Morgunblaðið - 08.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPT. 1967 MAYSIE GREIG: Læknirinn og dansmærin og aðrir, elskan mín. Ég gæti ekki hugsað mér að fara í neina fasta vinnu. Ég hefði aldrei þol inmæði til að halda áfram við hana. Þú verður að taka mig eins og ég er, elskan, með alla slæma ávana mína. Og það hafði hún gert, af því að hún var ástfangin af hon- um. En þessi ást var kvalafu’l. Hún vissi, að þetta gat ekki hald ið svona áfram til frambúðar. Það var að verða eitthvert alvar- legra samband hjá þeim og að lokum hjónaband. Annars var hún að segja skilið við hann fyrir fullt og allt. Jafnvel nú vissi hún mætavel að það mundi skynsamlegast, en hún var ekki nægilega sterk til þess að taka ákvörðunina. Það var barið að dyrum. Sjúkravagninn var kominn til þess að flytja hana í sjúkrahús- ið. Morfínið var tekið að gera hana syfjaða. Hún kyssti Tim aftur og sá þá Marcel Sellier, sem stóð úti í dyrunum. Hún reyndi að þakka honum fyrir sig, en hann þaggaði niður í henni. — Ég er ekki að gera annað en læknisskyldu mína, sagði hann. — Ég sé yður í fyrra málið, ungfrú. 2. kafli. Það var bjartur morgun á Mið jarðarhafsströndinni, þegar hún opnaði augun. Enda þótt þetta væri árla morguns, streymdu sól argeislarnir inn um gluggann, sem var ekki byrgður nema til hálfs. Hún hafði rétt verið með meðvitund þegar hún var flutt í sjúkrastofuna kvöldinu áður. Hún hafði fengið svefntöflu og sofið. En nú var hún glaðvak- andi og verkurinn í fætinum vsir mjög sár. Hún sá, að þarna voru þrír aðrir sjúklingar í stofunni, en rúmið hennar var úti við svalirnar með útsýni yfir hafið. Hún sá á úrinu sínu, að klukk an var sjö. Hana langaði í bolla af te og eitthvað, sem gæti lin- að verkinn í fætinum. Hún þrýsti á bjölluhnapp og samstundis kom hjúkrunarkona inn. Hún kynnti sig og kvaðst heita Anne Winters. Hún var smávaxin, en geðsleg og í hvít- um einkennisbúningi. Hún var amerísk en var nú að vinna sig áfram erlendis. — Jæja, hvernig líður yður? sagði hún, vingjarnlega. — Ég hef slæman verk í fæt- inum, sagði Yvonne. — Sellier læknir hefur fyrir- skipað töflur, sem geta dregið úr sársaukanum. Hann kemur rétt strax. Hann kemur hingað venjulega um klukkan níu. Hald ið þér, að þér komizt í baðher- bergið, eða á ég að þvo yður. Ég var búin að þvo hinum sjúkl ingunum, en þér sváfuð svo vært, að ég tímdi ekki að vekja yður. — Það var fallega hugsað, sagði Yvonne. — Ég ætla að reyna að brölta á fætur, ef þér viljið hjálpa mér. En það tókst henni ekki, því að sársaukinn var svo mikill. Winters hjúkrunarkona færði hana því úr og þvoði henni. Töfl urnar höfðu dregið nokkuð úr verkjunum, en hún gat ekki gleymt því, sem gerzt hafði kvöldinu áður og þeirri auðmýk ingu, sem hún hafði orðið fyrir. Systirin rétti henni púður og varalit. Taskan hennar hafði verið flutt með henni í sjúkra- húsið í gærkvöldi. Einhver dans arinn hafði látið niður í töskuna fyrir hana. Nú kom inn morgunverður — sjóðheitt kaffi, sem smakkaði ágætlega, með hálfmánum og brauði, sultu og smjöri. Systirin kynnti hana hinum sjúklingunum. Þeir virtust allir sæmilega hressir, þrátt fyrir veikindin, og buðu hana vel- komna, vingjarnlega. Þeir vildu vita, hvað að henni gengi og svo öll helztu deili á henni. Þeir létu í ljós samúð sína með henni, og það hressti hana ofurlítið. Hana verkjaði mjög í fótinn, þegar Sellier læknir kom til hennar. Hann laut yfir hana. — Er þetta mjög sárt, ungfrú? Hún reyndi að brosa. — Já, það er hálfslæmt. — Ég skal þá gefa yður aðra sprautu, sagði hann. — En ég er hræddur um, að þetta verði tals vert sárt næstu dagana. Hann brosti til hennar og brosið var full samúðar, svo að hún hresst- ist talsvert við. Hún