Morgunblaðið - 13.08.1967, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1967
19
Að láta dramna rætast hefur
löngum verið talið eftirsóknar-
vert og sálbætandi, hvort sem í
hlut eiga einstaklingar eða sam-
félag þeirra. Þó er því ekki að
neita að á stundum reynist veru-
leikinn nokkuð á annan veg, en
um var dreymt. Þannig hefur
farið fyrir mér í þau fáu skipti,
sem mér hefur tekizt að gera
draum að veruleika, þar til nú
um daginn að reynslan var'ð
draumnum rikari. Það var er
ég ferðaðist um Öræfasveit og
Austur-Skaftalellssýslu. Um
slíka ferð yar mig búið að
dreyma í eina tvo áratugi, tvisv-
ar búinn að ákveða hana en í
bæði skiptin orðið að hætta við.
Ég var oft búinn að horfa á
þessar sveitir úr lofti og af sjó,
lesa um þær og rýna í landa-
bréfið. Einu sinni hafði ég
skamma vi'ðdvöl á Hornaf jarðar-
flugvelli og horfði þaðan til
jökla, í annað sinn stóð ég í
austurbrekkum Lómagnúps og
horfði á Öræfasveit í glampandi
síðdegissól. Þessi fjarlægu kynni
höfðu sannfært mig um það, að
í þessum sveitum væri að finna
stórbrotna, hrikafagra náttúru,
markaða af örlagaríku samspili
höfuðskepnanna tveggja, elds og
íss, 'sem með ómjúkum höndum
hafa mótað ásjónu landsins og
skapgerð fólksins, er hefur lif-
að öldum saman í nábýli við
þennan trölladans.
Á sólfögrum morgni sveif ég
austur yfir sveitir Árnessýslu,
allar vitnuðu þær um veðursæld
undanfarandi vikna því að víð-
lend, alhirt tún breiddu sig til
allra átta. Svo kom andstæðan,
Þjórsárdalur, nakin sandauðn
með kraga af birkikjarri í brjkk-
um. Þar hafði Skógræktin sýni-
lega verið eitthvað að bjástra
en dalbotninn fengið að vera í
friði. Væri það ekki hæfileg
landskuld fyrir Þjórsárvirkjun
að taka að sér að breyta þessari
auðn í gróðurlendi á ný. Ég hefi
verið að vonast eftir því á und-
anförnum árum, að Áburðar-
verksmiðjan tæki að sér eitt-
hvert slíkt...verðugt verkefni, en
líklegast verður ekki úr því.
„Mikil er skuld okkar við landið
og hvernig skyldi komandi kyn-
slóðum ganga að greiða hana
niður“ varð mér hugsað er aúðn-
irnar liéldu áfram að breiða sig
út fyrir neðan mig, ekki skorti
hana þó liti og tilbreytni. Við
vorum að nálgast veldi Vatnajök-
uls, þarna kvíslaðist Tungnaá
fram, skolleit um dökka aura og
svo kom Langisjór með skærum,
gulgrænum lit milli Grænafjall-
garðs og Fögrufjalla. Frá mín-
um sjónarhól voru þau hvorki
græn né fögur. Meðfram Langa-
sjó, sunnan við mjóan sand-
hrygg, var dimmblátt stöðuvatn,
sunnan Fögrufjalla breiddi
Skaftá úr sér á sínum aurum
með eigin litum. Farþegarnir
horfðu forvitnum augum á þenn-
an ókunna hluta síns eigin lands
og fæstir virtust vita nokkurn
deili á því, sem fyrir augun bar.
Ég fór að veita sessunaut mín-
um ofurlitla fræ'ðslu og tók eftir
því að nágrannarnir lögðu við
hlustirnar. Væri ekki athugandi
fyrir Flugfélagið að láta skrifa
stuttorðar lýsingar á helztu flug-
leiðum sínum, sem væru annað-
hvort seldar eða lánaðar farþeg-
um, í góðu veðri myndi slíkt
áreiðanlega kærkomin dægra-
dvöl.
Svo var Grænalón niðurundan
með flota af jöklum á siglingu,
Pálsfjall stóð svart og nakið
upp úr hvítri aúðn en handan
þess huldi þokubakki frekara út-
sýni. Sem snöggvast sá ég Öræfa-
jökul, baðaðan í sól út um glugg-
ann hinumegin, svo var dýrðin
búin því að þokan hjúpaði jök-
ur og fjöll hið efra unz lent var
á Árnanesflugvelli í Hornafirði
í nöpru norð-austan kuli. Það
var mikill fengur að þessum
nýja flugvelli og vonandi verður
hin lélega aðstaða farþega bætt
þar bráðlega. Svo var farið í
loftið aftur og á leiðinni til Fag-
urhólsmýrar horfði ég á sanda
og sjó og litbrigðin við ósana,
þar sem jökulvatnið blandar
geði við hafið.
