Morgunblaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPT. 1967 23 „The Beatles" fara í dulspekiskóla á Indlandi — IMýjasta leiðira í leit að lífshamingjunni NÝLEGA var frá því skýrt í heimsfréttunum, að Bítlarnir — þ.e. hinir einu og sönnu „The Beatles“ — hefðu ákveð ið að taka sér ferð á hendur til Indlands og dveljast þar vetrarlangt við nám hjá ind- verska prédikaranum og dul- spekingnum Mahrashi Mahes Yogi — en hann er sagður kenna mönnum aðferðir til þess að stíga yfir mörkin, sem aðskilja nútíð og framtíð og öðlast eilífan frið og hinn fullkomna kærleika. Þeir piltarnir hafa jafnframt lýst því yfir, hátíðlega, að þeir séu hættir að neyta eitur- lyfja. Þau hafi aðeins verið ein af mörgum leiðum, sem þeir hafi reynt í leit að lífs- hamingjunni — og sú leið hafi dugað þeim skammt. Nú ætla þeir að reyna nýja leið — hans heilagleika, síðhærða og skeggjaða öldunginn, Maharashi. Mahrachsi var nýlega á fyr irlestraferð í London og var p 11 Brian Epstein sag.t, að sú yrði hans síðasta, áður en hann settist um kyrrt heima við kennsluna, en hann er nú orðinn aldraður maður og hefur ekki heilsu til þess að halda áfram flakki sínu um veröldina. Hann hefur ferðazt 'um allan heim síðustu áratugina og kynn.t mönnum boðskap friðar og kærleika. Bítlarnir komust fyrst i kynni við hann á síðasta fyr- irlestrinium, sem hann hélt í Hilton hótelinu í London síð- ast í ágúst. Eftir að hafa rætt við þá nokkra stund, að fyrir- lestrinum loknum, bauð hann þeim að koma til Indlands og setjast í skóla hans. Raunar voru þetta ekki fýrstu kynni bítlanna af ind- verskum hugsunarhætti eða heimspeki. Þeir hatfa verið að kynna sér þetta síðasta árið og stundað Yoga undir um- sjón kennara í sex mánuði. „Við höfum þó alltaf verið að leita að einum góðum manni, sem gæti sagt okkur allt og útskýrt alla hlu.ti“, segja þeir og bíða þess með eftirvænt- ingu, hvort Maharashi sé sá, sem þeir hafa leitað. Með þeim í þessari leit hef ur verið umboðsmaður þeirra og vinur, Brian Epstein, s.em léz.t fyrir nokkru. Og ekki er líklegt, að fráfall hans verði til þess að draga úr leit pilt- anna að andlegum ánægju- efnum. Þeir hafa sjálfir sagt, að án Epsteins séu þeir gjör- samlega ráðvilltir — enginn geti rekið starfsemi þeirra nema hann. Fregnir hatfa hins vegar borizt um, að yngri bróðir Epsteins mun reyna að taka upp þráðinn, en það verður víst hægar sagt en gert fyrir hann — s.tanfsemin er orðin svo geysilega viða- mikil og flókin, eignir þeirra nema hundruðum milljóna og þeim var dreift í ótal staði. Fráfall Epsteins hefur orð- ið til þess að rifja upp sögu hans og Bítlanna frá því þeir fyrst hófu samstarf sitt fyrir fimm árum. Sú saga hófst raunar 28. okitóber 1961, þegar Epstein var starfandi afgreiðsl'umað- ur foreldra sinna í Liver- pool. Hann var að því spurð- ur þennan dag, hvort hann hetfði plötu með nýju söngv- urunum „The Beatles", sem syngja í kránni „The Cavern“ í Liverpool. Ekki hafði hann plötu með þeim enda aldrei heyrt þeirra getið — en nokkrum dögum seinna gerði hann sér ferð í krána til þess að hlusta á þá. Epstein var dæmigerður millistét.tarpiltur, vel klædd- ur og vel upp alinn, við hreint loft og góða mannasiðu. Þeg- ar hann kom í krána var hon- um skapi næst að snúa við — honum féll ekki daunninn og stemningin og fannst alla anga og einkennast af sm.ekk- leysi. En þarna voru „The Beatles“ og innan stundar hafði hann hrifizt svo af þeim, þessum lörfum klæddu sitráklingum með ógreitt hár- ið, að allt hitt gleymdist. Ep- stein varð á þessari stundu hugfanginn af Bítlunum og þv'i, sem þeir voru fulltrúar fyrir — og þótt hann væri í rauninni of gama.ll til þess að geta nokkurn tíma aðlagazt anda þeirra gersamlega, var hann þeim ofurseldur. Hann gerði samning við þá — hikandi — því að hann var hálf hræddur um, að hann væri að gera einhverja vit- leysu. Næstu vikurnar gekk hann milli plötuútgefanda með segulbandsupptöku og lék fyrir þá, hvern af öðrum. Þeir fyrstu voru lítt hrifnir sérhvers sviðs þjóðfélagsins í öllum löndium heims. Nafnið á þessum söngfugl- um „The Beatles“ va-rð að samnefni fyrir ótalmarga aðra, misja-fnlega góða, flesta mun lakaxi. Hér á íslandi var orðið íslenzkað sem „bítlar" — orð sem fer ágætlega í munni en á að merkingu ekk- ert skyl't við hið upprunalega orð ,,Beat“. Beat-tónlistin er ekki leng- ur kölluð „gaul“, — hún er nú jafnvel spiluð atf sinfóníu- hljómsveitum og í viðurkennd uni hljómleikasölum. Nútíma tónskáldin mörg leita í henni með logandi ljósi að þeim töfrum, sem gáfu henni líf, ef verar