Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPT. 1967 3 HREFNUVEDAR A SKAGAGRUNNI NU þegar allt úitlit er fyrir það, að síldirt miuni láta bíða eitíhvað eftir sér, sem ekki er í fyrsta sinu, er farið að sk^ggræða um hvað sé hægt að gera við hinn stóra og glæsilega síldveiðMlota okikar, sem lítið getur atlhafnað sig ef síldin bregsit. Mér varð hugsað til Íhinna glæsilegu skipa okkar, sem nú að undanförn.u ihafa rasis- skeQilt sjóinn hér í Faxaflóa og við SV-land í leit að síld, þegar ég fyrir nokkru leiit gamlan norskan fiskiibáit, sem lá í höfn á Vestfjörðúm. Það hvarflaði að mér að það mundu ekki margir íslend- ingar fást út á þann „kláf“, sem virtist allur vera að ryðga í sundur sökum elli. Þegar óg fór að rannsaka nán ar á hvers konar veiðum hann væri, kom í ljós að bát- urinn var á hrefnuveiðum. Voru þeir allt upp í 6 vikur á veiðum og ísuðu kjöitið um borð. Þeir höfðu að undan- förnu verið að veiðum á Skagagrunni, en voru nú að færa sig til Grænlands, þar sem þeir töldu meiri aflavon. Fyrir kílódð af kjötinu fá þeir krónur 27 íslenzkar. Ég minnit þess þá að hafa lesið viðtal við færeyslkan skipstjóra, sem var á hrefnuveiðum, fyrir 1 —2 árum, þegar síldveiðifloti okkar jós upp síldinni, þar sem. skipstjórinn fullynti að aflahLutur þeirra á hrefnu- bátnum væri enigu minni en aflalhlutur þeirra sem á a'fla- hæsita síldveiðibát okkar væru. En munurinn var mik- il.l á þeim færeyska og norska bátnum, sem ég gat um í upp bafi, sá færeyski var ný'bízku- legur og heiifrysti kjötið um borð. Þetta- rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég fyrir nokkru rak augun í ísilenzkan bát, sem gerður var út á hrefnu- veiðar. Þetta var m.b. Hrönn ÍS 46, sem úitlbúinn er á svip- aðan hátt og hva'lveiðilbáitur. Þar sem Hrönn er ekki nema 75 tonn 'hefur hún orðið að halda sig eingöngu á heima- miðum, sem hefur verið á Sfcagagrunni. Þar hefur afl- azit sæmilega þegar gefið hef- ur á S'jó, en það þarf að vera svo til sléttur sjór þegar veið- arnar fara fram. Aftur á móti gætu stærri bátar sóitt lengna út og aflað þá fleiri tegunda, eins og t.d. andanefju. Enn sem komið er, hefur hrefnu- kjötið aðeins verið selt inn- anlands, þar sem litið hefur veirið þreifað fyrir sér á er- lendum mörfcuðum. En nú munu vera þrír í'S'lenzkir bátar, auk Hran-nar, á hnefnu veiðum. Norðmenn eru farnir að nota mikið af kjötin,u til py.Isugerðar, enda þykjia þær Hrönn að veiðum ágæitar, og hráefnið í þær er ódýrara, en ef diLkakjöt væri keypt. MikiHl miahkaður er nú í Noregi fyrir 'brefnukjöt, og geta þeir norsku báitar, sem á hrefnuveiðium eru, efcki fyl.lt miarkaðinn. Tollur á inn fluttu hrefnukíjöti til Noregs mun veria sami og á hvlal- kjöti. Japanir munu einnig hafa mikinn áhuga á að kaupa hrefnukjöt, en sá miairkláður hefur enn ekki vier- ið kannaður. Vonan'di er að framámenn fiskimáia táki þetta mál til alvar.leg.riar aithugunar, og hver veit þá nema h.ér sé g.ulliið tækifærli fyrir stóru bátana okkar. 