og holta-
þokuvæl
fyllir nú breiða byggð með
aumlegt þvaður,
bragðdaufa rímu þylur
vesall maður“.
Fyrirsögn hefði ein-
hvemtíma þótt, að þess-
um ljóðlínum yrði snúið á
erlent mál, en nú hefur
það gerzt. Snjallir menn í
University College í Lon-
don hafa snúið þessum lín-
um á enska tungu, þannig:
„A barren babble echoes
the wide dales through,
muffled kind of sound and
poetaster’s fumble,
as some poor wretch in-
tones a rímur-jumble“.
Þessa þýðingu er að finna í
BONIS, nýju hefti af Biblio-
graphy of Old Norse-Iceland-
ic Studies 1966, sem Mbl. hef-
ur borizt. í þessurn fjórða ár-
gangi ritsins er inngangsgrein
fyrirlestur Sigurðar Nordals
prófessors um rímur og lausa-
vísur, sem hann flutti á fundi
Rímnafélagsins 1958. Eins og
nafn ritsiís ber með sér er
það á ensku og hafa þeir Pet-
er Foote, forstöðumaður Uni-
versity College í London og
Richard Perkins, lektor við
sömu stofnun, snúið fyrirlestr
inum á ensku. í ensku þýð-
ingunni hefur Jón Samsonar-
Dr. Sigurður Nordal.
son, lektor, baett við neðan-
málsathugasemdum og til-
vitnunum.
í fyrirlestrinum rekur Sig-
urður Nordal sögu rímna-
kveðsfcaparins og víkur að
gildi þeirra fyrir aðrar og síð-
ari bókmenntir. Segir hann í
því sambandi: „Mönnum hætt
ir stundum við að gleyma því,
að það er ekki einungis gæði
bókmennta, sem skipta máli,
heldur líka megin þeirra.
Þær öldur, sem rísa hæst í
listinni, eiga sér einatt breið-
an og djúpan grunn í iðni og
áhuga, iðnaði og ástundun
fjölda manna, sem aldrei
vinna sér nein fullkomin af-
rek til ágætis. Og þegar við
sjáum svart á hvítu sundur-
liðaða skrá yfir þá þúsund
rímnaflokka, eða hvað þeir
nú eru margir, sem ortir hafa
verið á íslandi, þá er ég illa
svikinn, ef menn geta annars
staðar í veröldinni fundið á-
þreifanlegra dæmi þess, að
ein tegund bókmennta, án
þess að nokkuð sé þrefað um
listargildi hennar, hafi verið
heilli þjóð, í kröppustu kjör-
um, svo almennt viðfangs-
efni og daglegt brauð öld eft-
ir öld“.
Um ferskeytluna segir pró-
fessor Sigurður Nordal síðar
í fyrirlestrinum: „Hinu er
sjaldnar gaumur gefinn, hvað
sum höfuðskáld síðari alda
hafa lært af rímunum og
hversu þeim stundum hefur
tekizf sérstaklega upp í fer-
skeytlum. Hallgrímur Péturs-
son þjálfaði sig til þrautar í
rímnasmiðjunni, með því að
yrkja jafnvel heila rímu í
sléttuböndum, og getur efcki
leikið vafi á því, að honum
hefur verið allt bundið mál,
hvort sem var andlegs eða
veraldlegs efnis, auðveldara
viðfangs eftir en áður. Eða er
það ekfci athyglisvert, að sjálf
ur Jónas Hallgrímsson skuli
fremur grípa til ferskeytlunn-
Dr. Halldór Halldórsson.
ar en nokkurs hinna erlendu
hátta, sam hann kunni, þegar
hann yrkir Stökur, Eniginn
grætur íslending, sem ef til
vill eru runnar dýpra af
hjartarótum hans en nokfcurt
annað kvæði?“
Um yngstu skáldin segir:
,Úr því að ég minntist á
yngstu skáldin, sem mörgum
heiðursmönnum finnst nú
vera mikil vandræðabörn og
vonarpeningur, þá er ekki úr
vegi að geta þess, að í öllu
sínu trúleysi, agaleysi og rím-
leysi eiga þau sér samt einn
spámann og leiðtoga, sem þau
öll lúta, Stein Steinarr, — og
hann er rímnaskáld.“ (Til-
vitnanir eru hér teknar sam-
kvæmt ísl. útgáfu fyrirlestr-
arins, Rvik 1959).