mætti að þau gætu fært sér þá í nyt. Eitt af því, sem gerði Bítl- ana svo hrífandi í augum dag, allt annað á morgun, voru sjáldan sér algerlega ósamkvæmir og það var líka allt í lagi, je je je! Bítlarnir gerðu æskuna að ráðandi afli og sjáltfir urðu þeir milljónerar — þeir og Epstein og raunar margir aðrir, tízkuteiknarar og fata- framleiðendur, hljómplötu- framleiðendur, kvikmynda- framleiðendur, gítarframleið- endur, trommuframleiðendur . . . . o. s. frv. Smám saman hlutu Bítlarn ir slíka viðurkenningu, að for eldrar komust að raun um, að þeir væru hreinit ágætir, hættulausir ærslabelgir og nánast hreinustu englar sam- anborið við margt annað — til dæmis þessa skelfilegu eit- urlyfjaneytendur. En — þá féll sprengjan. Þeir höfðu Eftir síðasta fyrirlestur Maharashis í London ræddi hann stundarlangt við Bítlana sinni á Hilton hótelinu og var þessi mynd þá tekin. ibúð — þeirra á meðal DECCA, PEY og EMBASSY og for- ráðamenn þessara tfyrirtækja kæra sig hreint ekki um að láta minna sig á það. Það var loks George Martin frá FERLOPBONE, sem beit á agnið. 4. október li96B kom út fyrsta platan með lögunum „Love me do“ og „P.S. I Love You“. Þar með hófst bíti'læð- ið og bítlaöldin. Æskulýður heimsins tók Bítlunum tveim höndum. Kyn slóðir fæddar í heimsstyrjöld- inni síðari og upp úr henni — ungmenni rígbundin fastmót- uðu þjóðfélagi, sem þau ekki skildu, þjóðfélagi, þar sem eldri kynslóðir brutu öll þau boðorð ,sem brýnd voru fyr- ir börnunum eða þær héldu sér dauðahaldi í siði og venjur, sem þær í raun og veru fyrirlitu og vildu kom- ast frá. Allt í einu koma fram á sjónarsviðið ungir menn, sem létu snyrtimennsku og viðteknar hárgreiiðsluVenjur l'önd og leið og gerðu það sem þeim sýndist. Stórkostlegt. Þarna sáu unglingarnir, að þetta var hægt, og þeir tóku að feta í fóspor þessara undra manna. Og þeir fullorðnu. Já, sum- ir urðu stórhneykslaðir, „hræðilega siðspillandi, skömm og hneisa“ — aðrir brostu af umburðarlyndi — „látið þau rasa út, unglingar verða að fá að hlaupa af sér hornin, þeir hafa svo mikla ónotaða orku. Þetta gengur fljcitt ytfir, verður horfið eftir árið eða svo til“. Það var nú svo. Síðan eru liðin fimm ár og á þessu tímabili hafa ungu kynslóðirnar gert algera byltingu, tekið völdin í sínar hendur, lagt undir sig heim- inn. Á síðasta ári kaus viku- ritið ,,Time“ ungmennin und- ir 2ö ára aldri „Mann ársins“. Unga fólkið hefur gersamlega „stolið senunni" frá þeim elclri og áhrif þess breiðast til unga fólksins, var að þeir voru aldrei þeir sömu. Það var aldrei að vita upp á hverju þeir tækju næst — eða hvað þeir létu sér um munn fara. Stundum virtusit þeir óguðlega óforskammiaðir en alltaf komust þeir upp með það og fullorðna fólkið hlust- aði. Wilson, forsætisráðherra Bretlands, tók út úr sér píp- una til að tala við þá, jafnvel drottningin og maðurinn hennar töluðu við þá og voru þeir þó hreinit dónalegir við þau, miðað við venjulegan siðamælikvarða. Þeir fóru niðrandi orðum um hátignir og milljónerafrúr með glitr- andi gimsteinana á feitum börmunum og þeir komust upp með þetta allit saman, fengu meira að segja orðu. Þeir létu í ljós skoðanir sínar á öllu milli himins og jarðar. Jafnvel Jesús Kristur fékk sinn skerf — og þá voru pl'öt urnar þeirra brenndar í Alabama — Alabama af öll- um stöðum og einmitit af því að það var gert þar, tók eng- inn undir það. Þeir ortu ljóð, ung og fersk ljóð, sem jafnvel gagnrýnend- ur sögðu, að væri hreint ekki sem verst. Þeir sögðu eitt í 1 1 i (0Ft» rú*4' 0ð líka notað LSD — þetta furðu lyf, sem farið hafði sem eld- ur í sinu milli ungmenna, sem héldu, að með því kæmust þeir fyr og betur í kompaní við eilífðina. Brian Epstein neytti þesa lyfs með þeim — og sennilegt er talið, að það hafi orðið honum að aldur- tila — LDS, ásamit átfengi. Enda hafa nú Bítlarnir hætt að nota það. Kunnugir segja raumar, að þeir hafi mjög verið farnir að draga úr not- kun þess, áður en Epstein lézt — enda margit komið fram að undanförnu, sem bendir til þess að það sé mjög hættulegt, ekki síz.t ófæddum börnum þeirra er neyta þess. „Það var ekki aðeins fráfall Epsteins, sem kom okkur til að hæ.ta við LSD“, segja Bítlarnir, „það var að- eins ein leið af mörgum, sem við hötfum reynt í leit okkar að friði, lífshamingju og þeim verðmætum, sem geti gefið lifinu raunverulegt gildi. Þessi leið náði svo ósköp skammt og þá er til- gangslaust að halda henni átfram. Við höldum áfram að leita“. Og næsta leið, sem þeir reyna, er indversk heimspeki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.