Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPT. 1967 MAGNÚSAR SKIPHOITI21 SÍMAR 21190 eftir lokun iimi 40381 -r i 1-44-44 Hverfissötu 103. Sími eftir iokun 31160. B.ITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt teigugjald. Bensín innifalið 1 teigugjaldi. Símí 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022 Flesl til raflagna: Rafmagnsvörur Heimiistæki Ctvarps- og sjónvarpstæki Hafmagnsvörubúðin sf Suðuriandsbraut 12. Simi 81670 (næg bOastæði). Vinnufatnaður Regnfatnaður Gúmmístígvél Gúmmískór Klossar Ullarpeysur Ullarsokkar Vinnuskyrtur Vinnu vetli ngar Verzlun O.EIIingsen ★ Forgangsréttur Hafnfirðinga í Straumsvík? Guðm. Guðjónsson skrif- ar: „Kæri Velvakar.di! Ég hef unnið undanfarið hjá þýzkum fyrirtækjum, (Strab- ag — Hochtief) við að slétta hraunið undir fyrirhugaða ál- verksmiðju í Straumsvík fyrir^ sunnan Hafnarfjörð. Nú hefir því verki verið lokið, og hefst þá hafnargerðin.. Það verk vinna saman Hochtief og Vél- tækni. Nú eru mannráðning- ar að hefjast við hafnarfram- kvæmdirnar, og hefir þá sú fyr irskipun verið gefin út af Her- manni Guðmundssyni, for- manni Hlífar í Hafnarfirði, til ráðningarstjóra við höfnina, að Reykvíkingar megi ekki vinna á virtnusvæði Hafnar- fjarðar hjá þýzka fyrirtæk;nu Hochtief, meðsn hafnfirzkir verka- og véiamenn fáisl Þetta virðist torskilið, því að Herimann Guðmundsson, for- maður Hlífar, var búinn að gefa þá yfirlýsingu, að flestir þeir menn, sem unnið hefðu við jarðvinnsluna í Straums- vík, aettu að ganga fyrir um vinnu, þegar hafnarvicnnan haefist, hvort sem þeir væru úr Reykjavík eða Hafnaríirði, En mættum við nú, Reyk- víkingar, biðja þá Eðvarð og Guðmund J. formenn Dags- brúnar, að vakna af löngum svefni og athuga, hve margir Hafnfirðingar stunda vinnu sína hér í Reykjavík, og sjá hvernig útkoman yrði. (Ætli fleiri Hafnfirðingar sjái ekki fjöttskyldu sinni farboða í Reykjavík, en Reykvíkingar með vinnu á atbafnasvæði Hlíf ar í Hafnarfirði?) Það þykir mér ótrúlegt, að Dagsbrún geri ekki slíka athugun né neitt annað, sem til hagsbóta horfir fyrir verkalýð Reykjavíkur, FÉLAGSLÍF Framarar, 2. flokkur. Áríðandi æfing í kvöld kl. 8. Fjölmennið og mætið stund- víslega. Stjórnin. — nema þá að innheimta stétt arfélagsgjaldið. Enda veit Her mann Guðmundsson, formaður Hlífar, áreiðanlega, hvert hann er að fara með þá Eðvarð og Guðmund J„ — sinn í hvorum vasa sínum. Guðm. Guðjónsson. Bogahlíð 14.“ ★ Gott er að vera í Grundarfirði „Ferðalangur" skrifar: „Oft er kvartað undan háu verðlagi hér á landi. Það væri sannarlega erfitt að andmæla því, að fsland er dýrt lnd. Á það ekki sízt við hótel og alla þjónustu. Það er ekki úr lausu lofti gripið, ef því er haldið fram, að ódýrara sé t.d. fyrir hjón að ferðast til útlanda með einhverri íslenzkri ferðaskrif- stofu en að ferðast í sínu eig- in landi og búa í gistihúsum. Sem betur fer eru þó til und antekningar, og hér er ein, sem er þess virði, að minnzt sé á hana. Ég fór í kringum Snæfells- nes um daginn og gisti í Hótel Fel'li í Grundarfirði. (Norðan- vert Snæfellsnesið má hiklaust telja til fegurstu staða lands- ins ,og er ótrúlegt, að hægt skuli vera að ferðast þar í tvo daga og hitta ekki á leiðinni nema tvo bíla með ferðafólk). Hótelbyggingin er svolítið sér- stæð, netageymsluT á neðstu hæð, og minnir helzt á verbúð- ir. En þegar inn er komið, verð ur fólk á engan hátt fyrir von- brigðum. Vinaleg herbergi (þó án rennandi vatns), góð rúm og fyrsta flokks matur, öll fyr- irgreiðsla í bezta lagi. Verðinu er í hóf stillt, Og nú kemur rúsínan í pylsuendanum: Ef ferðalangur dvelur í 3 daga eða lengur, reiknast „pension-verð“, eins og erlend is, þ.e.a.s. verðið lækkar, og er þá hægt að fá fullt fæði fyrir kr. 200.— á dag! Þetta er eins- dæmi á íslandi, og væri æski- legt, að aðrir hóteleigendur úti á landi (og í Reykjavík?) at- huguðu gaumgæfilega, hvort þeir gætu veitt svipaða þjón- ustu. M.ö.o.: hjón geta dvalizt í þessu hóteli í tveggja manna herbergi og fengið fullt fæði fyrir kr. 540 á dag, söluskattur og þjónustugjald innifalið! Ég segi svona nákvæmlega frá þessu vegna þess, að það er einsdæmi hér á landL Vona ég að margir eigi eftir að njóta gistingar í þessu ágætishótelj í Grundarfirði. Ferðalangur.