Morgunblaðið - 05.08.1967, Page 16

Morgunblaðið - 05.08.1967, Page 16
1« MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1967 Misskilningur leiðréttur í ritinu „ÖKU-I>ÓR“ fyrsta tölublaði þ.á., sem gefið er út af Félagi íslenzkra bifreiðaeig- anda er hallað mjög réttu máli í atriðum, sem snerta bændur og íslenzkan landbúnað. í grein í ritinu, sem heitir: „Ákureyrarráðstefna F.Í.B. 1966, er sagt frá umræðum sem þar urðu og þeim ályktunum. sem afgreiddar voru. Á bl. 11 stendur eftirfarandi í frásögn af umræðum á ráðssef-'- unni: „Var á það bent að ástancl ð í vegamálum væri nú hið hörmu- legasta og hamlaði í rau í.nni framþróun í landinu ekki hvað sízt á sviði landbúnaðarins. Var það talin algerlega röng st«fna að ausa óhóflega fé með lítt sikipulegum hætti í landbúnað- inn í stað þess að auka fram- leiðni þessa atvinnuvegar ekki hvað sízt með því að endur iæta vegakerfi landsins“ Og á bl. 12 er enn haldið á- fram í sama tón þar stendur: „í þessu samhandi va- bent á að s.l. ári hefði ríkið lagí fram í beinan eða óbeir.an styrk til landbúnaðarins um 900 milljónir króna og að á þessu ári (1966) fari fjárhæðin yfir 1000 milljónir króna. Mest öllu þessu fé er varið án þesa, að það auki að neinu marki framleiðni þessa mikil- væga atvinnuvegar eða búi á nokikurn hátt í hagmn fyrir kom andi kynslóðir. Rétt skipulagðar vegafram- kvæmdir eru veigamikill þáttur í að auka framleiðni iandbúnað- arins og losa þaðan vinnuafl til annarra starfa, en jafnframt bæta kjör þeirra, sem áfrar.r stunda atvinnuveginn. Það var því talið miklu raunhæfari styrkur fyrir íslenzkan landlbúnað og fram- tíð þjóðarinnar í heild að verja 300 til 400 milljónum króna af núverandi landbúnaðarstyrkjum til vegamála". 'lér lýkur tilvitn- unninni í Öku-Þór. Ályktun fundarins varðandi fjáröflun til frekari vegafram- kvæmda er efnislega * samræmi við það sem að ofan er sagt. Fundurinn taldi að hægt sé að tafca 309 til 400 milljónir til vegafrarrtkvæmda af núverandi landbúnaðarstyrkjuir eins og það er orðað í frásögninni. Og breytingin á ekki að verða neinum til óþægmda eða tjóns „Félag íslenzkra bifreiðaeigmda álítur að við breyi.mguna muni framleiðni vaxa hjá bændum og svo verður betra fyrir bifreiða- eigendur að aka um vegina *. í blaðsíðu 21 í ritinu stendur í grein sem heitir Ýmsar upplýs- ingar, eftirfarandi: „Hver bifreiðaeigandi greiðir því af hverjum benzínlítra, sem hann kaupir kr. 3.67 til vega en ríkissjóður leggur ekkert fram á móti“. Á eftir þessari málsgrein kem- ur sietning prentuð með stóru svöirtu letri ag er svona: „Bændur greiða ekki þessar kr. 3.67 til vega og fá því afnot af vegakerfinu fyrir ekki neitt“. Þetta eru ósannindi. \ Hér er staðreyndunum snúið alveg við. Bændur verða að kaupa benzinið á bíla sána við sama verði og aðrir, hvort sem það eru fólksbólar, vörufoílar eða jeppar. Og þó jepparnir séu mik- ið notaðir við akstur á túnum og utan vega verður að borga benz- ín þeirra við sama verði. Á bls. 22 í ritinu er gerð grein fyrir því hvaða fjárframlög það eru, sem Félag íslenzkra bifreiða eigenda kallar núverandi land- búnaðarstyrk, eru þar birtar töl- ur frá árinu 1905. Stænsta upphæðin, milli fimm og sex hundruð milljónir, er tál niðurgresðslu á vöruverði. í Hag tíðindum nr. 11, 1966 segir: „Ríkissrtjórnin ákvað að greiða niður þá vísitölulhækkun, sem varð á tímabilinu frá 1. ágúst til 1. október, og að aufci þá