Morgunblaðið - 12.09.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.09.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPT. 1967 5 „Vígslan var mjög hátíöleg athöfn" — segir Sigurbjörn Einarsson, biskup, sem viðstaddur var endurvígslu Olafskirkju í Fœreyjum BISKUPINN yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, var viðstaddur endurvígslu Ólafskirkju í Færeyjum, sem fram fór sunnudaginn 3. sept- ember sl. Var hann eini er- lendi biskupinn, sem kom til endurvígslunnar. Mbl. snéri sér til biskups og bað hann að segja lesendum frá athöfn- inni og ferðinni í heild. — Endurvígsla Ólaískirkju hófst klukkan tólf á hádegi þann 3. september, að við- stöddu miklu fjöimenni, eins og vænta mátti. Af erlend.um boðsgestum má nefna Orla Mullier, kirkjumálaráðherra Dana og föruneyti hans. Er- lendir biskupar voru þarna engir, nema ég, og þótti mér því enn vænna að hafa ráð- izt í þessa ferð, þrátt fyrir nauman tíma. Niðaró.s,sbis.kup forfallaðist á síðustu stundu og urðu það rmkil vonbrigði fyrir Færeyinga, því Kirkju- bær lá lengst af undir erki- stólinn í Niðarósi, meðan biskupsstóll var í Færeyjum. Þá voru auðvitað viðstaddir athöfnina allir heiztu framá- roenn Færeyinga. Vígsluna framkvæmdi varabiskupinn í Færeyjum, Jaköb Joensen, en Færeyjar heyra undir Kaupmannahafnarbiskup og hefur svo lengi verið. Joensen er jafnframt prófast.ur yfir öliuim Færeyjum og sóknar- prestur í Þórshöfn. Var vígsl- an mjög svo hátíðleg athöfn. Ólafskirkja var á sínum tíma dómkirkjan í Færeyj- að kirkjan hafi að nokkru leyti verið endurbyggð. Auk Ólafskirkju eru í Kirkjubæ tóttir Magnúsarkirkj.u, en smíði hennar hófst á 14. öld fyrir atbeina Erlends Fær- eyjabiskups, en venkið strandaði áður en lauk og hafa útveggirnir staðið fram á þennan dag. Meðal helgra Þetta var að sjálfsögðu mikiil dagur fyrir Færeyinga, því Kirkjubær er bæði þeirra Skálholt og Hólar í einu og sætti ekki síður þungum örlög um en þeir helgistaðir okkar og þó fremur, því biskupsstóll inn í Færeyjum var lagð-ur niður upp úr miðri 16. öld. Auk þess, sem ég var við- Hin endurvígða Ólafskirkja I Kirkjubæ. Ljósmyndir Bambusfota, Þórshöfn. um og hefur alltaf verið sókn- arkirkja. Veggir hennar eru úr steini en timburverkið var endurnýjað og má segja, dóma, sem eiga að vera í þessum fornu múrum, er bein af Þorláki biskupi helga í Skálholti. staddur vígsluna og flutti þar ræðukorn, þá predikaði ég að kvöldi sama dags í ikirkj- unni í Þórshöfn og á mánu- dagskvöld hafði ég guðsþjón- ustu í Fuglafirði. Ferðin var mjög ánægj.uleg í alla staði og fyrir íslending er það stórkostlegt að koma í Kirkjubæ. Þar standa æva- forn mannvirki, ekki aðeins kirkjan og kirkjutóttirnar, heldur og bæjarhús, sem hvað aldur snertir, eiga vart sína líka á Norðurlöndum. Að lokinni endurvígslu ólafs- kirkju, var haldið samsæti í Reykstofunni á bæ Johannes- ar Patursonar og var mér sagt, að það hús mundi ef til vill vera allt að því 900 ára gamalt. Þetta er fornlegt timlburhús en enn í dag hið veglegasta. Yfirleitt virðist mér, að Færeyingar hafi verið hírðu- samari um hús sín forn en við Íslendingar og að þeirra verkmenning hafi fyrr á tím- um ekki verið síðri en okkar. — Það hefur komið fnam í fréttum, að þér afhentuð Ólafskirkju gjöf. — Já. Að lokinni vígslunni færði ég Ólafskirkju að gjöf Ijósprentað eintak af Guð- brandsbiblíu. Hugmyndin var að gefa kirkjunni altarissilf- ur, kaleik og patinu, frá ís- lenzku kirkjunm, en smíði þeirra gripa er enn ólokið. Þeir verða svo afhentir Ólafs- kirkju, þegar þar að kemur. — Var það eitthvað sér- stakt, sem þér tókuð þarna eftir og viljið segja frá? — Já. í Ólafskirkju er ekk- ert orgel og hefur aldrei ver- ið. Forsöngvari tekur upp sönginn og síðön tekur söfn- uðurinn undir, en Færeying- ar eru söngvir mjög, eins og oft kemur fram. Söfnuður Óla'fskirkju vill halda þeim forna sið að syngja án undir- le'iks og mér fannst söngurinn við vígsluathöfnina mjög áhrramikill, sagði biskupinn að lokum. Sögukorn aí særöum fálka Neskaupstað, 11. sept- FYRIR mokkrum dögum fann Stefán Tryggvason, lög reglustjóri fálka á götunni hér inni í sveit. Fálkinn var særður á væng og gat því ökfci flogið. Stefán setti fálik ann inn í fangageymslu staðarins og geymdi hann þar yfir nóttina, en síðan var hann sendur með flugvél til Reykjavíkur. Lítið vildá fálk inn éta, en þó nartaði hann í kjöt. Náttúru’fræðist'ofnunin tók við fálkanum við komuna tii Reykjavíkur og ætlunin er að reyna að græða sár hans. Hann reyndiist þó svo illa haldinn, að ekfci var ann að fært en að svæfa hann svefninum langa. Ásgeir. Stefán lögregluþjónn heldur á fálkanum og er fremur smeykur við hann. Tryggið yður Toyota Japanska Bifreiðasalan hf. Ármúla 7. — Sími 34470 og 82940. TOYOTA CORONA er bíll í gæðaflokki, sem hvarvetna hef- ur .hlotið frábæra dóma fyrir ökuhæfni og traustleika Byggður á sterkri grind, með 4ra cylindra 74 ha. vél — Við- bragðsfljótur. — Nær 80 km. hraða á 12 sek. Hagstætt verð Innifalið í verði m.a.: Riðstraumsrafall (Alternator). Toyota ryðvörn, rafmagnsrúðusprautur, fóðrað mælaborð, tvöföld aðalljós, þykk teppi, kraftmikil tveggja hraða miðstöð, bakk- ljós, sjálfvirkt innsog, verkfærataska o.fl. TOYOTA CORO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.