Morgunblaðið - 01.08.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1007 17 SKOPUN OG MIDLUN Ragnar Jónsson: mm SJÓNVARP. HÉR SKAL ekki farið útí þá sálma, hvort ástæða hafi verið til að koma upp íslenzkri sjónvarps- stó'ð, að leysa af hólmi hina amerísku er sj ónvarpi þaðan lýkur með haustinu. En ég fylli enn flokk þeirra, sem kusu að flýta sér hægt inní þetta nýja ævintýri: Byrja á því leita uppi hentugan stað fyrir mjög rúm- frekar og hreyfanlegar bygg- ingar, og koma þar upp vísi að íslenzku kvikmyndaveri; safna í nokkur ár innlendu úrvalsefni, í stað þess að láta erlenda veiði- þjófa sitja eina að verðmæta- söfnun í ísienzkri menningar- helgi, og hvetja alla landsmenn til þátttöku í framleiðslu þess og sköpunar; bíða eftir litsjónvarpi; leggja féð fram smám saman. Þó hafa þeir sem fyrir því börðust, eflaust haft mikið til síns máls, eins og á stóð. Og þessi stofnun er nú orðin óhagg- anleg stáðreynd, eins og keppt var að af óþolinmóðum for- göngumönnum hennar, hvort sem mér og öðrum íhaldssömum mönnum þóknast að kalla það slys eða happ. En hvað þýðir það í reynd, að þessi ómennska, gráðuga höfuð- skepna hefur verið leidd til önd- vegis í menningarþjónustu okk- ar, og það án þess viðbúnaðar, er meðal annars fellst í undir- búningsframkvæmdum af því tagi, sem nefndar hafa verfð? Ýmsir ræða um sjónvarpið eins og upp væri risin með þjóð- inni nýtt andlegt orkuver, á borð við háskóla, leikhús, sinfóníu- hljómsveit eða jafnvel alhliða kvikmyndaver. En þetta er vara- söm meinloka. Það sem til þessa hefur áunnist hér, mætti líkja við það, að bú, sem á hundrað fjár á fóðrum, réðist í að bæta við sig jafnstórum hópi af fjár- stofni nágrannans, án þess a'ð afla 'viðbótar skjóls og fóðurs. Það sem við höfum komið okkur upp, og bráðlega mun kosta þjóðina hálfan milljarð króna, eru einföldustu byrjunarsendi- tæki, er ná til lítils hluta lands- ins, ásamt bráðabirgðavinnustof- um og verkfærum. Ennfremur sjónvarpstækin, sem inn hafa verið flutt og allmargt af æfðu starfsliði. Mér er ekkert óljúft að viSur- kenr.a, að ég var ekki fyrirfram neitt sérstaklega hrifinn af þess- ari stofnun, sem þrengt var uppá okkur á alröngum forsendum, og því full ástæða til aö líta með nokkurri varúð á mína dóma um eftirtekjur brautryðj- endanna af bráðlæti sínu. Mér finnst persónulega að of mikill hluti þess, sem kalla mætti beint framlag stofnunarinnar sjálfrar, vera á því lágmarki, sem margir mundu hafa vonað að þjóðin væri fyrir nokkru vaxin uppúr. Og hafi sjónvarp í raun og veru einhverju hlutverki að gegna, öðru en miðla meira eða minna leyti sjálffengnu frétta og gamanefni, og gerast þannig nýr og áleitinn tímafjófur, verður ekki undan því vikist hér frem- ur en annarsstaðar, að brjóta uppá einhverju nýju í samræmi við þá tjáningarmöguleika, sem skapast hafa með tilkomu hins íslenzka sjónvarps. Menning er ekki bara opinber stimpill, sem stttur er á fólk og þjóðir, — alfræðiorðabók með svör við öllu — heldur miklu fremur óstaðfest reynsla og ög- un nafnlauss fjölda. KVIKMYNDIR. íslenzkum kvikmyndahúseig- endum hefur lengi verið legið á hálsi hugmyndafátækt og fram- taksleysi um nýsköpun í sinni grein fjölmiðlunar í landinu. Úr þeirri átt munu margir, sem