Morgunblaðið - 09.09.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.09.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPT. 1967 MAYSIE GREIG: Læknirinn og dansmærin minntist á það. Og henni hnykkti við. Hún hafði verið al- in upp hjá föðursystur sinni, sem var prestkona. Fjárhættuspil var syndsamlegt, en hvernig gat hún ásakað Tim, sem var svo hros- andi og skemmtileguir og töfir- andi. Hvernig gat hún kallað hann syndara? Hún hafði reynt að telja sér trú um, að ef hann elskaði hana nægilega, myndi hann hætta við fjárhættuspilið, og taka til við eitthvert almennilefft starf. En sú von hafði farið minnkandi eft- ir þvi sem mánuðurnir liðu. Og nú vissi hún, að þetta mundi aldrei lagast. En það var tilhugs un, sem hún þorði ekki að horf- ast í augu við. Hún hafði lifað áhyggjulaus, dag frá degi, og notið ástar hans, og allfaf von- að, að hann mundi hætta við spilamennskuna. En það leit ekki út fyrir, að hann hefði læknast af ástríðunni — og nú hafði hann tapað sín- um síðasta eyri. — Vesalings Timmy, hugsaði hún, en um leið var hún honum reið. Næstu dagar voru lengi að iíða. Hún áttti enga kunningja í Nice til að koma í heimsókn. En Sellier læknir kom á hverj- um morgni, og hún taldi heim- sókn hans hátíðastund hvers dags. Hann varð henni æ meiri ráðgáta og hún fann, að hún var farin að hugsa um hann í dagdraumum sínum, enda þótt hann talaði aðeins við hana sem læknir, án þess að gefa til kynna að hann hefði neinn persónu- iegan áhuga á henni. Að hann var tuttugu og átta ára gamall og ókvæntur jók enn á aðdrátt- arafl það, er hann hafði á hana. Einn daginn sagði hann við hana: — Hér kemur frú Aron Hennesy í dag að tala við yður. Hún á son, sem þarfnast eftir- lits. Hann heiitir Dickie, og er dálítið umsvifamikíll. En þetta ætti samt ekki að verða neitt erfitt verk. Þér getið komizt þarna að þegar þér farið héðan. Móðirin, frú Hennesy, segir yður nánar frá þessu. Hún er allra almennilegasa kona. Faðirinn, hr. Aron Hennesy, er dálitið eldri, en — hann glotti — veður í peningum. Þau ættu að geta greitt almennilegt kaup. Haldið þér, að þér vilduð t.aka að yður að líta eftir stráknum? Hún brosti til hans. — Ég vil taka að mér, hvað sem getur haldið mig með fæði og hús- næði. Og svo er ég hrifin af litlum strákum. — Ég held, að yður muni koma vel saman við Hennesy- fjölskylduna. Og auk þess getið þér þá haft samband við mig. Frú Hennesy er eitthvað veil fyr ir hjartanu, og ég kem þangað oft. Húsið þeirra er í Cap d'Antibes. Hún svaraði með þakklátum huga: — Þér hafið verið mér afskaplega góður, læknir. Ég veit ekki, hvernig ég get þakk- að yður. Verið þér ekki að hugsa um það, sagði hann hressilega. — Ég vona, að við verðum vinir eftir að þér eruð farin héðan. Hún dró andann djúpt. — Það vona ég líka, læknir. — Það er engin ástæða til þess, að fyrrverandi sjúklingur i geti ekki orðið vinur, sagði hann. Hver veit nema þér getið komið eitthvað út og borðað með mér, þegar þér eruð ekki önnum kafin við hann Dickie. Það eru margir skemmtilegir staðir hérna á ströndinni. Það eru góð veitingahús víðar en í borgunum. Við gætum til dæm- is ekið upp í fjöllin, og þar eru margir góðir staðir. Hvað segið þér við því? Hún brosti hlýlega og var þakklát. — Mér finnst þetta ágætis hugmynd, læknir. 