Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SBPT. 190T EYLEIFUR FORÐADIKR FRÁ O-TÖLUNNI Aberdeen vann i gær 4-1 og samanlagt með 14-1 EVRÓPUBIKARSÆFINTÝRI KR í ár er lokið. Aberdeen- liðið vann síðari leikinn með 4—1 í Laugardal í gær í held- ur daufum leik. „Þetta er skuggi af því liði sem gersigraði KR í fyrri leiknum,“ sagði einn blaðamannanna sem næstum óslitið lýsti leiknum í síma til blaðs síns í Skotlandi. I rauninni var leikurinn ekki eins ójafn og markatalan gefur til kynna. Tvö klaufaleg mörk — sem kenna má mark- verði — varð KR liðið að þola. En Ellert Schram bjargaði / því sem bjargað varð og bar af í KR-liðinu. Og tækifæri áttu KR-ingar opnari en Skotarnir, en grát- lega illa tókst þá til með skotin. Aðeins um 2000 manns sáu leikinn. Og nú er komið að Valsmönnum að sýna hvað þeir geta í Evrópukeppni. Þeir mæta meisturum Luxemborgar í fyrri leik liðanna í Laugar- dal á sunnudaginn. ★ Varnartaktik í byrjun leiksins lögðu KR-ingar áðaláherzlu á vörn. Það var sýnilegt að þeir ætluðu ekki að iáta úrslitin frá Aber- deen endurtaka sig. Liðsupp- stillingu hafði á síðustu stund verið breyrt, Hörður Markan var ekki með en Þórður Jónsson (varnarleikmaður) .tók stöðu í framlínunni en )ék sem 7. varn armaður. Þetta leiddi af sér að spilið fór að mestu fram upp undir og í vítateig KR. Þar reyndu Skotarnir að leika í kringum KR-inganna eins og þeir væru í hæfnisakstri kringum keilur. En svo ákveðnir voru KR-ing- arnir í vörninni að þeir drápu skottilraunir Skota í fæðingu og hættan var ekki mikil hjá Guð- mundi markverði Hann reyndist ekki sem ör- uggastur, enda varla von miðað við þá markasúpu sem hann hefur orðið að kyngja. En 28 sinnum hefur hann nú orðið að sjá á eftir knettinum í markið í þremur stórleikjum. Á 18. mín átti hann klaufalegan slátt frá marki, sló fyrir fætur Storrie, en Ellert bjargaði skotinu. Örskömmu síðar mistókst hon um að klófesfa lausa fyrirsend- ingu frá Taylor útherja sem hljóp Kristinn bakvörð af sér. Þvaga varð við markið og Bjarni Aðdragandi fyrsta marksins — og markið. Guðmundur heldur ekki skoti Munroe. Knötturinn hrekkur til hægri og Storrie leggur af stað og skorar. — Myndir: Sveinn Þorm. Annað mark Skotanna, sem fleyttu honum með þremur kollspymum í markið. Smith skall- ar síðastur og knötturinn ber yfir marksúluna — og fer yfir Guðmund. Fullyrt aö enskir knatt- spyrnumenn neyti lyfja Má//ð „olli sprengingu44 á Bretlandseyjum í gœr HEITAR umræður hafa orðið mjög algeng orðin meðal sea kom fram með fullyrð- í Englandi í dag vegna full- enskra knattspyrnumanna. inguna á þingi lyfjafræðinga yrðingar vísindamanns eins Prófessor Arnold Beckett, í Blackpool á þriðjudag. um að deyfilyfjanotkun og yfirmaður lyfjadeildar tækni- — Ég hef sannanir frá ýms notkun örvandi lyfja væri og vísindaháskólans í Chel- Fr.amh. á bls. 19 fékk tíma til að komast í mark- ið og verja á marklínu skot Storries. KR-ingar fundu að þeir réðu betur við Skotana en í Aber- deen og tóku að leika vörnina framar og gera tilraunir til sóknar. Og það óvænta skeði, að þeir komu Skotunum oft í klípu, sem virtust ekki búast við þessari frekju gestgjafa sinna, að fara að sækja að mark- inu. ★ Tækifærin skapast Á 25. mín. komst Eyleifur í gott færi eftir gott upphlaup á v. kanti sem síðan barist fyrir mitt mark. Eyleifur fékk gott ráðrúm — en skaut beint í fang markvarðar. Á 30. mínútu kom lamgsend- ing frá hægri fyrir skozka mark- ið. Ólafur Lárusson náði ekki að skalia að marki en af fæti Ey- leifs hrökk knötturinn (óvart) snöggt að marki en Clark mark- vörður var vel á verði — og sneggri í hreyfingum en þetta óvænta „skot“. Á 35. mín. er Gunnar Felix- son í færi á vítateig en skotið reið hátt yfir — og jafn sár- grætilega rann ágætt tækifæri úr aukaspyrnu rétt utan víta- teigs út í sandinn fyrir KR-ing- um. ★ Vörnin gieymdist En þessir möguleikar höfðu fengið KR-inga til að gleyma hinni föstu og ákveðnu vörn sem þeir sýndu í upphafi. Þeir höfðu slakað á klónni og tekið að hugsa til hefnda fyrir fyrri ófar- ir. Á 43. mín. er Munro framverði gefið tækifæri til að skjóta á markið af löngu færi. Guð- mundur hálfver skotið en missir knöttinn út til hægri. Þar er Storrie illa valdaður og skorar af stutlu færi. Nokkrum sekúundum fyrir hlé — en að tíma liðnum eftir klukku okkar í blaðamanna- stúlkunni -— eru -Skotar enn í sókn. Þvaga myndast á miðjum vítateig en þar nær einn Skot- anma að skalla að marki þar sem Storrie og Smith eru nálægir (Smith sennilega rangstæður). Storrie skallar enn nær markinu og þar nær Smith að skalla í þriðja sinn og nú yfir Guðmund í mark ið Þrír háir skallaboltar fleyttu knettinum þannig i markið. Hálf klaufalegt og ódýrt og niður- drepandi svona rétt fyrir hléið. ★ Sigurinn tryggður Slappastir voru KR-ingarnir rétt eftir hléið. Það var von- leysissvipur yfir liðinu. Á 7. mín. dynur amnað klaufa markið yfir. Aukaspyrna er framkvæmd á KR utan vítateigs. Munro spyrnir jarðarknetti að marki og Guðmundur er með knöttinn í höndunum. en hann snýst úr höndum hans og í netið. Sorgarsaga. Á 13. mín. eykst markatalan enn. Langsending er send frá Wilson h. útherja og Storrie tekst aðeins að breyta stefnunni með skalla í netið. Þetta mark var ekki hægt að forðast. Framh. á bls. 19 Úrslit í 2. fl. í kvöld í KVÖLD kl. 6,30 fer fram á iMelavellimum úrslitaleikurinn í Landsmóti 2. aldursflokks. Leika tnú til úrslita Keflvíkingar og Selfysisingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.