eðlilegt er, hafa vænzt frum- kvæðis og nýmæla í framleiðslu íslenzkra kvikmynda. En kvik- myndahúseigendur hafa átt sína afsökun. Hið opinbera hefur beinlínis, og í verki lýst yfir því, að hlutverk kvikmyndahúsanna væri eitt og hið sama og venju- legra söluturna, e'ða tóbaks- og áfengisverzlunar ríkisins, ein- vörðungu það að fullnægja al- mennri eftirspum, samhliða því að næla í fé handa ríkissjóði að halda uppi menningu í' landinu. Sjálf gætu þau ekki átt neina hlutdeild í því að ala upp þjóð- ina og mennta hana. Eðlilegast fyndist mér að skemmtanaskatturinn væri nú þegar afnuminn af kvikmynda- sýningum, eins og gert hefur verið víðast í nágrannalöndun- um að meira eða minna leyti, en forráðamenn húsanna knú’ðir til að leggja fé sem honum nem- ur, eða hluta hans að minnsta kosti í íslenzkt kvikmyndaver og kvikmyndagerð, og taka höndum saman við fleiri aðila, jafnvel einnig frá öðrum Norðurlanda- þjóðum. Hvað sjónvarpinu viðkemur, væri að sjálfsögðu ekki óeðlilegt, meðan kvikmyndahúsin grefða enn hinn rangláta skemmtana skatt til ríkisins, að það greiddi með sama hætti skatt af starf- semi sinni, eða hluta hennar. En hvað sem öllum sanngirnis- kröfum líður, og tómt mál er að tala um þar sem hið opinbera er annarsvegar, er augljóst að með tilkomu íslenzks sjónvarpsdreif- ingarkerfis, er ennþá brýnni þörf fyrir fullkomið ver, þar sem jöfnum höndum mætti taka kvikmyndir og almennt sjón- varpsefni. Væri æskilegt að sú stofnun gæti starfað sem sjálf- stæðast, og umfram allt ekki rekin af ríkinu einu, fremur af hinum ýmsu aðilum, sem a'ð framleiðslunni stæðu, listamönn- um, tæknifólki, ásamt þeim sem verkin keyptu til dreifingar, eða hefðu þar aðstöðu, kvikmynda- húsum, sjónvörpum og fleiri að- ilum. Hér á landi eru án efa mjög góð skilyrði til iðkunar kvik- myndalistar. Og þegar eru hér nokkrir velmenntaðir kvik- myndatökumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum þeirrar listgreinar. Hin sérstæða náttúra íslands og saga bjóða uppá mik- il og fjólbreytileg au’ðæfi að vinna úr, og einmitt þar er að leita þeirrar uppörfunar, sem orðið hefur íslenzkum bók- menntum svo heillabrjúg um aldir. SINFÓNfUHLJÓMSVEITIN. Einn hornsteinn menningar- sköpunar í .nútímaþjóðfélagi og athafnaríki, er fullkomin sin- fóníuhljómsveit. Sveitin sem starfandi er hér um þessar mundir, er byggð upp af fádæma vanefnum en ótrúlegri bjartsýni og þrautseigju af dr. Páli ísólfs- syni og félögum hans. En fyrir tæpum áratug lá við að hún yrði lögð niður af fátæktarsökum. Þá var það að öðlingurinn Vilhjálm- ur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, bjargaði henni á elleftu stundu og kom fyrir í einu horninu hjá sér. Útvarpið hefur síðan séð um rekstur hennar og gert vfð hana miklu betur en hægt er að ætl- ast til að slíkri stofnun og feng- ið frábæra menn að stjórna henni. En enginn unir því til lengdar að vera niðursetningur þó honum hafi verið komið fyrir á myndar- og mannúðarheim- ili, og sízt þó þeir sem útvaldir hafa verið í forustuhlutverk með þjóð sinni. Það hlutverk sem henni var ætlað í þjóðlífinu af dr. Páli og félögum hans, getur hún því aðeins rækt til fulln- ustu, að hún starfi sem sjálf- stæð stofnun. Uppbygging stáð- góðrar tónmenningar