Morgunblaðið - 05.08.1967, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1967
Alan Williams:
PLÁTSKEGGUR
um eftir sjúkrabílnum, þangað
til hann gaf upp öndina.
Neil fór út til að tala við lækn
inn, og hann var eins og mátt-
laus og ráðalaus og langaði mest
til að fara að gráta. Hann gekk
framhjá blaðakróknum, þar sem
allt var fullt af frönskum tíma-
ritum, en rauðar holdtægjur sá-
ust á milli krumpaðra blaðanna.
Sölustúlkan lá undir borðinu.
Hann vildi ekki líta á hana. í
hálfrökkrinu úti fyrir voru engi
spretturnar teknar til starfa.
Fjórði hluti.
MORBINGJARNIR
1. kafli.
Hann hellti í tvö glös úr flösku
af Hine, alveg eins og hann
hafði gert fyrir einum sólar-
hring, en þá var það fyrir njósn
arann Charles Pol, allsnakinn,
sem var að slæða talkúmdufti a
gólfteppið. í þetta sinn var það
fyrir Anne-Marie og hann gat
heyrt buslið í henni innan úr
baðherberginu. Rauði kjóllinn
hennar lá á stól, ataður í kalki
og for.
Hann var að hugsa með sér, að
þarna væri hinn fullkomni gest
gjafi: hlutlaus, meinlaus og veitti
báðum aðilum góðgjörðir. Hann
sat á rúminu og starði á bera
fæturna á sér. Hann hafði sett
skóna sína út fyrir, handa Araba
þjóninum að hreinsa. Þeir höfðu
atazt allir út í blóði.
Hann sveið í hörundið í sól-
inni, bakið á honum var marið
og hann verkjaði í það, og hann
þarfnaðist mjög að fá eitthvað
að drekka. Hann reyndi að hugsa
ekki um van Loon. Þau höfðu
beðið í Casino þangað til sjúkra
vagninn kom til þess að flytja
líkið í borgarspítalann, og síð-
an hafði hann ekið Anne-Marie
hingað í Simca-bílnum. Hún
hafði grátið hljóðlega alla leið-
ina, meðan tunglið kom á loft
og þaut í pálmunum. Þau voru
komin leiðar sinar, rétt fyrir
útgöngubannið, því hafði verið
frestað til klukkan níu, til þess
að koma í veg fyrir uppþot í sam
bandi við sprenginguna í Casino.
Fréttirnar höfðu þegar borizt út
um alla borgina, og stórir hópar
fólks höfðu safnazt saman, sem
æddu um strætin og biðu þess,
að eitthvað sögulegt gerðist. En
ekkert hafði gerzt. Farandverð-
irnir og CRS-hermenn ihöfðu
fengið einhvern liðsauka, götu-
virkin stóðu uppi, eftir sem áð-
ur, smávægilegar skothríðar
heyrðust í útborgunum, og fregn
barst um það, að tveir ofurstar
úr varnarliðinu hefðu verið hand
teknir.
Fjórða nótt uppreisnarinnar
leið rólega.
Neil hafði tekið inn meðala-
skammtinn sinn af konjaki, og
beið eftir Anne-Marie. Hann
hafði pantað tvö símtöl við
London: annað til blaðsins síns,
til þess að skýra frá sprenging-
unni, hitt til Caroline, sem átti
ekki að koma fyrr en eftir mið-
nætti, í þeirri trú, að þá yrði hún
komin heim frá einhverjum
skemmtistaðnum. Honum fannst
það að vera nú að hringja til
hennar, væri algjör óþarfi og
27
eigingirni, en hann þurfti að tala
við einhvern — einhvern, sem
væri nógu langt frá þessu blóð-
baði og vitfirringu. Hann vissi
að Caroline var treystandi til að
segja eitthvað algjörlega mark-
laust og þýðingarlaust við hann,
en það var þó skárra en að
hlusta á allan óhemjuskapinn og
kveinið í forstjóra Casino, eða
jafnvel að hlusta á Anne-Marie.
Heimskan í Caroline var eitt-
hvað svo hressandi.
Anne-Marie kom nú út úr bað
herberginu, í baðslopp og sett-
ist við hliðina á honum á.rúm-
ið, en þó ekki of fast upp að
honum. Hann rétti henni konj-
aksglasið og hún tók við því, án
þess að líta á hann, og svipurinn
á henni var rólegur og hreinn
og rétt eins og gagnsær. Eftir
ofurlitla þögn, sagði hún í hálf-
um hljóðum: — Ég ætti ekki að
vera hérna.
