Morgunblaðið - 13.08.1967, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1967
3
Sr. Jón Auðuns, dómprófastur:
Syndin, sem aldrei
verður fyrirgefin
í EINU guðspjalla þessa sunnu-
dags nefnir Jesús synd, sem
mönnunum verði aldrei fyrirgef-
in:
„Sérhver synd og lastmæli
munu verða fyrirgefin mönnum,
en lastmæli gegn andanum mun
eigi verða fyrirgefið. Og hver
sem mælir orð gegn manns-
syninum, honum mun verða fyr-
irgefið. En hver sem mælir gegn
heilögum anda, honum mun
eigi verða fyrirgefið, hvorki í
þessum heimi né hinum kom-
and“ (Matt. 12.)
En hver er sú synd, sem Jesús
dæmir svo ægilegum dómi, að
hún verði aldrei fyrirgefin?
Hann er að ljúka við að lækna
blindan og mállausan mann.
Farísearnir horfa á þetta und-
ur samlega verk unnið og þeir
vita, að hér er kraftur Guðs —
heil. andi — að verki. Samt for-
herða þeir hjarta satt og af hatri
á Jesú segja þeir við undrun
lostinn mannfjöldann, að með
krafti Satans hafi Jesús læknað
manninn.
Taumlausu hatri myrkva þeir
sál sína. Gegn betri vitund mæla
þeir og eigna djöflinum Guðs
máttarverk.
Við slíkri synd segir Jesús að
engin fyrirgefning fáist.
Hver er refsingin?
Svo hefir verið kennt, að hún
sé fólgin í endalausum kvölum,
eilífri fyrirdæmingu. í barnalær
dómsbókinni, sem við lærðum
flest undir fermingu á minni tíð,
segir, að refsingin sé „ævinlegt
kvalalif í sambúð við illa anda,
endalaus angist og örvænting,
án allrar vonar um frelsun“.
í guðspjallinu segir Jesús ekki
þetta. Samt er alvöruþunginn í
orðum hans geigvænlegur: Það
er ægilegt að drýgja svo hróp-
lega synd, að án Guð-s náðar, án
fyrirgefningar verði maðurinn
að ganga einmana sinn yfirbótar
veg og greiða skuldina stóru
þannig.
í öðrum, svipuðum ummæl-
I um segir Jesús, að í skuldafang-
elsi verði maðurinn að dvelja,
unz skuldin sé greidd til síðasta
eyris. En það felur í sér, að skuld
ina sé þó unnt að greiða, og þá
er sku'ldafangelsið ekki eilíft,
dvölin þar ekki endalaus.
En svo hefir verið kennt. Svo
segir í Helgakveri og yfir hlið-
um heljar segir Dante letruð
þessi orð: „Þeir, sem ganga hér
inn, sleppi allri von“. Jesús seg-
ir ekki þetta, en dómur hans yf-
ir þeim, sem lastmæla gegn heil.
andá, er ægilegur og strangur.
Um ómunaaldur hefir mönn-
um boðið í grun, að tungan sé
gædd mætti, ýmist dýrðlegum
mæti til góðs eða ægilegum
mætti til iíls.
Hjátrú! segja menn, en hvað
vita þeir um það? Vita vísind-
in nokkuð um þau efni fram yf-
ir það, sem feðurnir vissu á
löngu liðinni öld? Veit atóm-
fræðingurinn í dag nokkuð
meira um orðsins mátt og áhrif
þess á örlög manns og líf, en
ómenntuð alþýðukonan veit?
Þeir sem vilja hlusta eftir orð-
um Jesú, ættu að hræðast að
mæla af heiftarhug, hræðast
það sjálfs sín vegna, fyrst og
fremst.
Efar þú, að kærleikshugsun og
bæn sé blessun þeim, sem biður,
og blessun einnig þeim, sem beð
ið er fyrir? Og mun þá ekki
ranghverfan einnig vera til? Á
ekki allt hið góða einnig sína
andstæðu, líka kærleikshugur-
inn og fyrirbænin? Hugsar þú
nógu oft um þetta?
„Orð eru dýr, þessi andans
fræ“, — dýr til góðs og ills. Text
ar þessa sunnudags flytja mér
og þér alvarlegt mál um synd, _
sem getur orðið svo geigvænleg,
að hún verði ekki fyrirgefin.
Gættu tungu þinnar, — segja
við okkur textar þessa dags.
