Morgunblaðið - 01.08.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.08.1967, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1967 Guðlaxar veiðast hér við land SKIPVERJAR á b.v. Agli Skallagrímssyni munu hafa rekið upp stór augu sl. sunnu dag, er þeir innbyrtu tvo ó- þekkta fiska. Frskar þessir, sem voru stórir og rauðleitir, voru settir í ís og afhentir Hafrannsóknarstofnuninni þegar við heimkomu skipsins Kom í ljós að hér var um að ræða svonefndan guðlax. Svo virðist, sem þessi sjald- séði fiskur gerist nú heima- komnari við íslandsstrendur en áður, því fyrir nokkrum vikum kom einn slíkur í vörpu togarans Narfa. Var skipið þá statt á svipuðum slóðum og Egill Skallagríms- son nú. Fiskarnir eru varðveittir í frystigeymslum Hafrannsókn arstofnunarinnar, unz færi gefst á að rannsaka þá. Guðlaxarnir eru eins og áður segir stórir fiskar og lit fagrir. Hávaxnir eru þeir og allþykkir, munnlitlir og með öllu tannlausir. Einkennandi eru kviðuggarnir, þeir eru langir með mörgum geislum og festir á miðjan kviðinn. Hreistrið er smátt og rákin greinileg. Sundmaginn er klofinn að aftan og skúf- langar margir. Augun eru stór og snjáldrið stutt. Ættin er nefnd guðlaxaætt og til- heyra henni margar ættkvísl ir. Þrjár tegundir hafa veiðzt við ísland. Ein samnefnd ætt Myndin sýnir þennan flatvaxna og rauðleita fisk. Eldspýtu- stokkurinn neðan eyruggann gefur til kynna stærð guðlaxins. inni, en hinar eru Stóri og litli bramafiskur. Fiskar af þessari ætt eru flestir suðrænir úthafsfiskar og djúpfiskar, sem villast stundum upp að löndum. Nafnið guðlax er ævafornt og neínt i Eddu. Bendir það til að norrænir menn hafi snemma veitt þessum til- komumikla fisk eftirtekt og valið honum virðulegt nafn. Guðlaxinn getur orðið allt að 150—180 cm. langur og vegið 70 kg. eða meir. Bolur- inn er þó mjög stuttur, en spoi'ðurinn breiður og hvass- hyrndur. Liturinn er afar sxrautleg- ur. Á höfði og baki er hamn dimmblár, á hliðuro grænleit, ur, neðanvert höfuðið og kviðurinn er silfurlituð, en með ljósrauðri súkju, ugg arnii eru allir b’óðrauðir. Heimkynni guðlaxins eru í sunnanverðu N-Atlantshafi og Miðjarðarhafi, hans hefur orðið vart frá Kanaríeyjum og norður að Finnmörku. Kringum Bretlandseyjar og við Norðurlönd. Talið er að fæða hans sé einkum smokkfiskui. Behda koraur hans hingað til lamds til, að hann fylgi ef'.ir beitu smokkinum. sem gengur hér með ströndum síðari hluta sumars. Þá kemur tíminn, sem hann hefur veizt á, heim við þetta, þ.e. sumar og haust. G.uðlaxinn er ágætur til matar, holdamikill, feitur og bragðgóður. Alllíkur er hann feitu heilagfiski en bleikrauð ur á fiskinn (eins og lax). Ekki getur guðlaxinn talizt nytsemdarfiskur til þess er hann of fágætur. Hann veið- ist aðeins af hendingu á lóð eða í sterk net. Hann mun þó haifa verið veiddur lítið eitt á öngul, beittan makríl við . Madeira eyjar í N-Atlants- hafi. 1 skýrslu Gunnars Jónsson- ar, fiskifræðimgs um fágæta fiska, sem veiðzt hafa við ís- landsstrendur á tímabilinu 1955—99, er þess ekki getið að guðlax hafi veiðzt. Svæð- ið þar sem b.v. Egill Skalla- grímsson fékk hina tvo guð- laxa í vörpuna nú var, 18 sjómílur undan Lóndröngum á 100—105 faðma dýpi. Á tímabilinu 