Morgunblaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPT. 1067 s s i I 'Úitgefaðndi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími lOdOO. Aðalstræti 6. Sími 02-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. LANDSPROF OG FRÆÐSL UMÁL TyTokkrar umræður hafa ver- ’ ið í blöðum undanfarið um landspróf og kennslu- hætti og má segja, að gleði- legt sé, að skoðanaskipti fari fram um skólamál hér á landi. Enginn þarf að fara í grafgötur um, að mörgu er ábótavant í skólakerfi okkar og nauðsynlegt að bæta þar úr, svo að það verði ekki úr- elt og hætta verði á að við drögumst aftur úr í mennta- málum. Allar þjóðir heims kappkosta að mennta æsku sína, þær vita, að undirstaða framfara er aukin menntun uppvaxandi kynslóðar. Raun- ar mætti segja, að aukin menntun sé bezta fjárfesting nokkurs þjóðfélags. Fræðslumálin hljóta að vera undir smásjánni í landi, þar sem jafn mikill áhugi er á menntun og menningu og hérlendis. Frá fornu fari hafa íslendingar kappkostað að mennta æsku sína og hér hef- ur ávallt legið í landi virð- ing fyrir menntun og menn- ingarlegu uppeldi æskunnar. Nú er nokkuð um liðið síð- an fræðslumálin voru endur- skoðuð frá rótum. Sýnist því vera kominn tími til að taka þau mál rækilegum tökum og brjóta til mergjar hvað gera þurfi, til þess að við höldum í horfinu. Umræður um fræðslumál eru nauðsynlegar og vonandi eiga þær eftir að ýta við ýmsum og sýna mönn um fram á, að mörgu er ábótavant. T. d. er enginn vafi á því, að of snemmt er að ákveða með landsprófi, hvort unglingar fái tækifæri til að hljóta háskólamenntun eða ekki. Allir vita, að ungl- ingar á landsprófsaldri eru á margan hátt óþroskaðir, og nauðsynlegt er að laða þá frekar að skólunum, en ekki, eins og oft vill við brenna hjá okkur, beinlínis hrinda þeim frá námi með óbilgjörnunf prófum, sem eiga meira skylt við skæruhernað en menntun. Þurfa forráðamenn fræðslu- mála að athuga mál þetta nið- ur í kjölinn, svo að íslenzkur æskulýður verði örvaður til þess að hljóta þá beztu menntun, sem hann getur fengið. Hér duga engin vettl- ingatök, heldur róttæk bylt- ing. Framtíð íslenzku þjóðar- innar veltur raunar á því, að Stúdentspróf er ekki aðeins nauðsynlegt þeim, sem vilja ljúka háskólaprófi, heldur einnig, og ekki síður, ýmsum öðrum þjóðfélagsþegnum, t. d. þeim sem taka vilja þátt í atvinnulífinu, bæði til lands og sjávar. Aukin menntun ungs fólks á íslandi auðgar þjóðlífið og fegrar það, svo ekki sé aftur minnst á þá fjárfestingu, sem í henni felst. LANDKYNNING OG SALA Á ÍSL. FRAM- LEIÐSLUVÖRUM flér á landi er oft um það ■*""rætt. að þetta eða hitt sé góð landkynning eða slæm og kemur glögglega fram í slík- um umræðum þörf fámennr- ar þjóðar, sem býr í af- skekktu landi, að láta hinn stóra heim vita um tilveru sína. En þrátt fyrir ýmsa til- burði til landkynningar á er- lendri grund er staðreyndin samt sú, að ísland og íslenzk þjóð eru lítt þekkt meðal fólks í öðrum löndum. Þekk- ing annarra þjóða á okkur er að líkindum mun minni en við sjálfir ímyndum okk- ur. í sumum löndum til dæmis Bandaríkjunum er starfsemi Loftleiða eina ástæðan til þess, að fólk hefur einhverj ar hugmyndir um ísland, ann- ars staðar vita menn, að hér á landi eru hverir og jöklar og enn annars staðar, að við eigum merkar bókmenntir, fornar. Það kann að særa stolt okkar, þegar við kom- umst að raun um hve lítt þekkt íslenzka þjóðin er, en meira er í húfi, — sala á framleiðsluvörum okkar er- lendis. Ólíklegt er, að húsfreyjan í Evrópu eða Bandaríkjunum kaupi íslenzkan fisk, ef hún þekkir ekkert til lands og þjóðar. Þess vegna er það mikilvæg forsenda þess, að hægt sé