Morgunblaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPT. 1967 J' 10 ! MEXICO — eða fullu nafni Bandaríki Mexieo, sem á spænsku heitir Estados Unidos Mexieanos, verður vettvangur mestu Olympíuleika og þar munu fræknustu íþróttamenn og konur heimsins fylkja liði og mætast til átaka að rúmu ári liðnu, eða í októbermánuði 1968. Margir hafa gagnrýnt þá samþykkt alþjóða Olyimpíu- nefndarinnar að balda Olympíu leikana 1968 í Mexico. Sú gagn- rýni stafar einkum af því, að Mexicoborg er byggð á hásléttu 2400 m yfir sjávarmáli og hið þunna loft í þeirri hæð hefur mikil og margvísleg áhrif á getu íþróttafólksins. Hafa sumir íþróttamenn hreinlega gefizt upp við æfingar fyrir næstu leika, en aðrir bafa iagt á sig margvíslegar aukaæfingar til að venjast loftþynningunni. „Reynsluleikar" hafa verið haldnir í Mexico, þar sem vís- indamenn hafa rannsakað áhrif loftþynningarinnar á afreksgetu íþróttamanna. Ýmsar þjóðir hafa sent íþróttafólk sitt til æfinga á stöðum sem liggja í svipaðri hæð og sannanlega hefur tug- milljónum króna ef ekki hundr- uðum milljóna verið varið til rannsókna og æfinga íþrótta- fólks, vegna hinna óeðlilegu og einstæðu aðstöðu sem í Mexico- borg er. En íþróttafólkið og þjóðir heimsins, sem beina athyglinni að Mexico í október á næsta ári munu líka kynnast sérstæðri menningu, aldagömlum venjum og einstæðu þjóðríki þar sem Mexikanar eru. Landið sjálft er stórt, meira en milljón ferkílómetrar, eða 10 sinnum stærra en ísland. Landið byggðu árið 1960 35 milljónir manna. Landið er hið þriðja stærsta af Suður-Ameríkuríkj- unum, næst á eftir Brasilíu og Argentínu, Það er fimmtungur af stærð Bandaríkjanna. Nafn landsins er dregið af nafninu Mexitli, sem er heiti stríðsguða Aztekanna. Mexico er langt land og mjótt, andstæðurnar í landslagi og landsgæðum gífurlegar. Þar eru auðnir og eldfjöll og þar eru gróin héruð og búsældarmikil. Landið á nokkuð á fjórða þús- und kílómetra landamæri við Bandaríkin. Landið er nálega 3000 km að lengd en þar sem það er mjóst eru 135 mílur eða tæplega 200 km milli Mexico- flóa og Kyrrahafsins. fbúar Mexieo eru „blendnir menn og kjarnakonur" eins og Hagalín komst að orði. Þrír fjórðu hlutar þeirra eru svo- kallaðir Mestízar, sem að hluta eru Indíánar en að hluta hvítir menn. 15 af hundraði íbúanna eru af hreinum Indíánaættum en 10 af hundraði eru hvítir menn. Mestízum fjölgar en Indí- ánum fækkar, segir í alfræði- orðabók. Þar sem víðast annars staðar liggur fólksstraumurinn til borganna. Árið 1960 voru 50.7% íbúanna búsettir í borg- um, 49.3%í sveitum. Þéttbýlast er á hásléttunni umhverfis Mexicoborg en Veracruz, fyrir botni Mexicoflóa er þéttbýlasta fylkið. Mikil stéttaskipting er í Mexico. Aðallinn, sem er fá- mennur hópur hvítra manna á flestar jarðir í landinu og mik- inn auð. Mestízarnir og Indí- ánarnir, meginhluti þjóðarinnar býr við fátækt og erfið kjör. f Mexicoborg eru 3 milljónir íbúa og er langstærst borga landsins. Næststærst er Guadlaj- ara með 750 þús. íbúa. Vegna legu sinnar og hæðar státar Mexico af einstæðu lofts- lagi. í raun og veru eru 3 loft- lagsbelti í landinu. Við strend- urnar og upp í 100 m hæð er hitabeltisloftslag, frumskógar og að mestu ólíft. í 1000 til 2000 m hæð er „tempraða lofrslagsbelt- ið“ sem er næstum óbreytilegt árið um kring, milt og gott. Á hásléttiun.um er breytilegt lofts- lag, kallað „tierra fría“ eða „kalda landið“. Þar verða Olym píuleikarnir að ári og talinn er sá árstími sem unaðslegastur er, allt í blómasikrúði sólskinsins. Mexikanar hafa löngum