1870—1926, getur um nálega 30 guðlaxa, sem nekið hafa á land eða náðst á annan hétt hér við land. Upplýsingarnar um fiskinn eru byggðar á bókinni. Fisk- arnir eftir Bjarna Sæmunds- son. Skógarhátíð í Atlavík feLnnedy — um Verzlunarmannahelgina - Fulbright Johnson - Humphrey Óttast stórsigur republikana fari Johnson ekki frá SKÓGARHÁTÍÐ Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands verður í Atlavík í Hallormsstaða skógi um Verzlunarmannahelg- ina. Slíkar hátíðir hafa verið haldnar. tvö síðustu ár og tekizt sérstaklega vel, enda hefur ölv- un ekki verið leyfð á samkomu- svæðinu. Hátíðin hefst með dansleik kl. 21 á laugardagskvöldið. Dúmbó og Steini og Austmenn leika fyr ir dansi, bæði innan húss og á útipalli. Um nóttina kl. 1 verður mið- næturvaka við varðelda. Þar verður flugeldasýning, leikararn ir Róbert og Rúrik skemmta, danski fjöllistamaðurinn Barly leikur listir sínar og Dúmbó og Steini leika. Auk þess syngur Tónakvartettinn frá Húsavík. Á sunnudagsmorgun kl. 10 hefst keppni í frjálsum íþrótt- um, hástökki og langstökki HEIMSMÓTI stúdenta í skák í Harrachov í Tékkóslóvakíu er lokið. Sovétríkin siigruðu í A- flokki, en þó með minni yfir- burðum en búizt var við. Sveit þeirra hlaut 24 vinninga úr 36 ekákum. Bandariska sveitin varð önnur í röðinni með 22 vimn- inga og enska sveitin þriðja með 21 v. Næstar komu sveitir Rú- mena, Tékka og Austur-Þjóð- verja með 19'% v. hver. í B-flokki urðu Ungvarjar efstir, hlutu 24 vinninga úr 32 skákum. AustuTTÍkismenn urðu í öðru sæti með 21% v., íslend- ingar þriðju með 19 v. og Hol- lemdingar fjórðu með 16 vinn- inga. íslendingar tefldu við Skota í síðustu umferð og unmu með 2% v. gegn 1%. Trausti Björnsson tapaði á fyrsta borði, Guðmumd- ur Sigurjónsson vann á öðru, Jón Þ. Þór gerði jafntefli á þriðja og Bragi Kristjánssom vann á fjórða borði. Bragi hlaut 5% vinming úr 7 skákum eða 78,6% og tapaði karla og kvenna og hinu árlega Víðavangshlaupi Austurlands. Úisamkoma hefst í samkomu- rjóðrinu kl. 14. og leikur þar Lúðrasveit Neskaupstaðar undir stjórn Haralds Guðmundssonar. Stefán Jasonarson í Vorsabæ flytur ræðu og Elma Guðmunds dóttir og Kristján Ingólflsson, formaður U.Í.A., flytja ávörp. Tónakvartettinn syngur og Rúrik Haraldsson, Róbert Arn- fimnsson, Karl Guðmundsson og Eyvindur Erlendsson skemmta, auk Barlys hins danska. Kl. 17 verður glímusýning og keppni í glímu og handknatt- leik kvenna. Austmenn leika fyrir unglingadansi kl. 19 og Dúmbó og Steini á dansleik kl. 21. Mánudagskvöldið 7. ágúst er dansleikur í Valaskjálf á Egils- stöðum. Dúmbó og Steini leika þar og Barly skemmtir. engri skák. Hann hlaut flesta vinninga allra keppemda á fjórða borði í B-riðli. MORGIJNBLAÐINU hefur bor- izt eintak af bandaríska blaðinu Berkshire Eagle, þar sem sagt er frá Val Skowronski, verzl- unarstjóra „Navy Exchange"- verzlunarinnar í Keflavík undir fyrirsögninni: „Syngur íslandi lof“. Skowronski hefur verið bú- settur á íslandi si. 20 ár, en fór fyrir skömmu í heimsókn til Pittsfield í Massachusetts, þar sem hann áður bjó. Blaðið segir að Sko'wronski hafi heimsótt mörg lönd og upp- lifað sitt af hverju, en ekkert sé honum eins kært og litla land ið „þarna uppfrá“, við