Morgunblaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPT. 1967 MAYSIE GREIG: ^ Læknirinn og dansmærin fann, að sér mundi bara líka vel að líta eftir Dickie. Graoe Hennessy kom nú út um fordyrnar. Hún var mjög falleg og næstum of ung til þess að geta verið móðir Dickies. — Velkomin, ungfrú Jason. Herbergið yðar er tilbúið handa yður. Hafið þér verið að vingast við Dickie? — Já, það hefur hún svei mér sagði Dickie. — Hún ætlax að lofa mér að kalla sig Yvonne. — Þú mátt nú ekki vera of frekur við ungfrú Jason, Dickie, sagði móðir hans aðvarandi. — Hvers vegna ekki? Hún sagði mér að kalla sig Yvonne. Við erum kunningjar. Frú Hennessy brosti til Yvonne. — Þér hafið ekki verið lengi að því að vingast við snáð- ann okkar. En það kemur stund um fyrir að það þarf að taka hann föstum tókum. Og ég vona, að þér verðið nógu einbeitt við hann, ungfrú Jason. — Æ, farðu nú ekki að eyði- leggja þetta allt fyrir okkur, mamma. Ég sagði þér, að við Yvonne erum vinir. Ég ætla að gera það, sem hún segir mér — ef eitthvert vit er í því. — Það er ekki þitt að ákveða, hvort vit er í því eða ekki. Þú verður að læra að hlýða, Dickie. Grace hafði brýnt raustina. Hann yppti öxlum og sagði: — Ég vil ekki þurfa að hlýða neinu um. En ef einhver sem ég kann vel við, þá geri ég það sem hann segir. Yvonne tók fram i. — Það er rétt, Dickie. Þannig skulum við hafa það. — Viljið þér ekki koma inn í setustofuna og fá te eða kaffi? sagði Graoe Hennesy. — Maður- inn minn er heima. Ég vil gjarna, að þér hittið hann. Yvonne tautaði eitthvað á þá leið, að sér væri ánægja að hitta hann, og svo fór frúin með hana inn í aðal-forsalinn. Þetta var mjög skemmtilegur salur með gljáfægt gólf og litlar ábreiður á. Húsgögnin voru mjög nýtízku leg. Þarna var mikið af blómum, og svo nokkur ágæt málverk, eftir Picasso og annað eftir Monet. — Hér er ungfrú Jason, Aron. Ég kiem með hana til þess að kynna ykkur. Stór, stirðvaxinn maður stóð upp úr hægindastói. Hann var fremur laglegur en stórskorinn í andliti og rauðhærður eins og Dickie. Augun voru brún. Þau horfðu á Yvonne eins og þau væru að vega hana og meta, með áhuga og velþóknun. Hon- um virtist lítast vel á hana. Hann brosti og rétti fram hönd ina. — Gleður mig að hitta yð- ur ungfrú Jason. Við Grace för- um mikið út. Dickie þarf að hafa einhvern annan en þjónustufólk ið, til þess að hafa auga með sér. Eruð þér búin að hitta hann? Hún brosti á móti. — Ég er þegar búin að hitta Dickie, og við erum orðin kunningjar. Ég býst ekki við, að það verði mik- ill vandi að hafa hemil á honum. — Það er þjónustufólkið víst ekki á sama máli. Hann brosti þurrlega. — Þegar við Grace fór ELDVÖRINi býður yður þrjá brunaverði sem treystandi er á!!! HITAVARI REYKVARI BLOSSVARI Hitavarinn „finnur“ Reykvarinn „þefar“ Blossavarinn „sér“ Upplýsingar gefur JOHAN RÖNNING HF. Sími 22495. Maðurinn minn fær sér aldrei neðan í því fyrr en eftir kl. 7 á kvöldin! < um út, ganga alltaf klögumálin á eftir frá þjónustufólkinu. Þess vegna vildu við hafa sérstaka stúlku til að sjá um hann. Getið þér kennt honum nokkuð? — Ég er nú víst ekki fær sem kennslukona, svaraði Yvonne, — en eitthvað mun ég samt geta kennt honum, ef þér viljið. En er hér enginn skóli, sem hann gæti gengið í? Hr. Hennessy hristi höfuðið. — Það eru engir enskir skóíar hér í nágrenninu, og Dickie kann ekki nóg í frönsku til þess að geta haft gagn af frönskum skóla. Hann hefur franskan kennara, sem kemur tvisvar í viku. Talið þér sjálf frönsku, ungfrú Jason? — Dálítið. Rétt nægilegt til þess að gera mig skiljanlega. En ég er hrædd um, að það sé held ur ekki meira. Ég var einu sinni við æfingar í París. — Þá gætuð þér kannski tal- að við Dickie í frönsku öðru hverju, sagði hr. Hennessy. Nú greip Graoe fram í. -— Setjizt þér niður, ungfrú Jason. Viljið þér ekki fá kaffi? — Verkjar yður enn í fótinn? spurði Aron. — Ekki mjög, en stundum verkjar mig, ef ég hreyfi mig snöggt. — Það er leiðinlegt, úr því að þér eruð dansari. Hann brosti Sölumaður Þekkt fyrirtæki í Miðbænum óskar eftir að ráða mann til sölustarfa og almennra skrifstofustarfa sem fyrst. Þarf að geta unnið sjálfstætt og helzt hafa bíl til umráða. Málakunnátta æskileg. Fram- tíðarmöguleikar fyrir áhugasaman og reglusam- an mann. Upplýsingar um aldur, menntu* og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ.m. merkt: „Sölumaður 2688.“ Sny r tisé r f ræðingur inn Madame Colette Petitjean frá LANCÓME Vesturgötu 2 — Sími 13455.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.