3. kafli. Frú Aron Hennesy kom í heim sókn til hennar sama dag. Hún var falleg kona, innan við þrí- tugt. Hún hafði dökkt hár, fallega andlitsdrætti, blá augu og hlýlegt bros. — Ég er Grace Hennesy, sagði hún. — Sellier læknir sagði mér sð hitta yður. Við höfum starf handa yður, þegar þér losnið héðan. Sonur minn er orðinn of baldinn, til þess að ég geti ráðið við hann hjálparlaust. Hann tek ur það mikinn tíma, að ég get ekki staðið við öll boðin, sem ég þarf að fara í. Þessvegna þarf ég einhvern, utan starfsfólksins, til þess að sjá um hann. Sellier læknir benti mér á yður. Hann sagði, að þér munduð vera ágæt til þessa starfs. Við erum í góðu húsi og höfum fullt af þjónustu- fólki, svo að þér þurfið ekki að hafa of mikið fyrir. — Það er fallega gert af yður að bjóða mér þetta starfi, sagði Vvonne. — Ég vildi gjai^a reyna það. Frú Hennesy brosti til henn- ar. Brosið var glettnislegt. — — Það er þá ákveðið. Sellier læknir — dásamlegur maður — sagði, að þér munduð sleppa héð an eftir fáeina daga. Hvers vegna þá ekki koma bara beint :il okkar? — Jú, það væri ágætt. Ef þér ekki haldið mig vera of lasburða til að hlaupa á eftir ungum dreng. — En Sellier læknir gaf í skyn, að þér yrðuð orðin alveg góð um það leyti. — Ekki nægilega góð til að taka upp aftur mína fyrri at- vinnu. Grace brositi, með samúð. — Nei, það tekur víst lengri tíma. Ég viidi, að ég hefði séð yður dansa. Ég er svo spennt fyrir ölíu sem fram fer í leikhúsinu. Þegar ég var ung stúlka, vildi ég verða leikkona, en fjölskyld- an var því eindnegið andvíg. í stað þess giftist ég Aron. Brosið á henni var ofurlítið skakkt. — Það hefur sjálfsagt verið skyn- samlegt. Maðurinn minn er for- ríkur. Það er víst nokkurn veg- inn sama, hvaða kaup þér setjið upp. — Ég kann víst ekki að setja upp á það, sagði Yvonne. — Ekki sízt vegna þess, að ég verð víst hálfgert farlama til að byrja með. Viljið þér spyrja Sellier lækni, hvað mundi verða mátulegt. Frú Hennessy hló. Það var lík ast kvaki í fugli. — Svo að lækn irinn á ekki einasta að skrifa handa okkur lyfseðla, heldur líka ákveða kaupið yðar. En hann er alveg dásamlegur mað- ur — og svo laglegur. Það var hlýja í röddinni og bláu augun ljómuðu. Yvonne varð hissa. Var frú Hennessy skotin í lækninum? Nei, það gat ekki verið. Hún vissi ekki, hversvegna sér hefði dottið þetta í hug. Hitt vissi hún líka, að það var hægt að verða skotin í Sellier lækni. Hann var ekki einungis læknir, heldur hafði hann samúð og skilning til að bera, gagnvart sjúklingum sínum. Hún brosti með sjálfri sér, og hugsaði, að væri hún sjálf ekki ástfangin af Tim, hefði hún hæglega getað orðið ást- fangin af honum. Frakki, sem er útfarinn um alla Evrópu, get- ur verið aðlaðandi maður. Fimm dögum síðar sendu Hennessy-hjónin bíl og bílstjóra sinn til þess að sækja hana. Þeg ar hann hafði komið henni fyrir í bílnum og svo farangri henn- ar, sagði hann henni, að hann héti Jean Garcin. Þetta var snot- ur maður um hálfþrítugt, dökk- hærður og með stór, brún augu. Hann var hár, grannur, og íþróttamannlega vaxinn. Hann lét hana setjast í framsætið hjá sér. — Þér eruð dansmær og það fyrsta flokks, segir húsmóðir mín mér, sagði hann. — Mig hefur alltaf langað til að kynn- ast einhverri dansmey — raun- verulegri dansmey, en ekki þess- um stelpum, sem trítla nokkur spor í einhverjum klúbbnum og sýna sig næstum allsnaktar. Er þetta ekki afskaplega skemmti- legit? Það hlýtur það að vera. En auk þess að vera dansmær, eruð þér svo falleg stúlka, ef ég má vera svo djarfur að segja það. Hún brosti. — Því ekki það? Mér þykir afskaplega gaman á sviðinu, þegar ég er að dansa. Það er dásamlegt! En annars verður dansari að æfa sig mikið. Mér finnst mestallur tíminn fara í æfingar. — En þurfið þér ekki að •eyða miklum tíma í æfingar. Þér getið átt frí þegar þér þurf- ið ekki að líta eftir þessum litla óþekktarormi. Þá skal ég líka yður eitthvað út til að skoða yður um, þegar hjónin þurfa ekki að nota bílinn. Þau lofa mér oft að nota hann. — Hvar lærðuð þér svona vel ensku? spurði hún. Hann hló. — Ég fór til Eng- lands á unglingsaldri og vann þar hjá aðalsfjölskyldu. Ég hélt það úit í ein tvö áir, til þess að læra málið almennilega. En þeg ar mér fannst ég búinn að læra það nógu vel, fór ég aftur til Frakklands, til þess að fá mér at vinnu eitthvað svipað því, sem ég hef núna. Og það er