Á Fagu h ' - '-’-i var ég loks-
ins kon' '!na lands-
Gísll Gvimundsson'
ins en bar þó nokkrar áhyggjur
því að ég átti eftir að ráðstafa
dvöl minni. En hamingjan var
mér hliðholl því að ég komst í
samband við Þorstein Jóhanns-
son bónda að Svínafelli, sem
þarna var staddur og hann tók
að sér að sjá um mig, hvað hann
gerði méð mestu snilld og prýði.
En hann er einnig vegaverk-
stjóri sveitarinnar og þurfti fyrst
að hafa samband við vinnuflokk,
sem þarna var að störfum. Á
meðan notaði ég tímann til að
svipast um. Það er ekki mikið
víðsýni á Fagurhólsmýri en stað-
urinn hefur þó ýmislegt sér til
gildis. Fyrst og fremst er það
flugvöllurinn, sem er á sléttum
melum neðan undir lágum kletta
hjalla en austan við hann geng-
ur Salthöfði fram á sandinn.
Bæirnir (þarna er tvíbýli)
standa uppi á hjallanum og veg-
urinn liggur þangað upp um
þröngt skarð me’ð Blestklett á
hægri hönd. Þjóðsagan segir, að
eftir eitt jökulhlaupið (líkleg-
ast 1362) hafi staðið þar bles-
óttur hestur, en hann og ein
kvenmannskind voru einu lífver-
urnar, sem lifðu af þær hamfar-
ir. Handan við vaðla og sanda
ber Ingólfshöfða við úthafið en
á bak við fannhvíta jökulkinn-
ina upp að Rótarfjallshnúk og
Hnöppum. Ég fór að skoða nýja
byggingu, sem Kaupfélag Austur
Skaftfellinga á þarna í smíðum.
Þar ver'ður rúmgóð sölubúð og
veitingaskáli og leizt mér vel á
húsakynnin, sem eru á lokastigi.
Þessi framkvæmd verður til
mikils hagræðis fyrir • ferðafólk
en hún leysir ekki nema að litlu
leyti þann vanda, sem nú er
framundan.
Öræfasveit stendur nú á
merkilegum tímamótum því að
um næstu mánaðamót verður
brúin yfir Jökulsá á Breiðamerk-
ursandi opnuð til umferðar, hin
aldagamla einangrun loksins
rofin með vegasambandi til
austurs. Þó að leiðin til vesturs
sé ennþá lokuð er enginn vafi
á því að þanga'ð verður mikill
fer’ðamannastraumur. Þessum
gestum verður að sjá fyrir margs
konar þjónustu svo sem gistingu,
tjaldstæðum, veitingum, elds-
neyti o. fl. Þá þjónustu þyrfti að
sameina sem mest á einn stað
og að mínu áliti er Svínafell
hentugasti staðurinn til þess.
Þessari skoðun minni til stuðn-
ings vil ég benda á nokkrar stað-
reyndir. Svínafell er einn feg-
ursti staður sveitarinnar og þar
er mikil veðursæld. Þar er jök-
ullinn nær en á nokkrum öðrum
stað, auðveld gönguleið upp á
Svínafell og skammt fyrir sunn-
an (nálægt Sandfelli) er mér
sagt að venjulega sé lagt upp í
göngu á Öræfajökul. Þar er nóg
af hentugu landrými til hvers-
konar framkvæmda og ef vegúr
verður lagður austur yfir Skeið-
arársand hefi ég hlerað að hann
muni fyrirhugaður þar nálægt.
Inn að Skaftafelli eru tæpir 10
km, það er fegursti staður sveit-
arinnar en þar er alger skortur
á hentugu undirlendi. Auk þess
er nú verið að gera þann stað að
þjóðgarði og má telja líklegt að
reynt verði að forða honum frá
of mikilli örtröð. Þó finnst mér
færi vel ó því a'ð reisa þar gott
dvalarhótel. Það eru Öræfingar
sjálfir, sem verða að leysa þenn-
an vanda með góðra manna að-
stoð, og ég trúi ekki öðru en að
þeim takist það.
Um Öræfin hefur margt og
mikið verið skrifað og sjálfsagt
finnst ýmsum að það sé að bera
í bakkafullan lækinn að vera að
bæta við það. En vegarsamband-
ið skapar ný viðhorf og þessi
lýsing mín verður miðuð við
það, sem fólk sér á ökuferð um
sveitina.
