Morgunblaðið - 09.09.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.09.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPT. 1967 15 i í BANDARÍKJUNUM segja menn, að sé sumarið heitt, megi búast við uppþotum og óeirðum negra í stórborgum þar í landi. Sú varð og raun- in í sumar. Hitinn var mikill og verstu kynþáttaóeirðir í sögu Bandaríkjanna urðu í Detroit —, þar sem líklega hefur verið unnið meira starf að því að bæta hlutskipti negranna en í flestum öðrum borgum Bandaríkjanna. Þjóðir, sem ekki hafa kynnzt því vandamáli af eigin raam, að skapa ólíkum kynþáttum jöfn lífsskilyrði, hafa löngum talið sig hafa efni á að gagnrýna Bandaríkjamenn fyrir meðfierð þeirra á blökkumöninum. Bretar enu einkar glöggt dæmi. Fyrir aðeins rúmum áratug var I Þáttur í herferð Johnsons Bandaríkjaforseta gegn fátækt er svonefnt „Head Start Program“, en algengt að heyra í Bretlandi skv. því eru börn 4—6 ára, sem þess þurfa með undirbúin undir skólagöngu. Bæði hvít böm þunga gagnrýni á hvíta og svört frá fátækum heimilum verða aðnjótandi þessa starfs en í grein þessari er fyrst og fremst menn í Bandaríkjunumi fyrir af- fjallað um negra og hlutskipti þeirra. Myndin er tekin í Atlanta, Georgiu og sýnir bæði stöðu þeirra til svarta kynþátt- I svört og hvít börn, sem taka þátt í „Head Start“ ásamt kennslukonum. „Veiztu hvað er í krukkunni"? — Frásögn af hlutskipti negra í Bandaríkjunum og viðtöl við Ceorge Wallace, fyrrv. ríkisstjóra, ,stórdi eka' Ku Klux Klan ofl. arins. Nú á síðustu árum gætir slíks ekki jafnmikið og áður, einfaldLega vegna þess, að Bretar hafa kynnzt vanda- málinu. Þangað hefur verið stríður straumiur litaðs fólks frá fyrri nýlendum Breta, teomið hefur til alvarliegra átaka milli hvítra manna og dökkra og Bret- ar hafa gripið til þess ráðs að takmarka mjög fj'ölda þeirra, sem flytjast mega til landsins frá þessum löndum. f þessari grein verður ekki leitazt við að fella dóm um sam- skipti hvítra manna og svarbra í Bandaríkjunum, aðeins lýst því, sem fyrir augu har á nokkurra vikna ferð um landið og skýrt frá viðtölum við hvita menn og svarta, sem á einn eða annan hátt eru tengdir kynþáttavanda- málunum þar í landi, stanfa að lausn þeirra, eða berjast gegn jafnrétti svartra manna. Ástæða er til að skýra frá því í upphafi, sem vakti sérstaka at- hygli greinarhöfundar, að svo virðist, sem Suðurríkjamenn hafi mun meiri skilning og inn- sýn í þessi mál en fólk í öðrum hlutum Bandaríkjanna. Afstaða Suðurríkjamanna til sambúðar kynþátbanna, hefur löngum sætt mikilli gagnrýni, en það var í samtölum við fólk í Suðurríkj- unum, sem greinarhöifundur fór fynst að gera séir gnein fyrir víð- femi og dýpt þess mikla, flókna og margþætta vandamáls, sem sambúð hvítra manna og svartra í Bandaríkjunum er. Vandamál stórborganna. Kynþáttamálin í Bandaríkjun- um eru nú orðið nátengd vanda- málum stórborganna þar í landi. Vandamálið er ekki lengur ein- göngu andúð hvítra manna á svörtum, heldur stórfellt félags- legt og efnahagslegt vandamál. Negrar frá Suðurríkjunum hafa streymt í stríðum straumum til stórborganna í norðri, í von um atvinnu og betra líf. Þessir fólks- flutningair hafa valfalaust létt mjög á Suðurríkjunium, en um leið skapað slík vandamál í stór- borgunum í norðri, að þau virð- asit nær óLeysanleg. Fyrstu verulegu kynni mín af hlutskipti negra í stórborgum Bandaríkjanna voru eina morg- unstund í St. Louis í Misisouri. Ég fór í fylgd með kunnugum manni um fátækrahverfi borg- arinnar. Því sem fyrir augu bar er erfitt að lýsa. Húsakostur er slíkur, að ég trúði því vairla, að um mannabústaði væri að ræða, en fylgdarmaður minn fullyrti, að í þessu væri búið, og ekki aðeins það, heldur yrðu ibúarnir að greiða töiuvierða leigu fyrir, en eigendur húsanna yfirleitt búsettir víðs fjarri; jafnvel í öðr um landshlutum. í þessu hverifi var fyrir 12 árum gert myndar- legt átak til þess að bseta aðbún- að fólksins og byggð fjölmörg stórhýsi, þar sem nú búa um 14 þúsund manns. Þetta fólk >greiðir leigu fyrir íbúðir