Morgunblaðið - 05.08.1967, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.08.1967, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1967 13 -----1 ÆTLUNIN er að aka um ÞjórsárdalLnn, þar sem nátt- úrufegurð er hvað mest á ís- landi. Eins og flestum mun kunnugt vera lagðist innsti hluti dalsins í eyði, að því er álitið er frá hraungosi í Heklu á 13. öld. Er hann því í dag að mestu hraun og sand ar, þó á einstöku stöðum megi sjá grasskúfa, sem sumum kann að virðast til prýði — tákn frjósemi í eyðimörkinni — en öðrum finnst það spilla fyrir sérkennilegri og sjald- gæfri náttúrufegurð staðarins Fremri hluti dalsins er aftur á móti búsældarlegur, þar eru jarðir margar fallegar og bæjarstæði í senn falleg og heppileg undir fjailshlíðun- um. >að er fögur sjón, sem blas ir við ferðalöngum, sem aka um veginn inn Þjórsárdalinn. Á vinstri hönd eru bæir og fögur tún, en á hægri Þjórsá, eitt vatnsmesta og tignarleg- asta fljót landsins, og handan við hana er hin fegursta fjalla sýn með Heklu í broddi fylk- ingar. Hjá Ásólfsstöðum, Þjórsárdalur séður frá Stöng. Á ferðalagi um Þjórsárdalinn: Með ungu fdlki og gðmlu innsta bænum í dalnum, þar sem er víðáttumikill og skógi vaxinn þjóðgarður verða um- skiptin mjög snögg frá gróð- ursæld til auðnar. Þar ber hæst Búrfell á hægri hönd, en meðfram því sést fyrst sandbreiðan, sem þekur innri hluta dalsins þeim, sem aka því að hverfa úr einu ævin- týralandinu í annað, svo fram andi er náttúran í þessum hluta dalsins þeim, sem aka um Þjórsárdálinn í fyrsta sinn og hafa áður, fyrir stuttri stund, augum litið hin feg- urstu tún og engjar í fremri hluta dalsins. miðstöðinni með áætlunarbil frá Landleiðum h.f. Farþegar, sem voru um 26 að tölu, voru á öllum aldri, allt frá þriggja ára börnum í fylgd foreldra til fullorðinna einstaklinga. Á einum degi ætluðum við að aka um falleg héruð og skoða merka staði, m.a. Skálholts- kirkju, bæjarrústirnar í Stöng, Gjáfoss í Rauðá, Hjálp, Tröllkonuhlaup og fram- kvæmdir við virkjun Þjórs- ár við Búrfell. Fyrsti áfangastaður var Sel foss. Niður Kambana á leið okkar þangað, benti farar- stjórinn á reisulegan bæ und Myndin er tekin í Gjánni þar sem ferðafélagarnir borðuðu nestið. Sýnir hún Guðmund á Mokka ásamt Guðnýju konu sinni og börnum. fæstir höfðu séð hana áður. Dáðist það mjög að altaris- töflu Nínu Tryggvadóttur og gluggum Gerðar Helgadóttur. En sérstaka athygli manna vöktu þó fornu munirnir, sem í kirkjunni eru geymdir og ekki nokkur vafi á því, að Skálholtskirkj a getur í fram- tíðinni orðið hið vegiegasta safn fornra muna. Af gömlu hlutunum, má geta hér gam- als altaris og ræðustóls úr dómkirkju Brynjólfs biskups Sveinssonar (1639—1674). „Þetta er þá ræðustóllinn, sem Jón biskup Vídalín hélt sínar miklu ræður“, varð ein um að orði. Frá Skálholti var ekið eftir Skálholtsvegi og inn Þjórs- árdalinn. Þar var numið stað- ar hjá sæluihúsi Landleiða innst inni í dalnum. Frá sælu húsinu er gott útsýni yfir skógi vaxinn Þjóðgarðinn, Myndin er tekin hjá Tröilkonuhiaupi Elsu, og bílstjóranum, Samúel. fararstjóranum, Mér finnst ekki úr vegi að geta veðursins þennan dag, þar sem svo mörgum finnst veðrið stór þáttur í sögu ferðalaga, sem eingöngu eru farin með það fyrir augum að skoða stórfengleg sköpunar- verk. Það var rigning og rok þennan miðvikudag sem var dagurinn eftir sótlartímabilið mikla hér á Suðurlandi. Veð- urguðirnir