Við ókum frá Fagurhólsmýri
og var þá bærinn Hofsnes á
vinstri hönd en litlu innar lágur
ás, Nestangi. Þar opnaðist út-
sýni inn yfir hina mikilfenglegu
skeifu frá Öræfajökli vestur til
Lómagnúps en vestan hans sáust
fjöllin ofan við Vestursýsluna
óglöggt vegna misturs. Vitanlega
bar mest á Skeiðarárjökli, þar
sem hann flæðir fram milli Færi-
nestinda og Jökulfells að austan
en Grænafjalla og Súlutinda að
vestan og breiðir sig fram á
sandinn með 25—30 km langri
frambrún. Fram undan þessum
jökli koma hin tíðu jökulhlaup
í Skeiðará, sem eiga upptök sín
í Grímsvötnum, 50 km vega-
lengd norður á Vatnajökli enda
varð mesta hlaupið í Grímsvatna
gosinu árið 1934. Rétt innan við
hálsinn eru Hofsbæir í grænu
dalverpi, þangað skrapp Þor-
steinn með póst og ég notaði
tækifærið til að skoða kirkjuna,
fornlega torfkirkju í umsjá
Þjóðminjasafns. Á henni er hellu
þak undir torfinu, en slík þök
voru á flestum byggingum í
Öræfum áður fyrr. Gamli kirkju-
gar'ðurinn vakti einnig nokkra
athygli mína því að öll leiði
voru ómerkt. Lítið augnayndi
fannst mér að gömlu torfbæjun-
um, sem þarna standa auðir og
eru að grotna niður, væri nær að
rífa þá niður. Annars held ég
að það gæti farið vel á því að
Öræfingar byggðu fallegan bæ í
gömlum stíl, kæmu þar fyrir
minjasafni og e. t. v. veitinga-
rekstri. Innan við Hof tóku við
jökulöldur og nær fjallinu jök-
ulhólar er nefnast Svartijökull.
Stuttur skriðjökull teygir sig hér
nfður fjallshlíðina, Rótarfjalls-
jökull, klofinn í tvennt af Rótar-
fjalli en undan honum kemur
Kotá. Hið efra er Rótarfjalls-
tindur. Framan við jökulinn er
stakt, hömrum girt fjall er heit-
ir Slaga. Hér erum við komnir á
vettvang jökulhlaupsins frá gos-
inu úr Öræfajökli árið 1727 og
gerði mikinn skaða. Risavaxnir
jakar bárust með hlaupinu nið-
ur á láglendið og tók áratugi að
bráðna. Þeir skildu eftir sig
djúpar lautir í sandinn og er ein
slík rétt ofan við veginn, innan
við Kotá.
Eyðibýlið Sandfell er nú fram
undan undir samnefndu felli og
má sannalega muna sinn 'fífil
fegri. Þar bjó landnámskonan
Þorgerður, sú er markaði sér
landnám me'ð því að leiða kvígu
milli vatna, hið efra, frá Kvíá
að Skeiðará (miðað við núver-
andi örnefni). Þar var kirkju-
staður og prestssetur fram á
þessa öld. En jörðin bjó við bús-
ifjar úr tveim áttum því rétt inn-
ar kemur mikill skriðiökull fram
úr skarði í gígbarmi Öræfájök-
uls og fram úr því munu mestu
hlaupin hafa komið. Þessi jök-
ull nefnist Falljökull enda geysi-
brattur hið efra. Hann er einnig
klofinn, af Rauðakambi, og
nefnist innri álman Virkisjökull
(sumir segja að þetta nafn eigi
við jökulinn hið ne'ðra, þar sem
álmurnar sameinast). í Græna-
fjalli, sunnan við Falljökul er
mikil heljargjá, Grænafjallsgljúf
ur. Undan þessum jökli kemur
Virkisá. Innan við þennan skrið-
jökul er Svínafell með grónum
hlíðum, fossandi lækjum og
kjarrskógi hið neðra. Undir því
stendur bærinn Svínafell, höfuð-
ból Brennu-Flosa og síðar Svín-
fellinga. Mikil, gróðuilaus jökul-
alda er innan við bæinn (þar er
þríbýli) og í dálitlu skarði milli
hennar og fjallsins glampar á
Svínafellsjökul, mun enginn bær
á íslandi standa nær jökli. Fyrir
um 50 árum var jökullinn þó
ennþá nær því, þá lá hann fram
á brúnina á öldunni og jakar
hrundu úr honum fram af henni.
Nú er all stórt jökullón á bak
við ölduna, sem jökullinn skríð-
ur fram í. Akfær slóð liggur af
veginum a'ð öldunni og hún er
auðveld uppgöngu. Frá bænum
er 10—15 gangur inn með hlíð-
inni að jökulsporðinum.