Bibliography of Old Norse-
Icelandic Studies er gefin út
af Muntosgárd í Kaupmanna-
höfn. Aðalritstjórar verksins
eru tveir af ritstjórum Orða-
bókar Árnasafns, þeir Hans
Bekker-Nielsen og Thorkil
Damsgaard Olsen, sem hafa
unnið verkið í samvinnu við
Konunglega bókasafnið í
Kaupmannahöfn. Aðstoðarrit-
stjórar eru auk þsssara
tveggja fleiri Danir, en einnig
vísindamenn frá öðrum Norð-
urlöndum, þeir Halldór Hall-
dórsson, prófessor, Ludvig
Holm-Olsen, prófessor í Berg-
en, Dag Strömback, prófessor
í Uppsala, Palle Birkelund,
bókavörður í Kaupmanna-
höfn, Morten Ruge, bókavörð-
ur í Kaupmannaihöfn, Chr.
Westergárd-Nieken, prófessor
í Árhus og Ole Widding, aðal-
ritstjóri Orðabókar Árnasafns.
Eins og nafn ritsins bendir
til er þar að finna skrá yfir
rit um norræn fræði, sem út
hafa komið á síðasta ári.
Taldar eru upp 17 borgir í
tveimur heimsálfum, sem út-
gáfustaðir, er sérstaklega sé
fylgzt með, en þess jafnframt
getið, að fylgzt sé með nor-
rænum fræðum í miklu fleiri
stöðum. Umgetin rit í þessum
árgangi eru 486, en þesis ber
að geta, að þar eru taldair
eins'takar greinar í öðrum rit-
um og bókum, t.d. koma þar
tii marga.r greinar í því bindi
af Kulturhisitorisk lexikon for
nordisk medeltid, sem kom út
á árinu.
Ekki þarf að fara mörgum
orðum um hvert gagn er að
riti sem Bibliography of Old
Norse-Icelandic Studies. Það
er ómisisandi öllum þeim, sem
eitthvað fást við rannsóknir í
norrænum fræðum og hér á
landi þar sem áhugi á forn-
norrænum efnum er jafn al-
mennur og raun ber vitni,
hlýtur rit sem þetta að vera
sérstakur aufúsugestur.
Þesis skal getið að lokum,
að nýir áskrifendur geta snúið
sér til Hans Bektoer-Nielsen,
Den Arnamagnæanske Kom-
missions Ordbog, Proviant-
gárden, Christians Brygge 8,
Kþbenhavn K, Danmark.
j.h.a.
Hugleiðingar um
Reykjavík, 23. júlí. — í til-
efni af ritstjórnargrein í blaði
yðar í dag leyfi ég mér að senda
yður eftirfarandi hugleiðingar
um málefni Þingvalla:
Flestar þjóðir eiga sér staði,
sem eru þeim kærir af söguleg-
um eða trúarlegum ástæðum. I
mörgum löndum er að finna
staðí, sem þykja bera af um
náttúrufegui'ð. Hér á íslandi
tengist þetta tvennt saman á
Þingvöllum. Það er því ekki
óeðlilegt að Alþingi hefur með
lögum gert staðinn „friðhelgan
helgistað allra íslendinga“.
En kunnum við að umgangast
þennan helgistað?
Vitum við hvað við viljum
í þeim efnum og í hverju helgin
á að koma fram? Kirkjur hafa
ytri sem innri einkenni um helgi
sína, en helgin á Þingvöllum er
enn sem komið er fyrst og fremst
hugtak úr íslendingasögunni,
sem skortir allt ytra form.
