Morgunblaðið - 08.09.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.1967, Blaðsíða 12
-r 12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPT. 1967 Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum Nýjar skeldýrategundir berast stððugt til landsins Viötal við Ingimar Óskarsson, náttúr ufrœÖing FRÁ því að ég byrjaði að skríða hef ég verið að safna, sagði Ingimar Óskarsson, náttúrufræðingur og vísinda- maður, í upphafi samtals, sem blaðamaður Mhl. átti við Ingimar Óskarsson hann um sumarstarf hans. Auk jurtanna, sem ég hef safnað og rannsakað um tugi ára hér á landi, hef ég mest- an áhuga haft á skeldýrum. l»að er af því að mér finnst skeldýrin gefa svo góða möguleika á djúpri innlifun í ríki náttúrunnar. Það má rekja þennan áhuga minn á skeldýrum til þess tíma er ég kenndi á Árskógsströnd. Það fiskaðist mikið af ýsu í sjón- um þar í grennd og þegar búið var að kasta henni á land, höfðu börnin í skólan- um mikla unun af að róta í innyflunum í leit að skelj- um og kuðungum. Þau komu stundum með þessi dýr til mín og báðu mig um að segja sér hvað þau hétu. Mér datt þá í hug að það væri gott „hobbý“ fyrir börnin að safna þessum dýrum. Það er auðveldara að eiga við þau en plönturnar, skeljarnar geymast vel og eru f jölbreyti legar. Sjálfur valdi ég mér þetta „hobbý“. — Það hafa verið rannsakað- ar mjög margar skeldýrategund ir? — Já, það er nú líka það, að rannsakaðar hafa verið um 100. þúisundir tegunda, sem sýnir að fjölbreýtni þessara dýra er með allra mesta móti — Hverjar eru þínar nýjustu athugamir á skeldýrum? — í sumar eins og undanfarin sumur hetf ég einkum fengist við að finna og rannsaka nýjar Skarðgilli. Ein af nýjustu skei- dýrategundunum, sem Ingimar hefur fundið hér við land. tegundir skeldýra. Það sem ver ið hefur eitt aðaJatriðið í því samibandi er að sjórinn umihverf is fsland hlýnar stöðugt og því hafa margar nýjar tegundir bor- r Utsala Úrval af kjólum og sokkabuxum á mjög góðu verði. — Opið í dag föstudag Aðalstræti 9, 2. h;æð. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK. Lögtök Eftir kröfu bæjarritarans í Keflavík og sam- kvæmt úrskurði fógetaréttar Keflavíkur 4. sept- ember 1967 verða ógreidd útsvör, aðstöðugjöld og fasteignagjöld ársins 1967 til Bæjarsjóðs Kefla- víkur tekin lögtaki á kostnað gjaldenda en á ábyrgð bæjarsjóðs að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Keflavík 4. september 1967. BÆJARFÓGETINN í KEFLAVÍK. ist til landsins með Golfstraumn um sunnam að. Einnig hafa teg- undir sem áður fyrr fundust eingöngu- við suðurlandið flutzt norður og finnast nú við norð- urland. Sl. ár kom grein í Nátt- úrufræðingnum, þar sem ég greindi frá 5 nýjum skeldýrum, sem fundist hatfa hér við land. Það voru Kólgudrekka, Glæsi- motra, skarðagilli, Sléttihnubb- ur og Hélulaufa. — Hvert er startf þitt hér hjá Hafrannsóknarstofniuninni, Ingi mar? — Starf mitt hér er að ákveða aldur ýsu og þonsks, sem veiðist á íslandsmiðum. — Það væri fróðlegt að fá að Glæsimotra gýnd frá hlið. Ein af nýjustu skeldýrateg. sem fundizt hafa hér við land. heyra í fáum orðum, hvernig þú ferð að því. — Til þess að ákveða aldur þessara fiska eru kvamirnar rannsaikaðar. Kvarnirnar finn- ast við heilann í fisknum og er ekki vitað með vussu, hvaða til- gangi þær þjóna fyrir fiskinn. Áður fyrr héldu menn að þær væru heyrnartæki, en nú er álit ið að þær séu jafnvægistæki. Þær synda í fljótandi vökva. sem varð til þess að menn fengu þessa nýju hugmynd um tilgang þeirra. Kvörnin er skorin í sund ur, þar sem hún er þykkust. Með aðstoð smásjárinnar má greina í þverskurði hennar nokk urs konar árhringi. Það er því lítot með tovarnirnar og trén. — Að hvaða niðurstöðu hefur þú komizt í sambandi við þetta startf þitt í sumar? — Athyglisverðast finnst mér að ég er alveg hættur að finna frá 14—19 árahringi í kvörnum þorsksins, eins og otft kom fyr- ir hérna áður fyrr. Það bendir í þá átt að elztu árgangar þorsks Guðafífill. Einn ai 170 undan fíflategundum, sem Ingimar hef ur fundið hér á landi og rannsakað. ins séu að hverfa úr sögunni og þá um leið að otfveiði hatfi ver- ið í sjónum. f sumar hetfur varla veiðzt eldri þorskur en 9—11 ára. — Hvað viltu segja um þína menntun? — Skólaganga mín var ekkí mikil. Ég var þrjá vetur í gagn- fræðaskóla og las 4. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík utan skóla. Ég hef lært náttúru- fræði við rannsóknir úti í nótt- úrunni og tel að vart sé hægt að læra hana öðtu vísi, svo vel. Það veitir að vísu meiri mögu- leika að læra í háskólum. Menn eiga greiðari aðganga að góðu kennarast.arfi að prátfi loknu. En Lögtök Samkvæmt úrskurði fógetaréttar Keflavíkur 4. september verða ógreidd manntalsbókargjöld ársins 1967 og eldri tekin lögtaki á kostnað gjaldenda að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar. Bæjarfógetinn í Keflavík 5. september 1967. ALFREÐ GÍSLASON. Skóla og skjalatöskur fyrirliggjandi í miklu úrvali. Heildsölubirgðir: DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO H/F. Sími 24-333. hvað náttúrutfræði sneTtir, er ekki hægt að læra nema lítinn hluta af henni í skólum aðal- námið hlýtur alltatf að vera 1 því íólgið að rannsaka náttúr- una sjálfa. — Þú hefur emnig náð jafn góðum árangri í þínu starfi og margur háskólagenginn maður- inn? — Ég hetf hlotið fullkomna viðurkenningu, sem vísindamað- ur, bæði af vísindafélaginu hér, sem hefur gefið út nokkrar baek ur eftir mig og atf víisinidatfélög- um erlendis. — Hvað viltu segja um þínar nýjustu rannsóknir á plöntum? — Ég hef í sumar og hin síð- ari einkum fengist við að rann- satoa undafSfilinn. Hann var mikið til órannsakaður, þegar ég hófst handa, en óx um land allt og sumis staðar í stórum stíl. Ég hef rannsakað hér 170 nýjar tegundir og hafði engan órað fyrir því að til væru svo margar tegundir af honum. Ný- verið hefur bók komið út um þessar rannsóknir mínar. — Hver er aðalmunurinn á undafítflinum og búntfítfliinuim, sem aliiir þektoja? — Stöngull undafífilsiins er óholur og körtfurnar venjulega fleiri en ein. Einnig eru stöng- ull og blöð meira og minna hærð. — Hvað er fleira að segja af þínum nýjustu rannsóknum Ingimar? — Það er Mtið fleira að segja atf því, sem ég hef rannsakað í spumar og nýlega. Þegar maður er að verða 75 ára er maður mikið til hættur öllum rannsókn um og lætur þeim yngri þær etftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.