gotit starf að vera bílstjóri hjá Hennessy milljónara. — Er hann raunverulega milljónari? Yvonne fyll'tist lotn- ingu. — Ég hef heyrt, að amerísk ir og enskir milljónarar væru hér víðsvegar um Miðjarðarhafs ströndina, en ég hef aldrei séð neinn þeirra sjálf. Hvernig er hann? . — Hann Aron Hennessy? Hann er góður húsbóndi — það má hann eiga. Maður um hálf fertuglt, frekar þéttvaxinn, en laglegur, þótt hann sé dálítið grófgerður í útliti. En hún Grace konan hans.... Hann yppi öxl- um og kyssti á fingur út í loft- ið, eins og ekta Fransari. — Það er nú kvenmaður, sem vert er um að tala. Þér hafið hitt hana, er það ekki? Bráðfallegur kven- maður, enda virðast kunningjar hennar itaka eftir því. — Á hún marga kunningja? Hann yppti aftur öxlum. — Við hverju væri að búast? Hún er allmörgum árum yngri en maðurinn hennar. Jú, hún á svei mér nóg af kunningjum. — Og manninum hennar er sama um það? — Því ætti honum ekki að vera sama? Honum er heiður að því, að karlmenn dragi sig eftir konunni hans. Falleg kona verð- ur að eiga hóp af aðdáendum — jafnvel elskhugum — annars er hún ekki neitt neitt. — Það er vist skoðun flestra Frakka, sagði Yvonne. — Ef Englendingar og Ame- ríkumenn vilja koma hingað og setjast hér að, verða þeir að laga sig eftir frönskum siðvenj- um, sagði Jean. — Og auðvitað gera þeir það, annars hefðu þeir verið kyrrir heima hjá sér. — Haldið þér ekki, að þeir komi hingað mest vegna lofts- -lagsins? Hann yppti aftur öxlum og hló. — Vitanlega höfum við indælis lof.tslag hérna, en fæstir þeirra, sem hér eru, koma vegna þess. Þeir koma sér til skemmt- unar, af því að þeim leiðist heima hjá sér. Frúnni leiðist sýnilega maðurinn sinn, enda þótt þetta væri ágætis ráðahag- ur, þegar hún var að giftast hon um — ég á við hagsmunalega. — En maðurinn.........er hon- um alveg sama um þetita? — Hann kann að hafa sér eitt hvað til afþreyingar sjálfur — hver veit? sagði Jean og glcxtti. Vi.lla Bella var stórt og skraut legt hús, og kringum það falleg- ur garður. Þarna lá braut upp að húsinu, margir bílskúrar og stór forskáli. Marglitir garðstól- ar voru þar á víð og dneif. Fram dyrnar voru opnar. Þegar bíllinn stanzaði, kom drengur þjótandi út um fram- dyrnar, klæddur í kúrekaföt, og ógnaði þeim með platbyssu. — Upp með hendurnar! sagði han-n. — Þið eruð fangar mínir! Yvonne hló. Þetta var geðslegt barn með rauðleitt hár og frefcn óttur í framan. — Við vitum ekki fyrir hvað við erum kærð. Þú getur ekfci tekið okkur til fanga nema hafa einhverja kæru á okkur. — Innbrot og þjófnaðuT, sagði hann, en bætti svo við: — Eírt þú nýja kennslukonan mín? — Það er ég, sagði hún. — Ætlarðu að hata mig mjög mik- ið? — Ekki nema' þú bannir mér að gera það, sem mig langar til að gera, svaraði hann snöggt. — Mamma hefur sagt mér frá þér. Þú ert dansari, er það ekki? - Ég var það, þangað til ég meiddi mig á fætinum. — Hvernig ertu núna? Get- urðu gengið? — Ég væri héma ekki ef ég gæti ekki gengið, sagðd hún. — Og bráðum get ég líka hlaupið. Svo bætti hún við: — Ég er viss um, að þá get ég líka náð í þig. Hann skríkti. — Mamma reyn ir stundum að ná í mig. Stund- um getur hún það. En pabbi hef- ur ekki roð við mér. Hann seg- ist skulu ná í mig, og ég segi: — Náðu þá í mig. En hann getrur það aldrei. Pabbi vesalingurinn er farinn að eldast. Ég er íeginn, að þú skulir ekki vera mjög göm ul, ungfrú Jason. — Kallaðu mig Yvonne og við skulum vera vinir — virkilegir vinir. Hann hikaði en rétti síðan fram höndina. — Gott og vel, þá skulum við vera kunningjar. Þau tókust svo innilega 1 hendur og bæði hlógu. Hún Snyrtisérfræðingurinn Madame Colette Petitjean frá LANCÓME %W® verður stödd í verzlun- inni í dag frá kl. 9 — 12 og mánudag og þriðju- dag allan daginn. 'k Vesturgötu 2 — Sími 13455.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.