Morgunblaðið - 01.08.1967, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1967
KR Reykjavíkurmeistari
— eftir nauman sigur gegn Fram 1-0
KR-INGAR urftu Reykjavíkurr
meistarar í knattspyrnu, en þeir
sigruðu Fram með einu marki
gegn engu á Melavellinum í gær
kveldi. Leikurinn var fjörugur
og bauð upp á aragrúa spenn-
andi augnablika. Ekki verðlur
sagt að úrslitin gefi rétta hug-
mynd um gang leiksins, því að
titillinn hefði alveg eins og ekki
siður getað lent hjá Fram. En
eins og oft áður var gersamlega
loku fyrir það skotið, að Fram-
arar gætu nýtt tækifæri sín, þó
þeir fengju þau oft og tíðum
færð á guildiski, ef svo má að
orði komast.
Það var Baldvin Baldvinsson
sem skoraði hið þýðingamikla
mark KR-inga á 38. mínútu fyrri
hálfleiks. Eyleifur lék einin upp
miðjuna og er hann kom á móts
við vítateiginn sendi hann knött
inn til Baldvins, sem stóð einn
og óvaldaður innan vítateigsins,
og skaut hann föstu skoti fram-
hjá Hallkeli, markverði.
Fram að markinu hafði leikur-
inn verið mjög fjörugur og oft
og tíðum ágætiega leikinn af
báðum liðum. Bæði liðin áttu
ágæt tækifæri, en Framarar þó
öliu fleiri, sem lentu flest í hönd
um Guðmundar markvarðar KR.
Kom hann mjög við sögu í þess-
um leik og sýndi gáða mark-
vörslu hvað eftir annað. Geta
KR-ingar þakkað honum öðrum
fremur sigurinn, og er það mik-
ill styrkur fyrir liðið að hafa
fengið hann aftur til leiks.
Meginn hluti síðari hálfleiks
mátti heita einstefnuakstur fyr-
ir Fram og hvað eftir annað
skapast gífurleg hætta við mark
KR. Á 3. mínútu átti Grétar t.d.
skalla að marki, sem Guðmund-
ur varði naumlega, og á 10. mín.
kemst hann einn og óhindraður
inn fyrir varnarvegg KR, en Guð
mundur bjargar glæsilega. Fleiri
gullin tækifæri áttu Framarar,
sem þeir glopruðu út úr höndun-
um fyrir hreinan klaufaskap.
Fyrstu 30 mín síðari hálfleiks
áttu KR-ingar aðeins eitt gott
tækifæri, en það var á 21. mín
er Baldvin komst einn inn fyrir
varnarvegg Fram og renndi
knettinum naumlega framhjá.
Síðustu 10 mín tóku KR-ingar
góðan sprett, og komst Fram-
markið þá í nokkur skipti í
hættu, og m.a. bjargaði Ólafur
Óiafsson einu sinni naumlega á
marklínu.
Þrátt fyrir þá staðreynd að
Framarar töpuðu leiknum getur
varla neinum blandast hugur um
það, að þeir voru sterkari aðil-
inn í leiknum. En á hinn bóginn
skortir liðinu tilfinnanlegf
mann, sem getur rekið endahnút
á oft ágætlega útfærð upphlaup
þeirra, því að án hans verða titl-
arnir torfengnir.
KR-ingar mega vel við þessi
úrslit una, og er vonandi að þessi
sigur lyfti liðinu upp úr þeim
öldudal, sem það hefur verið síð
ustu dagana. Og það er vissulega
sálrænn styrkur fyrir liðið að
hafa fengið Guðmund Pétursson
aftur til leiks, því að hann sann-
aði það enn einu sinni í þessum
ieik, að öruggari og betri mark-
vörður er vandfundinn hér á
landi. Ennfremur ættu áhorfend
ur að gefa hægri bakverðinum
Halldóri gaum, því að hann á
vafalítið eftir að láta mikið að
sér kveða í framtíðinni. — bvs.
Verða 4 íslandsmet sett á móti
Sundsambandsins í kvöld?
SUNDSAMBAND íslands gengst
fyrir sundmóti í nýju sundlaug-
inni í Laugardal í kvöld kl. 8.