1. september. Helgi Hallvarðsson. í tilefni af hinni árlegu merkja- sölu til ágóða fyrir Menningar- og minningarsjóð kvenna laugar daginn 3. sept., héidu sjóðsstjórn arkonur fund með fréttamönn- um í gær í skrifstofu Kvenrétt- indafélags íslands í Hallveigar- stöðum. Var þar m.a. ræfct um sjóðinn, styrkveitingu úr honum og merkjasöludaginn á lagardag. ardag. Frú Auður Auðuns, varafor- maður sjóðstjórnar, mælti fyrir munn sjóðstjórnarkvenna í for- föllum frú Katrínar Thoroddsen, formanns sjóðstjórnar. Aðrir í stjórn eru Svava Þoreifsdóttir, gjaldkeri, Ragnheiður Möller, rit ari og Lára Sigurbjörnsdóttir, meðstjórnandi. Sagði Auður m.a. að um síðustu áramót hefði ver- ið í sjóðnum 764 þús. kr. Höf- uðstóll sjóðsins er 659 þús. kr. og er árlega veittur helmingur vaxta höfuðstó]'sin<s. Árið 1944 var fyrst veitt úr sjóðnum og þá kr. 8 þús. Hefur sú upphæð nú aukist mjög mikið því að á sl. ári voru veit.tar 80 þús. kr. til 25 kvenna af um 30 sem um styrk sóttu. Frá upphafi hafa verið veittar úr sjóðnum 780 þús. kr. til 230 kvenna. Hæsti styrkur, sem veittur hef- ur verið úr sjóðnum nam 23 þús. en algengt er að hver styrk- ur nemi frá 3—6 þús., enda er reynt að veita sem flestum af þeim sem um styrkinn sækja. Þá gat Auður þess, að sjóð- urinn hefði verið stofnaður 27. september 1941 á 80 ára afmæli Brietar Bjamhéðinsdóttur með gjöf frá börmjm hennar til Kvenréttindaféiags íslands, 2000 krónum, sem skyldi vera stofnfé að sjóði til styrktar íslenzkum námsstúlkum. Hlutverk jóðsins er tVíþætt, sagði Auður. Annars vegar að safna fé með minningargjöfum um látna ættingja, einkum látn- ar konur. Er síðan stutt æviágrip þessara kvenna skráð og birt í bók með myndum. Hefur Ágúst Sigurmundsson myndskeri skor- ið út spjöld og kjöl á minming- arbókina, en Leifur Kaldal bjó til silfurspennur. Er þessi bók hinn mesfci dýrgripur og geymd í öruggri geymslu Landsbóka- safnsins. Hafa nú verið gefin út þrjú bindi af henni. Kom fyrsta bindið út 1955, en hið þriðja sl. sumar. Eru í bókum þessum æviágrip um 200 kvenna auk þess siem þegar eru komnar nokkrar minningargreinar í fjórða bindið. Ég tel það órnet- anlegt gagn að geyma persónu- sögu merkra bvenna, sem ann- ars mundi að litlu g.efcið er tímar líða sagð'i Auður. í niðurlagi einn ar minningargreinarinnar í bók- inni segir m.a. og eru sannmæli: „Á spjöldum sögunnar fer ekki mikið fyrir þeim, sem þó eru hin raunverulega undirstaða þjóðfélagsins, svo sem konum, er helga líf sitt heimilisönnum, viðlhal'da kynstofninum og ala hann upp. Svo sjálfsagt þykir þar að stríða að þakka tíðast ekki neitt, og eru þær þá það bjargið, sem byggt er á. Fer því vel á því, að nú skuli vera •til bók, seon geymir minningu þeirra*. Þess má geta að æviminninga bótoin er til sölu í Hallveigar- stöðum hin sérstæðasta bók, sem mörgum kann að þykja hentug og falleg til gjafa. Eimnig minntist Auður á að sjóðnum hefur verið gefinn út- gáfuréttux á ritverkum kvenna og hefur hann t.d. gefið út „Úr blöðum Laufeyjar Valdimarsdótt ur“, sem var annar formaður sjóðstjórnar, en sú bók er nú að mestu uippseld. í formálanum að sjóðsreglu- gerðinni er þess getið að er kon ur hafi hlotið full réttindi á í 14. UMFE3RÐ á Evrópumótinu í bridge spilaði íslenzka sveitin við þá dönsku og vann enn einn glæsilegan sigur eða 6 stig gegn 2. Leikurin'n var jafn í fyrri hálf leik og að honum loknurn var staðan 29:26 fyrir íslenzku sveit- ina. í síðari hálfleik bætti ís- lenzka sveitin 13 stigum við og voru lokatölurnar 60:47. íslenzka sveitin komst með sigri þessum í 6. sætið og hefur fengið 69 stig, en ítalska sveitin er ef,st með 89 stig. Ekki munar nema 5 stigum á íslenzku sveit- inni og brezku og frönsku sveit- inni, sem er í 2-3 sæti. Úrslit í 14. umferð urðu þessi: Ítalía vann Bretland 6-2 ísland