hækkun, sem varð í október. Tilgangur þessara auknu niður- greiðslna var að koma því til leiðar að verðlagsuppbót á laun samkvæmt kaupgreiðsluvísitöki 1. nóvember 1966 hækkaði ekki frá kaupgreiðsluvísitöilu 1. ágúst, sem laun voru greidd eftir frá 1. sept“. Enn segir þar: „Auknar niðurgreiðslur vöru- verðs í október 1966 svöruðu til 3,4 stiga vísitöluhækkunar og þar við bætist 1,7 stig lækkun vegna 14.6% hækkunar fjölskyldubóta frá 1. nóvemfoer 1966. Mjólkur- niðurgreiðblan var frá 24. októ- ber aukin um kr. 1.35 á lítra. Við það lækkaði útsöluverð mjólk- ur....“. Þessar niðurgreiðslur koma því bændum ekki frekar til góða nema í minni mæli sé en öðrum þegnum þjóðfélagsins. Hér er því um algjöra rangfærslu að ræða að kalla þetta framlag landbúnaðarstyrk, og þarf ekki annað en benda á framangreind- ar ráðstafanir frá síðasta hausti, sem sanna svo ekki verður um villzt, að svo sé. Þá höfðu nokkr- ir liðir hækkað sem ganiga inn í vísitöluna, t.d. forauð, hitaveita, raflmagn, Ihúsnæðisliður, fatnað- ur og opinber gjöld. Til þess að gera þessar hækkanir álhrifa- lausar var niðurgreiðsla á mjólk hækkuð og útsöluverð mjólkur lækkað. Þarna kemur skýrt fram að niðurgreiðslan er gerð til þess að halda verðlagi í landinu í skefjum, en á ekfcert skylt við landbúnaðarstyrk. Næst eru útflutnirvgsuppbæt- urnar nefndar tæpar 170 miRjón- ir. Um þetta framlag'er það að segja, að það fer eftir því hvað mikið þa-rf að flytja út hverju sinni og hvemig verðlagi er hátt að á erlendum mörkuðum. En vörumagnið, sem út þarf að flytja, fer eftir árferðinu .í slæm um framleiðsluárum verður það títið, en komi fleiri góð ár í röð vex það. En eftir gildandi lögum er ekki hægt að verðfoæta með hærri uppfoæð en sem svarar 10% af foeildarframleiðlslunni. Á bls. 15 í ályktun um vega- mál er því haldið fram, að fjár- framlög rikisins til landbúnaðar auki ekki verulega framleiðni þessa atvinnuvegar eða búi nægi lega í foaginn fyrir kiomandi kyn- slóðir. Þessi skoðun er ekki rök- studd á neinn Ihátt. Það er heldur ekki sagt neitt um hvaðan Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hafi fengið upplýsingar, til þess að geta slegið því föstu og sam- þykkt í fundarályktun að ríkis- framlögin til landbúnaðar auki ekká vemlega framleiðni þessa atvinnuvegar eða búi nægilega í haginn fyrir komandi kynslóðir. Torfi Ásgeirsson hagfræðing- ur, skri&tofustjóri í Efnahags- stofrvun íslands, hefur gert at- hugun á framleiðniaukningu í ís- lenzkum landbúnaði á tímabil- inu frá 1930 til 1965. Niðunstöð- urnar af rannsóknum hans eru birtar í ársskýrslu Búnaðar- banka fslands 1965. í því kemur fram, að fram- leiðni íslenzkra bænda og ann- arra þeirra, er að landbúnaðin- um standa hefur fimmfaldazt á þessum 35 árum, eða að afköstin á vinnandi mann hafi aukizt um 4,5—5% á ári, að meðaltali. Á- stæðurnar fyrir framleiðniaukn- ingunni telur Torfi Ásgeirsson vera stórfellda fjárfestingu í rækt un, (húsum og vélakosti, einnig bætt vinnubrögð. Á bls. 22 í Ökuþór er talið að vegna framkvæmda í ræktun, framræslu og húsabótum, sem framlag er veitt til eftir jarð- ræktarlögunum, hafi rikissjóður orðið að greiða 71 milljón kr., árið 1965. f greinargerð Tonfa Á&geirssonar í ársskýrslu Búnað- arbankams er talið að fjárfesting bænda í ræktun, útihúsabygging um og vélakaupum, þetta sama ár (1965) hafi verið 527 miUjón- ir. UM 30% af þessari upphæð fór til vélakaupa, en 70% til