Morgunblaðið - 12.09.1967, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPT. 1907
r 18
DALE CARNEGIE námskelðið
Námskeið er að heíjast á fimmtuidagskvöldum. Ném-
skeiðið mun hjálpa þér að:
4r Öðlast hugrekki og sjálfstraust.
★ Tala af öryggi á fundum.
if Auka tekjur þínar, með hæfileikum þínum að
umgangast fólk. 85% af velgengni þinni, er komin
undir því, hvernig þér tekst að umgangast aðra.
if Afla þér vinsælda og áhrifa.
íf Verða betri sölumaður, hugmynda þinna, þjón-
ustu eða vöru.
ic Verða áhrifameiri ieiðtogi í fyrirtæki eða starfs-
grein þinni, vegna mælsku þinnar.
if Bæta minni þitt á nöfn og andlit og staðreyndir.
if Verða betri stjórnandi vegna þekkingar þinnar á
fólki.
★ Uppgötva ný áhugamái, ný markmið að stefna
að.
if Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða.
Hringið í síma 82930 og eftir kl. 17.00 í síma 30216 og
leitið frekari upplýsinga.
KONRÁÐ ADOLPHSSON, viðskiptafræðingur.
Bezt oð auglýsa i MORGUNBLAÐINU
Sjötugur í dag:
AbalsteLnn Baldvins-
son Brautarholti
HANN er fæddur á Hamraend-
um í Miðdölum 12. sept. 1897.
Þar bjuggiu foreldrar hans, Hall-
dóra Guðmundsdóttir og Bald-
vin Baldvinsson langa tíð, mynd-
arbrúi, að þeirrar tíðarhætti, þar
ólst hann upp, og naut þeirrar
fræðslu er farkennsla veitti,
seinna var hann einn vetur í
unglingaskóla ísaks Jónssonar í
Reykjavík.
Aðalsteinn hafði fengið í
vöggugjög góða greind og var
námfús og ástundunarsamur,
nýttist því vel öll fræðsla er fram
var borin, eins og síðar kom í
ljós Hann byrjaði búiskap með
foreldrum sínum á Hamraend-
um, var þar við búskap í þrjú
ár. 1925 flutti hann að Brautar-
holti í Haukadail, er var nýbýli
með lítilli landstærð. Nýbýli
þetta hatfði byggt Björn Jónsson
smiður frá Hömrum, hann setti
þar upp myndarlegit. timburhús
og í því trésmíðaiverkstæði
ásamt smáverzlun; starfaði þar
með dugnaði mörg ár, en fluttist
þá til Borgarness. Þetta býli
keypti Aðal'steinn af Birni, er
þá var orðinn tengdafaðir hans,
og hélt þar áfram verzluni, og
ræktaði þann blett er fylgdi,
en þótti þröngt setið, hvað landið
snerti. Kringum 10 árum síðar
gafst Aðalsteini færi að kaupa
Ytri Þorsteinsstaði, smábýli, sam
liggjandi við Brautarholt og hóf
þar ásamt sonum sínum mikla
ræktun, svo að þar er nú orðin
mikil framleiðsla land’búnaðar-
vöru. Af þessu má sjá, að Aðal-
steini hefir verið hugleikið að
starfa að gagnsemi og gæðum
Spegill,spegill herm þú mér,
hvacT er betra en €V6TT6 til ?
Með EVETTE hárlakki og lagningarvökva eruð þér ávallt
vel til hafðar um hárið.
EVETTE hárvörurnar gefa hárinu gljáa og næringu,
— hár yðar verður aldrei of stíft en helzt þó í skorðum,
og lagningin endist lengur.
HANDHÆGT.
Evette hárlakk fæst i henfugum
smástaukum til að hafa í veski.
AA ifelkiii^ift KEMUR í BÚÐIRNAR
aWIIIII 11| NÆSTU DAGA. 11
Sími 23215 Jf
ræktunarinnar. Nú eru þrjú
íbúðarhús í Brautarholti, mikil
peningahús og heyhlöður, þair
sem áður var eyðiholt. Þar búa
nú tveir synir hans myndar-
búskap.
Hann stundaði búskapinn í 35
ár og hætti þá skepnueign en
smásöluverzlun hefir hann haft
til þessa dags, einnig bókasölu
og benzínafgreiðslu í mörg ár,
símstjóri síðan símstöð var þar
sett ásamt póstafgreiðslu.
Ekki komst Aðalsteinn hjá því
að sinna ýmsum opinberum
störfum, enda einn af færustu
mönnum sinnar sveitar til slíks.
Hann var t.d. í breppsnefnd í 28
ár, þar af oddviti 24 ár, í skatta-
nefnd öll oddvitaárin, í yfirskatt-
nefnd 6 ár, umboðsmaður
Brunabótafélags íslands, formað-
ur sfeólanefndaæ í 20 ár, í sókn-
arnefnd, í stjórn Búnaðartfélags
Haukdæla, í fyrstu stjórn Bún-
aðarsam'bands Suðurdala og
gjaldkeri þessi lengi, svo nokk-
uð sé talið. Öll hans störf hafa
einn’kennzt af áreiðanleik og
reglusemi, ásamt prýðis frá-
gangi á öllu því er til blaðs eða
bókar hefir þurft að færa.
Aðalsteinn er kvæntur Ingi-
leifu Björnsdóttur, mestu mynd-
ar- og dugnaðar konu.
B'örn Aðalsteins eru 7, öll
dugmikið atkvæðafólk, hvert í
sínu starfi, og barnabörnin munu
orðin 28.
Ég þakka kærlega frænda
mínum og konu hans ævilanga
vináttu og tryggð, og óska hon-
um og öllu hans sfeylduliði vel-
farnaðar á ókomnum árum.
Óska hann megi lengi litfa sér
öðrum til hamingju og heilla.
Jón Sumarliðason.