“ ★ Laser-geislar og fjar-áhrif Þorsteinn Guðjónsson skrifar: Vísindamenn hafa enn ekki látið til sín heyra um fyrir- spurn í bréfi, sem þú birtir frá mér Jp. 13. ágúst, en þó hefur „Áhugasamur" skrifað þér alllangt máí þ. 25. s.m. af þessu tilefni, og ber auðvitað að virða áhuga hans og vilja á að láta til sín heyra. Það er þá einkum tvennt, sem ég vildi vekja athygli á í bréfi hans, enda hvorttveggja áhugavert og auðskilið hverj- um manni. Annað er það, að þar sém hann segix mig hafa misskilið fréttina um hinn hraðfara lasergeisla, þá kemur það fram x orðurn hans sjálfs, að ég hafi þar haft á réttu að standa. Það, sem: hahn kallar „fasa-hraða“, (sem er nú ekki meira en í meðallagi snjöll ís- lenzka, þó að hann haldi það) — og útskýrir með samlíkingu við ölduna sem hnígur á einum stað og rís á öðrum án þess að efni hennar hafi borizt á milli — er einmitt það sem máli skiptir um lasertilraunina. Það munu vera einhver um- ^kipti í lasergeislanum, sem berast eftir honum hraðar en eintakar agnir hans, allt eins og aldan berst eftir hinum kyrra vatnsfleti eða eins og umskipti í útvarpsgeisla bera með sér möguleikana til að endurframleiða söng og tal sendistöðvar í viðtæki. Þessi umskipti eða „fasa‘-breytingar segir „áhugasamur" að geti borizt með margföldum ljós- hraðanum, og hvað þarf þá framar vitnanna við? Ein- steinskan er fallir., því að hún hélt því fram að takmörkun hraðans gerði það ókleift að koma boðum á milli staSa hraðar en sem þeirri takmörk un næmi. Af þessu átti að leiða að sambönd við aðra stjairn- bySgja væru næi óhugsandi, en jafnframt komu upp ýmsar fjarstæðlegar hugmyndir um tilveruna, eins og það að ljósið færi í hring, tíminn gæti lið- ið aftur á bak, fjórða vídd (!) o.s.frv. Á sviðum vanþekking- arinnar eru allar fjarstæðux hugsanlegar, hefur mikill vitr- ingur sagt, en að því snertir afstæðiskenninguna þá hefur sami vitringur sýnt fram á, hvernig má fá vit í hana, og stendur þetta í „Samtölum um íslenzka heimspeki", sem út komu árið 1940. Hitt, sem mér þótti einkum athugavert hjá „áhugasömum" voru þessi orð hans: „tel minn- is-sameindir) ólíkt líklegri skýringu (á draumum) en ein- hver fjar-áhrif, sem virðist miklu ólíklegra að til séu“ (Lbr. mínar). Hvað á „áhugasamur" við með þessu? Vill hann halda því fram að fjar-áhrif, sem al- kunn eru milli hinna ýmsu raf magns- og útvarpstækja sem menn hafa, séu óhugsandi milU manna eða mannsheila. Viíll hann halda því fram að þau ótölulegu dæmi sem menn hafa um slíkt, séu ekki annað en markleysa? Ef svo er, þá ætti hann að koma fram og gera betur grein fyrir máli sínu. Ég veit að minnsta kosti um eitt dæmi sem er óyggjandi. Þorsteinn Guðjónsson.“ Voru Einstein og Freud helstefnu- leiðtogar? Þorsteinn Guðjónsson ' skrifar ennfremur: „Tveir Gyðingar, Einstein og Freud, voru um tíma taldir mestir vísindamenn aldarinn- ar, og jafnvel allra alda. Það atlæti, sem þeim var þannig búið, var býsna ólíkt því, sem frumherjar þekkingarinnar áttu löngum að mæta. Hefði það að vísu mátt teljast mik- il framför, ef um sanna þekk- ingarfrömuði hefði verið að ræða, sem fundið hefðu ráð þau, sem dygðu hrjáðu mann- kyni til bjargai'. En því fór svo fjarri, að þessir menn gerðu það, að öllu líkaTa var því að þeir væru leiðtogar hel- stefnunnar með nokkrum hætti eða a.m.k. á leiðum henn ar. Um Einstein er það kunn- ugt að hann hvatti til þess að smíðuð yrði kjarnorku- sprengja, og þá fyrst og framst með það fyrir aug- um að varpa henni á Þýzka- land — þó að það færi á aðra leið. Hvað Freud snert- ir, þá er það víst að hann hafði ekki hugmynd um hvað draumar væru í raun og veru, og hitt e-r líka jafnvíst að hann sýndi snemma fjadnskap sinn gagnvart hinum svonefndu dul rænu fyrirbrigðum og hafði sett sér það mark að spilla fyr ir þeim. Sýnir það vísindaleg- an veikleika aS þora ekki að horfast í augu við rannsókn á hvaða sviði sem er. Þ. G.“ Jeki sófasettið GLÆSILEGT VANDAÐ ÞÆGILEGT Mikið áklæðaúrval. Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.