Morgunblaðið - 13.08.1967, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST ÍMT
■Úitgefahdi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórivarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn og afgreið'sla:
Auglýsingar:
í lausasölu:
Áskriftargjald kr. 105.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
:Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá. Vigur.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti-6. Sími 10-H00.
Aðalstræti 6. Sími 251-,4-'80.
7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
STALÍN OG KERFIÐ
TVTú hafa menn fengið smjör-
’ þefinn af bók Svetlönu,
dóttur Stalíns. í Mbl.
fyrradag má sjá, um hvað
bókin fjallar og nokkrar til
vitnanir eru í hana, teknar
úr erlendum tímaritum. Bók-
in hefur verið gefin út á rúss-
nesku í Bretlandi í nokkur
hundruð eintökum. Hefur
hún að vonum vakið mikla
athygli.
Auðvitað dettur engum ann
að í hug, en Svetlaha reyni að
sýna föður sinn í eins mann-
eskjulegu ljósi og henni er
unnt. En allir vita — og hún
ekki sízt — að hann breyttist
úr manni í ófreskju, sem
vann að því að hundruð þús-
unda, jafnvel milljónir manna
voru drepnar með köldu
blóði.
Vafalaust hefur Stalín ekki
verið verri maður en margur
annar, þegar hann ungur hóf
stjómmálabaráttu sína. En
svo gengur hann á hönd kerfi,
sem er ómanneskjulegt.
Kerfið breytir honum smám
saman, hann tekur á sig þess
mynd. Hann er fangi sinna
. eigin kenninga, og daunill
rotnunarlykt líkama þeirra
fórnardýra, sem kerfið hefur
á samvizkunni, er nú hluti af
minningunni um Jósef Stalín.
Út úr þessu kerfi virðist
enginn komast óskaddaður.
Með því og sögunni af dr.
Jekill og mr. Hyde er margt
líkt. Svetlana gerir sér grein
fyrir þessu. Niðurstöður henn
ar éru einfaldar. Við þekkj-
um þessar niðurstöður. Á
sama hátt og það kerfi var
óheilbrigt, sem ívan grimmi
Jbjó við, þannig hefur einnig
það kerfi, sem Stalín átti þátt
1 að móta, reynzt ómannúð-
legt, svo ekki sé tekið dýpra í
árinni. Svetlana segir að Sta-
lín hafi smám saman orðið
fangi kerfisins og ennfremur,
að hann hafi verið „þrátt fyr-
ir alveldi sitt magnþrota and-
spænis því hryllilega kerfi,
sem óx allt í kringum hann
eins og risastórir bíkúpugang-
ar“
Og svo eru til menn á ís-
ýandi, sem eiga þá ósk heit-
asta að öll íslenzka þjóðin
verði fangi þessa miskunnar-
lausa kerfis.
VERÐSTÖÐVUNIN
Ijegar sýnt var í fyrrahaust,
* að verðlag á útflutnings-
afurðum okkar íslendinga
mundi fara lækkandi og ekki
var lengur von um stórauk-
inn afla, hóf ríkisstjórnin
baráttu fyrir því að koma á
verðstöðvun til eins árs að
minnsta kosti. Hún hélt skyn-
samlega á málum og vann
smám saman fylgi almenn-
ings við þessar fyrirætlanir,
þannig að allir fögnuðu því,
er verðstöðvunin var ákveð-
in, nema pólitískir ævintýra-
menn stjórnarandstöðunnar.
Verðstöðvunin hefur valdið
því, að þrátt fyrir þá erfið-
leika, sem að hafa steðjað
vegna verðfalls og aflabrests,
hefur íslenzkt atvinnulíf
gengið snurðulítið og allir
viðurkenna nú, að verðstöðv-
unin var hin skynsamlegasta
ráðstöfun.
Um langt skeið hefur verð-
bólguvandamálið verið einna
erfiðast viðureignar fyrir all-
ar ríkisstjórnir, og yfirleitt
hefur reynzt ókleift að stöðva
víxlhækkanir kaupgjalds og
verðlags, þótt slíkar tilraun-
ir hafi margsinnis verið gerð-
ar. Ætíð hafa einhver þjóð-
félagsöfl risið upp og koll-
varpað þeim fyrirætlunum,
en að þessu sinni var þannig
staðið að málum, að engin
óþurftaröfl dirfðust að hindra
þessar aðgerðir.
Mjög er nú manna á meðal
um það rætt, að framlengja
þurfi verðstöðvunina vegna
erfiðleika atvinnuveganna.
