Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPT. 1967 21 ÓLGAI SÖSlAUSTlSKA ÞJÚDARFLOKKNUM DANSKA NÝLEGA urðu slík átök í Sósial- istiska þjóðarflokknum í Dan- mörku, að menn bjuggust jafn- vel við því, að slitnaði upp úr samstarfi hans og Sósíaldemó- krata á þinginu — en flokkarn- ir hafa nú í sameiningu 91 þlng- sæti, sem stjórn sósialðemo- krata styðst við. Líklega hefur öldurnar þó lægt svo, að ekkl komi til samstarfsslita — enginn viðkomandi aðila treysti sér til þess að bera ábyrgð á slíkum afleiðingum. Átök þeissi urðu vegna um- mæla Willys Brauers, eins af borgarstjórum Kaupmannahafn- ar, sem hann viðhafði í ræðu 19. ágúst sl. Willy Brauer hefur verið kallaður annar sterkasti maður flokksins — hinn sterk- asti var að sjálfsögðu — og er enn — Aksel Larsen, stofnandi flokksins og leiðtogi. Þó hefur verið þjarmað veruleiga að hon- um að undanförnu og á þingi flokksins fyrir nokkrum mánuð- um fengu andstæðingar hans — svonefndur vinstri armur flokks ins — meirihluta í aðalsfjórn hans. Larsen var gagnrýndur harðlega fyrir að hafa sýnt of mikinn áhuga á samvinnunni við Sósíaldemokrata, sem hefði orð- ið til þess, að flokkurinn hefði orðið að taka á sig hluta ábyrgðarinnar á verðaukaskatt- inum svonefnda — momsen — sem kallaður er. Nokkrir þing- menn ftokksins aí veikara kyn- inu lýstu því yfir á þinginu, að þeir hefðu beinlínis verið neydd ir til þess að með hótunum að greiða atkvæði með þessum nýja skatti. Sem fyrr sagði, lauk þinginu svo, að andstæðingar Larsens fengu meirihluta í stjórn flokksins. Þar á meðal var Brauer borg- arstjóæi. Hann hafði að vísu ekki sagt mikið í umræðunum, hvorki með né móti stefnu Aksels Larsens. Þó taldist hann hallast að stjórnmálaskoðunum vinstri armsins og sá armur kaus hann í stjórnina. Brauer er ekki þingmaður og kærir sig ekki um að komast á þing -- né taka að sér sérstakar ábyrgðarstöður fyrir flokkinn — meðan Aksel Larsen er formaður. Hvað þarna liggur að baki er ekki fyllilega Ijóst. Ekki er sjóanlegt, að veru- leg ágreiningsefni skilji þá. Þeir hafa verið samstarfsmenn allt frá heimstyrjöldinni síðari, fyrst í kommúnistaflokknum, sem þeir sögðu sig úr samtímis eftir atburðina í Ungverjalandi og stofnuðu þá nýja flokkinn, núverandi Sósialistíska þjóðax- flokkinn — SF. En þessi sami Brauer lýsti því yfir í ræðunni — sem hann hafði ekki rætt um við nokkurn mann, ekki einu sinni fylgismenn sína í vinstri arminum, — að innan tíðar yrði Aksel Larsen að fara frá. Larsen hefur nýlega náð sjötugsaldri og næsta ár heldur flokkurinn almennt þing. Þá sagði Brauer, að reikna mætti með því, að flokkurinn kysi sér nýjan formann. Einnig lagði hann fram kröfu um, að mörkuð yrði skýrari stefna varðandi sam vinnusamkomulgið við milli SF og stjórnarinnar, en það sam- komulag var gert 12. marz sl. Sama kvöld og Brauer hélt þessa ræðu var viðtal við Aksel Larsen í sjónvarpinu. Ljóst var, að þessi ummæli Brauers höfðu komið honum illilega á óvart og hann tók þau nærri sér. Hann sagði þó, að þótt SF hefði um árabil reiknað með því, að ald- urstakmark formanns væri sjö- tíu ár, væri ekki þar með sagt, að nauðsynlegt væri að halda við það í framkvæmd. Það yrði hann sjálfur, sem tæki um það ákvorðun, hvort hann héldi áfram stjórnmálastarfsemi sinni — en að sjálfsögðu væri það þingflokksins, sem ákvæði hver verða skyldi formaður. Síðan hefur deilan haldið áfram. Um miðja síðustu viku komu þeir Larsen og Brauer saman í umræðuþætti í sjónvarp inu. Þar var, sem áður, erfitt að greina nokkurn mun á pói- tískum sjónarmiðum þeirra. En deilan nær til annarra. Af hálfu borgaraflokkanna hefur því til dæmis verið haldið fram, að þessi eilífa óró innan SF og gagnrýni á samvinnusamkomu- lagið við