heim- skautsbauginn. „Loftslagið t.d. er dásamlegt. Það er aldrei of heitt og veturnir eru ekki eins Washington, 31. júlí AP). FIMMTÍU fyrrverandi full- trúar á flokksþingum Demó- krataflokksins hafa lýst því yfir í bréfi til Johnsons for- seta, að hann þjóni bezt hags- munum flokksins með því að gefa ekki kost á sér til endur- kjörs við forsetakosningam- ar á næsta hausti. í bréfi sínu segja fulltrú- arnir að vegna ágreinings um utanríkimál muni „milljónir demókrata ekki sjá sér fært að styðja frambjóðendur flokksins við kosningarnar á næsta ári“ til bæjar- og sveitastjóma né til opinberra embætta á vegum ríkisins. — „Það er ekki lengur til neitt einingarafl innan flokklsins, og meðam svo er má reikna með yfirburðasigri repuiblikana í bosn ingiunum 1968“, segir í bréfinu. „Slkjóit ákivörðun (yðar) um að kaldir og í Berkshire. Loftið er hreint og ferskt og algerlega ómengað. Það er gott að búa þarna“. Aandstaðan við þetta var Pan- ama, þar sem Skowronski var sem hermaður 1939 og út síðari heimsstyrjöldina: „Mér fannst ég ekki geta komizt nógu fljótt frá þeirri helv.... holu“. En það þar ekki aðeins loftslagið sem gerði honum landið kært, hann hitti konu sína Guðrúnu Þórð- ardóttur þar, og þau eiga fimm börn, sex til fjórtán ára gömul. Þetta var í fyrsta-skipti í átta ár, sem hjónin heimsóttu Banda rikin og í för með þeim voru tvö barnanna. Börnin tala öll góða íslenzku. draga sig í hlé gæti tryggt ein- hverjum öðrum framibjóðenda demókrata sigurinn, ef honum tekst að endurskapa einingu inn- an flloddksins." Aáriti af bréfi þessu var dreift meðal fréttamanna á fundi hjá samitökum einum í New York, er nefnast „Borgarar sem styðja Kennedy-Fulibright“, og vilja að Röbert F. Kennedy öldungadeild- arþingmaður frá New York verði forsetaefni demólkrata við næstu kiosningar og James W. Fulibright öldungardeildarþingmaður frá Ahkansa® varaforsetaefni. Kennedy hefur sjáillfúr marg- sinnis afneitað öllum tengisluin við samtölk þesisi, og Fulbright hefur lýst því yfir að hann þekki ekkert til starflsemi samtakanna né leiðtoga þeirra, auk þess sem hann verði ekki í framboði sem vara-forsetaefni demókrata. Dr. Martin Shepard frá New York, annar af tveimur forsetum borg- arasamtakanna, boðaði frétta- mennina til fundar í dag til að skýra frá bréfinu til John- sons forseta. Aflhenti hann frétta mönnuim yfirlýsingu þar sem sagt er að borgarasamtökin hafi átt frumkivæðið að bréfinu til John- isons, en að „fimmtíu manna nefndin" væri óháð borgarasam- tökunum. Hún væri andvig John son, en það þýdldi ekki að hún iværi hlynnt framboði Kennedys. Segir einnig í yfinlýsingiunni að tveir þeirra, sem undirrituðu toréfið til forsetans hafi reynt ið flá fund með Johnson, en verið víisað frá. Liecihtenstein, 30. júlí, NTB. HANS Adam kirónprins tii dv :g rikisins Liechtenstein gekk að eiga þýzka greifaynju á sun í J- daginn. Etfnt var til mikilla hátiðahalda í rilkinu í tiiefni brúðkauipsins. Prinsinn leggur stund á þjóðhagsfræði í Sviss og þar mun hann búa fynst rm sinn álsamt konu sinni Mariu prms- essu. STAKSTEIMAR Erfitt ár Á sunnudag ritar leiðarahöf- undur Tímans grein undir fyr- írsögninni „Erfitt ár“ — þar segir m.a. svo: „Það getur varia verið tilviljun