í landinu, byggist auk Tónlistarskólans, á sveitinni fyrst og fremst. Að sjálfsögðu hlýtur hljóm- sveitin að vinna mikið og þarft verk í samvinnu við útvarp og sjónvarp og leikhús, en eðlileg- ast og hollast mun hehni sem nánast samstarf við Tónlistar- skólann, sem smám saman mun leggja henni til nýtt og endur- fætt Uð. Núverandi stjómandi Sinfón- íuhljómsveitarinnar, Bodan Wo- diczko er frábær þjálfari og mik- ill stjórnandi. En alger endur- nýjun sjálfrar stofnunarinnar er nú brýn nauðsyn ef hinum ágæta stjórnanda á að takast að gera úr henni þá menningarstoð, sem hann mun óska og okkur er lífið sjálft. Sveitina verður að endurskipuleggja frá grunni á næstu tveimur til þremur ár- Ragnar Jónsson. um. A0 öðrum kosti mun hún smám saman lognast útaf, eins og hver sú stofnun og einstakl- ingur sem ekki fær stöðugt gnægð af nýju óþynntu blóði, en hjakkar í sama farinu. LEIKHÚS. Enn önnur höfuðundirstaða heiðarlegra fjölmiðlunarstofnana eru leikhúsin. Án lifandi leik- starfsemi eru sjónvörp og útvörp óhugsanleg, nema sem yfirskin menningar. Er í því sambandi ástæða til að minna á leik- listardeild ríkisútvarpsins. Hún hefur alla tíð starfað sjálfstætt, og leyst sín miklu verkefni á undraverðan hátt, og þó lengst af búfð við hinar erf- iðustu aðstæður. Leiklist og önnur persónuleg tjáning, er að sjálfsagður hinn grundvallar- efniviður allra miðlunarstofn- ana og frumlind mannlegs hug- arstarfs á öllum sviðum. Efling leiklistar í landinu er orðin hin brýnasta nauðvörn gegn yfirgangi múgtækja með tilheyrandi andleysi, og hefur enn aukizt til muna með nýjum dagskrárliðum sjónvarpsins. En að sjálfsögðu getur sjónvarpið sjálft veitt nýjum frumkrafti inní leikhúslíf okkar, eins og út- varpið á undanförnum áratugum, ef rétt er á málum haldið. Það verður aldrei bætt úr hin- um sneypulega skorti á boðlegu íslenzku sjónvarpsefni, nema me'ð listrænu átaki. Stefnt með einbeittni að því að hækka kröf- urnar til efnisgæða. Kvikmyndir gerðar fyrir stór og fullkomin kvikmyndahús, innihaldslitlir og samtöl, auk allskonar bragð- daufra gerfífrétta, mun fljótlega þykja innantómt og þreyta fólk, því það efni eitt og flutningur, sem nær að gera hlustandann að virkum þátttakanda í því, sem hann sér og heyrir, er í raun og veru nokkurs virði er til lengd- ar lætur. En þesskonar efni verð- ur aðeins til þar sem mikil list er flutt og aðrir stórir viðburð- ir gerast. „Góð list leitar innað dýpstu rótum andlegs lífs — auðgar andans kenndir og eykur víðsýni." Þetta segir meistari Jón Stefánsson og veit hvað hann syngur. Sjónvarpið okkar verður að hafa að meginmarkmiði að verða miðill fyrir listflutning, aðhæfð- an því tjáningarformi. Æsilegir atburðir gerast ekki margir dag hvern, sem betur fer, og það kostar morð fjár að höndla þá ferska á sprettinum. Þa'ð smækk- ar aftur á móti fólkið að mikla litla og hversdagslega hluti og magna með síendurtekningum. Sá veikleiki er ekki ótíður meðal ráðamanna í pólitík og fjármálum, þó hann sé ekki að sama skapi stórmannlegur, að gerast fúslega forgöngumenn vinsælla dreifingarkerfa, en aft- ur varkárnin sjálf þegar að skuldarögunum kemur um greiðslur fyrir sköpun mikils efnis að miðla fólkinu. Þannig hafa rithöfundar og útgefend- ur