stjórnina veiki þing- grundvöll stjórnarinnar og því eigi hún að leita samvinnu við einn eða fleiri borgararlegu flokkana. Paul Hartling, formað- ur Vinstri, hefur krafizt þess, að kosningar verði haldnar í Sigsgaard septembermánuði á þeirri for- sendu, að ekki sé lengur um að ræða sósialistískan meiri- hluta meðal þjóðarinnar. Jens Otto Krag, forsætisráðherra, hefur hinsvegar vísað öllu sliku á bug. Hann heldur því fram, að samvinnusamkomulagið milli SF og Sósialdemokrata sé í fullu gildi, þrátt fyrir gagnrýnina innan SF og hann telur óhugs- andi, að nokkur innan SF fáist til að eyðileggja samvinnu SF og Sósialdemokrata og neyða þá síðarnefndu þar með til þess að verða undir náð borgarflokkana komna. Sama segir Aksel Larsen. Honum finnst líka samvinnusam komulagið ágætt. Hann hefur á hinn bóginn heitið Brauer því, að aðalstjórn flokksins verði leyft að fylgjast nákvæmlega með þeim lagafrumvörpum, sem í undirbúningi eru og byggð eru á samvinnusamkomulaginu. Og Brauer sjálfur hefur sagt, að slíkar upplýsingar mundu senni- lega gefa honum og hans mönn- um þá vitneskju um samkomu- lagið, sem þeir telji sig til þessa hafa skort. Brauer hefur einnig staðhæft, að SF verði að gæta sín á því að falla ekki í „persónudýrkun". Það megi ekki fara svo, að flokkurinn og Aksel Larsen verði eitt og hið sama, rétt eins og „eftir Larsen komi synda- flóðið“. Því beri flokksmönnum að hugsa um þann möguleika, að Larsen fari frá — já, hann hefur jafnvel látið í ljós ósk um, að Larsen fari að velja sér arftaka og ala upp*.. Það þarf ekki að vera ég,“ segir Brauer, — „ég hélt ekki þessa ræðu af persónulegum valdaáhuga." Hann hefur jafnvel bent á sem hugsanlegan arftaka Larsens Erik Sigsgaard, ungan kennara, tæplega þrítugan, sem hóf stjórn- málaferil sinn sem fulltrúi í borgarstjórn og fór þaðan inn á þing sem einn af yngstu þing- mönnunum. Deilurnar eru sem sé óðum að hjaðna og allt bendir til þess að samkomulag SF og Sósial- demokrata standi óhaggað. Sé það rétt þurfa Danir ekki að búast við kosningum fyrr en árið 1970. Loft og vegg- klæðningar Nýkomið: Eik, 297.— platan. Fura, 261.— platan. Oregon pine, 297.— platan. Teak, 315.— platan. Venge, 470.— platan. Palisander, 613.— platan. Askur, 297.— platan Stærðir 28x250, einnig til í stærðunum 20x250. Allt fulllakkað. Hurðir og panel hf. Hallveigarstíg 10. — Sími 14850. Gunnar Rytgaard. Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því að samkvæmt auglýsingu viðskiptamálaráðuneytis- ins dags. 11. janúar 1967, sem birtist í 7. tölu- blaði Lögbirtingablaðsins 1967, fer þriðja úthlut- un gjaldeyris og/eða innflutningsleyfa árið 1967 fyrir þeim innflutningskvótum sem taldir eru í auglýsingunni, fram í október 1967. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Lands- banka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 10. október næstkomandi. LANDSBANKI ÍSLANDS. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS. Frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík Ngesta kennslutímabil hefst 2. október. Umsóknar- frestur er til 20. september. Inntökupróf verða sem hér segir: Píanónemendur mánudaginn 25. sept- ember, kl. 4. Nemendur á strengja- og blásturs- hljóðfæri, mánudaginn 25. september, kl. 6. Söng- og tónfræðinemendur mánudaginn 25. sept., kl. 7. Nemendur í söngkennaradeild, þriðjudaginn 26. sept. kl. 5. Athygli nemenda skal vakin á því að í haust er kennsla við skólann í meðferð sláttarhljóðfæra. Væntanlegir nemendur í þeirri grein eru beðnir að koma til viðtals, miðvikudaginn 27. september, kl. 4 síðdegis. Umsóknareyðufblð eru afhent í Hljóðfæraverzlun Poul Bernburg, Vitastíg 10. SKÓLASTJÓRI. Aksel Larsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.