Morgunblaðið - 12.09.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPT. 1967 Fréttomyndir Þessi furðulega mynd var tekin fyrir nokkrum dögum í Indiana. Charles Whited, 21 árs rafmagnsmaður, var að koma fyrir sjónvarpskapli, er hann kom við 2.400 volta raf- magnslínu og fékk óskaplegt raflost. Starfsfélagi hans neðst á myndinni, Ronald Viney, 22 ára, kallaði þegar á sjúkrabif- reið. Starfsmaður sjúkraliðsins, Tom Streams, sá, að ekki mátti neinn tíma missa og hóf strax björgunartilraunir með biástursaðferðinni, uppi í siaurnum, standandi á bakinu á Viney. Á meðan var kallað út aukið lið til þess að ná Whiter niður úr staurnum. Ekki fylgir sögunni, hvort tékst að bjarga lífi hans. Michael X, skeggjaði maðurinn á myndinni, kom fyrir rétt í Reading í Berkshire 8. septem- ber sl. sakaður um að hafa brotið lög um samskipti kyn- þáttanna í Bretlandi. Ákæran var stíluð á hans rétta nafn, Michael Abdul Malik. Myndin var tekin, er hann kom út úr réttarsalnum ásamt vini sínum. Maðurinn á þessari mynd er sovézki njósnarinn, Yuri Nikolae vitsh Loginov, sem handtekinn var fyrir helgina í Suður-Afr- íku, fyrsti sovézki njósnarinn, sem þar er tekinn. Hér sjánm við hermann með eitt af nýjustu vopnum brezka hersins. Það er kallað því sak- lausa nafni „blástursrörið" en er öllu öflugra en nafnið gefur til kynna. Þetta er vopn, sem xarið geiur hraðar en hljóðið og nota á gegn flugvélum. Því er hægt að skjóta úr hulstrinu eins og af riffli, sá er skýtur nriðar gegnum öflugan sjón- auka og hleypir af með því að ýta með þumalfingri á lítið handfang. í Aden hefur verið mjög róstu- samt undanfarið. Á myndinni er einn af hermdarverkamönnum þjóðernissinna, viðbúinn með hönd á byssugikknum. Leiðtogi svartra múhameðs- trúarmanna í Bretlandi — úr ýmsum áttum - De Gaulle, forseta Frakk- lands, var ákaft fagnað, er hann kom í opinbera heimsókn til Póllands 6. september. Mynd- in var tekin í Varsjá, er bifreið forsetans og forseta Póllands, Edwards Ochabs, ók um götur borgarinnar. Heimsóknin étti að standa í sex daga. Ungfrúin á myndinni heitir Sarah Elizabeth Stedman og hefur hlotið viðumefnið Ung- frú Norður Caroline — eftir harða fegurðarsamkeppni í því ríki. Hún tekur nú þátt í sam- keppni um titilinn Ungfrú Bandaríkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.