Morgunblaðið - 12.09.1967, Blaðsíða 10
MORGUNBLAEHÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPT. 1967
ar
meo NTJU sniði
Skammur tími er nú til stefnu að
panta far með skemmtiferða-
skipinu Regina Maris í hina
glœsilegu Miðjarðarhafsferð
SUDUR UM HÖFIN. Her á eftir
\ verður bent á nokkur athyglisverð
atriði, sem lítið hefur verið fjall-
að um í auglýsingum áður.
Greiðsluskilmálar
Þar sem nú eru aðeins tvær vikur
þar til M/S Regina Maris leggur
úr höfn í hina glæsilegu Miðjarð-
arhafsferð og enn er nokkurt pláss
óselt höfum við ákveðið að gefa
væntanlegum þátttakendum kost
á að taka þátt í ferðinni með af-
borgunarskilmálum, þ.e. að lána
hluta andvirðis ferðarinnar í allt
að eitt ár. Allar nánari upplýsing-
ar um þetta eru veittar á skrif-
stofunni.
Fióvik frú aðolierðinni
Regina Maris getur flutt um 20 bíla í sérstaklega
útbúinni bílalest. Ef einhver kynni að óska eftir
að sigla með skipinu til Napoli, svo dæmi sé
nefnt, og aka síðan norður á bóginn og koma um
borð aftur í Rotterdam, þá er sá möguleiki vissu-
lega fyrir hendi. (Sjá leið og dagsetningar á kort-
inu).
Ef skipið verður ekki fullbókað um næstu helgi
verður efnt til sérstakrar írlandsferðar, þ.e. siglt
með skipinu héðan til Dublin og farin nokkurra
daga ferð um írland og síðan haldið til London.
Frá London yrði síðan flogið heim 4. október. Á
sama hátt er ráðgert að hópur geti flogið til
London 4. október og haldið þaðan til Parísar og
fleiri staða á meginlandinu. Sú ferð myndi enda
um borð í Reginu Maris í Rotterdam þann 13.
október og hópurinn halda heim með skipinu,
sem kemur til Reykjavikur 17. október.
Okkur er ljóst, að margir hafa tök á því að fara
hluta ferðarinnar, en ekki alla ferðina. Þess vegna
munum við eftir fremsta megni mæta óskum
fólks um frávik frá aðalferðinni, enda þótt það
kosti mun meiri fyrirhöfn.
Verð og verzlun
Varðandi verðlag um borð í Regina Maris og á þeim
stöðum, sem höfð er viðdvöl vilj.um við taka fram:
• Um borð í skipiniu er verzlun, þar sem seldar
eru margvíslegar vörur við hagstæðu verði srvo
sem tíðkast á skemmtiferðaskipum. Má þar
nefna vín, tóbak, sælgæti, ilmvötn, ljósmynda-
vörur o.fl. Pakki af sígarrettum kostar 14 krón-
ur, og er annað verðlag eftir því.
• Stanzað er í Dublin á írlandi heilan dag og tvo
daga í Rotterdam í Hollandi og eru þetta allt
virkir dagar. Hafi menn áhuga á að gera inn-
kaup í ferðinni, er rétt að benda á, að hvað
snertir verð og vöruúrval eru þetta með hag-
stæðustu stöðum álfunnar.
• Kynnisferðir í landi má kaupa áður en lagt
er af stað í ferðina, eða um borð í skipinu og
er verð þeirra yfirleitt lágt, allt frá 150 krón-
um.
• Hafi farþegar áhuga á að taka bifreið með í
ferðina er efcki reiknaður aukakostnaður.
• Fyrir heimkomuna til Reykjavíkur er seldur toll-
frjáls varningur um borð.
• Fyrir þjónustu um borð má greiða í íslenzkum
krónum.
Skemmtanolíf
Strax fyrsta kvöldið, er skipið leggur úr Reykja-
víkurhöfn þ. 23. september er leikið fyrir dansi
um borð. Undirbúin hefur verið mjög fjölbreytt
skemmtidagskrá fyrir alla ferðina og má hér
nefna nokkur atriði:
Haldnir verða um borð ekki færri en tólf dans-
leikir. Verða það bæði venjulegir dansleikir, eins
og við eigum að venjast hér heima, og koma þar
fram ýmsir skemmtikraftar t.d.: Ómar Ragnars-
son og hinir vinsælu skemmtikraftar The Dragoons.
