Morgunblaðið - 09.09.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.09.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPT. 1967 3 1 gær, laust eftir hádegi hófst uppboð í Vökuporti hér í borg. Seldar voru nokkrar bifrefðar í misjöfnu ásigkomulagi. Flest ar voru boðnar upp sam- kvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík. Þegar tíðindamenn Mbl. bar að garði, stoð uppboðið sem hæst. Þórhallur Einarsson, fulltrúi borgarfógeta, ásamt nokkrum starfsmönnum emb- ættisins, stóð fyrir framan fyrrverandi vörubílsgrind og bauð upp góssið. Fyrsta, annað og þriðja, eitt þúsund krónur. Hann fór fyrir lítið þessi „átta gata“ sjálfskipti Dodf Uppboð ■ Vökuporti: Mikill mannfjöldi var sam- ankominn i portinu, enda er hér um að ræða vinsælan þátt í bæjarlífinu, þ. e. fyrir aðra en uppboðsþola. Upp var boðinn Chrysler ár gerð 1960. Feiknastór grár dreki me'ð stél. Heyra mátti á mæli viðstaddra, að þeir töldu benzínfrekju drekans hljóta að vera upphaf og endi ófara eigandans. Fyrsta boð var 5 þúsund krónur og hljóp síðan á þeirri upphæð all lengi þar til hann var sleginn á kr. 43 þúsund. Bjóðandi gar sig fram. Næst var það Dodge ’54. Sjálfskiptur, fölblár af úti- veru. — Jæja, þá skulum við fá tilboð, sagði uppboðshald- ari. Fyrsta boð hljóðaði upp á tvö nundru'ð krónur. Hægt og sígandi steig upphæðin unz hún náði eitt þúsund. Þá varð viðstöddum hugfall. Uppboðs- haldari hrópaði hina alþekktu þulu og greip koparhamar sinn. Það buldi í gömlu vöru- bílsgrindinni og Dodge ’54 fauk á eitt þúsund. Nú var komið að Opel fólks bíi. Sá var á erlendum skrá- setningarnúmerum. Einhv«r hafði gleymt að borga að- flutningsgjöldin. Starfsmaður kallaði í hátalara að aldur væri óviss. Bíllinn væri fram- leiddur einhvern tímann á tímabilinu 1955—’57. — Á að borga tolla af hon- um? spurði einn viðstáddur. — Bifreiðin selzt á því verði, sem þú býður í hana og hsnni fylgja engir böggl- ar, svaraði hátalarastjóri. Vöruflutningabifreiðir voru næst á dagskrá. Einni grámál- aðrd; ættaðri af Snæfellsnesi eftir skrásetningu að dæma var ekið upp að mannþröng- inni. — Scania ’55 gall í hátalara. Hann er í fullkomnu lagi bara setja lykil í skráargatið og keyra af stað. — Þetta er skrýtinn bíll, sagði einn. Reykjarstrókur stóð frá bilnum yfir þröngina. — Hver andskotinn, á þetta að vera í gangi til að svæla mannskapinn út hé'ðan, var hrópað tortryggnislegri röddu. En í því var Snæfellingur sleginn á 38 þúsund. Hagur uppboðshaldara fór að vænkazt. Upp var boðinn Badford vörubifreið, árgerð 64. Allt skyldi fylgja með í kaupunum nema áfest hljóð- varp. Það væri einkaeign fyrr verandi ökumanns. Umræður hófust í hópnum hvernig á veru áfest.s hljóð- varps stæði í bifreiðinni. — Það er sko naglfast, var sagt. Skýring var fengin. Bedford fór fór á 80 þúsund, án hljóðvarps. Nú var tilkynnt að uppboði væri lokið í portinu, en því yrði haldið áfram á Geithálsi og viðar. Eftir væri að selja tvær vörubifreiðir og flutn- ingahús. Var önnur bifreiðin slegin á 130 þúsund og setti sölumet. Hópurinn tvístraðist. Að loknu uppboði hitti blaðamaður starfsmenn borg- arfógeta fyrir í húsakynnum Vöku og bar fram nokkrar spurningar. — Hvað eru margir bílar seldir í dag? — Tuttugu alls, en 60 voru skráðir á uppboði'ð. Þeir hafa verið að tínast úr einn af öðrum meðan á uppboðinu stóð. — Hvaða kröfur hvíla aðal- lega á bílunum? — Sinkum eru það nú bif- reiðaskatturinn en líka ó- greidd aðflutningsgjöld og kröfur lögmanna. — Voru eingöngu bifreiðar á uppboðinu? — Já, það voru einnig alls konar vélar skrá'ðar en þeim var öllum bjargað undan hamrinum. Þannig lauk uppboðinu í Vökuporti í gær. Vonandi harmar enginn hlutinn sinn. amarinn á lofti, Fulltrúi borgarfógeta býður upp eina bifreiðina. Myndirnar tók Sveinn Þormóðsson. ALLTAF FJOLGAR ÖRYGGI - ÞÆGINDI -ÓBREYTT VERÐ VOLKSWAGEN 1300 er nú kominn á markaðinn með fjölmörgum endurbólum m Áherzla hefur verið /ögð á allan ÖRYGGISBÚNAÐ VERÐIÐ ER ÓBREYTT AÐEINS KR. 153.800.