Morgunblaðið - 24.08.1967, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. AGUST 1967
13
STLDARFLUTNINGASIKTPIÐ
Haförninn er væntanlegt til
Siglufjarðar í kvöld úr 10. ferð
sinni í sumar og hefur það þá
flutt samtals rúm 30.000 tonn
bræðslusíldar síðan flutningarn-
ir hófust fyrir rúmum tveimur
mánuðum.
Afurðir úr þessari síld munu
vera um 5.700 tonn aif síldar-
mjöli og sama magn af síldar-
lýsi.
Segja má með sanni að síldar
flutningaskipið Haförninn hafi
nú í sumar borið uppi starfsemi
Síldarverksmiðja ríkisins á
Siglufirði, sem er eina atvinnan
við síldariðnaðinn þar á staðn-
um eins og sakir standa, að und-
antekinni nokkurri atvinnu við
Síldarniðursuðuverksmiðju rík-
isins.
í sumar hefur skipið þegar
flutt nærri tvöfa-lt síldaxmagn á
rúmum tveimur mánuðum á
móti því, sem það flutti á tvö-
falt lengri tíma í fyrra.
Þess er að gæta í þessu sam-
bandi, að þrátt fyrir góð afla-
brögð hjá síldveiðiflotanum frá
SVEINN BENEDIKTSSON:
síldar til Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðjunnar í Reykjavík, en
framikvæmdastjóri skipsins og
verksmiðjunnar er sem kunnugt
er Jónas Jónsson frá Seyðisfirði.
Skipið Síldin var lang stærst
af þeim skipum, sem tóku þátt
í flutningunum 1965 og sýndi
mikla yfirburði yfir minni tank
skip og venjuleg flutningaskip,
sem gáfust rnjög misjafnlega.
Var mjög kostnaðarsamt að út-
búa sum þessara skipa til flutn-
inganna og rekstur þeirra óhag-
stæður.
Að fenginni þessari reynslu
varð stjórn Síldarverksmiðja rík
isins sammála um að kaupa
stórt tankskip til flutninga á
bræðslusíld til verksmiðjanna af
fjarlægum miðum.
Nokkur skip komu til greina,
en skipið Lönn, sem nú er Haf-
örninn, varð fyrir valinu. >að
skip var byggt í Noregi 1957. Er
það 3.700 tonn að stærð, búið
2.100 ha. Burmeister & Wain
dieselvél og lestar 3.400—3.500
tönn. Ganghraði skipsins er
12—13 sjómílur á klukkustund.
Áhöfn skipsins er 23 menn.
Síldarflutningaskipin tvö hafa
orðið að ómetanlegu gagni í sumar
því í miðjum ágústmánuði fram
undir jól í íyrra, varð aflinn
ekki meiri en það, að síldar-
ingaskipin í nánd við Jan Mayen
og síldinni verið umskipað þar.
Þegar svona er komið, þá er
voru flutt samtals um 48.000 tonn
af bræðslusíld með flutninga-
skipum frá Seyðisfirði til Siglu-
Sildin á Islandsmiðum, — út af Austurlandi — bátar að umhlaða afla.
verksmiðjurnar á Austfjörðum
höfðu nær undan að vinna
bræðslusíld þá, sem aflaðist, svo
ekki varð um alvarlega bið að
ræða hjá síldveiðiflotanum,
þrátt fyrir það að síldin væri
nálægt landi á þessu tímabili.
Nú hefur síldin frá upphafi
vertíðar haldið sig mjög langt
frá landi og síldveiðiflotinn
fylgt henni lengra og lengra til
norðurs og austurs en nokkurn
tíma áður. Síðustu vikur hefur
aðal síldveiðin verið við Sval-
barða í 800 til 900 sjómílna
fjarlægð frá íslandi.
Ef hin stóru sildarflutninga-
skip, Haförninn og Síldin, he;fðu
ekki verið í eigu landsmanna og
gert hvorttveggja í senn, að
flytja mikinn hluta aflans að
landi og birgja síldveiðiskipin
af olíu og öðrum nauðsynjum,
þá er óihætt að fullyrða að ís-
lenzk síldveiðiskip myndu ekki
haifa leitað á svo fjarlæg mið,
nema ef til vill í mjög smáum
stíl. Það auðveldar flutningana
að síldveiðiskipin hafa að und-
anförnu komið til móts við flutn
öllum ljóst að hve miklu gagni
þessi skip hafa komið síldveiði-
flotanum, síldarverksmiðjunum
og landinu í heild.
Vilja nú allir Lilju kveðið
hafa.
