Morgunblaðið - 13.08.1967, Page 5

Morgunblaðið - 13.08.1967, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1967 5 Áttrœð á morgun: Sigrún Jönsdóttir kaupkona á Isafirði Á MORGUN 14. ágúst verður áttræð frú Sigríður Jónsdóttir, kaupkona Brunngötu 21, ísa- firði. Sigríður er fædd í Stapadal í Arnarfirði. Foreldrar hennar voru þau Jón Pálsson og Sim- orúa Kristjánsdóttir. Mánaðargömul fór Sigríður í fóstur til Jóns Einarssonar og Guðrúnar Árnadóttur á Hóli í Bakkadal í Ketildölum og ólst þar upp til tólf ára aldurs. Þá fór hún til foreldra sinna, sem flutt voru búferlum og bjuggu þá í Hnífsdal og síðar á ísa- firði. Faðir hennar var dugandi skipstjóri og þau hjón bæði dugnaðar og sómafólk. Sigríður er elzt fimm syst- kina, tvö þeirra dóu kornabörn en þrjú náðu fullorðins aldri. Þorbjörg systir hennar dó 24 ára gömul, mikil efnis stúlka og sárt saknað af ættingjum sín- um, ekki sízt systur sinni sem oft minnist hennar með trega. Bróðurinn Kristján H. Jónsson var búsettur til skamms tima á Ísafirði, en þá flutti hann til Akraness, þar sem hann býr nú. Þau systkini eru samrýmd og veit ég að Sigríður saknaði hans mikið, þegar hann fluttist burt ásamt konu sinni Önnu Sigfús- dóttur. Þær mágkonur eru góð- ar vínkonur, sem kunna vel að j meta hvor aðra. í æsku stundaði Sigríður ýmis störf. Það var þó ekki úr svo mörgu að velja fyrir ungar stúlkur og kaupið ekki hátt. Tæplega tvítug fer hún aust- ur á Norðfjörð og vinnur þar við verzlun í eitt og hálft ár. Líkaði henni þau störf svo vel, að hún eftirleiðis gerði þau að lífsstarfi sínu. Þegar hún kom aftur til ísafjarðar vann hún um nokkurt skeið við afgreiðslu en stofnaði sína eigin verzlun, Dagsbrún 10. júní 1921 í Silfur- götu 3. Alltaf síðan hefur hún verið einn af þekktustu og traustustu kaupmönnum í bæn- um. 18. nóv. 1922 giftist Sigríður Jóhanni Eyfirðingi. Jóhann var íkkjumaður og gekk Sigríður börnum hans í móður stað. Voru það sérstaklega Ragnar og Sig- urlaug, sem nutu umönnunar hennar. Reyndist hún manni sín I um og börnum hans framúrskar j andi eiginkona og móðir. Á j heimili þeirra i Brunngötu 21 andaði hlýju og gleði á móti þeim sem þangað komu. Einn- ig ól hún upp að mestu Jóhann son Sigurlaugar stjúpdóttur sinnar, sem er henni mjög hjart- fólginn. Mann sinn missti Sigríður 1959. Var þá stórt skarð fyrir skildi á heimilinu, því þau hjón voru mjög samhent. Nú er orð- ið færra um manninn á Brunn- götu 21, en Sigríður er samt ekki ein eftir. Hjá henni býr vinkona hennar Rannveig Sig- urðardóttir, sem kom til þeirra hjóna, sem ung stúlka og hefur verið þar síðan, eða í 40 ár. Hún hefur fylgzt með Sigríði í gleði og hörmum, tekið ástfóstri við börnin og húsbændurna og unn- ið störf sín af gleði og umhyggju Það segir sig sjálft að svo lengi er maður ekki búsettur á sama heimilinu nema maður mæti þar sannri vináttu og hlýju. Hefi ég heyrt Sigríði segja að það sé einn þátturinn í lífsgæfu sinni að hafa hana „Veigu sína“ allt- af hjá mér. Ég efast ekki um að þar mæli hún af heilum hug, því að vissulega er Rannveig vinur vina sinna. Hvað er líka dýrmætara en góður og tryggur vdnur. Sigríður hefur tekið virkan þátt í margs konar félagsstörf- um. Verið röggsamur formaður Kvennadeildar Slysavarnarfé- lagsins á ísafirði í nær 30 ér. Gengt ýmsum störfum í Kvenn félaginu Ósk, ög verið í skóla- nefnd Húsmæðraskólans Ósk, lengur en nokkur annar eða í 43 ár og enn er hún þar starf- andi. Eru mér sérstaklega kunn störf hennar í þágu skólans og veit hve vakandi áhuga hún hef ur á öllum framgangi hans og heiðri. Áður fyrr meðan Kven- félagið Ósk sá um rekstur skól- ans, mæddi mikið á skólanefnd- inni og var undir dugnaði henn- ar komið á samvinnu við Kven- félagið, hvernig hagur skólans í og rekstur allur blómgaðist. 