að auka sölu á neytendamörkuðum Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku, að kaupandinn minnist ein- hverra sérkenna landsins sem auka traust hans á vörunni. Því marki er hægt að ná með því að gera hvoru tveggja í senn, aug- lýsa vöruna og kynna einhver Þjóðaratkvœðagreiðsla í Gíbraltar í dag — Búizt við því að íbúar nýlendunnar kjósi áframhaldandi yfirráð Breta Á sunnudag verður geng- ið til kosninga í síðustu nýlendunni sem enn er við líði á meginlandi Evrópu, Gíbraltar. Eiga íbúar ný- lendunnar þá að gera það upp við sig, hvort þeir kjósi heldur að Gíbraltar lúti áfram brezkum yfir- ráðum um ókomna fram- tíð eins og nýlendan hefur gert æ síðan 1713, eða hvort þeir vilja sameinast Spáni, eins og stjórnin í Madrid gerir kröfu til. Útséð er um úrslit kosn- inganna að kalla má. Bæði stjórnarflokkurinn í nýlend- unni og stjórnarandstaðan hafa tilkynnt opinberlega að þeir séu hlynntir áframhald- andi yfirráðum Breta og ef dæma má eftir hinum mörgu vígorðum er lýsa yfir fylgi við Breta sem hefur verið fest upp um veggi í Gíbraltar, virðist fólk þar almennt vera sama sinnis. Þj óðaratkvæðagreiðslan í Gíbraltar er nokkurs konar bráðabirgðalausn deilu sem nú er nærri jafngömul brezk- um yfirrá’ðum í Gíbraltar og áfangi í reiptogi Breta og Spánverja undanfarin ár um þessar 22.000 sálir sem í ný- lendunni búa. Þetta reiptog hófst fyrir um það bil hálfu öðru ári, er Bretar og Spán- verjar hófu samningaviðræð- ur um framtíð nýlendunnar að tilhlutan nýlendumálanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þá 18 mánuði sem síðan eru liðnir hafa Spánverjar lagt áherzlu á tilkall sitt til Gíbraltar með því að gangast þar fyrir ýms- um ráðstöfunum íbúunum til óþæginda, s. s. takmörkunum á umferð um landamærin og banni gegn flugi brezkra véla yfir tiltekin svæði á leið til Gíbraltar. Spánverjar færa fram ýmis rök til stuðnings tilkalli sínu til Gíbraltar. Jarðfræðilega er nýlendan hluti af Spánar- skaga og miðstöð smygls inn í landið. Auk þess segja þeir brezk yfirráð yfir Gíbraltar úreltar leifar nýlenduveldis fyrri tíma og telja að Spán- verjum stafi jafnvel hætta af virki Breta þarna, þar sem líkur séu á því að það gæti orðið fyrir kjarnorkusprengju árás ef stríð skylli á. Auk þess bendir Spánarstjórn á það, að samkvæmt samningi þeim er gerður var 1713 og heimilaði Bretum yfirráð yfir Gíbraltar, eigi Spánn forgangs rétt til nýlendunnar, láti Bretar hana af hendi. Þa'ð er skoðun Spánarstjórnar að þetta hafi Bretar þegar gert, er þeir veittu íbúum nýlend- unnar sjálfstjórn því nú býr nýlendan að eigin þingi og eigin stjórn þótt hún hafi að vísu líka brezkan landstjóra. Bretar benda aftur á móti á það að í Utrecht-samning- um frá 1713 sem áður gat, sé skýrt tekið fram að Bretar skuli eiga Gíbraltar „um alla framtíð" og minna jafnframt á að bæði stjórnarflokkurinn í nýlendunni og stjómarand- staðan séu hlynnt áframhald- andi sambandi við Bretland, eins og koma muni í ljós við þjóðaratkvæðagrei'ðsluna nú í dag og þá muni hvorki Spánn né Sameinuðu þjóðirnar geta lengur farið í grafgötur um hug íbúanna. Á vettvangi S.Þ. hefur sú ákvörðun Breta að láta fram fara þjóðaratkvæðagreiðslu í nýlendunni hlotið heldur fá- legar undirtektir. Nýlendu- málanefnd S.