AlJt fremsta sundfólk okkar
verður meðal keppenda, þar á
meðal öll þau, sem taka þátt í
Norðurlandamótinu í Danmörku
núna um miðjan mánuðinn og
ennfremur þau, sem fara á Evr-
ópumeistaramót unglinga, sem
haldið verður i Svíþjóð fáeinum
dögum síðar.
í kvöld verður keppt í átta
greinum karla og kvenna svo og
í tveimur boð'sundum. Búizit er
við að nokkur ný Islandsmet
verði se<tt, svo sem í 200 metra
skriðsundi og 200 metra fjór-
eundi karla og í 400 metra skrið-
siundi og 200 metra baksundi
kvenna.
í 200 meitra skriðsundi mætast
þeiir Guðmunduir Harðarson oig
Guðmiundiur Gislason, en þeir
eiga meit í þessari grein í sam-
einingu. Það er í bæði skiptin
sett í lítilld laug — Guðmundur
Harðarson setti met sitt í febrú-
ar en Guðmundur Gíslason jafn-
aði það í apríl. Er þetJta þvi í
fyrsita skipti sem þeir nafnar
keppa í 50 metra lauig. Þá eir
jafnvel búizt við að Guðmundur
Gíslason muni bæta met sitt í
200 metra skriðsundi.
Gent er ráð fyrir hairðcri keppni
í 400 metra skriðsundi. Þar er
meílhafinn 13 ára stúlka frá Sel-
fossd, Guðmunda Guðmundsdótt-
ir að nafni. Hún syndir nú í 3.
eða 4. skipti í 50 metra laug, og
mótherjd hennar er Hrafnhildur
Kriistjánsdóttir, sem áður áltti
metið í þessari grein. Sigrún Sig-
geirsdóftir ihefur vart synt 200
metra baksund svo að undan-
förnu, að hún hafi ekki setit nýfit
met, og er ekkert því til fyrir-
stöðu að svo verði enn í þeitta
sinn.
Paul Wilson nemi í háskóla S-Kaliforníu fer hér yfir 5.384 m.
í stangarstökki, en það er nýtt heimsmet í stangarstökki. Gamla
metið var 5.358 m. og átti það skólabróðir Wilsons, Bon Seagren.
Metið var sett 23. júní sl.
Tekst Akurnesingum
aö forða falli?
Sigruðu Keflvíkinga 1-0 í
tilviljunarkenndum leik
SKAGAMENN sigruðu í Kefla- og Keflavíkur var fjörlega lelk-
vík á sunnudaginn. Ennþá er inn og fjöldi marktækifæra hjá
þvi ekki útséð um hvaða lið stíg báðum Iiðum, gerði leikinn
ur hið þunga skref niður í 2. spennandi og skemmtilegan fyr-
deild i haust. Leikur Akraness ir áhorfendur. \
Skagamenn áttu tvö stangar-
skot, en Keflvíkingar gerðu be+-
Fram - Valur
20-16
SL. laugardag var leikinn einn
leikur í íslandsmótinu í útihand
knattleik karla. Fram vann Va:
með 20 mörkum gegn, 16. í
kvennaflokki vann Valur ÍBK og
Ármann vann Breiðablik með
9 mörkum gegn 6.
Boðið til keppni
í golfi
UNGLINGADEILD Golfklúbbs
Reykjavíkur bíður öllum ungl-
mgum ,í Reykjavík ög annars
staðar, sem golf leika, til „op-
innar“ 18 holu keppni með og
án forgjafar. Keppnin hefst á
Grafarholtsvelli kl. 18, miðviku-
daginn 2. ágúst.
19 ÁRA Rússi, Alexander
Gordejev, setti í gær nýtt
Evrópumet í 100 metra flug-
sundi í Moskvu. Tíminn er
58,5 sek.
Ahorfendur inni á velllnum og
ósamstæðir búningar
NÚ hafa öll lið er taka þátt í
meistaraflokki karla í íslands
mótinu í útihandknattleik
komið fram á sjónarsviðið. —
FH hcfur unnið tvo fyrstu
leiki sína með yfirburðum,
en með i þeim riðli eru KR,
ÍR og Víkingur. Ætla má að
íslandsmeisturunum verði létt
ur róðurinn til úrslita í riðlin-
um. I hinum riðlinum er
keppnin jafnari, en þar keppa
Valur, Haukar og Fram. Bæði
Fram og Hukar hafa nú unnið
Val. Haukar með nokkrum
yfirburðum en Fram með að-
eins þriggja marka mun, eftir
yfirburði í fyrri hálfleik. Lið
Fram virðist einna sigur-
stranglegast í þessum riðli,
enda mun það hafa æft mjög
vel að undanförnu með tilliti
til Evrópubikarkeppninnar. —
Annars má búast við spenn-
andi og jöfnum leik þeirra
við Hauka.