- Hann er með öryggis-stýrisás og stýrishjóli. — Aðalljós eru með láðréttum ljósglerjum, tveggja hraða rúðuþurrkur, lengri, sterkari og hærra staðsettir stuðarar. Öryggis-spegl- ar að utan og innan. Tvöfalt bremsukerfi gerir hann ennþá örugg- ari en áður. Þér getið nú bremsað, jafnvel þótt annað hinna tveggja bremsukérfa bili. Aðalbreytingin að innan er loftræstikerfið. Þér þurfið aðeins að snúa snerli og getið þá fengið ferskt loft að vild öðru hvoru megin eða beggja megin í bílinn. Hinn leiðinlegi, óþægilegi hávaði, þegar vindrúðurnar eru opnar tilheyrir nú. fortíðinni. Þegar þér takið benzín þurfið þér ekki að opna farangursgeymsluna að framan. Nú er benzínáfyllingarstútur í inngreyptu plássi á hægri hvalbak — með smelliloki yfir. Ný gerð af úti-hurðarhúnum, Báðar hurðir eru opnanlegar með lykli að utanverðu. Hið nýja 12 volta rafkerfi veitir öruggari mótor-ræsingu á hinum köldustu vetrar- morgnum. V. W. 1300 er ennþá með loftkælda vél stað- setta aftur í bílnum. Það getur hvorki frosið né soðið á henni. Og hún er staðsett við drif- hjólin, sem þýðir minni snúningshraði og betri vélarnýting og vélarending. Hvert hjól hefur sjálfstæða fjöðrun. Þegar eitt hjólanna fer í holu, þá fjaðrar það eitt og enginn hnykkur verður á hjólinu, sem er á móti. V.W. 1300 er með slétta fullkomlega þétta og málaða botnplötu, — en hún ver hina ýmsu mikilvægu hluti, sem í mörgum öðrum bíl- um eru óvarðir, svo sem kaplar, festingar og vírar. Auk þess er Volkswagen 1300 buinn hinum velþekkfu og sigildu Volkswagenkostum Það er viðgerða og varahlutaþ jónusta á bak við Volkswagen, rrteð sanngjörnu verð/ KOMIÐ SKOÐIÐ og REYNSLUAKIÐ nmivitngaii HEKLA hf Luuiftivoiji 170 17 2 STAKSTEINAR Nýtum auðlindir landsins Ástæðulaust er að skattyrðast öllu lengur við kommúnistablað- ið, sem imdanfarna daga hefur , sýnt og sannað með skrifum sín- um, að það hefur ekkert lært og engu gleymt á því rúma ári, sem liðið er síðan lokaákvörðun var tekin um byggingu álbræðslu á Islandi. Spurningin er um það hvort nýta beri allar auðlindir íslands eða ekki. Kommúnistar virðast ekki hafa ýkja mikinn áhuga á nýtingu orku fallvatn- anna, a.m.k. ekki, ef það hefur í för með sér samvinnu við er- lenda menn um uppbyggingn orkufreks iðnaðar á felandi. Auð vitað væri æskilegt, að íslend- ingar gætu einir staðið að slíkri uppbyggingu, en staðreyndir við skiptalífsins leiða glögglega í ljós, að slíkt er ekki hægt, hæði vegna skorts á tæknikunnáttu, skorts á fjármagni, svo og ^ vegna þess, að erfitt er að kom- ast inn á markaði erlendis nema í samvinnu við þá, sem þegar hafa náð þar nokkurri fót festu. Allt ber því að sama brunni og áður, kommúnistar neita að horfast í augu við staðreyndir, þeir lifa í einhverj- um draumaheimi og forðast að gera sér grein fyrir köldum veru leikanum. Við slíka menn er lít- ið hægt að tala og bezt að þeir fái að vera í friði með sínar draumórar. Að vera góður kommúnisti Sagt er, að einn liöfuðpostuli kommúnista hér á landi um ára- tugaskeið, Brynjólfur Bjarnason, hafi um nokkra hríð unnið að þýðingu á bók eftir forseta Kína, Liu Shao Chi og sé heiti bókarinnar: Að vera góður kommúnisti. Mao formaður tók hins vegar harkalega fram fyrir hendurnar á félaga Brynjólfi þegar hann upplýsti á s.l. ári að Líu Shao Shi væri ekki góður kommúnisti, heldur þvert á móti höfuðóvinur kommúnis- mans í Kína. Af þessum sökum mun Brynjólfur hafa snúið við blaðinu, hætt við útgáfu á bók Líus og snúið sér að því að þýða, Orð Maos-formanns, en Orð Maos formanns eru þeim eiginleikum gædd, að þau leysa öll heimsins vandamál, og með- al annars eru þau talin lykill- inn að aiukinni framleiðslu í Kína. Verður óneitanlega fróð- legt að fylgjast með þeim á- hrifum, sem Orð Maos hafa á íslenzka kommúnista, þegar „ Brynjólfur hefur lokið þessu merka starfi sínu. Erfitt að komast til Hanoi Svo sem kunnugt er hefiur einn af ritstjórum Þjóðviljans gert mjög víðreist um veröldina á síðustu árum. Auk ítrekaðra heimsókna til Sovétríkjanna og annarra kommúnistalanda í Austur-Evrópu, hefur hann lagt leið sina bæði til Kína og Kúbu, væntanlega í því skyni að leita þar fyrirmyndar að því þjóðfé- lagi, sem hann vill koma á fót hér á landi. 1 sama skyni mun hann hafa ætlað til * Norður-Víetnam, nánar til tekið Hanoi í sumar, og lagði af stað, en af einhverjum ástæðum þvæld ust Sovétríkin fyrir því, að hann kæmist á leiðarenda, þannig að ferðalangurinn við- förli varð að snúa til baka án þess að komast til Hanoi. Nú velta menn því fyrir sér, hvort Magnús sé fallinn í ónáð aust- ur þar, úr því að Rússar vildu ekki hleypa honum í gegmun land sitt á leiðinni til HanoL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.