Koma fram á sjónarsviðið hin-
ir ólíklegustu menn og telja
sjálfa sig eða 'félög, sem þeir
eru við riðnir, „hafa haft alla
forgöngu fyrir framgangi þessa
máls“, þótt þeir hafi þar hvergi
nærri komið, svo kunnugt sé.
Róm var ekki byggð á einum
degi og síldarflutningar með stór
um tanikskipum og dæluútbún-
aði eiiga sér langan aðdraganda.
Flutningar á bræðslusíld með
leiguskipum höfðu engir verið
fyrr en sumarið 1960 frá því
hinir miklu flutningar Hvalfjarð
arsíldar fóru fram veturinn
1947—48 á vegum Síldarverk-
smiðja ríkisins, enda mikil afla-
tregða á síldveiðum á árunum
1945 til 1960.
Árið 1960 voru flutt um 2.000
tonn af síld til síldarverksmiðj-
anna á Hjalteyri og í Krossanesi
og var síldinni umskipað á Seyð-
isfirðk Á árunum 1964 til 1963
I fjarðar, Eyjafjarðarhafna,
Reykjavíkur og Vestmannaeyja,
i þar af voru flutt til Síldarverk-
smiðja ríkisins á Siglufirði um
28.000 tonn.
Á árinu 1964 voru flutt um
13.500 tonn af síld frá Aust-
fjörðum og Austfjarðamiðum til
hafna á Norðurlandi og Vest-
fjörðum. Síldarverksmiðjur rík-
isins fluttu um helming af þessu
magni frá Seyðisfirði til Siglu
fjarðar, en Einar Guðfinnsson,
útgerðarmaður í Bolungavík
flutti um 3.000 tonn frá Austur-
svæðinu til Bolungavíkur á tank
skipinu Þyrli og var meira en
helmingi þess magns umskipað
beint úr veiðiskipunum á miðum
úti með síldardælu.
Með þessar tilraun Einars Guð-
finnssonar má segja að brotið
hafi verið nýtt blað í sögu síld-
arflutninga. Árið eftir, þ.e. 1965
voru gerð úr fleiri skip til síld-
arflutninga en nokkurn tíma áð
ur.
Á árinu 1905 voru alls flutt
um 82.000 tonn af síld til síldar-
verksmiðjá á Norðurlandi, Bol-
ungavík, ísafirði, Reykjavík og
Faxaflóahafna.
í lok júlímánaðar 1965 hóf
Síldin, 3.500 smálesta tankskip,
sem lestar um 3.200 tonn í ferð,
sildarflutninga og flutti skipið
alls tæp 30 þúsund tonn bræðslu
Kostnaðarverð skipsins varð
alls um 54 milljónir króna með
tilheyrandi útbúnaði til umskip-
unar og löndunar.
Vilhjálmur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri, hafði eftirlit
með breytingum og útbúnaði
skipsins til síldarflutninganna.
Sjávarútvegsmálaráðherra
Eggert G. Þorsteinsson útvegaði
heimild ríkisstjórnarinnar til
kaupanna og gaf ríkisstjórnin út
bráðabirgðalög um ríkisábyrgð
og lántökuheimild tii handa Síld
arverksmiðjum ríkisins, en verk
smiðjustjórnin útvegaði sjálf er-
lent lán affallalaust til kaup-
anna. Jafnframt hlutaðist verk-
smiðjustjórnin til um það, að
dýpkað yrði við aðallöndunar-
bryggju Síldarverksmiðja ríkis-
ins á Siglufirði, svo fært yrði
að landa úr skipinu þar og úr
stærstu veiðiskipum síldveiði-
flotans.
I fyrra voru flutningaskipin,
sem tóku við síld á hafi úti 5
talsins og var umskipað í þau
alls 77.568 tonnum bræðslusíld-
ar, þar af í e.s. Síldina 36.482
tonnum og í m.s. Haförninn
16.447 tonnum, en hann hóf
ekiki flutninga fyrr en 10. ágúst
1966.
Frá jólum 1966 til marzloka
1967 fór m.s. Haförninn 6 ferð-
ir með lýsi til ýmsra hafna í
Evrópu og flutti 3.300 til 3.500
tonn í ferð.
Minni flutningask:pin hafa nú
öll heltzt úr lestinni.
M.s. Haförninn og e.s. Síldin.
eru einu síldarflutningaskip ís-
lendinga, sem verið hafa í not.k-
un í sumar. Reynslan í sumar
staðfestir eins og 1965 og 1966,
að Islendingar eru á réttri leið,
er þeir nota þessi stóru skip til
flutnings bræðslusíldar af fjar-
lægum miðum.
Síld dælt úr einum bátanna.