Að Svínafelli var hiti og blíðu-
veður og þar biðu góðgerðir á
borðum. Eftir þægilega hvíld
lögðum við svo af stað inn að
Skaftafelli og nú blöstu við okk-
ur tveir miklir skrfðjöklar,
Svínafellsjökull og Skaftafells-
jökull. Á milli þeirra er gróður-
laust hamrafell, Hafrafell með
tindastrítum hið efra, heita þar
Neðri- og Efrimenn. Innar gnæf-
ir mikil hamraborg upp úr jökl-
inum og heitir Hrútsfell (1875
metrar). Fyrir um 30 árum
náðu jökulsporðarnir saman fyr-
ir framan fellið en nú er breið
geil á milli þeirra. Ekki er síður
athyglisvert að sjá förin eftir
jöklana í fjallshlíðunum, hátt yf-
ir núverandi yfirborði þeirra.
Undan þessum jöklum renna
samnefndar ár og er Skaftafellsá
sýnu meiri enda mun sá jök-
ull sækja forða sinn til sjálfs
Vatnajökuls. Og svo komum við
að skógarbrekkum Skaftafells-
heiðar, þar sem þær rísa snar-
brattar upp af nöktum jökul-
aurnum. Fast hefur Skei'ðará
sorfið að þessu fagra landi enda
rennur kvísl úr henni við brekku
rætur. Bæirnir standa hátt ofan
við brattlend tún og mér flaug
í huga hvort búskapur myndi nú
lagður þar niður. Vonandi tekst
náttúruverndarmönnum að sam-
ræma sín sjónarmið einhverjum
búrekstri. mér finnst það væri
okkur til vanvirðu að leggja nið-
ur með öllu baráttuna, sem kyn-
slóðirnar hafa háð þarna við
mikið ofurefli.
Við brugðum olckur heim að
Skaftafelli og spjölluðum um
stund við þá bræðurna Ragnar
og Jón Stefánssyni. Eins og fleiri
Öræfingar hafa þeir í fasi sínu
hógværð þeirra, sem hafa staðið
augliti til auglitis við voldugar
náttúruhamfarir og fundið van-
mátt sinn, en þó ekki hopað. Þeir
voru að aka heyi í hlöðu og ilm-
urinn var næstum áfengur. Svo
ókum við lengra inn á heiðina
og fórum þar úr bílnum, Það
var stafalogn og daufur vatna-
niður barst að eyrum okkar í
hinm algeru kyrrð. Kvöldsólin
sló daufum ro'ða á jökulinn í
austri og Hvannadalshnúkur fór
vel með tign sina. í slakkanum
neðan við hann vakti ljósleit
hamraborg athygli mína því að
hún stakk svo í stúf við hina
dökku tinda Hrútsfjalls. Upp af
heiðinni risu Kristínartindar en
handan við Morsárdalinn hin lit-
ríku Skaftafellsfjöll. Lómagnúp
og Súlutinda bar yfir Skeiðarár-
jökul í vestri, eitt sinn var hann
svo hár að hann skyggði á þessi
fjöll frá Skaftafelli. Ég hafði
yfir fneð sjálfum mér upphafs-
orðin í Ljós heimsins eftir Hall-
dór Kiljan Laxnes: „Þar sem jök
ulinn ber við loft, hættir landið
að vera jarðneskt, og jör’ðin fær
hlutdeild í himninum, þar búa
ekki framar neinar sorgir, þess-
vegna er gleðin ekki nauðsynleg,
þar ríkir fegurðin ein, ofar
hverri kröfu". Mikið er þeim
mönnum gefið, sem geta brugðið
upp svona stórri mynd í fáum,
látlausum orðum.
Við gengum að Skuggafossi,
ókum svo til baka niður af heið-
inni og dálítið inn aurana, unz
við sáum inn í Bæjarstaðaskóg
og Skei'ðará lokaði leiðinni. Þor-
steinn sagði mér að af Skafta-
fellsheiði væri um tveggja tíma
gangur þangað og yfir Morsá að
fara. Það ríkti kyrrlát fegurð
á Svníafelli þetta kvöld. Bæjar-
gilið þuldi sig niður brekkurn-
ar og í skarðinu ofan við bæinn
skein í jökulinn. Á vesturhimni
var kvöldroði, sem spáði góðu
veðri næsta dag. Sigrún hús-
freyja bar hangikjöt á borð og á
eftir sagði Þorsteinn mér nokkra
þætti úr hinni furðnlegu sam-
göngusögu Öræfinga. Er ég lok-
aði augunum í rúminu um kvöld
ið sá ég jökulinn aftur bera við
loft.
U t s a 1 a
Seljum næstu viku nokkrar tegundir af töskum
á 200 kr. stykkið.
TÖSKU- OG HANZKABÚÐIN,
Skólavörðustíg.
Rýmingarsala
hefst á morgun, aðeins í þrjá daga. Barnapeysur
kvenpeysur, stretchbuxur, kvenundirfatnaður og
margt fleira. Mikil verðlækkun.
EELL
Barónsstíg 29 - sími 12668