Ríkisstjórnin og efnahagssér-
fræðingar hennar vinna nú
kappsamlega að söfnun upp-
lýsinga um efnahagsástandið
og að undirbúningi þess að
marka heildarstefnu í ís-
lenzkum efnahagsmálum í
haust. Enn er ekki tímabært
að taka neinar ákvarðanir í
því efni, þótt ekki væri af
öðrum ástæðum en þeim, að
nauðsynlegt er að sjá hvernig
síldveiðarnar ganga í ágúst
og septembermánuði. Líklegt
er þó að áframhaldandi verð-
stöðvun verði það úrræði,
sem flestir hallast að.
Margir munu að vísu álíta,
að verðstöðvunin nægi ekki,
þar sem aflabresturinn og
verðfallið sé svo mikið, að
óhjákvæmilega hljóti að leiða
til versnandi lífskjara. Þess
er þá að gæta, að í nágranna-
löndum okkar er yfirleitt
verðbólguþróun, en verðstöðv
un um nokkurt skeið hér á
landi leiðir til þess, að verð-
lagsmálin komast í heilbrigt
horf miðað við nágrannalönd-
in, þar sem verðhækkanir eru
miklar ár frá ári.
Hvernig Tshombe-málið
komst í sjálfheldu
Ettir Keith Kyle
SAMSÆRIÐ, sem skipulagit
var og kostað af stjórn Mo-
butus, forseta, um að ræna
Moise Tshomibe og taka hann
af lífi í Kongó er komið í
verstu ógöngur. Hið stjóm-
málalega lausnargjald, sem
krafizt er fyrir afhendingu
hans í Alsír, er í Kinshasa
talið ósvífin fjárkúgiun. Þetta
- er ákýringin á hinni löngu
töf, milli úrskurðar hæstarétt
ar Alsír og ákvörðunar
Boumedienne, forseta, að
framfylgja honum.
Eftir atihuganir í Brússel,
Alsír, Burundi, Rawanda og
Kongó, er ég ekki í minnsta
vafa um það, að æðstu ráða-
menn Kongó og Alsír stóðu
fyrir samsærinu. Nokkrum er
lendurn sendiráðum var í
einkasamtöium skýrt fra því
af Mobutu, forseta, að hann
stæði að baki ráninu á
Tshombe yfir Miðjarðarhaf-
iniu.
Mobutu, sem er sannfærð-
ur um það að ekkert jafn-
vægi náist í Kongó, á meðan
Tshombe, fyrrverandi forsæt-
isráðherra og leiðtogi héraðs
ins Katanga, íleikur lausum
hala og getur gripið til banka
reiknings síns í Sviss til að
standa fjárhagslegan straum
af samsærum alþjóðlegrar
ævintýramennsku, — ákvað
að ráðast gegn óVini sínum
með hans eigin vopnum. Þetta
gerði hann með því að leigja
gegn Tsihombe sömu tegund
atvinnusamrærismanna og
Tshombe hafði oft telft fram.
Samkvæmt frumhandriti leiks
ins átti að flytja Tshombe
með leynd um Alsír til Kins-
hasa og síðan tilkynna heim-
inum á áhrifamikinn hátt,
hinn 8. júní að hann sæti í
dauðaklefanum. í marz sl.
hafði hann fjarverandi verið
Moise Tshombe
dæmdur til dauða af herrétti
fyrir hlutdeild í hryðjuverk-
um í uppreisninni í Kisang-
ani í fyrra, sem flokkar Kat
angamanna í Kongóher stóðu
fyrir.
Mörg áform voru uppi um
að ná Tshombe í gildru. Sá
hlufti samsærisins virðist hafa
verið falinn hæfileikum og
hugmyndaflugi atvinnu-
manna þeirra, sem fengnir
voru til verksins. Sennilega
hefur hann verið ginntur til
að trúa því, að á döfinni væri
stórt samsæri til að koma
honum aftur til valda.
Að undanförnu hefur verið
mikið framboð á gagnnjósnur
um (dauible agents) í Kongó.
Nákvæmlega unnar áætlanir
um að steypa stjórn Mobut-
us af stóli hafa verið seldar
Tshombe fyrir háa útborgun
og síðan „komið upp um
þær“ við ríkisstjórnina fyrir
álíka fjárhæð. Það var þessi
tegund gróðábralls og skipu-
leg dreiifing falskra peninga
og skjala frá Ródesíu og fleiri
löndum í þeim tilgangi að
eyðileggja traustið á efna-
hagskerfi Kongó og styrkja
þá spá, að aldrei komist á
jafnvægi án Tshombes við
völd, — sem Mobutu ætlaði
að kveða niður fyrir fullt og
allt.