ræktunar og útifoúsabygginga, eða um 370 milljónir. Árið 1966 hafa bændur því orðið að leggja fram frá sjálfum sér um 300 milljónir til fram- kvæmda á þeim umbótum sem rikið greiðir framlag til. Auk þess áðurnefnd vélakaup. En þó ríkisframlagið sé ekki meira en rúm 20% af kostnaðar- verði umbótanna örfar það þænd ur til framikvæfnda og hefur því mikil áhrif til framleiðniaukn- ingar í atvinnuveginum. Það er þvi af vanþekkingu mælt, þegar því er haldið fram að framleiðniaukningin sé óveru- leg í landbúnaðinum og ríkis- frarnlagið foafi þar litil áhrif. Og ennþá augljósari verður vanþekkingin þegar því er hald- ið frarn að oflítið sé búið í hag- inn fyrir komandi kynslóðir í sveitum landsins, og rikisfram- lagið eigi hér óverulegan hlut að. Sannleikurinn er sá að mest af þeim umbótum, sem framlag er veitt til, eru varanlegar og koma þeim engu síður til gagns sem við taka heldur en þeim sem gerðu umbótina, en þó er sá munur á þessu, að sá sem gerir umfoótina fær hana aldTed greidda nema að nokkrum hluta af knstnaði. Vinningurinn er því fyrst og fremst hjá þeim sem við taka. Sú kynslóð bænda sem hefur verið að verki nolckra síðustu áratugina hefur gjörforeytt land- inu tiil búskapar. Þaxf ekki ann- að en minna á að fyrir um 40 ár- um voru heilar srveitir þar sem ekki voru neinir möguleikar til fyrir bændur að nota sláttuvél- ar. Á bls. 22 í Ökuþór er talað um 142.265.138.83 kr. framlag til annarra landbúnaðarmála. Eng- in skýring er um hver þessi önniur landbúnaðarmál eru. En allt er þetta flokkað hjá Ökuþór undir landbúnaðarstyrki. Talan er tekin úr rikisreikn- ingum 1965. Úr kaflanum sem heitir ,,Landbúnaðarmál“. — En það ekiki athugað að í þessum kafla er fjölmörg mál óskyld landbúnaði, s.s. sjóvarnargarðar, skógrækt, sandgræðsla, hús- mæðraskólar, svo eittlhvað sé nefnt. Um þessa ritsmíð Ökuþórs í heild vil ég segja það, að hún er alveg einstök í sinni röð hvað snertir rangfærslu og lygi í þeirn atriðum sem viðkoma bændum og landbúnaði, s.s. þegar niður- greiðslur á vöruverði eru taldar til landbúnaðarstyrkja og því haldið fram að bændur greiði ekki vegaskatt af benzíni á bíla sína eins og aðrir landsmenn, en hafi vegina fría. Slrkur málflutningur er ekki sæmandi fyrir neinn og sízt af öUu landsfélagaisamtök. Kristján Karlsson. OLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Bæjarbíó. BIÓM LÍFS OG DAUÐA (The Poppy is also a Flower) Mynd þessi fjallar um sölu og dreifingu á eituryfjum, opíum og heroin. Er hún gerð að undir algi Sameinuðu þjóðanna, sem þáttur í baráttunni við eitur- lyfin. Þetta er ekki fræðslumynd i venjulegum skijningi, heldur er sögð saga, sem af má draga mik inn lærdóm. Saínað hefur ver- ið saman alþjóðlegum hóp leik- ara, sem gáfu vinnu sína, til styrktar málefninu. Leikstjóri er Terence Young, sem stjórnað hefur James Bond myndunum. Sagan er byggð á hugmynd Ian Fleming sáluga og handritið skrifað af Jo Eisinger. í stuttu máli fjallar myndin um leit tveggja erindreka Sam- einuðu þjóðanna ða upruna óp- íum framleiðslunnar. Hefst leit in í íran og ætla þeir að fylgj- ast með sendingunni þaðan, þar til hún kemur á markaðinn í Vesturlöndum. Annar þessara manna er Bandaríkjamaður (E. G. Marshall), fullum kapps og áhuga, en minni forsjálni. Hinn er Englendingur (Trevor How- ard), rólegur og kaldhæðinn. Leikurinn berst til Napoli og þaðan til Rivierunnar, þar sem dregur til úrslita. Meðal