— Þú getur ekki verið innan
götuvirkjanna, hvort sem er,
sagði hann, — við getum feng-
ið einhvern kaldan mat hérna.
Þeir hafa ágæta kjúklinga og
salat. Og við getum fengið eina
flösku af víni.
Hún kinkaði kolli en leit enn
ekki á hann. — Ég vil drekka
mig fulla! sagði 'hún, — í baðinu
þvoði ég mér allri þrisvar, en
það var eins og ekkert gagn
væri í því. Hún leit.nú á hann,
en það var enginn ofsi íaugna-
ráðinu: — Þú ert ekki hrifinn
af Leynihernum, er það? Þú
veizt ekki raunveiulegan til-
gang hans, eða hvað hann ætlazt
fyrir? Glasið hennar var næst-
um orðið tómt og hann bætti í
það. Hún hélt áfram: — Get-
urðu hugsað þér þá ævi, sem
við eigum hérna? í fimm ár hef-
ur stjórnin sagt okkur, að við
værum frönsk — að hún skuili
verja þetta land. En svo kemur
hún einn góðan veðurdag og
segir okkur, að þeir ætli að af-
henda okkur mönnum eins og
Ali La Joconde og árum hans.
Getutðu hugsað þér, hvernig
okkur er innanbrjósts, og hvern
ig okkar kjör verða, þegar sá
maður er kominn til valda?
Hann leit niður á fæturna á
sér, og vissi ekki hvað hann
ætti að segja, og hún hélt áfram:
— Þú ert ekki hrifinn af okkur,
er það? Þú hefur víst sama álit
á okkur og allir aðrir?
Hann leit á hana og hleypti
brúnum. — í morgun drápu ykk
ar menn gamlan mann með tré-
fót, úti fyrir hótelinu. Geturðu
hugsað þér, hvernig slíkt orkar
á okkur? Hvernig er hægt að
vera hrifinn af fólki, sem hegð-
ar sér svona?
— Hann hefur senniilega ver-
ið njósnari hjá Arabahernum.
— Æ, guð minn góður! Hann
seldi vindlinga, sér til lífsviður-
væris.
— Það gera margír njósnarar.
Það er eitt af þeirra uppáhalds-
brögðum. Þeir finna gamla menr.
með tréfót og senda þá út af örk
inni til þess að njósna um okk-
ur.
Hann sagði ekkert — hann
nennti ekki lengur að vera að
stæla um þetta. að virtist hvort
sem var vera algjörlega þýðing-
arlaust — eitthvað var í sorg-
legu ólagi í þessu iandi, og það
var ekki á hans valdi að bæta
neitt úr því. Hann hafði aðeins
áhyggjur af því, að sér skyldi
finnast hann hafa samúð með
Anne-Marie og félögum hennar,
á einhvern óskiljanlegan hátt.
Hann fór að velta því fyrir sér,
hvort sá hópur mundi fá jafn
gestrisnislegnar móttökur í Eng-
landi. Han reyndi að hugsa sér
2—3—4—5—6 og' 7 mm gler fyrirliggjandi.
Einnig gróðurhúsagler, hamrað gler og
öryggisgler.
Eggert Kristjánsson & Co. hf.
Hafnarstræti 5. — Sími 11400.
— Mér tókst að lokum að finna stæði fyrir bilinn. En hvernig
var myndin annars?
ef Pip og Morin lautinant tækju
sér gistingu í Dorchester og sæju
gamlan vindlngasala drepinn við
h 'idyrnar hjá sér.
Hann hellti aftur í glasið og
hún renndi hendinni eftir rúm-
ábreiðunni og snerti hans hönd
með svölum fingrunum. —
Reyndu að skilja þetta, sagði
hún. •— Ég var uppailin i ka-
þólskri trú. Faðir minn var ekki
innfæddur hér, heldur kom hann
frá Frakklandi. Hann var ágætis
maður. Hann var mjög trúaður
og var vanur að fara í kirkju
á hverjum sunnudegi. Það var
þegar ég var lítil. Svo var hann
drepinn og móðir mín giftist
aftur. Stjúpi minn er sterkur og
hugrakkur maður, en hann er
ekkert sérlega trúaður. Hann er
einn þessara manna, sem veit
ekki, hvort guð er til eða ekki.
— Trúleysingi, sagði Neil.
