Morgunblaðið - 04.08.1967, Side 1

Morgunblaðið - 04.08.1967, Side 1
32 síður 54. árg. — 173. tbl. FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fulltrúar á Norræna æskulýffsmótinu á Lögbergi. — Sjá bls. 10. — Ljósm.: m.f. 45.000 menn í viðbót til Vietnam, skattar hækkaðir IO°jo hœkkun á eignaskatti á að afstyra verðbólgu og halla á fjárlögum — Hermenn USA # Vietnam verða 515.000 — Kosninga- mála á yfirstandandi fjárhags- ári (sem hófst 1. júlí) verða sennilega fjórum milljörðum Framhald á bls. 14. Styrjaldarástand í Miö- og Suður-Kína Moskvu, Hongkong og Tokyo 3. ágúst — NTB—AP — ÁTÖKIN í miff- og suffurhlut- um Kína bera nú æ meiri keim af hreinni borgarastyrjöld, þús undir hafa særzt og margir fall- iff í hafnarborginni Hangchow og á öðrum mikilvægum stöð- um, og átökin harffna sífellt þrátt fyrir áskoranir um að blóðsúthellingum verði hætt, sagffi sovézka fréttastofan Tass í dag samkvæmt frásögnum ferffamanna, sem komiff hafa frá óróasvæffunum að undan- förnu. Málgagn kínverska hersins sagði í dag, að eitt af megin- verkefnum hersins væri að koma í veg fyrir verkföll og halda uppi lögum og reglu inn- anlands. Blaðið sagði, að stuðn ingsmenn Mao Tse-tungs gætu búizt við ofsalegum og örvænt ingarfullum árásum a£ hálfu stéttarfjenda og á þessu sviði gegndi herinn mikilvægu hlut- verki. Blaðið sagði, að stuðnings menn Maos yrðu að vera vel á verði í ó'lum hlutum Kína, ekki sizt á iðnaðarsvæðinu Wuhan, þar sem rauðir varðliðar og her menn fjandsamlegir Mao hafa átt í bardögum. Japanskir fréttaritarar, sem byggja fréttir sínar að miklu leyti á frásögnum veggblaða í Peking, segja að hin svokallaffa byltingarnefnd í Peking, en það Framhald á bls. 31 Skothríð við Jórdan . Amman, 3. ágúst. AP JÓRDANSKIR og ísraelskir her menn skiptust á skotum við ána Jórdan í dag og rufu þar með vopnahléff þriffja daginn í röð. Mannfall varff ekkert. í Jerúsalem skýrði yfirmaður vopnahlésnefndar SÞ, Odd Bull hershöfðingi, ísraelsku stjórn- inni svo frá í dag, að Egyptar hefðu fallizt á að sigla ekki skip um um Súezskurð í einn mán- uð. Málaliðar króaðir inni við Kivuvatn Kinshasa, 3. ágúst — NTB — MÁLALIÐAR reyndu í dag að ryðjast í 40 vörubifreiðum yf- ir stöðvar hermanna Kongó- stjórnar við Kivuvatn og kom- ast til Rwanda, en árásinni var hrundið og 10 málaliðar féllu, að því er áreiðanlegar heimild- ir í Kinshasa herma. Stjórnar- hermenn hafa nú umkringt málaliðana og hafa skipun nm að ná þeim dauðum eða lif- andl. Málaliðar þessir hafa að und- anförnu hafizt við í bænum Punia, sem stjórnarhermenn náðu á sitt vald í gær. Um leið náðu stjórnarhermenn öðr- um bæ. Lubutu, á sitt vald, en hann hefur einnig verið á valdi mála'liða um skeið. Þegar mála- liðar glötuðu yfirráðum yfir þessum bæjum hörfuðu þeir norðautsur á bóginn til landa- mæra Rwanda, en voru um- kringdir við Iteboro fyrir norð- vestan Bukavu. í Bukavu hafa fréttirnar um bardagana vakið mikinn ugg. Að sögn útvarpsins í Kinshasa hefur Joseph Mobutu forseti heimilað að evrópskum konum og börnum verði leyft að yfir- gefa bæinn og leita hælis í Bur- undi. Málaliðarnir skilja eftir sig sviðna jörð á undanhaldinu, að sögn útvarpsins. En útvarpið segir, að þess verði ekki langt að bíða að uppreisnin verði bæld niður fyrir fullt og allt. Málaliðarnir eru um 1000 tals- ins, þar af 800 velþjálfaðir Katangamenn, og hafa um 20 gísla í haldi. barátta hafin í S-Vietnam — Forsetaefni vilja beina samninga við stjórnina í Hanoi Washington, 3. ágúst. — NTB. — LYNDON B. Johnson for- seti fór fram á það við þingið í dag, að það hækkaði eigna- skatt einstaklinga og fyrir- tækja um 10% og skýrði frá því, að hermönnum Banda- ríkjamanna í Víetnam yrði fljótlega fjölgað um 45.000 menn þannig að þar verði um 515.000 bandarískir her- menn. Johnson kvað skatta- hækkun nauðsynlega til þess að koma í veg fyrir mikinn halla á fjárlögum og hættu á óðaverðbólgu. Johnson sagði í boðskap til þingsins, að kostnaðurinn vegna styrjaldarinnar í Vietnam mundi aukast fram yfir það sem gert hefði verið ráð fyrir í fjárlögum fyrir yfirstandandi fjárhagsár. Hallinn á þessum fjárlögum er um 23.6 milljarðar dollara, en eykst um rúmlega 23 milljarða dollara, ef ekki verður fljótlega gripið til skattahækkana, sagði forsetinn. Áður hafði hann rætt við helztu ráðunauta sína um f jár lögin og Vietnam-stríðið, og voru þeir sammála um nauðsyn skatta hækkana. Forsetinn sagði, að Bandaríkja stjórn hefði heitið bandarískum hermönum í Vietnam allri nauð- synlegri aðstoð og öllum nauð- synlegum vopnum og hergögn- um, og til þess að standa við þetta loforð væri nauðsynlegt að auka fjárveitinguna til stríðsins fram yfir það sem fjárlögin kvæðu á um. Útgjöld til varnar- Stalín var 12 klst. að kafna og leið hræðilegar þjáningar — segir Svetlana, dóttir hans, sem sat við banabeð hans í þrjá sólarhringa London, 3. ágúst — AP • 1 DAG hófst í Bretlandi sala á endurminingum Svet- lönu Allelujewu Stalinu, á rússnesku, en útgefandi er Hutchinsons-bókaforlagið í London. Ágreiningur er um birtingarrétt á bókinni og hef ur málið verið lagt fyrir rétt í London. Sem frá hefur verið sagt í fréttum, hefur banda- rískt útgáfufyrirtæki keypt útgáfuréttinn og eru endur- minningarnar væntanlegar á ensku innan skamms. • 1 kvöld birti „Evening News“ umsögn um bókina eftir sérfræðing sinn í rúss- nesku, Olgu Franklin. Þar segir hún, að í bókinni séu engar merkilegar pólitískar upplýsingar — nema vera skyldi sú staðreynd, að Stalín vissi ekki árið 1948, hvað væri hægt að kaupa í Sovét- ríkjunum fyrir hundrað rúbl- ur. „Þessi einmana vesalings maður hélt, að peningarnir hefðu ennþá sama gildi og fyrir byltinguna 35 árum áð- ur“. • Á hinn bóginn vekur mikla athygli frásögn Svet- lönu af láti föður sins. Hún kveðst hafa verið við dánar- beð hans þá þrjá sólarhringa, Frambald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.