Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPT. 1967 Landsvirkjun kaupir gas- aflsstöð fyrir Straumsvík MBL. barst í gær fréttatilkynn- ing frá I.andsvirk.jun, þar sem segir að fyrirtækið hafi fest kaup á gasaflsstöð frá þýzka fyrirtækinu AEG. Stöðin verður sett upp í Sraumsvík og er 35 þsúund kíiówött. Hér er um tvær jafnstórar vélasamstæður að ræða og verður uppsetningu fyrri stöðvarinnar lokið í desem- ber 1968, en hinnar síðari sum- arið 1969. Kaupverð ásamt upp- setningu er 118 milJjónir króna. Fréttatilkynningin frá Lands- virkjun fer hér á eftir: „í samræmi við fyrri áætlanir og eftir að hafa aflað tilboða víðs vegar hefur Landsvirkjun nú fest kaup á gasaflstöð frá firmanu Allgemeine Electrische- Gesellschaft (AEG) í Vestur- Þýzkalandi. í stöðinni, sem stað- sett verður í Straumsvík verða tvær jafnstórar vélasamstæður, samtals að afli 35 þúsund kíló- wött og er áætlað, að uppsetn- ingu fyrri vélasamstæðunnar verði lokið í desember 1968 og þeirrar síðari sumarið 1969. Kaupverð stöðvarinnar ásamt varahlutum, hluta af olíukerfi o. fl. er 118 milljón krónur og er flutningur og uppsetning inni- IMýr skólastjóri að Löngumýri RÁÐINN hefur verið nýr skóla- stjóri að húsmæðraskóla kirkj- unnar að Löngumýri, frk. Hólm- fríður Pétursdóttir húsmæðra- kennari. Hinn nýi skólastjóri stundaði nám í kvenaskólanum í Reykja- vík og Húsmæðraskóla Reykja- vikur. Hún lauk námi frá Hús- mæðrakennaraskóla fslands með mjög lofsamlegum vitnisburði. Síðastliðið ár dvaldi hún í Sví þjóð og kynnti sér húsmnæðra- fræðslu og kenndi þar við hús- mæðraskóla um skeið. Hólmfríður stundaði nám við Riksförbundet Kyrkans Ungdom Ungdomsledarinstitut og lauk þaðan ágætu prófi. Nám við þann skóla er þrfþætt: 1) þjóð- félagsfræði, staða æskunnar í þjóðfélaginu 2) Sálarfræði og up eldisfræði 3) Ýmsar greinar krist inna fræða. Húsmæðraskólinn að Löngu- mýri starfar í 8 mánuði, frá októberbyrjun til maíloka. Kennslu, bæði verklegri og bók- legri, er hagað eins og í öðrum húsmæðraskólum. Verklegar greinar eru: Matreiðsla, þvottur og ræsting annarsvegar, og út- saumur, fatasaumur, prjón og vefnaður hinsvegar. Auk þess sem húsmæðraskólar veita að sjálfsögðu nauðynlega menntun til húsmóðurstarfa, eru þeir ágætur undirbúningur fyr- ir stúlkur, sem hyggja á handa- vinnukennaranám eða húsmæðra kennaranám. Skólinn getur enn bætt við sig fáeinum nemendum. Biskupsstofa. falin í verðinu. Af kaupverðinu lánar fyrirtækið 85% til 10 ára með 6,5% vöxtum, gegn ríkis- ábyrgð, og undirritaði Eiríkur Briem, framkvæmdastjóri, láns- samninginn fyrir hönd Lands- virkjunar þann 29. fyrra mán- aðar. í ágúst s.l. gerði Landsvirkjun ennfremur samning við franska fyrirtækið Garczynski & Trap- loir o. fl. um byggingu 220 þús- und volta háspennulínu frá Búr- felli um írafoss að Geithálsi og þaðan til Straumsvíkur. Samn- ingsupphæðin er 110,7 milljónir króna. Þann 12. þ.m. voru opnuð á skrifstofu Landsvirkjunar tilboð í aðalspennistöð við Geitháls, stækkun spennistöðvar við Ira- foss og ýman rafbúnað við Búr- fell. Tilboð bárust frá 7 fyrir- tækjum í 4 löndum og eru þau í athugun. Tilboðupphæð hvers fyrirtækis var þessi í millj. króna, þegar miðað er við sam- anburðargrundvöll útboðslýs- ingar: Brown Boveri, V-Þýzka- landi 82,75, Cogelex, Frakklandi 113,84, Siemens, Noregi 127,17, Starkstromanlagen, V-Þýzka- landi 83,99, Grasle International, Bandarí'kjunum 120,81, Merlin & Gerlin, Frakklandi 73,77 og Trindel & Garczynski, Frakk- landi 90.84.