virtust hafa rifjað upp máltækið „ af misjöfnu þrífast börnin bezt“ og hugð- ust því reyna manndóm okk- ar í dag. En við höfðum lít- inn áhuga á því, vildum haga okkur eftir vild, fara upp um fjöll og firnindi og drekka kaffi á grasi. Það var lagt af stað klukk- an 9 árdegis frá Umferðar- ir fjallshlíðinni á hægri hönd (þegar ekið er niður) og sagði að bærinn héti Reykir, þar sem fyrr á öldum var merkt höfuðból. Þar bjuggu m.a. Gissur jarl Þorvaldsson á 13. öld og Oddur lögmaður Gott- skálksson á 16. öld. Nú heyrð ust raddir í bílnum, sem sögðu: „Hve oft hefur rnaður ekki ekið hér niður án þess að ivta þetta“ og „Maður tek ur svo lítið eftir umhverfinu, þegar ekið er um, það er þá helzt ef manni er bent á hlut ina“. í Tryggvaskálanum á Selfossi var drukkið kaffi. Þegar ferðafólkið var orðið mett af brauðáti og kaffi- þambi var ekið til Skálholts. Hafði fólkið mjög gaman af að skoða nýju kirkjuna, því sem óneitanlega ber samtíð okkar vott um dugnað og framsýni. Næsti áfangastaður var Stöng. Voru bæjarrústirn ar grafnar upp sumarið 1939 og þykja með merkustu forn- leifarannsóknum á íslandi. Segja rúsfcirnar og margt um liðna sögu þjóðar okkar og skoðaði ferðafólkið þær með miklum áhuga. Gestabókin er við inngang rústanna, þar sem fólkið skrifaði nöfn sín. Einnig er þar peningastaukur úr steini og á skilti við hann stendiur: „Gefið Gauki“. Sú saga er sögð af Gauki Trand- ilssyni, sem bjó í Stöng, að hann hafi verið veginn og dysjaður á Gaukshöfða fram- ar í dalnum. Áður fyrr og allt til ársins 1850 tíðkaðist að láta stein eða spýtu á dys Gauks, sem skyldi vera merki um fararheill. Var það kallað „að gefa Gauki". Hafa nútíma menn tekið þennan forna sið upp á ný, en gefa nú ekki steina, heldur aura til við- halds rústunum, sem vafa- laust kostar talsvert að halda við. Gáfu margir ferðamann- anna Gauki. Frá Stöng var ekið að Gjánni, en svo er gilið kallað sem Gjáfoss rennur í. Er það mjög fallegur og sérkennileg ur staður. Þar var dvalizt í klukkutíma og snætt. Frá Gjánni var ekið að fram- kvæmdasvæðinu við virkjun Þjórsár við Búrfell. Var ekið um allt svæðið og ferðafiólk- inu bent á það markverðasta, sem fyrir augun bar. Þaðan var haldið að Tröllkonu- hlaupi, en nú fer hver að verða síðastur að sjá þann foss, því þegar búið er að virkja Þjórsá, verður vatns- magnið í Tröllkonuhlaupi mjög lítið, ef það þá verður nokkuð. Sagan segir, að tröll konur tvær hafi búið í fjöll- unum beggja megin fossins og hafi þær farið yfir fljófcið, þar sem fossinn er, í heim- sókn til hvor annarrar. Dreg- ur fossinn nafn sitt af þessari sögu. Frá Stöng var ekið að hinum sérkennilega fossi Hjálp, en þaðan haldið aftur til Reykjavíkur. Nú var farið að styttast í daginn, klukkan að ganga 6. Þegar hér var komið sögu, var sólin tek in að skína undan skýjunum og skyggni orðið hið bezta. Þegar við ókum upp Kamba á heimleiðinni, sáum við því það, sem við höfðum farið á mis við fyrr um daginn, Vest mannaeyjar og Surtsey I fjarska og Hveragerði baðað í sól. Það voru ánægðir og kátir ferðafélagar, sem komu til Reykjavíkur þetta kvöld um 8-leytið samkvæmt áætl- un eftir ánægjulega ferð um Þjórsárdal. — s. ól. Grunnteikning bæjarhúsanna í Stöng. Stóra herbergið var skáli (svefnhús). Út frá honum (til vinstri) stofa. Herbergin, sem á myndinni vísa upp, voru búr (t.v.) og kamar (t.h.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.