kom- ið öðrum þjóðum á óvart, og það munu þeir án efa einnig gera við framkvæmd Olympíuleikanna að ári. Sá, em þessar línur ritar hefur hitt forráðamenn Mexi- kianskra íþróttafréttamanna á al- þjóðaþingi og leið varla sá dag- ur þinghaldsins að mexíkönsku fulltrúarnir kæmu öðrum full- trúum ekki þægilega á óvart með alls kyns tiltektum og at- höfnum, gjöfum o. fl. Spænsku sæfarendurnir, sem fyrstir Evrópumanna komu til Mexco stóðu einnig höggdofa er þeir kynntust glæsileik mexi- kanskra hátíðahalda og þeirri aldagömlu menningu sem mexi- kanska þjóðin bjó við. Sögu þeirrar menningar má rekja til ársins 900 fyrir Krist. Hin sér- stæða menning Mexikana, sem þróazt hefur í vísindum og list- um, á rætur sínar að rekja til Anahuac dalsins þar sem sér- stæður þjóðflokkur skapaði eigið ríki með siðum og venjum, sem Evrópumenn höfðu aldrei áður kynnzt. Enn eru til ýmis meist- Fegurð, mýkt, hraði araverk í byggingarlist frá þeim tímum. Cuicuilco hét aðalmenn- ingarmiðstöð Forn-Mexikana. Hún grófst í hraunstraumi frá eldfjallinu Xitle og var „týnd“ í margar aldir. Hluti þessa svæð- is hefur nú verið grafinn upp. Nálægt þessum stað, þar sem mexikönsk menning á rætur sín- ar og þar sem Mexikanar fyrr á öldum tignuðu guði sína, hafa Mexikanar 20. aldarinnar byggt háskóla sinn, stolt nútímamenn- ingar í Mexico. Skólinn hefur til umráða 7,3 millj. feirmetra lands og á svæðinu hafa verið ■m Olympíuleikvangurinn 1968 reistar um 50 byggingar, sem hýsa 20 skóladeildir, auk alls annars aðbúnaðar nemenda og kennara. Þar eru 7 rannsóknar- stofnanir og bókasafn. 85 þús- und nemendur eru í skólanum og stöðugt berast fieiri umsókn- ir um skólavist en hægt er að sinna. Skólagjöld eru lág og há- skólavist því nær ölium mögu- leg. Mexikanar leggja ekki ein- göngu áherzlu á andlega mennt heldur og líkamlega. Á hinu glæsilega háskólasvæði er full- komin aðstaða til iðkunar allra íþrótta. Þar eru æíing-avellir fyr- ir frjálsíþróttamenn, 4 knatt- spyrnuvellir, völlur fyrir „base- ball“, 12 körfuknattleiksvellir, þar sem einnig má iðka blak, 12 tennisvellir, 10 handboltavellir, íþróttahöll með gólfl'öt 30—60 m að stærð, stór sundlaug með áhorfendasvæði fyrir 5.600 manns og 4 aðrar minni laugar fyrir dýfingar, sundknattleik og byrjendakennslu. Hin stærsta þeirra ,sem er af alþjóðlegri stærð er mjög vel útbúin. Vatnið er sérstaklega hreinsað og hitað upp og þó að þurfi 5000 lítra til að fylla laugina endurnýjast vatnið á hverjum tímum. Olympíuleikvangurinn 1963 er einnig á landi háskólans. Ýmsar umibætur fara nú fram á vellin- um, m. a. er áhorfendasvæði hans stækkað svo að hann mun rúma 100 þús. manns í sæti. Unn- ið er að gerð sérstakrar heiðurs- stúna fyrir tigna gesti auk ann- arrar fyrir starfsmenn og blaða- menn. Verið er að setja upp flóð- lýsingu, sem verður ein sú full- komnasta sem nú þekkist, auk margs konar annárs tækniútbún- aðar, sem mun gera Olympíu- leikana 1968 ógleymanlega. Utan við völlinn er einnig unnið að stæði fyrir 6000 bifreiðir og er þannig fyrir komið að hvaða bif reið sem er getur ekið á brott hvenær sem er. Unnið er einnig að sérstökum umferðabrautum að veliinum. Mexikanar hafa annars ekki þurft að leggja í eins dýrar bygg ingarframkvæmir í samibandi við Olympíuleikana og aðrar þjóðir hafa þurft að gera. Er það m.a. vegna hinna fullkomnu íþróttaaðstöðu sem háskólinn í Mexico hefur kiomið upp. Þeir þurfa þó að byggja íbúðarhverfi fyrir íþróttafólkið, en búizt er við að allt að 8 þúsund þátttak-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.