verið reknir til að halda uppi bókasöfnum í landinu, með því að leggja þeim til bækurnar, að mestu ókeypis. Og hér er Hka ein skýringin á því hve seint gengur að koma upp boðlegu fagbókasafni og nýju leikhúsi í höfuðborginni, meðan milljóna- tugum er ausið úr ríkissjóði að dreifa til fólksins þessu síþrum- andi „ekki neitt“, svo notuð séu orð hins heimsfræga enska rit- höfundar, J. B. Priestleys, sem nýlega birtust hér í blaðinu. Annars er það nokkur huggun að engu líkara er en forsjónin sjálf hafi staðið vörð um sitt gamla musteri við Tjörnina. Méðan nýir stálbankar bráðna eins og mjöll við hliðina á því, lifðu fjalirnar í gömlu Iðnó sínu fyrra huldulífi eins og skotheld orustuskíp. Hversvegna fuðruðu þær ekki upp í eldsumbrotunum miklu á næsta homi, og leikar- arnir flúnir útá götuna með sitt dýrmæta hafurtask og framtíðar- verkefni. Það er einmitt þessi gróna stofnun, ríkari öllum okk- ar bönkum til samans, sem gert hefur lífið í þessum gamla bæ okkar þess virði að því sé lifað. Til forustu menningarstofnana er lífsnauðsyn að geta byggt á mönnum sem þora að horfast í augu við rangsnúfð og óþroskað almenningsálit. Sá ábyrgðarlausi hópur manna, sem lætur endur- nýjun leikhúsanna og annarra skapandi stofnana dragast von úr viti, meðan hundruðum millj- óna er fleygt í ofvaxnar ævin- týrahallir, Babelsturna, verðuga minnisvarða yfir þrotnar inni- stæður okkar þessa heims og annars. Þetta fólk skilur ekki hvernig gamla Iðnó, sem fólkið hefur komið sér upp, hefur um dagana bjargað bæjarbúum frá þrálátri spítalavist og ýtt á flot margri fengsælli fleytu. Það er jafnvel ekki ofmælt að þessi gamli hjallur sé í svipinn líf eða dauði sjálfstæðs framtaks í land- inu. Listin er að vísu harður hús- bóndi, og þar vertiur fólk að sækja allt til sjálfs sín. En iðkun listar, einsog annarra mannlegra byggða kennir æskunni að óvirða ekki lífið, landið sitt og manneskjurnar. Það ytra gagn- sæa velferðarríki, sem tæknin hefur skapað okkur, er af skilj- anlegum ástæðum nokkur þyrn- ir í augum ástríðumikils æsku- fólks nú á dögum. Það þekkti ekki til þeirra tíma, sem gerðu slíkt yfirborðsþjóðfélag að nau'ð- syn, illri nauðsyn. Velferðarrík- ið er í þess augum aðeins and- laus, dauð gríma, og hefur skáld- ið Halldór Laxness í íslendinga- spjalli sínu staðfest það með þessum mikkunnarlausu orðum: „Velferðarríkið er gott jólatrés- skraut en ekki aldingarður stórra bókmennta.“ Pjölmíðlunartækin geta vitan- lega aldrei leyst af hólmi sjálfa listbaráttu mannsins. Þó virðist sú hætta stöðugt nálgast og má nú heita' yfirvofandi, að kald- ryfjaðir, sálardauðir efnis- hyggjumenn og glingursalar, geri tilraun til að skapa neyðarástand í andlegum efnum, og vitanlega í nafni frelsisins til handa fjöld- anum. Hið nána persónulega sam band, sem bókin, kirkjan, tón- listarmaðurinn, leikhúsið og sjálft málverkið, skapa með sinni hógværu nálægð, má aldrei rjúfa. Það er af sama toga og samband móður og bams, mannsins og náttúrunnar, eins og bænarsambandið við Guð, hinar dýpstu og sönnustu tilfinn- ingar, sem mannshjartað fær skynjað og ekkert kemur í stað- inn nema grímulaus villimennsk- an. Og sá maður sem hyggst lifa utan þess heims er sann- arlega dauður þó hann hafi eign- ast