annarra leikara en þeirra tveggja sem fyrr eru nefndir eru Senta Berger, Step- hen Boyd, Yul Brynner, Angie Dickinson, Hugh Griffith, Jack Hawkins, Rita Mayworth, Joce- lyn Lane, Trini Lopez, Marcello Mastroianni,, Anthony Quayle, Amedeo Nazarri, Gilbert Ro- land, Omar Sharif, Barry Sulli- van, Nadja Tiller og Eli Wall- ach. Óneitanlega glæsilegt lið. Mynd þessi er mjög vandlega unnin, hvað viðkemur allri framleiðslu og leikur yfirleitt góður. í henni eru spennandi augnablik, en vantar heildar- stíganda og spennu. En alltaf vill svo til, að Trevor Howard er á tjaldinu á beztu augnablik unum. Leikur hans í þessari mynd er ógleymanleg frammi- staða, og ekki er mér grunlaust um, að ekki sé annað ógleym- anlegt við hana. Föt frá Balmain, tugir frægra leikara, stjórnandi Bond kvik- mynca og saga eftir Ian Flem- ing, Vyggja ekki að mynd sé góð. í fessu tilefm aðeins sæmi reg, þ'átt fyrir f.)lt það safn af hæfilerkum, see, úr var a5 vir.na. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAB UM KVIKMYNDIR Stjörnubíó: ÁSTKONA LÆKNISINS Norsk mynd. Gerð eftir skáldsögunni „Fjorten dage för frostnett- erne“ eftir Sigurd Hoel. Leikstjóri: Arnljot Berg. Helztu hlutverk: Arne Lie, Anne-Lise Tangstad, Inger Marie Andersen. Sumir kuna að halda, að lækn ar séu upp til hópa meinlæta- menn. Neryti lítils eða jafnvel einskis áfengis né tóbaks og bíti af sér ásókn fagurra kvenna, fram yfir það, sem bráðnausyn- legt má kalla, til að viðhalda stofninum. Ekki verður sagt, að það sé alveg út í hött að áætla læknum slíka lifnaðarhætti, að minnsta kosti hvað tóbak og JAMES BOND —K — - - - - -ác- IAN FLEMING Jamss Bond •BY IAN FIEMINS ORAWING BY JOHN McLUSKY / TENSEP UP, BOND SWUNG lOPEN THE CUPBOdRD ~-- ? JAWS CLENCUED Bond gleymdi sér þessar dýrmætu mín- útur — og Goldfinger gæti komið aftur áður en varði . . . t — Það ert þú, sem hefur opnað skáp- inn. Þú, sem hefur eyðilagt filmuna með því að hleypa ljósi að henni . . . — Þar með hefur Goldfinger enga vit neskju um leyndarmál mín . . . áfengi áhrærir, því engir vita að Sjálfsögðu betur en læknar, hvílík óhollusta er að neyzlu hvers konar eiturefna. — Raun- in mun þó vera sú, að læknar falU ekki áberandi sjaldnar fyr- ir þessum skaðisamlegu efnasam böndum en annað fólk, og einn- ig mun reynzslan hafa sýnt, að náin umgengni lækna við sjúk- dóma og dauða, er ekki sá hem- ill á lífsgleði þeirra og iífsfjör, að það haldi þeim öðrum stétt- um fremur frá nánum kynnum við það kynið, sem meiri þroska hefur náð í líkamsfegurð og hjartahlýju. Er raunar vafasamt, hvort síð- asttalda atriðið er kostur eða galli, fremur mundi ég hallast að því, að telja bæri það til kosta, því þótt lífsglaðir læknar kunni að vera eitthvað lausari við en hinir, þá vegur þar á móti að þeir hafa mun betri áhrif á sjúklinga. — Úrillur læknir stendur sjálfur oft nær því að vera sjúklingur en heilsubóta- frömuður. Ofannefnd kvikmynd sýnir okkur lækni nokkurn, Holmen að nafni, sem er orðinn svolítið leiður á hjónalífinu, þótt hann eigi myndarlega konu og tvö börn. Notar hann því tækifærið, þegar konan dvelur með börn- in í sumarbústað úti á lands- byggðinni til að lyfta sér dálítið upp, skvetta fyrst í sig víni, og brátt æxlast hlutirnir svo til, að hann nær ástarsambandi við einn fyrrverandi sjiúkling sinn af veikara kyninu. Nefnist sú Vera, og er ekki Framlhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.