Þ. samþykkti í fyrri viku ályktun þar sem segir að þjóðaratkvæðagreiðsl an stríði gegn tilmælum nefnd arinnar til Spánar og Bret- lands um að leysa deilumál sitt me'ð beinum samninga- viðræðum. Spánverjar telja þjóðaratkvæðagreiðsluna ólög lega á þeim forsendum að nú- verandi íbúar nýlendunnar séu ekki þeir sem þar beri búseta að réttu lagi. Svo háttar nefnilega til að hinir upprunalegu íbúar Gí- braltar flýðu þaðan þegar Bretar fengu nýlenduna og stofnuðu bæinn San Roque hinum megin landamæranna. Núverandi íbúar nýlendunn- ar eru afkomendur ítala, Möltumanna og Gyðinga, sem byrjuðu að setjast að umhverf is virki Breta á 18. öldinni. Spánverjar eru þeirrar skoð- unar að þetta fólk hafi ekki rétt til þátttöku í atkvæ'ða- greiðslu á borð við þá sem fram eigi að fara í nýlendunni í dag. Segja þeir ákvörðun Breta rjúfa eðlilegan gang mála í nýlendunni og hægfara aðskilnað hennar frá Bretum og segja atkvæðagreiðsluna hafa þann einn tilgang að tryggja Bretum áframhald- andi yfirráð yfir nýlendunni. Fari svo að þjóðaratkvæða- greiðslan leiði í ljós hug Gí- braltarbúa á áframhaldandi yfirrá'ðum Breta, eins og við er búizt, hafa Bretar boðizt til að ræða við yfirvöld í ný- lendunni um hugsanlega breytingu á stöðu nýlendunn- ar og sambandi við Bretland ef yfirvöldin óski þess. Spán- verjar hafa einnig æskt samn- ingaviðræðna við brezk yfir- völd, svo nokkuð langt virð- ist enn í land til þess a'ð Gíbraltar-málið leggist í þagn argildi. Tekur Hanoi við erlend- um sjálf boöaliðum ? — 12 ára börn r her skœruliða Hanoi og Saigon, 6. sept. AP-NTB ÁREIÐANLEGAR heimildir í Hanoi hermdu í dag, að hugsan- legt væri, að stjórn N-Vietnam tæki við erlendum sjálfboðalið- um í baráttunni gegn S-Vietnam og bandamönnum þess. Talið er að flugherinn sé eina deild hers ins, þar sem þörf er fyrir sjálf- boðaliða. Talið er að það verði sett sem skilyrði, að erlendu sjálfboðaliðarnir hlýti n-viet- namískri herstjórn. Ekki verður gripið til þessara ráðstafana, nema um frekari útvíkkun verði að ræða á styrjaldaraðgerðum í Vietnam. Erlendir fréttamenn í Hanoi segja, að ef til komi, að tekið verði við sjál'fboðaliðum, muni þeir áreiðanlega koma frá mörg um löndum, og að Hanoi muni þannig reyna að halda jafnvæg- inu í samskiptum við önnur kommúnistalönd. Vitað er að þegar starfa margir erlendir sér fræðingar með N-Vietnammönn- um. Skæruliðaherdeild, sem í voru margir kornungir piltar, all.t niður í tólf ára að aldri, gerði í dag örvæntingarfulla árás á héraðsborgina Tam Ky í norð- urhluta S-Vietnam. 019 skæru- liðar voru stráfelldir áður en þeir hörfuðu aftur. Blóðugir götubar dagair geisuðu í 4 klukkustund- ir. Skæiruliðarnir réðust inn í borgina á 5 stöðum, en stjórnair- hermenn snérust þegar til varn- ar. 9 S-vietnamar féllu og 40 særðust. Skæruliðairnir ætluðu að ráðast á héraðsfangelsið í borginni til þess að frelsa 500 skæruliða, sem þar eru í haldi. Allmargir hinna föllnu voru pilt ar, ekki eldri en 12 ára, og með- al fanganna í fangelsinu eru nokkrir 13—14 ára drengir. Bendir þetta til þess að mikill skortur sé nú á mönnum í her skæruliða, og því séu þeir farn- ir að taka börn í her sinn. mikill meirihluti íslenzkrar æsku hljóti haldgóða mennt- un og sýnist nógur tími að ákveða í háskóla, hvort nem- endur hafa hæfileika til að taka embættispróf eða ekki. sérkenni landsins. Spyrja má t. d., hvort ein- hverju af því fjármagni, sem ríkið ver á ári hverju til landkynningar, yrði betur varið með því að stuðla að auglýsingaherferð í þágu ís- lenzkrar framleiðsluvöru. sem um leið yrði mikilvæg landkynning. Auglýsingar og traust á því landi, sem framleiðslan er frá, eru lykillinn, að hinum stóru neytendamörkuðum beggja vegna Atlantshafsins. Og þótt íslenzk útflutnings- samtök verji töluverðu fé til auglýsinga á ári hverju verð- ur að segja þá sögu eins og hún er, að sú auglýsingastarf- semi virðist ekki ná að neinu teljandi marki til almennings í helztu viðskiptalöndum okk- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.