“ Hin sérstaka nýlendumála- nefnd Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti ályktun á þriðjudag, þar sem fordæmdar voru handtökur 37 Afríkumanna, sem yfirvöld í Suður-Afríku höfðu látið fram- kvæma. Páll páfi VI á svölum Vatíkansins á sunnudaginn. (AP-mynd) Bardagar hafnir að nýju — á landamœrum Sikkim og Tíbet Nýju Dehli, 13. sept. — (AP-NTB) — BARDAGAR hófust að nýju á landamærum Tibets og Sikkim eftir 12 klukkustunda hlé. Áttust þar við kínversk- ir og indverskir hermenn, sem beita langdrægum fall- byssum, hríðskotahyssum og sprengjuvörpum. Barizt er í Nahtu La fjallaskarðinu, sem er ein mikilvægasta sam- gönguleið Sikkim og Tíbets, og hefur geysimikla þýðingu fyrir varnir Indverja í Sikk- im. Bardagar hófust í skarð- inu árla á mánudag, en þeim var hætt síðdegis á þriðju- dag, eftir að Indlandsstjórn hafði sent Pekingstjórninni skeyti og stungið upp á vopnahléi. Eins og áður kennir hvor aðilinn öðrum um upptökin. Indverska stjórnin hefiur nú upplýst, að henni hafi akkert svar borizt frá Pekdng við sfceyti sín.u. Bftir öllu að dærna lítur Pekingsitjórnin þannig á málin, að Indverjar bafi hiafið átökin á landaimærunum til þess að leiða hugi manina frá vandamál- unum heima fyrir og kom þetta fnam í Daigblaði aiþýðunnar í Peking í dag. Sagði blaðið, að indvensikir leiðtogar reyndu að fá herniaðaraðstoð frá Sovét- rikj.unum og Bandaríkjunum. Vanar blaðið Indverja við krepptum hnefa kínversku a-1- þýðunnar, ef þeir leggi efcki þegar í stað niður vopn. Frú Indira Giandhi, forsætis- ráðlherra Indilands, ræddi í dag við varnarmálaráðihierra Ind- lands, Swaran Singlh og yfir- mann herforingjiaráðsins, Sam Manekxshaw, varðandi átökin á land'amærunum. Konungruir Sikkim, Paidem Th. Namgyal, sagði í sjóiwarpsvið- bali í dag, að lífið í (hiöfuðborg- inni, Gangitok, genigi sinn vana- Slátrun hafin í Árnessýslu Vonast til að vænleiki dilka sé meiri en í fyrra gang, þrátt fyrir bardagana, sem háðir eru í 50 km fjarlæigð frá borginni. Heyra fbúar henn- ar glöggt sprengjudrunur frá Niahtu La skarðdn'U, sem er í 4.500 metra hæð yfir sjávarmiáil'i. Að sögm Peking útvarpsin'S efndu íbúar Lbasa, höfuðborigar Tíbet, til mótmælaaðigierða gegn Indverj'Uim og fordæmdu það, sem útvarpið nefndi vopmaða ógnun við kínverska alþýðulýð- veldið. Stjarnan á kortinu nær yfir landamæri Bútan, Sikkim, Tibets og Indlands. Hringur er dreginn um staðinn þar sem nú er barizt, en sviarti díllinn merkir höfuðborgina Sikkim. PAFI Framh. af bls. 1 sjúkur af blöðru- og nýrna- bólgu undanfarna daga. Voru á mánudag horfur á því, að hann mundi fá skjót- an bata, en í gærdag snögg- versnaði honum aftur. Sam- kvæmt óopinberum heimild- um frá V atíkaninu mun þurfa að fjarlægja blöðru- hálskirtilinn, sem er orsök bólgunnar. Ef til kemur munu þrír læknar hans heilagleika framkvæma upp- skurðinn. Segja þeir, að hann muni í engu hafa hættu í för með sér fyrir páfa. Páll páfi verður sjötugur 26. september næstkomandi. Hann veiktist