Einnig verður leikið fyrir gömlu dönsunum og á
leiðinni frá Napoli til Cadiz verður haldið mynd-
arlegt grímuball.
Á leiðinni frá Dublin til Tangier verður mikil
bjórhátíð á þýzka vísu. Múnchenbjór er veittur
úr tunnum og auk þess verða á boðstólum þýzkar
ballpylsur og hljómsveitin leikur viðeigandi dans-
músik.
Haldið verður sérstakt Bingokvöld, spiluð félags-
vist og efnt verður til keppni í bridge og skák.
Skemmtinefnd um borð mun vinna að því að fá
sem flesta farþega til að taka þátt i skemmtana-
lífinu, t.d. með söng, vísnagerð, músik o.fl.
í Tangier verður heimsóttur frægur næturklúbb-
ur, þar sem fram koma magadansmeyjar, fakír-
ar og önnur atriði á austurlenzka vísu.
í Dublin, Napoli, Palma, Mallorka, Lissabon og
Rotterdam gefst færi á að kynnast næturlífi og
skemmtunum og munu fararstjórar okkar vera
þar með í ráðum.
Um borð verða kvikmyndasýningar og auk þess
er þar ágætt bókasafn.
„Grillið", þar sem bæði er dansað og bornar fram
veitingar er opið hvert kvöld og eins lengi og
farþegar óska.
Að degi til er efnt til ýmiss konar leikja. Um
borð eru borðtennisáhöld, tæki til skotkeppni o.fl.
Tízkuskóli flndreu fimm óro
TÍZKUSKÓLI Andreu eir, um
þeslsar mundir fimm ára og
flytur nú í nýtt húsnæði aS
Miðsúnæti 7. £ tilehni af því
i hélt Andirea biaðamSnnafund í
nýju húsakynnunum nýlega.
- Ég var ekki fyllilega
áinægð með nafnið tízikuskóli,
en valdi það þó, þar sem eikki
var um annað nafn að ræða.
Gallinn við það nafn eT sá, að
fólk haldur að um skóla sé að
ræða, sem eingöngu kynnir
hieilztu nýjungar í tízkuheimin-
tnm, en þar held ég að sé ivm
mikinn misskilning að ræða,
| sagði Andrea Oddsteinsdóttir
við bdaðamenn.
L
— Enda þótt við fylgjumst
með öllu, sem gerist á því
sviði, er aðaltakmark skólans
fólgið í allt öðru. Ég hetf eink-
um á'huga á að kenna fallega
framlkomu, klæðaburð, og svo
hetf ég stúlku sem kennir snyrt-
ingu.
— Það vantaði ekki hrak-
spárnar þegar ég byrjaði með
skólann, sagði Andrea í fram-
haldi frásagnar sinnar. En
þrátt fyrir brakspár og ónot
úr ýmsum áttum, lifir skólinn
ennþá góðu lífi. Aðsóknin fer
sifeillt vaxandi og h^fur t.d.
aldrei verið meiri en sl- ár.
Andrea Odddteinsdótttr.
Háskólofyrir-
lestar am
samanbarðar-
bókmenntir
DR. Steingerður Ellingston
heldur fyrirlestur um samam-
burðarbókenntir og náimstilhög
un í bandarískum háskólum í
boði Háskóla íslands, fimmtu-
daginn 14. september kl. 5,30
í fyrstu kennslustafu háis'kólan®.
Dr. Ellingiston hetfur dvalizt hér
á lanidi í nokkurn tima, en tek-
.ur við kennslu í Univerity otf
Caliifornia Berkeley, í morræn-
um málum í haust- Öllum er
heimill aðgangur að fyrirlestr-
inum, sem fluttur verður á ísL
Styrkveiting
úr Lnng vnds-
S]001
HJÓNIN Selma, fædd Guðjóhn
sen, og Kaj Langvad verkfræð-
ingur í Kaupmannahötfn stotfn-
uðu árið 1964 sjóð við Háskóla
íslands til etflingar menningar-
tengsl'um íslands og Danmerk-
ur.
Stjórn sjóðsins hetfir nú út-
hlutað úr s’jóðnum í þriðja
sinni. Þessu sinni var úthlutað
némsistyrk til íslenzfcs kiandí-,
dats. Styrkinm, að fljárhæð 36.
000.00 krónur, hlaut Sigtfús
Johnsen, eðlistfræðingur, til
framhaldsnáms í eðlistfræði við
K a upm a n n ah atf n a rháskól a.
(Frétt frá Háskóla íslands)