sínar, en sú leiga er mismunandi eftir því, hve miklar tekjiur 'hver og einn hefur. En það gefur nokkra hug- mynd um hvers konar verkefni hér er fyrir höndum, að mér virt ust þessi húsakynni sízt betri en áratugagamlir hjallar rnieð brotn um rúðum, sem hvarvetna blöstu við. Þessi stórhýsi litu vel út að utan, en þegar inn var komið varð ég gagntekinn slíkri innilokunarkennd, að ég varð þekri stund fegnastur, þegar ég komst út aftur. í hverri ibúð býr nefnilega gífurlegur fjöldi fólks, ef til vill 10-lS manns í .litlum ibúðum, því að fjölgun er mjög ör hjá svörtu fólki þar í landi. í þessu hverfi hefur kaþólskur prestur unnið mikið og gott starf um nokkurra ára skeið. Unglingum í hverfinu er séð fyriir heilbrigðu tómstunda- sbarfi, svo að þeir alist ekki ein- göngu upp á götunni. Presbur- inn hefur beitt sér fyrir því með al fólksins sem þar býr, að gömul hús -eru endurbætt þannig, að þau verði sómasam- legir mannabústaðir. Þetta is.tarf var í fyrstu unnið í smáum stíl, en nú hefur verið sett á stofn sérstakt fyrirtæki, sem kaupir gömul og úr sér gengin hús, end- urbætir þau og selur þau aftur. En jafnvel slíkt starf er ekki tekið út með sældinni. í fyrsfu var tiltölulega auðveLt að kaupa göm'ul hús fyrir litið verð, en nú hafa athafnasamir kaupsýslu- menn veitt þessu starfi nokkra athygli, keypt upp mörg hús í hverfinu og krefjast mikillar fjárhæðar fyrir hvert hús. Braman, borgarstjóri í Seattle, sagði mér, að þróunin væri í stuttu máli á þá leið, að eftir því sem negrunum fjölgaði tæki hvíta fólkið sig upp og flytti í betri borgarhverfi í útborgun- um en negrarnir væru eftir í gömlu hverf'Unum, afvininulaus- ir og illa menntaðir. Þeim fjölg- ar stöðugt og hin félagslegu vandamál, sem fylgja í kjöilfarið eru risavaxinn. Án menntunar er erfitt að fá vinnu og án vinnu og nokkurra tekna hefur fólkið nánast enga von um betra hlut- skipti í lífinu. Iðjuleysi skapar ný vandamál og vonleysið brýzt út í ýmsum myndum, m.'a. þeim sem ,sjá mátti í Detroit og New- ark í sumar. „Bnenndu, brenndu" segir H. Rap Brown, einn helzti ofstækismaður í röðum banda- rískra negra, og það ögrunar- ‘hróp finnur rikan hljómgrunn meðal fólksins í fátækrahverf- unum í stórborgum Ba.ndaxíkj- anna. Heil borgarhverfi eru lögð í rúst, fólk er drepið og þeix sem verðia fyrir mestu tjóni eru negrarnir sjálfir. Það er þó mikill misskilning- ur, ef menn halda, að slíkt sé hlutskipti iflestra negra í Banda- ríkjunum. Hvar sem komið er má sjá falleg og nýtízkuleg borgar- hverfi, þar sem einungis svartir menn búa og þau hverfi standa í engu að baki hinum hvitu borg- arhlutum. Fyrir tveimur árum urðu mjög alvarlegar óeirðir í Watts, negrahverfi í Los Ang eles. Ég ók í nokkrar klukku- stundir um það hverfi (eftir að bifreiðinni hafði verið læst rækilega að innanverðu) og gat satt að segj'a ekki gert mér grein fyrir því, hvers vegna negrarnir í því hverfi höfðu efnt .til óeirða, þar sem borgarhverfi þetta er hið þokkalegasta að sjá. Mér var síðar sagt, að hin félagslegu vandamál þar hefðu verið mjög víðtæk, mikið atvinnuleysi, mikl ar barneignir, börnin óskilgetin o. s. frv. Aðskilnaður hvítar og svartra. Með sögulegum dómi Hæsta • réttar Bandaríkjanna 1954 var brautin irudd til þess að afmá aðskilnað hvítra manna og svartra í Bandaríkjunum. En í hverri einustu borg, sem teomið var í, var sagan sú sama. Urn leið og niegrar flytja í hverfi, sem áður hefur verið alhvítt byrja hvítu mennirnir að flytjast í burtu. Og að nokkrum áruvn liðnum er hverfið orðið svait. Fasteignir falla í verði um leið og negrarnir flytja inn, hvita fólkið verður hrætt og selur hús sín og flytzt í önnur hverfi. í Los Angeles hitti ég hjón, seru bjuggu í sama hverfi í 10 ár. Um það bil, sem þau fluttu þangað Framhald á bls. 17 Hvers konar menntun er lykillinn að lausn kynþáttaniálanna í Bandaríkjunum. Þessi mynd er tekin í Detroit þar sem alvarlegar kynþáttaóeirðir urðu í sumar. Ungur blökkumaður er að læra meðférð véla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.