Mótið fer nú í fyrsta skiptá
fram á malíbiikuðum vielli, svo-
kollaðri „skólamöl" í Hafnar-
firði. Leiðir það af séir, að
leikirnir eru mi'klu skemmti-
legri oig keimlíkari innilhand-
knattileik en meðan leikið var
á igra'svelli. Er ekki annað að
sjá en þessi tilraun muni vel
takast.
Það vekur hinsrvegar at-
hygli, að álhorfendasætin og
stæðin eru alveg fast við voll-
in,n og ógirt frá honum. Er
því ekikert einsdæmi að sjá
nokikra krakka vera hlaup-
andi á vellinum í meðan á
lieifc stendur, og í leik Fram
og Hauka bar það hvað eifltir
annað við, að maður sá, er sá
um innáskiptimgu fyrir Fram-
ara gekk langt inn á völlinn,
án þess að dómairi befði nofck-
uð við það að atihuga. Ætti
að vera au'ðvelt fyrir fram-
kvæmdanefnd mótsine að lag-
færa þetita, t.d. með þvi að
girða völlinn af með snúru og
vonandi verðuir búið að kippa
þessu í lag fyrir næsta leik.
Þá hafa verið gagnrýndir
búningar leikmanna oig það
með réttu. ísia n dsm eist ara,r
PH hiafa hingað til leikið í æf-
ingabúningum sinum, og
finnsf manni fara heldur illa
á því. Málsbætur eiiga þeir
þó í því að búningarnir eru
allir sametæðir. Það sker sig
hins'Vegar mikið og leiðinlega
úr, þegar einn leikm'aður hirð
ir ekfci að fana úr æfinga-
blúsisu sinni, þegar allir aðtir
í liðinu leika í félagsbúningi.
Slíkt skeði í leik fram og Vals
á dögunum. Þá er það heldur
hjákátleglt fyrir álhonfendur,
að sjá dómara klæddan jakka
fötum, í hvítri skyntu, með
bindi oig , „blánk“-skóm dæma
leik. Slíkit áltti sér einnig sitað
í þekn leik. Það mætti telja
það iágmarkskröfu, að íþrótta
fólk væri í sæmilega hrein-
um og fallegum félaigsbúning-
um í leikijum sínum, en því
miður er þar víða pöttur brot-
inn. Eimstök Mð t.d. Valuor, er
þar til hreinnar fyrirmyndar.
sitj.
ur, því þeim tókst að hitta stang
ir og þverslár fjórum sinnum í
leiknum. Má af þessu sjá, að oft
hefir hurð skollið nærri hælum
og næstum tilviljun ráðið, að
stigin tvö lentu hjá Akranesi.
Skagamaðurinn skotharði,
Matthías Sveinsson, skoraði
mark Akraness eftir gróf mis-
tök hjá vörn Keflavíkur. Og
Matthías átti einnig annað guil-
ið tækifæri, er hann skaut í
stöng og knötturinn hrökk út til
hans aftur, og enn brást Matthí-
asi fótafimin, því hann skaut
framhjá opnu og mannlausu
markinu.
Magnús Torfason lék nú aftur
með ÍBK eftir meiðslin, sem
hann hlaut í landsleiknum við
Svía fyrr í sumar. Var Keflvík-
ingum mikill styrkur að Magn-
úsi, enda þótt hann sé ekki í
sömu æfingu og áður. Vörnin hjá
Keflavík var betri hluti liðsins,
eins og svo oft áður, en framlín
una vantar meiri snerpu og ör-
yggi, þvi að með fjögur stangar-
skot, getur það talizt óheppni, að
skora ekki a.m.k. eitt mark.
í liði Skagamanna var Matthías
mjög góður og einnig Einar
markvörður. Liðið í heild er
skipað ungum, en vel leikandi
piltum, sem virðast í hraðri fram
för. Virðast Skagamenh ekki
þurfa að óttast framtíðina, jafn
vel þótt liðið hvílist í 2. díeiid í
eitt ár.