Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPT. 19VT Vaxandi dýrtíð í heiminum — Minni verðhœkkanir á íslandi, en víðasf annars staðar Malawi og S-Afríka taka upp stjórnmálasamband Á 12 MÁNUÐUM hefur dýrtíð aukizt í heiminum almennt um 3%. Verðhækkanirnar eru hins vegar mjög mismunandi eftir löndum. Einna mest hefur hún orðið í Tyrklandi eða 13%, en hvað minnst í Vestur-Þýzkalandi eða 1 V2%. í danska blaðinu B.T. er birt tafla um þetta efni 8. september. Þar segir ennfremur, að verðlag á íslandi hafi hækk- að 2% á þessu tímabili, en þar er raiðað við tímabilið júní-júlí, að því er flest lönd snertir. Af töflunni sem hér fer á eftir, sést, að ísland er á meðal þeirra þeirra landa, þar sem verðlag hefur hækkað hvað minnst. Hækkun á verðlagi: % Lönd 13 Tyrkland 5% Noregur 5 Spánn, Finwland, Dan- mörk. 4% Sviss 4 Sviþjóð, írland 3V2 Kanada, Ítalía 3 Portúgal, Japan 2Vz Bretiand, USA, Holland, Frakkland 2 ísland, Belgía, Luxembourg 1V2 Gri'kkland, Vestur-Þýzka land, AusturríkL Genf, 12. sept. HEIMSSAMTÖK áhugamanna um starfsemi SÞ hafa lagt tiL, að kallaður verði saman fundur æðstu manna Sovétríkjanna, Stóra-Bretlands, Póllands, Ind- lands og Kanada til að ræða lausn deiiunnar í Vietnam. SÞ, 11. sept. NÍU þjóðir, hlynntar kommún- istum, hafa ritað SÞ bréf og farið fram á upptöku kínverska Alþýðulýðveldisins í Sameinuðu þjóðirnar. Sömu lönd rituðu SÞ samkonar bréf fyrir tveimur ár- um með neikvæðum árangri. Blantyre og Pretóríu, 11. sept. AP-NTB. TILKYNNT var í höfuðborgum S-Afríku og Malawi, Pretóríu og Blantyre, á sunnudagskvöldið, að ríkin tvö myndu taka upp stjórn málasamband innan skamms og þá skiptast á sendifulltrúum (chargés d’ affaires). Ákvörðun þessi um upptöku stjórnmál'asambands ríkjanna hef-ur vakið mikla athygli og er talinn mikill stjórnmálasigur fyr ir S-Afrxku, sem með þessu hef- ur tekizt að rjúfa einingu hinna „blökku“ ríkja Afríku. Malawi hefur um nokkurt skeið farið aðrar götur en ýmis nágranna- ríki þess og eðlilegt stjó.rnmála- samband við S-Afríku mun enn undirstrika þetta. Malawi er eina aðildarríki Samtaka Afríku ríkja sem ekki situr utanríkisráð herra- og þjóðarleiðtogafund samtakanna, sem nú er haldinn í Kinshasa í Kongó. Ekki er talið, að það muni valda neinum erfiðleikum, að fulltrúar Malawi setjist að í S- Afríku. Forstöðumaður sendifull trúaskrifstofunnar veirður fyrst um sinn hvítur maður að sögn, en hefur sér tiil ráðuneytis tvo blakka landa sína og verður svo fy>rst um sinn. Síðan herma fregn ir að S-Afríkustjórn áformi að byggja sérstakt íbúðarhverfi fyr ir alla erlenda sendimenn í höf- uðborginni og er ráð fyrir því gert, að þar verði slakað mjög á kynþátta ■aðskilnaðarlögunum, sem annars gilda í landinu. Forseti Malawi, Hastings Banda, sagði á sunnudag, að ákvörðunin um upptöku stjórn- málasambands við S-Afríku rnyndi eflaust sæta mikilli gagn- rýni víðsvegar í Afríku, en sagði jafnframt, að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega yfirveg- uðu máli og hún væri mikið hagsmunamál fyrir Malawiríki. „Meira en 80.000 landar okkar starfa í S-Afríku, við námagröft og ýmislegt annað, og þeir eiga kröfu á þeirri aðstoð og vernd, sem sendifulltrúi lands okkar Republikana- flokkuiinn 1854 -1966 MOROUNBLAÐINU hefur bor- izt önnur útgátfa atf sögu Repu- blikanaflokksins í Bandaríkjun- um eftir prófessor George H. Mayer og ber hún titilinn „The Republican Party“. Þegar þessi bók kom fyrst út 1964, hlaut hún þegar mikla viðurkenningu sem heimild eða frásögn um sögu Republikanaflokksins, sem er, og kunnugt er, ein mikilvægasta stjórnmálahreyfing Bandaríkj- anna. Hin nýja endurskoðaða út- gáfa hefur að geyma til viðbótar frásögn af kosningabaráttu Gold- waters, sem forsetaframbjóð- anda Republikanaflokksins og þingkosningunum í Bandaríkj- unum 1966. Republikanaflokkurinn hefur verið á meðal mikilvægustu stjórnmálahreytfinga Bandaríkja Norður-Ameríku í meira en heila öld. Saga Republikanaflokksins er því ekki lítill þáttur í sögu Bandaríkjanna og á því bók