fann sig hríf ast af manninum, sem var bæði glæsilegur og karlmannlegur. — Hve fljótt get ég losnað héðan, læknir? spurði hún. — Eftir svo sem hálfan mán- uð, kannski. — Þér töluðuð eitthvað um að finna mér eitthvað að gera, þangað til fóturinn er orðinn svo góður, að ég get dansað aft- ur? — Jú, ekki hafði ég gleymt því, sagði hann hughreystandi. — Mér hefutr dottið nokkuð í hug. Ég skal segja yður nánar frá því á morgun. — Þér eruð mjög góður rið mig. — Ég vona, að ég sé góður við alla sjúklingana mína. Hann brosti aftur og snerti öxlina á henni aðeins með hendinni. Hann fann þegar, að þessa stúlku leizt honum vel á, og hún var í augum hans ekki aðeins venju- legur sjúklingur. Þegar hún hóf fimleikadans- inn sinn hafði hún verið töfr- andi glæsileg, svo fótviss og ör- ugg í hreyfingum — allt þangað til slysið vildi til. — Þér hljótið að hafa þrælað mikið áður en þér náðuð þess- ari fullkomnun, sem þér sýnduð í upphafinu á dansinum. Hún brosti til hans. — Já, ég hef unnið mikið að þessum fim- leikadönsum, allt síðan ég var krakki. Þetta kostar mikla æf- ingu. — Og er þetta í fyrsta sinn, sem þér hafið orðið fyrir slysi" — Já, það er í fyrsta sinn og það hefði ekki getað gerzt á ó- heppilegri stundu. — Þór áttuð samúð allra áhorfendanna, sagði hann. — En nú verð ég að fara. Ég sé yður aflur í fyrramálið. — Þakka yður fyrir, læknir, sagði hún í hálfum hljóðum. Henni fannst einhvern veginn að ef hann yfirgæfi hana, væri hún alveg ósjálfbjarga. Vitan- lega var Tim þarna til staðar og henni þótti vænt um hann, en hún hafði alltaf vitað, að hún sjálf var honum sterkari. Það var Tim, sem þarfnaðist verndar hennar. Lyfið tók að verka og hún sofnaði aftur. í heimsóknartímanum síðdeg- is kom Tim. Hann kyssti hana innilega. — Hæ, elskan! Ertu nokkuð skárri í dag? — Svolítið, en ekki mikið er ég hrædd um. — Vesalingurinn. Hann klapp aði henni á bera öxlina. Hún kynnti hann hinum kon- unum í stofunni, og þær brostu allar til hans. Hann hafði mikla persónutöfra. Hann lækkaði röddina og tai- aði rétt við eyrað á henni. — Ég var fjandans óheppinn í spila- bankanum í gærkvöldi. Alveg staurblankur. Á ekki grænan eyri eftir. Ég verð að flýta mér til Englands og reyna að stappa upp einhverja peninga. Sem bet ur fer á ég farseðilinn rninn. — Ó, Tim! Tárin komu fram í augu hennar. Áttu við, að þú verðir að fara strax? — Það er ég hræddur um, elskan, en ég kem aftur. Undir eins og ég er búinn að útvega mér næga aura. Ekki er það hægt hérna, svo að ég verð að fara til Englands til þess. Hún andvarpaði. — Ég vildi óska, að þú hættir við þessa spilamennsku, Timmy. — Já, en fjárhættuspil er mér lífið sjálft, sagði hann alvar- lega. — Það verðuxðu að venja þig við og gera þér að góðu. Brostu nú til mín og segðu, að þú ætlir að gera það. Hún sendi honum máttleysis- legt toros. — Ég skal reyna það, Timmy, en það verður enginn hægðarleikur. Hversvegna viltu endilega spila. Hann hugsaði sig um. — Líklega er það spenningur- inn. Ekkert gefur annan eins spenning. Og, ef út í það er far- ið, hvað annað get ég gert til þess að drepa tímann? — Þú gætir unnið, sagði hún. Hann hló. — Við hvað? Ég hef enga kunnáttu til neins verks. Og atvinna er nú ekki beinlínis að elta mann, nú á tímum. En það útskýrði ég allt fyrir þér, hérna um kvöldið. — Það veit ég, Timmy. En ég hef nú samt alltaf verið að vona......Hvenær ferðu? — Ég ætla að ná í flugvél klukkan fimm. Þá kem ég til London í kvöld. Ég held ég viti nokkurn veginn, hvern ég get slegið um aura. Veitu kát, elsk- an. Ég verð kominn að vörmu spori aftur. Ég vona, að geta náð í nógu mikið til að leigja mér smábíl, og þá get ég farið með þig út að aka, meðan þú ferð að