Þótt þú ætlir þér í örvita
bræði, að skaða annan mann, þá
bindur heiftarhugur þinn og
tunga sjálfum þér böl, sem fylg-
ir þér langt, Guð einn veit hve
langt inn í ókomna tíð.
Fer&alögum frá Islandi
til Marokko
fjölgar
HÉR á landi hefur verið staddur i
Mohamed Bel Hadj frá Marokkó,
en hann er forstjóri landkynn-
ingarskrifstofu Marokkó í Stokk
hólmi, sem hefur yfirumsjón
með Iandkynningarstarfsemi
landsins á Norðurlöndum. í för
með Bel Hadj voru tveir for-
stjórar fyrir skrifstofum bclgí-
íska flugfélagsins Sabena á
Norðurlöndum, C. Desbuleux og
Torben E. Hartvig. Komu þeir
hingað einkum til viðræðna við
yfirmenn Flugfélags íslands og
Ferðaskrifstofunnar Sögu um
væntanleg ferðalög íslenzkra
ferðamannahópa til Marokkó.
Auk þess, sem þeir ræddu við
forstjóra annarra ferðaskrif-
stofa og sýndu kvikmyndir frá
Marokkó. Blaðamaður hjá Morg-
unblaðinu átti stutt rabb við
þessa menn nýlega.
Ferðaskrifistofan Saga hefur
wi stutt skeið haldið uppi ferð-
um til Marokkó, en nú er í ráði
að aiuka .og enduirsikipulieggja
Þær. Að sögn Njáls Símonarson-
ar, forstjóra Sögu, og Birigis
Þorgilsisonar, deildarstjór a hjá
Flugfélagi íslands, munu ferða-
mannahóparnir í náínni framtíð
fljúga með Flugfélagi íslands til
Kaupmannahafnar, en þaðan ril
Casablanca með Sabena. Sextán
daga dvöl í Marokkó áisamt ferð-
um kostar urn 16 þús. krónur,
saigði Njáll Simonarson. Hann
sagðist nýlega hafa verið í Casa-
blanea til að kynna sér aðstæður
þar og kvaðst hann ekki efast
um að íslendingum fyndist gam-
an að heim.sækja Marokkú, siem
er mjög frábrugðið íslandi og
öðrum löndum, sem íslendingar ! þús. ferðamenn til Marokkó.
hafa einkum heimsótt.
Bel Hadj sagði, að sl. 12 ár,
sða frá því að Marokkó hlaut
sjálfstæði 2. ma-rz 1955, hefði
ferðamannasbraumurinn til lands
ims aukizt frá ári til árs, og
Legði ríkið mikið fé í landkynn-
ingarstarfsemina. Sl. ár komu
500 þús. ferðamenn til Marokkó,
sagði hann, og 1967 reiknum við
með 700 þús. Árið 1965 komu 16
„Svo af þessu má sjá að land-
kynningarstarfsiemi okkar hefur
borið árangur". Árið 1965, sagðd
Bel Hadj ennfremur gerði ríkis-
stjórnin sérstaka landkynningar-
áætlun t.d. viðvíkjandi hótel-
byggingum og auglýsingastarf-
semi. Sl. ár hefðu hótelherbeirg-
in i landinu aukizt um 10 þús.,
sem viissulaga væri mjög mikið.
Til þessarar áætlunar hefði rík-
ið varið 8 millj. dollunum á ári,
en tekjur af ferðamönnum til
landsins sl. tvö ár námu 10 millj.
dollu-rum á ári, svo gróðinn var
2 millj. árlisga.
Aðspurður sagði Bel Hadj, að
í sambandi við Norðurlöndin
væri um mun ódýrara að lifa í
Marokkó, eða því sem svarar til
40%. Hann sagði að loftslagið
þar væri mjög gott, sólskin a.llt
árið og svalur blær. „Það er
ekki nokkur vafi á því að ís-
lendingum mun, eins og öðr-um
Norðurla-ndabúum finnast at-
ihyiglisvert að heimisækja Ma-r-
okkó, en nú þegar fólk er búið
að f-erðasf svo mikið um sömu
löndin, fer það að hsim-sækja
þessi lönd, sem fyrir einum tug
ára til tveim voru nær óþekkt
öllum þorra manna“, sagði Bel
Hadj að loku-m.