1 Síðan þegar skólinn var gerð- i ur að ríkisskóla þurfti Kvenfé- I lagið ekki lengur að sjá honum fyrir rekstrarfé og létti þá vissu lega þungum áhyggjum af fé- laginu og skólanefndinni. i Eftir sem áður er það mikils ; virði fyrir skólann að í skóla- nefnd eigi sæti víðsýnt og vak- j andi fólk. Þrátt fyrir sín átta- j tíu ár að baki sér hefur Sigríð- ur glöggan skilning á þörfum skólans og öll framfaramál hans eiga vissan stuðning hennar. Vona ég að hún eigi eftir að vinna að má'lum hans sem lengst og sem flestar konur með henn- ar hugarfari eigi eftir að verða í skólastjórn. Það má segja að Sigríður hafi sett svip á bæinn um langt ára- bil, bæði sem athafnakona í verzlun og sem húsmóðir á sínu faliega heimili við hlið hins þekkta dugnaðar- og athafna- manns Jóhanns Eyfirðings. Man ég eftir því sem unglingur, hve mikil reisn mér fannst alltaf yf- ir þeim hjónum, en þau voru góðvinir foreldra minna. Fram- koma Sigríðar hefur alltaf mót- ast af rólegum virðuleik. Hún gengur heilshugar að hverju verkefni. Ég minnist þess þegar hún kom til mín og hvatti mig til að saekja um skólastjórastöðu við Húsmæðraskólann á ísa- firði. Ég var þá dauðfeimin við þessa virðulegu konu og að þvi er mér virtist fálátu konu, en ég komst fljótt að raun um að þar sem Sigríður var átti ég haug í horni. Við hana er hægt að ta!a af hreinskilni og hún segir óhrædd meiningu sína. Ég veit að það eru fleiri en ég sem minnast með gleði komu sinnar á hið vistlega heimdli hennar. þar sem hlýjuna leggur á móti manni þegar dymar opn ast. Áttatíu ár eru langur tími og vissulega man Sigríður og jafn- aldrar hennar tíma tvenna. í æsku sinni var þetta fólk alið upp við þrotlausa vinnu, nægju semi og sparnað. Nú eru aðrir tíma, meiru úr að spila og tæki- færin fleiri til að afla sér þeirra þæginda, sem við öll sækjumst eftir. En þrátt fyrir þær breyt- ingar sem orðið hafa á lífskjör- um fólks, eru hin raunverulegu verðmæti þau sömu nú og þá. Við leitum öll að einhverju meiru en því sem þarf til að fæða okkur og klæða. Ef við ekki finnum það, finnst okkur við ekki hafa höndlað hamingjuna. Á áttatíu árunum hennar Sig- ------------------------------1 ríðar hafa auðvitað skiptst á skin og skúrir en Sigríður hef- ur mætt því öllu af æðruleysi og stillingu, sem hennd sæmdi. Áhugi hennar fyrir starfi sínu og því sem er aðgerast, er enn vakandi og alltaf er hressandi að hitta hana hvort sem það er fyrir innan búðarborðið í Dags- brún eða heima hjá henni. Sig- ríður er búin að sjá eftir mörg- um góðum vini og vandamanni, þegar þeir hafa fluttzt á brott, en hún hefur setið kyrr, bundin traustum böndum sinni heima- byggð og sinu starfi, Hún er Vestfirðingur í húð og hár, gædd þeirra beztu eiginleikum, þraut _ seigju, hógværð og æðruleysi. Veit ég að ég tala fyrir munn fjölda margra vina hennar víðs vegar um landið, þegar ég óska henni til hamingju með afmæl- isdaginn og bið guð að gefa henni langt og blítt ævikvöld. Þorbjörg Bjarnadóttir, frá Vigur. Glasgow, 10. ágúst, AP. FLUGVÉL af gerðinni DC-4 frá skozka flugfé- laginu „Cambrian Airlin- es“ hóf sig til flugs hér á Renfrew-flugvelli í gær- dag og var ferðinni heitið til Manchester. 34 farþeg- ar voru með vélinni, sem var í reglulegu áætlunar- flugi. Þegar vélin var kom in í 1500 feta hæð (457 m) og var yfir bænum Clyde- bank bar svo við, að ann- ar hreyfillinn datt af henni og lenti ofan á húsi einu þar í bæ og kom niður í dagstofuna. Svo vel vildi til að enginn maður var heima í húsinu er þetta gerðist. Engan farþega sak aði heldur og sneri vélin þegar við og lenti aftur á Renfrew þar sem far- þegar skiptu um vél. ROUX FANCI - TONE HÁRUTUR Næst, þegar þér farið á hárgreiðslu- stofu, getið þér beðið um hvaða lit, sem yður dettur í hug, ljósan — dökk- an, hvað sem kann að vera við yðar hæfi. STÚRKOSTLEG NVJUNG Oss er mikil ánaégja að geta nú kynnt snyrtivörur sem framleiddar eru af viðurkenndasta framleiðanda Bandaríkjanna á þessu sviði, ef til viíl beztu framleiðslu sinnar tegundar í heimi. Flestar hárgreiðslu stofur í Bandaríkjunum nota þessar vörur. NÝTT MAKE UP En það er fyrir hárið. Mjög auðvelt í notkun — Allir geta notað það. Berið það í hárið beint úr plasthylkinu. Það þarf ekki að hafa það neinn á kveðinn tíma í hárinu. Leggið hárið strax eftir að ROUX FANCI FULL RINSE hefur ver- ið borið i — þarf ekki að skola það áður. FANCI FULL RINSE litar betur en allt annað skol á markaðn um. Vatn hefur engin á'hrif á það, en það þvæst mjög auðveldlega úr hárinu með shampoo. Gefur lituðu sem ólituðu hári glóandi og fallegan blæ. Felur gráu hárin, sem eru farin að skjóta upp kollinum. Mikið litaúrval. Veljið lit við yðar hæfi. Háralitun — Lagning — Hárnæring Allt þetta í senn. Hár yðar hefur aldrei verið svo fall- egt eftir litun .... Heildsölubirgðir '""'&famerióka ? Aðahtrœtl 9 - PAHból/ tU - J»«vk/«rfk - Mtml »3080 ■]

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.