Morgunblaðið - 05.08.1967, Síða 17

Morgunblaðið - 05.08.1967, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1967 17 - KVIKMYNDIR Fraimjhald bl. 16. að orðlengja það, að þau taka sér sumarbústað á leigu úti við sjó, þar sem þau rækta með sér dásemdaríkt líf, iðka sundíþrótt- ir af kappi og sýna hvort öðru blíðuhót. Það skyggir þó nokkuð á gleðina, að samvizkuófétið er að angra Holmen annað kastið, hann þykist glöggt finna, að hann elski'konu sína, og þó geld ur hann Veru jáyrði, er hún spyr hann, hvort hann elski sig. Var það kanski hugsanlegt, að hann elskaði tvær konur sam tímis? Þegar þau hjúin halda svo heimleiðis eftir skammvinn- ar sælustundir, hvílir skuggi óvissu og tilfinningatogstreita yfir för þeirra..... Þótt þráðurinn sé aðeins laus- lega rakinn hér og ekki til enda, má ljóst vera, að hér er ekkert nýtt viðfangsefni á ferðinni. Það er hið sígilda efni í flestum meiriháttar skáldskap og kvik- miyndum, ástalífið, sem tekið er til meðhöndlunar. — Ég hefi því miður ekki lesið skáldsögu þá eftir Sigurd Hoel, sem myndin er gerð eftir, og get því ekki gert þar neinn samanburð, né borið um, hve trúverðuglega sögu- þræðinum er fylgt. En í mynd- inni virðast ekki koína fram neinar nýjar uppgötvanir eða djarfar, nýstárlegar ályktanir um ástalíf fólks, og er það kanski varla von, efnið er trú- lega langt til „tæmt“. — Kjark- mönniuim í ástasöfcum mun efciki finnast miyndin úr hófi fram djörf, en mat manna í þeim efn- um er annars svo einstaklings- bundið, að þar er erfitt að kveða upp dóma með öruggri stoð í velsæmiskennd almennings. Við gerð myndarinnar hefur þeirri aðferð verið beitt óvenju- mikið að senda kvikmyndavél- Einkaumboð fyrir: HStAflíD & SÖJSfJER AB —flLBORurr Útvegum liringstiga frá Svíþjóð með stuttum fyrirvara. Hagstætt verð, Ieitið upplýsinga og verðtilboða. HVERFISGÖTU 42 REYKJAVÍK <. SÍMI 1 81 11 ina aftur í tímann og láta hana sýna upprifjanir Holmens lækn- is á liðnum tíma. Þótt þessi að- ferð geti verið góðra gjalda verð að vissu marki — og eigi ekki illa við þessa mynd, þar sem samvizka læknisins flögrar tíð- um aftur í tímann „í leit að lið- inni ævi“ — þá er hún vandmeð farin og getur verið svolítið þreytandi sé hún ofnotuð. Og ég er ekki frá því, að í þessari mynd sé henni óþarflega mikið beitt. Annars fæ ég ekki betur séð en mynd þessi sé tæknilega vel gerð og leikur allgóður. — Það er nýnæmi að fá hingað norska mynd, þær eru sjaldséðar hér í kvikmyndahúsum. Mun þó þessi frændþjóð okkar hafa framleitt talsvert af athyglisverðum kvik myndum, þótt aðstaða hennar í þeim sökum sé auðvitað allt önn ur og lakari en stórþjóðanna. — Kannski við leitum fordæma hjá henni, þegar við förum að reisa íslenzk kvikmyndaver? En það er nú eitt brýnasta verkefni þeirra, sem forgöngu hafa um framkvæmdir í íslenzkum menn ingarmálum, að gera draum bjartsýnna kvikmyndaáhuga- manna hérlendra um íslenzkt kvikmyndaver að veruleika. Bókasafnið í Hafnarfirði óskar að ráða aðstoðarbókavörð til 1 árs frá 1. september n.k. Umsóknarfrestur er til 20 þ.m. Uppl. hjá bókaverði. Bæjar- og héraðsbókasafnið í Hafnarfirði. íbúð með húsgögnum óskast Fimm manna amerísk fjölskylda óskar eftir íbúð strax í Reykjavik, Kópavogi eða Hafnarfirði. Leigutími er eitt ár. íbúðin þarf að vera búin öll- um nauðsynlegum húsgögnum og tækjum með 3—4 uppbúnum svefnherbergjum. Skrifleg tilboð merkt: „íbúð 881“ sendist Morgun- blaðinu fyrir 18. ágúst n.k. Lokað um verzlunarmannahelgina IHótmæli gegn Bretum í Biafra Lagos, 2. ágúst — NTB—AP ___ EFNT hefur verið til mótmæla- aðgerða gegn Bretum í Port Harcourt aðalhafnarborg Biafra, austurhéraðs Nígeriu er sagt hefur sig úr lögum við sam- bandsstjórnina í Lagos. í fyrra dag tilkynnti stjórnin í Biafra, að hún hefði þjóðnýtt mann- virki olíufélaganna Shell og BP, þar sem þau hefðu ekki greitt henni skatta. Gowon hershöfðingi, forseti herforingjastjórnarinnar í Lag- os, tilkynnti í dag, að Chukw- uma Nzeogwu majór, einn af for sprökkum byltingarinnar í Ní- geríu í janúar í fyrra, sem féll er hann stjórnaði uppreisnar- mönnum frá Biafra í viðureign við stjórnarhersveitir um 35 km. frá Enugu, höfuðborg Biafra, í síðustu viku, fengi virðulega út- för. Hálfbróðir Ojukuwu of- unsta, leiðtoga uppreisnarmanna Tom Bigger að nafni, féll einn- ig í bardögunum. 1 Moskvu undirrituðu fulltrú- ar Nígeriu og Sovétríkjanna samning um menningar og sam skipti í dag, og er þar með tal- ið að Rússar muni láta af hlut- leysi sínu gagnvart atburðun- um í Nígeríu. Stjórnin í Lagos neitar því, að Anthony Ena- horo upplýsingamálaráðherra, sem undirritaði samninginn, hafi beðið Rússa um vopn og hergögn. i j: rríi 4 .ror.i :irvt in'i vrm BURT MEÐ BLEIUÞVOTTINN MEÐ BABETTE barnableium BABETTE eru silkimjúkar barna-bleiur, sem aðeins eru not- aðar einu sinní hver bleia. BABETTE barna-bleiur eru með ytra býrði úr óofnu taui og kjarna úr mýksta sellulósavatti. BABETTE barria-bleiur eru meðhöndlaðar með og hafa í sér gerladrepandi efni og hindra því sserindi. beztarjyrir barnið! BABETTE barna-bléiur GETA EKKI molnað (vegna tau- umslagsins utan um alla bleiuna). BABETTE barna-bleiur eru beztar fyrir barn yðar- losnið við erfiðan og tímafrekan bleiuþvott.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.