þessi erindi til allra iþeirra, sem áhuga hafa á sagnfræði. Þá hljóta kaflar þeir, sem þessi nýja útgáfa hefur að geyma um Barry Goldwater og kosninga- baráttu hans, að vekja mikla at- hygli, því að þar er fjallað um atburði, sem eru mörgum enn í fersku minni og eru mikilvæg- ur þáttur í nútímasögu Banda- ríkjanna. Höfundur bókarinnar, George H. Mayer, er prófessor í banda- rískri sögu víð Purdueháskóla. Hann hefur auk framangreindr- ar bókar ritað og átt þátt í út- gáfu annarra merkra bóka um sögu Bandaríkjanna. - VÍSINDAMENN Framh. af bls. 17 sem hægt væri að aldurs- ákvarða, og jafnvel eitthvað af húsunum. Mér myndi þykja mjög gaman að taka þátt í rannsókn á staðnum. Jarðveg- urinn undir hrauninu er vall- lendi, þurrlendismói". „Fyrst við erum farnir að tala um fornminjar og slíkt Jón, þá minnist ég þess að ná- lægt bæ í Kjósinni, þar sem ég var í sveit, fundust margir gamlir trjálurkar í mýri sem verið var að ræsa fram, ætli þeir hafi verið frá landnáms- tíð, þegar landið var skógi vax ið milli fjalls og fjöru?“ „Það held ég ekki. Mér finnst líklegra að þeÍT hafi ver ið af skógi sem genginn var undir löngu fyrir landnámstíð. >að er vitað að miklar loftlags breytingar hafa orðið á Skandi navíu og það má sjá þess merki á hinum Norðurlöndun- um að skógar hafa gengið um 200 metra hærra upp í fjalls- hlíðar. Það hefur líka verið á hlýindatímabilinu eftir ísöld“. „Hver eru nú þín uppáhalds verkefni, Jón?“ „Þau eru Svo mörg að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég hefi til dæmis mjög mikið gaman að öllum rannsóknum, og eins að kortleggja, kanna sprungur, fellingamyndanir, misgengi og þessháttar. Ein af mínum uppáhaldsiðjum er líka að skoða berg í smásjá. Þá límum við steinflís á gler- plötu og sögum af henni eins náiægt glerinu og hægt er. S'íðan er flísin slípuð þar til hún er ekki nema 1/300 úr millimetra og svo skoðum við hana í smásjánni. Þá er hún orðin gegnsæ þannig að við sjáum gegnum alla krystalla og efni nema málma. Svona rann sóknir — sem og aðrar rann- sóknir — krefjast mikils og góðs samstarfs, og það er nokkuð sem tilfinnanlega vant ar. Ekki þar fyrir að samkomu lag er mjög gott milli okkar allra og við erum allir reiðu- búnir að rétta kollega hjálpar- hönd, en aðstaða til raunhæfs samstarfs er ekki fyrir hendi til þess skortir aðstöðu, von- andi verður bætt úr því sem fyrst. — ótj. Sendisveinn óskast Óskum að ráða duglegan og ábvggilegan sendisvein. Upplýsingar á skrifstofunni. Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson Laugavegi 172. — Sími 11390. Geirungssagir Verzlunin Brynja Sími 24320. Pólsk viðskipti CONFEXIM ZÓDZ er aðalútflytjandi tilbúins fatnaðar frá Póllandi. Fulltrúi frá CONFEXIN, ungfrú Daniela Funk, verður til viðtals á skrifstofu okkar þennan mán- uð. Gott tækifæri fyrir innflytjenduf að gera innkaup á ódýrum og seljanlegum fatnaði. Einkaumboð fyrir Confexim Zodz íslenzk- erlenda verzlunarfélagið hf. Tjarnargötu 18. — Sími 20400. Mæðrabúðin Auglýsir Ensku BEAUTY snyrtivörurnr margeftirspurðu, eru nú komnar. í BEAUTY snyrtivörunum eru eingungis fínustu efni, úr jurta- og blómaríkinu, sem henta öllum. Notið það bezta fyrir húð yðar. FLOWERS OF LILLIAC hreinsikrem. EAU DE ROSE, hreinsivatn AVOCADO SATIN, næringarkrem ROSE PETAL, næringarkrem SUNFLOWER AND WHEAT, næringar- krem CALIFORNINAN AVOCADO, næturolía ROSE PETAL, handáburður FLOWERS OF LILLIAC, handáburður MYRRH FOUNDATION, krem MYRRH, andlitspúður WHITE LILAC, MADONNA LILY, LOT- US FLOWERS, talkum JURTASÁPUR, margar gerðir HÁRSHAMPO, margar gerðir o.fl. o.fl. Reynið „BEAUTY WITHOUT CRUELTY“ snyrtivörurnar og „WELEDA HEALING COSMETIC“ og þér munuð finna, að ekkert jafnast á við þær. Mæðrabúðin býður yður úrvals vörur, fyrir verðandi mæður og kornabörn. Fjölbreytt úrval af gjafavörum, tilvalið til sængurgjafa. Mikið úrval af alls konar barnafatnaði tekið fram í dag. Gjörið svo vel og lítið inn. IHæðrabúðin Domus Medica sími 12505

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.