— Já, einmitt. Eftir að hann
giftist mömmu hætti ég að fara
eins oft í kirkju. Hér í iandi
erum við ekki sérlega trúuð og
þegar ég fór að ganga í háskól •
ann, fór ég að^ hafast ýmislegt
óleyfilegt að. Ég á við, að ég
svaf stundum hjá einhverjum
stúdenlum. Ég trúi ekki, að það
sé algjörlega rangt — ekki ef
manni þykir vænt um þá.
Hann leit snöggt á hana —
hún var föl o.g furðulega alvöru
gefin. Hún hélt áfram: — Stjúpi
minn er í leynihernum. Hann
tekur það mjög alvarlega. E.i
þegar við fórum að drepa Arab-
ana í fyrra, varð ég áhyggjufull.
Mér var innanbrjósts eins og
þér í morgun. Ég var slegin.
Ég fór til prestsins oa hann sagði
mér, að eínasta aðferðin til þess
að verja okkur og kristna trú,
væri að berjast við Arabana. Og
hann hafði á réttu að standa,
því að það sem við erum nú að
gera, er ekki annað né merra
en það, sem þeir eru að gera
okkur. Það voru aldrei nein vand
ræði hérna fyrr en þeir tóku
að drepa Evrópumenn — eins og
þeir gerðu í Casino í dag. Við
byrjuðum ekki hermdarverkin,
heldur þeir.
— Og þetta sagði presturinn
þér, eða hvað? sagði Neil.
Hún kinkaði kolli. — Hann
sagði vitanlega það sama sem
stjúpi minn segir — það sem all-
ir hér segja. Jafnvel erkibiskup-
inn er Leynihersins megin.
Glasið hennar var enn orðið
tómt og hann hellti í það. —
Ertu að reyna að fylia mig?
— Þú sagðir, að þig langaði
mest til að drekka þig fulla.
— Ekki strax. Fyrst skulum
við fá okkur að borða. Nú snert
ust andlitin á þeim næstum.
Hann sneri sér við, greip símann
og pantaði súpu, og körfuhumar
handa tveimur og flösku af
Chablis. Meðan hann var að tala
gi eip hún í handlegginn á hon-
um. Augun í henni voru með ein
hverjum þurrum gljáa. Allt í
einu brosti hún. Hann laut fram
og kyssti hana á ktnnina. Hör-
und hennar var svalt og hún
h: ..yfði sig ekki.
Hann hallaði sér aftur og var
I hálfgerðum vandræðum með
sjáifan sig, þorði ekki að ganga
of iangt, en girntist hana með
þessari hikandi hjartsláttar-
girnd unglingsins. Hann gerði
sér ljóst, að honum þótti það
heldur ískyg’gilegt ef hann færi
út í ástarævintýri með konu úr
Leynihernum.
Hún sal álút við hliðina á hon
um, og hélt báðum höndum um
glasið. Hann hellti ofurlítilli
lögg í glasið. — Til að gefa þér
ma.arlyst, sagði hann.
Hún kinkaði kolli og svo varð
þögn. — Það var leiðinlegt með
Hollendinginn, kunningja þinn,
sagði hún. — Hann var góður
náungi. Það hlýtur að vera hræði
legt að horfa á einhvern, sem
maður þekkir deyja svona. Þekkt
irðu hann vel?
Ekki sérlega. Við hittumst
fyrir eitthvað tveimur vikum,
þegar við vorum að heimsækja
klaustrin í Grikklandi. Hann
sagði þetta letilega, án þess að
hugsa sig um, og sem snöggv-
ast gerði hann sér ekki ljóst,
hvaða áhrif orð hans höfðu á
hana. Glasið stanzaði við varir
hennar og allur likami hennar
varð eins o.g stjarfur. Hann sneri
sér tii og leit á hana. Svipurinn
á henni var eins og hún hefði
orðið fyrir einhverju áfalli. Bað
sloppurinn féll frá henni og þá
sá hann, að hún var nakin und-
ir honum.
Þau litu hvort á annað og
Neil skellti í sig því, sem eftir
var í glasimi.
— Svo að þú varst á Athos-
fjalli? sagði hún, næstum hvísl-
andi.
Neil svaraði engu en hallaði
sér aftur á bak á koddana og
horfði á boglínurnar í líkama
hennar gegn um grisjuna. Hún
setti glasið sitt á borðið, stóð
svo upprétt fyrir framan hann
og tók að sér baðsloppinn.
ANSCOPAK
ANSCOCHROME 126
12 MYNDA LITFILMA
KR. 160 með framköllun
lÆKJARðörv 6BIJKJ
ANSCOPAN
ANSCOPAK
12 MYNDA svart hvit filma
KR. 36.-