Ég get tekið undir naúðsyn
þess að reisa litla, fallega kirkju
á staðnum, en að öðru leyti,
ef það er vilji þjóðarinnar að
þarna sé „alvöru" þjóðgarður,
er sannarlega óæskilegt að írek-
ari byggingaframkvæmdir eigi
sér þar stað umfram það sem
orðið er. Jafnvel mætti hugsa
sér að leggja þá kvöð á sumar-
bústaði þá, sem illu heilli hafa
verið leyfðir innan þjóðgarðs-
ins, að forsætisráðuneytið, sem
ber ábyrgð á málum staðarins,
fái forkaupsrétt. að þeim og þeir
verði þannig smám saman tekn-
ir úr ábúð og fjarlægðir.
I dag við umræður um Þing-
velli á betur við mál fólksins
en skáldanna, því sannleikurinn
er sá að málefni Þingvalla eru
í megnasta öngþveiti og öll um-
sjá staðarins þarf að komast í
annan og heppilegri farveg.
A ég þar ekki við störf séra
Eiríks, sem af stakri góðvild er
tilbúinn að leysa hvers manns
vanda á öllum tímum dags.
Á hverju sumri streyma ís-
lendingar og aðrir þúsundum
saman úr sveit og borg til Þing-
valla til að njóta þar þeirrar
sérstæðu náttúru, sem staðurinn
hefur upp á að bjóða. Sumt af
þessu fólki fer til gistihússins
að Valhöll og kaupir sér veit-
ingar og lætur þar við sitja, en
langflestir staðnæmast í fallegri
laut við tjaldið sitt og nesti og
dvelja þar lengur eða skemur,
ofc heilar fjölskyldur.
Nauðsynlegt er að gera ráð-
Þingvelli
stafanir til að koma til móts við
þetta fólk, t. d. með því að:
Ráða eftirlitsmenn, er klædd-
ust snyrtilegum einkennisbún-
ingi og sem gætu hvorttveggja,
veitt upplýsingar um sögu stað-
arins og haldið uppi eftirliti
með hreinlæti, gróðri, veiði o.
s. frv.
Láta gera afmörkúð bílastæði
með vissu millibili þar sem hægt
væri að geyma bíl um lengri
eða skemmri tíma.
Leggja litla gangstíga, sem
gerðu fólki kleift að íá sér
gönguferð um þjóðgarðinn. Slík-
ir síígar mundu opna marga
fagra útsýn og gera ferð til Þing-
valla eftirminnilegri.
Tekið verði alveg fyrir að
stunduð sé netaveiði í „Þjóð-
garðinum“ af aðilum, sem greiða
hvort sem er ekkert fyrir það,
svo að fiskurinn komist upp að
landinu til fólksins, sem stend-
ur' á vatnsbakkanum og greitt
hefur kr. 50,00 fyrir daginn.
Sanngjarnt sýnist ennfremur
að fé það, sem inn kemur fyrir
veiðileyfi verði notað til fiski-
ræktar í vatninu.
Skyldur yið Þingvelli eru því
við fólkið, sem vitjar Þingvalla
og að finna það ytra form á alla
umgengni á staðnum, sem hæfir
helgi hans.
En á meðan fólkinu i Vatns-
koti helzt uppi a’ð torvelda
mönnum ferðir um þjóðgarðinn
með vegatálmunum og sendir
síðan hóp unglinga til að setjast
að fólki sem brýtur boðorð
þeirra, þá er ekki hægt að tala
um „friðhelgan helgistað allra
íslendinga“ né vert að hafa hátt
um hjartslátt íslands og vöggu
þingræðisins.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Guðmuðidur Árnason.
Argentína flytur inn hveiti.
Buenos _Aires, 31. júlí NTB:
ARGENTÍNA, eitt mesta hveiti-
ræktarland heimsins, sem árið
1965 filutti út jafnmikið hveiti
og Kanada og Ástralía, býr nú
við yfirvofandi hveitistoorti. Er
þetta stjórninni mikið áfall og
hefur landbúnaðarráðherrann
sagt af sér, en landsmönTium er
heitið nægum innflutningi hveit-
is til þess að ekki verði skort-
ur á því. Talið að til þess muni
þurfa milli 50 og 100 þúsund lest
ir.