Bernadin Mungul-Diaka, ut
anríkisráðiherra Kongó og for
maður hins nýja stjórnmála-
flokks Mobutus, MPR, lagði í
'lok apríl lykkju á hina venju
legu leið sína, milli Brússel,
Kinshasa og Genfar, og kom
‘til Alsír í þeirn tilgangi að
undirbúa fáeina æðstu em-
bættismenn landsins, sem ó-
hjákvæmilegt var að hafa
með í ráðum. Þeir voru þrír:
Boumedienne, forseti, dóms-
málaráðherrann og yfirmaður
öryggislögreglu Alsír. Mungul
Diaka fór heim í þeirri trú,
að vegna þjóðernislegrar sam
kendar við Kongóbúa, ætluðu
þeir umsvifalaust að koma á-
leiðis til Kinshasa þeirri send
'ingu, sem þeir fengju hinn
7. júní. Sendingin átti að fara
með leiguflugvél búinni varð
mönnum úr Kongóher. Flug-
vélin skyldi bíða utan landa-
mæra Alsír, en fengi leyfi til
að flljúga yfir þau og lenda,
eftir að Tshombe væri kom-
inn þangað.
Þetta er undarlegt fyrir-
komulag og á því engin ör-
ugg skýring, en það bendir
kennski til þess, að frá byrj-
un hafi Alsírmenn á laun ætl
að sér annað og meira hlut-
verk í þessum leik en að um
skipa Tshombe úr einni flug-
vél í aðra, — því að eðli-
legra hefði verið að leyfa
flugvélinni að bíða á alsírska
herflugvellinum, er Tshombe
kæmi, og gæti gtrax komið
honum áleiðis á ákvörðunar-
stað þann, sem honum var bú
inn.
Tvennt virðist hafa farið
Framhald á bls. 25
GJALDEYRIS-
VARASJÓÐURINN
■jVTú þegar á móti blæs, og
skipti okkar við útlönd
hljóta að verða óhagstæð,
vegna aflabrests og verðfalls,
skilja allir, hve mikla þýð-
ingu það hefur, að við Is-
lendingar vorum forsjálir á
meðan afli var sæmilegur og
verðlag hagstætt og söfnuð
um sjóðum til að mæta erf-
iðleikunum. En ástæða er til
að rifja það upp, að stjórn-
arandstæðingar — og einkum
Framsóknarmenn — hafa
gagnrýnt ríkisstjórnina miög
fyrir það að safna sjóðum.
Ritari Framsóknarflokksins
bar fram tillögu um það, að
gjaldeyrisvarasjóðirnir yrðu
notaðir til vörukaupa, þar
sem ástæðulaust væri að
varðveita þá.
Þar að auki hafa Framsókn
arforingjarnir árum saman
barizt fyrir því, að útlán við-
skiptabanka yrðu stóraukin.
þótt þeir gerðu sér fulla grein
fyrir því, að samhliða slíkri
aukningu hlytu gjaldeyris-
varasjóðirnir að ganga til
þurrðar, því að stóraukin
kaupgeta hlyti að leiða til
aukinnar eftirspurnar eftir
vörum frá útlöndum. f þriðja
lagi hefur því svo verið hald-
ið fram, að Seðlabankinn ætti
ekki að taka fé frá bönkum
og sparisjóðum til endur-
kaupa afurðavíxla meginat-
vinnuveganna og til að
tryggja gjaldeyrisvarasjóði,
heldur ætti að eftirláta bönk-
unum þetta fé til ráðstöfun-
ar.
Þessi stefna Framsóknar-
foringjanna gat ekki leitt til
annars en þess, að gjaldeyris-
varasjóðirnir gengju til þurrð
ar, enda hafa Framsóknar-
menn lengst af talað heldur
óvirðulega um þessa gjald-
eyrisvarasjóði, og talið þá lít-
ils virði eða einskis nýta.
Sannleikurinn er sá, að ef
við ekki ættum þessa gjald-
eyrisvarasjóði, gæti engin
ríkisstjórn ráðið við við-
skiptamálin. Þá væru ekki
nema tvær leiðir til, annað
hvort stórfelld gengislækkun
og verðhækkanir, sem af
því spynnust, eða þá nýtt
haftakerfi með þeim afleið-
ingum, sem landsmenn
þekkja af langri og biturri
reynslu.
Fra msókna rf oring j arnir
hafa raunar aldrei talið neina
neyð, að halda við höftum,
og þess vegna má segja að
þeir séu sjálfum sér sam-
kvæmir, þegar þeir berjast á
móti því, að fjármunir séu
lagðir til hliðar, þegar sæmi-
lega árar til að mæta erfið-
leikunum; þeir mundu ekk-
ert syrgja það þótt á ný yrði
horfið til hafta og þvingana,
einkum og sér í lagi, ef þeir
fengju sjálfir að stjórna hafta
kerfinu.