fyrir níu dög- um, er hann dvaldist á sum- arsetri sínu, Castel Gandolfo í nánd við Róm. Var páfi augsýnilega þjáður, er hann blessaði rétttrúaða á Péturs- torginu í Róm sl. sunnudag. Öllum fyrirhuguðum ræð- um og áheyrnum hans heil- agleika var aflýst, er hann veiktist, að því undanskildu, er hann kom fram á svalir Vatíkansins í sex mínútur á sunnudaginn. Ársfundir Alþj.bankans og g jaldeyrissjóðsins í SLÁTRUN er nú víðast hvar að hefjast og er þegar hafin í Ár- nessýslu. Hófst hún þar í gær- morgun og er slátrað í tveimur húsnm. Samkvæmt upplýsingum Helga Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Sláturfélags Suð- uriands á Selfossi, er áætlað að slátrað verði í umdæmi hans 58 þúsund fjár, sem er öllu meira en í fyrra, er slátrað var 55 þús- und fjár. Fyrsta slátrun mun einnig hafa hafizt í Rangárvallasýslu í gær, en k>kið er við að smala austan Hvítár. Hefur þð verið gert undanfarin áir viku fyrr en vant var. Vestan Hvítár munu réttir hefjast að viku liðinni. Góðar vonir eru á að væn- lei'ki fjár sé meiri en í fyrra. í fyrra var meðaldilkþungi á Selfossi 12.77 kg og hafði hann þá farið minnkandi síðan 1964. ÁRSFUNDUR Alþjóðabankans alþjóðagjaMeyrissjóðsins í Ríó verður haldinn í Rio De Janeiro dagana 25. — 29. september næstkomandi og jafnframt verð- ur haldinn þar ársfundur Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins. ís- Jtío ruo 1010 €>t Bíl stolið BIFREIÐINNI R-2242 var stolið í fyrrinótt, þar sem hún stóð við Hvassaleiti 36. Bifreiðin er af gerðinni Landrover, hrún að lit og með toppgrind. Var bíllinn ófundinn í gærkvöldi. Eru þeir sem orðið hafa varir við ferðir bifreiðarinnar beðnir að gefa sig fam við rannsóknarlögregluna. I/ '\i' >•* 1*» úoeoi ■ )7 ÍIO' /0J / //. >5 /0?o' . tOiO ID20 r 7 MIKEÐ hæðarbelti liggur frá Eystrasalti suðurvestur um Bretlandseyjar, en á Græn7 landshafi er allmikil lægð. Þar á milli er mikill suðvest- lægur loftstraumur, og lend- ir fsland í honum vestanverð- um, en þar er svalari hluti hans og skúraveður. Þó ná ekki skúrir til Norð- ur og Austurlandsins, þar var víðast sólskin í gær og hitinn 10-13 stig. lenzku fulltrúarnir, sem sitja munu fundina eru dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem er aðalfulltrúi 1 stjórn Alþjóðabankans og Magn- ús Jónsson, fjármálaráðJherra, sem er varafulltrúi íslands. Árs- fund Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sitja Jóhannes Nordal og Jónas Haralz. Þeir félagar munu halda utan hinn 23. september. Á fundunum, sem er venjuleg- ur ársfundur þessarar stofnana, mun aðallega rætt um gja.d- eyrisforða í milliríkjaviðskipt- um, sem stöðugt fara vaxandi og jafnframt um möguleika á stofnun nýs alþjóðlegs gjaldeyr- is. Gj aldeyrismagn það sem not- að er í milliríkjaviðskiptum fer nú stöðugt vaxandi og hefur gætt vaxandi áhuga á stofnun sérstaks gjaldmiðils, þar eð tak- markað er hvað dollarar og sterlingspund geta gegnt hlut- verki alþjóðagjaldmiðils. Hussein J órdaníukonungur mun sennilega fara í heimsókn til Pakistans 20. september. Kon ungurinn mun að líkindum dvelja þar í þrjá eða fjóra daga og ræða við stjórnmálaleiðtoga þar um ástandið fyrir botni Mið- jarðarhafsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.