allan heiminn. Leikhús nútímans og aðrar skyldar stofnanir víðsvegar í for- ustulöndum álfu okkar, láta því miður víða undan síga fyrir gengdarlausum ásóknarþunga varningssala og boðbera lífsþæg- inda og áhyggjuleysis. Ofurveldi stjórnmála og herstjórnarmanna er allsstaðar ein höfuðmeinsemd- in. Hinar snöggsoðnu kjósenda- skemmtanir fá óðara stimpil þjóðhöfðingja og þær básúnaðar á hljóð- og ljósöldum velferðar- ríkisins, og með æ meiri þunga. Endurnýjun hinnar beinu tján- ingar í leikhúsum, listsýningum, tónleikum og bókmenntaiðkun- um, er því sannarlega brennandi áhagamál allra hugsandi manna um þessar mundir. Og þetta á þó ekki hvað sízt við hvað það snertir að gera daglegt líf fólks- ins fjölbreytilegra, þjóðlegra og sjálfstæðara, og umfram allt skemmtilegra á þann veg, að unga kynslóðin, sem er að þreifa fyrir sér, áður en hún kastar sér til sunds útí straumiðu lífsins, verði ekki fyrir vonbrigðum og neiti samstarfi við hina reynd- ari og þroskaðri. Ungt fólk á leið ofan brattann í leit að lífshamingju í stað þess að hungra eftir erfiðum við- fangsefnum að brjóta til mergj- ar. Það er hroðalegt öfugmæli, og slíkri hugsun má aldrei leyfa að ná hjarta æskufólks okkar fátæku þjóðar, sem á enn allt ógert í landi sínu þótt hún búi við „gnóttir lífsins linda“. Sá, sem ekki finnur sér verkefni í þessu óbyggða landi og skortir trúna á mátt þess að verða virt, fullvalda og auðugt land, er illa farinn og ætti að lesa hvatning- arorð þjóðskáldsins: „Hver þjóð sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land skal trúa.“ En líkamleg og andleg fjör- brot ungs fólks verða ekki þögg- uð niður með ofneyzlu magurs fjölmiðlunarefnis fremur en víns eða tóbaks eins ‘ og stefnt virð- ist að í ýmsum löndum. Slíkt ráðleysi hefur ævinlega sýnt sig vera undanfari upplausnar, and- legrar og efnalegrar Drykkju- æði og aðrar fjarstæðuathafnir eru ‘iika oftast afleiðing andlegr- ar ófullnægingar fremur en or- sök. Æskufólk þarf að fá að vera beinni .þátttakandi í uppbygg- ingu athafnalífs og menningar þjóðar sinnar, eins og alla tíð hefur verið hér á landi, og fyrir það hefur þjóðin lifað af auð- mýkingu og harðæri. Það pottþétta járntjald í efna- hags- og menningarmálum, sem lýðræðisþjóðirnar virðast líka smám saman vera að koma sér upp, í trássi við vanmáttuga ein- staklinga, einskonar allsherjar- miðlun fjár og andlegs fóðurs handa úrræðalitíum fjöldanum. Þelta er ekki sérlega uppörfandi fyrir ungt menntafólk. sem búið hefur við forna og frjálsa menn- ingu og býður nú fram krafta sina og þekkingu. Þessi geig- vænlega líknarhönd minnir óneitanlega á hina frægu banka í sögu Steinbecks, Þrúgur reið- innar, sem enginn kunni lengur ráð til að stjórna manneskjunum til hagsbóta, fremur en galdra- manninum. Starfið og ábyrgðin fyrir land sitt, er hinn einasti eðlilegi vett- vangur þeirra, sem það eiga að erfa. Við höfum hvorki ráð á að sóa ónotuðum fjármunum þeirra né vinnuþreki í leiðigjarnt gling- ur að skemmta skrattanum. Sparifé æskufólksins ætti skil- yrðislaust að ávaxta að verulegu leyti beint, og tryggja áfram- haldandi verðmæti þess í orku- verum, peningastofnunum og framleiðslutækjum, og frítíminn Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.