hressast. — Ef ég verð hér áfram, verð ég að fá mér eitthvað að gera, sagði hún. — Ég held, að Sellier læknir hafi augastað á einhverju fyrir mig. Að minnsta kosti gaf hann það í skyn. Það var eins og honum væri skemmt. — Kvenfólkið fellur nú all-taf fyrir læknunum sínum. En þessi læknir, sem vitjaði þín í gærkvöldi.......hvað sagðirðu nú, að hann héti? Sellier....... Hann er bráðmyndalegur maður. En farðu ekki að falla fyrir hon- um meðan ég er í burtu. Mundu, að hann kann að eiga konu og börn. — Mér skilst hann vera ein- hleypur. Hann setti upp uppgerðar ör- væntingarsvip. — Ætti ég þá að fara burt og skilja þig eftir hjá honum? Þú verður að muna, að ég elska þig. En ég verð kominn aftur eins fljótt og ég get. Hún sendi honum fallega, hlý- lega brosið sitt. — Ég bíð eftir þér. Hafðu engar áhyggjur af mér. Mér er alveg óhætt hérna. Og Sellier læknir sagði, að sjúkl ingarnir hérna borgi bara eftir efnum og ástæðum. — Þetta virðist vera ágætis sjúkrahús, sagði hann. — En nú verð ég að komast af stað. Ég þarf dálítið að útrétta áður en ég fer á flugvöllinn. Hún tók í handlegginn á hon- um. Vertu nú ekki lengi í burtu, Timmy. — Nei, það verð ég ekki. Hann laut yfir hana og kyssti hana. Hresstu upp hugann, elskan. Allt fer vel, skaltu fá að sjá. Hún átti bágt með að sleppa honum, og hún átti erfitt með að sætta sig við það, að hann hafði apað hverjum eyri sem hann átti kvöldinu áður. Hvaða fram- tíð yrði þet'ta hjá þeim, hugsaði hún með sér, þegar hann var farinn. En hún gat ekki annað en vonað og beðið. Hún vissi vel, að sjálfrar sín vegna ætti hún að skilja við Tim fyrir full’t og allt, en hún hafði ekki áræði til þess. Hún leit um öxl til umliðinna mánaða, og minntist þess er hún hitti hann fyrst. Það 'hafði verið í síð- degisdrykkju hjá einhverjum leikhússtjóra í Chelsea, og Timothy Atwater hafði þá verið glæsilegur maður. Það var ekki einasta, að hann væri laglegur, heldur hafði hann mikla per- sónutöfra. Þau höfðu strax dreg- izt hvort að öðru og þá um kvöldið höfðu þau toorðað sam- an í Soho. Og þetta hafði verið fyrsta kvöldið af mörgum, sem þau voru saman. Hann var van- ur að sækja hana á æfingarnar, og í litla, skemmtilega bílnum, sem hann sagði, að einn kunn- ingi sinn hefði léð sér, voru þau vön að aka eitthvað út í sveit, stanza þar í einhverri kránni við veginn, driekka bjór og skjóta gaflokum og aka svo eitt- hvað annað og toorða kvöldverð. Þessa fyrstu mánuði þeirra hafði hann aldrei nefnt peninga á nafn. Henni hafði skilizt þá, að hann hefði sæmilegar tekjur. Heldur ekki minntist hann nokkurn tíma á fjárhættuspil. Það var ekki fyxr en þau höföu játað hvort öðru ást sína, að hann H & R Johnson Ltd. NEFNIÐ HAKMONY OG ÞÉR FÁIÐ ÞAÐ FALLEGASTA Harmony, einlitu og æðóttu postulínsflísarnar frá H&R Johnson, þykja sérstaklega smekklegar. Sannfærizt sjálf með því að skoða f byggingar- vöruverzlunum litprentaða bæklinga, þar sem sýnd- ir eru allir helztu möguleikar í litasamsetningum. Biðjið verziunarmanninn að sýna yður HARMONY flfsarnar og HARMONY bæklinginn — og hann er með á nótunum. HARMONY flísarnar fáið þér hjá eftirtöldum bygg- ingavöruverzlunum: ■| Byggingavöruverzlun Kópavogs ™ Kársnesbraut 2, Kópavogi, slmi 41010. | H. Benediktsson hf. ™ Suðurlandsbraut 4, sfmi 38300. H Járnvörubúð KRON ™ Hverfisgötu 52, sími 15345. Isleifur Jónsson hf., byggingavöruverzlun, ™ Bolholti 4. sfmi 36920. “ KEA byggingavörudeild, ™ Akureyri, slmi 21400. Byggingavöruverzlun Akureyrar ™ Glerárgötu 20, slmi 11538. Svelnn R. Eiðsson Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði. Einkaumboð: John Lindsay hf. AÐALSTRÆTI 8, SÍMAR 15789 OG 10960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.