að bæði aðal- málgögn ríkisstjórnarinnar birta í gær forystugrein undir ofan- rituðu nafni og mjög í sama anda. Rikisstjórnin er að leggja línur um ákveðna túlkun, sem á að undirbúa þann jarðveg aff menn sætti sig við þær kreppu ráðstafanir sem hún kemst ekki hjá. Nú er tónninn sá aff mikla mjög hið illa árferði, og kenna þvi um allt, en jafnframt syngja ríkisstjórninni þann dýrff arsöng, að nú væri allt komiff í kaldakol af árferðinu, ef ekkl nyti blessunar „viðreisnar- stjórnarinnar. Áður þakkaði stjórnin sér afrakstur einstaks góðæris en nú kennir hún illu ári um allt.“ Blaðinu snúið við Það er rétt, að undanfarin ár hefur sæmilega árað. Veðurfar hefur ekki verið slæmt hvorki til lands eða sjávar og mikil fiskveiði hefur verið samfara hækkun á verði útflutningsfram leiðslunnar. En að ríkisstjórn- in, eða nokkur einstaklingur hafi þakkað sér slíkt, er hins- vegar fjarstæða sem allir hljóta •>ð sjá í gegnum, nema ef til vill nokkrir forystumenn stjórn arandstöðunnar, sem eru búnir að syngja góðærissönginn þaff oft að þeir eru farnir að trúa efni hans. Viðreisnarstjórninni tókst hins vegar að halda þannig á mál- um að mikill fengur hagnýtt- ist vel. Dæmi þess ætti að vera óþarfi að nefna, — þau blasa hvarvetna við. Það nægir aff minna á þá geysilegu uppbygg- ingu fiskiskipastóls landsmanna sem hefur grundvallaff mikla veiði undanfarin ár, opinberar framkvæmdir hverskonar, stór- iðju og síðast en ekki sízt upp- bvggingu gjaldeyrisvarasjóðsins sem hefur mikil áhrif á rekst- ur þjóðarbúsins, og hefur m. a. tryggt frjálsa verzlun í landinu. Undanfarið ár hefur hinsveg- ar verið erfitt og viðurkenna það allir, jafnvel forustumenn stjórnarandstöðunnar. Þeir eru hiusvegar fljótir að snúa viff blaðinu, og eins ósparir á aff kenni ríkisstjórninni nú um erfiðleikana, eins og þeir voru áður að þakka árferðinu. Sjaidan hafa íslendingar ver- ið eins vel undir það búnir aff mæta erfiðu ári og einmitt nú og það er bæði að þakka hag- sælum stjórnarháttum undan- farinna ára og sæmilegu ár- ferði. Að minnsta kosti vita flestir það, að góðæri nægir ekki alltaf til. Á dögum vinstri stjórnarinnar var hér ríkjandi góðæri, bæði til lands og sjáv- ar, en víst er um það, að sjald- an hafa efnahagsmál þjóðarinnar staðið jafn höllum fæti og þeg- ar sú stjórn gafst upp, úrræða- laus við að leysa úr vandanum, sem hún hafði sjálf skapað. Það sem hér hefur verið rak- ið vitnar enn um þau miklu vonbrigði Framsóknar sem úr- slit Alþingiskosninganna voru. Hefðu þeir náð valdastöðu hefðu þeir sennilega fljótt grip- ið til sinna yfirlýstu affferða til lausnar efnahagsmálunum, — að eyða upp þegar i staff gjald- eyrisvarasjóði landsins og inn- leiða á nýjan leik hafta «g skömmtunar pólitík sína. Ey- steinn Jónsson afneitaffi reynd- ar þeirri stefnu í kosningabar- áttunni, en enginn þarf að ætla annað en hann hafi haft glögga þekkingu á, að með uppurnum gjaldeyrisvarasjóði var eina ráff ið að koma slíku á aftur, þvi þótt hægt sé um skamma stund aff safna erlendum lausaskuld- um, hverfur lánstraustið fljót- lega þegar enginn gjaldeyris- varasjóður er til. íslenzku slúdentnrnir í 3. sæti Syngur íslandi loff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.