Talið frá vinstri: Birgir Þorgilsson, deildarstj., Torben E. Hartvig, forstj., Mohamed Bel Hadj,
forstj., og C. Desbuleux, forstj.
I
Kveðja fró
Hirschfeld
HANS R. Hirschfeld fyrrum
sendiherra Vestur Þýzkalands á
íslandi kom hingað til lands í
heiimsókn í sumar ásamt konu
sinni. Dvöldust þau lengst af í
Hveragerði en ferðuðust auk
þess nokkuð um landið, heim-
sóttu m.a. Borgarnes og Akra-
nes. Hirschfield hefur beðið
Morgunblaðið að flytja vin-um
og kunningjum frá fyrri árum
sínar beztu kvenjur „því miður
gát-um við ekki að þe-ssu sihn-i
dvalizt hér nógu lengi til þess
að hitta þá alla, segir Hirsch-
feld — við vorum hér um það
bil fjórar vikur en mestan hluta
þess tíma um kyrrt í Hvera-
gerði, þar sem ágætt veður. sól
skin og heitir hverir urðu mér
mikil heilsubót.
Áratuga-
uppby^^-uig
framundan
3§b
FERDASKRIFSTOFA
RÍKISIAS
7 doga skemmtiferð
um ein fegursta
héruð landsins
21.-27. dgúst
fyrir aðeins
kr. 3.950.OO
Stutt ferðalýsing:
1. dagur (21. ágúst): Flogið frá Reykja
vík til Egilsstaða um morguninn.
Eftir hádegi skoðunarferð um Fljóts-
dalshérað og Hallormsstaðaskóg. Gist
á Eiðum.
2. dagur: Kynnisferð á Seyðisifjörð og
víðar. Gist á Eiðum.
3. dagur: Ekið vestur yfir Möðrudals-
öræfi, komið í Námaskarð og Dimmu-
borgir skoðaðar. Gist við Mývatn.
4. dagur: Hringferð Dettifoss, Ásbyrgi,
Axarfjörður, Tjörnes, Húsavík, Laug-
ar. Gist við Mývatn.
5. dagur: Ekið frá Mývatni um Þing-
eyjarsýslu. Goðafoss skoðaður. Síðan
í Vaglaskóg og til Akureyrar, þar sem
gist er.
6. dagur: Dvalizt um kyrrt á Akur-
eyri. Bærinn skoðaður og söfn heim-
sótt. Gist á Akureyri.
7. dagur: (27. ágúst). Ekið í Skaga-
fjörð. Glau.mbær og Víðimýrarkirkja
skoðuð. Haldið áfram um Húnavatns-
sýslur, Holtavörðuheiði og Borgar-
fjörð til Reykjavíkur.
Innifalið í verðinu er: Öll fargjöld,
6 gistingar með morgunverði og
fararstjórn reynds fararstjóra.
Framlenging ferðar: Þeir, sem óska,
geta gist eina nótt í viðbót að Varma-
landi í Borgarfirði og ferðast mánu-
daginn 28. ágúst um Kaldadal og Þing-
velli til Reykjavíkur. Viðbótargjald
kr. 450.—
Óvenjulega hagstætt tækifæri til að
kynnast landinu. Skráning farþega
og nánari upplýsingar á skrifstofu
okkar.
LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SIMI 11540
Hannover, V-Þýzkalandi 12.
ágúst — AP —
V-ÞÝZKA dagblaðið Hannov-
ersch Allgmeine Zeitung birtir
í dag viðtal við Mahmoud Riad,
utanríkisráðherra Egyptalands,
þar sem haft er eftir ráðherr-
anum, að áratugi muni taka að
byggja egypzka herinn upp á
nýjan leik eftir styrjöldina
við ísrael. Riad sagði:
„Við eigum engan her
lengur, honum hefur verið ger-
eytt og framundan er endur-
reisnartímabil, sem mun 'taka
áratugi. Hann sagði einnig að
Egyptar myndu ekki setjast að
samningaborði með ísraelsmönn
um.
Riad sagði að Egyptar hefðu
tekið ísra-elsmenn kverkataki
með því að loka mynni Araba
flóa, og sagði að engin skip und
ir fána ísraels hefðu siglt um
skurðinn undanfarin tvö ár.
Riad sagði: „Sannleikurinn er
sá að AkabafUi var hvorki mik
ilvægur okkur né ísraelsmönn-