vann Danmörk 6-2 Svíþjóð vann Líbanon 5-3 ísrael vann Finnland 7-1 Frakkland vann Sviss 8-0 Grikkland vann Holland 5-3 Portúgal vann Belgíu 5-3 Pólland vann Tékkóslóvakíu 8-0 Noregur vann Þýzkaland 8-0 írland jafn gegn Spáni 4^4. við karlmenn verði karlmönn- um veittir styrkir úr sjóðnum jafnt á við konur. Eins og að ofam getur þá er merkjasöludagur sjóðsins á laug ardaginn, en eins og Svava Þor- leifsdtóttir sagði þá hefur sjóð- urinn einkum átt velgengni síma að þakka góðum hug íslendinga á merkjasöludaginn oig er þess að vænta að hugurinm verði sá sami að þessu sinni og ætíð í framtíðinni eins og undanfarið. Að 14 umferðum staðan þessi: loknum er 1. ftalía &9 stig 2. Frakkland 79 — 3. Bretland 74 — 4. Noregur 73 — 5. Svíþjóð 72 — 6. ísland 69 7. Sviss 65 — 8. Holland 62 — 9. Spánn 57 — 10. Belgía 56 — 11. fsrael 52 12 írland 48 13. Pólland 48 — 14. Tékkóslóvakía 47 — 16. Danmörk 43 — 16. Líbanon 43 — 17. Portúgal 41 — 18. Þýzkaland 41 — 19. Grikkland 35 — 20. Finnland 25 — Eftir er að spila 5 umferðir og á íslenzka sveitin eftir að mæta sveitum frá eftirtöldum iönd- um: Frakfclandi, Noregi, Belgíu, Póllandi og Grikklandi. Menningar- og minningarsjóður — hefur veitt styrki fyrir 780 þús. kr. — MerkjasÖludagur á laugardag íslenzka sveitin 5 stig f rá 2. sætinu STAKSHIWAR Fordómar Þegar bændur fóru fylktu liði til Reykjavíkur í byrjun þessar- ar aldar til þess að mótmæla því, að símasambandi væri komið á í iandinu má vera, að mörgum hafi þótt sjálfsagt mál, að taka upp baráttu gegn slíkum ósóma. f fámennu og einangruðu þjóð- félagi þeirra tíma hafa slíkar framfarir þótt hættulegar. En furðu gegnir að siíkir fordómar skuli enn lifa góðu lífi í þessu landi. Það kom glögglega í ljós í þeim víðtæku deilum og um- ræðum, sem urðu um það fyrir rúmu ári, hvort taka ætti upp samvinnu við útlendinga um byggingu álbræðslu hér á landi. Vera má, að þeir sem þá börð- ust gegn iðnvæðingu íslands í samvinnu við erlent fjármagn hafi vitað betur, en ákveðið af skammsýnum pólitískum ástæð- um að ala á aldagamalli tor- tryggni og ótta íslendinga við það sem erlent er. Hvor sem skýringin er, er gerðin sú sama. Tveir öflugir stjórnmálaflokkar og málgögn þeirra beittu öllu áróðursafli sínu að því marki að efla hvers kyns fordóma og afturhaldssjónarmið, sem lengi hafa verið hér landlæg. Að þessu sinni sáu aðrir betur og breyttu samkvæmt því. En þetta mál hefur fleiri hliðar. Unga fólkið Nú er að vaxa upp á íslandi ný kynslóð, sem mun fá það verkefni í hendur á næstu ára- tugum að varðveita íslenzkt sjálfstæði, íslenzka tungu og ís- lenzka menningu í heimi, sem breytist ört, verður sífellt minni vegna aukinna og hraðari sam- gangna og breytist í hag fjöl- mennum og öflugum ríkjum og ríkjasamsteypu. Hluti eldri kyn- slóðarinnar í landinu stundar þá iðju að ala á fordómum og aftur haldssjónarmiðum, sem óhjá- kvæmiiega hljóta að hafa ein- hver áhrif á unga fólkið, sem er að aiast upp og mynda sér skoðanir um málefni lands og þjóðar. Með þessum hætti er beinlínis unnið að því að gera unga fólkinu erfiðara um vik að leysa þau verkefni, sem óhjá- kvæmilega faila í þess hlut síðar á þessari öld. Þá verður ekki að- eins við það að etja að skapa fs- landi aðstöðu í nýjum hcimi, sem veiti fólkinu sem hér býr iífskjör til jafns við aðrar og öflugri þjóðir, lieldur verður einnig að berjast gegn fordóm- um og afturhaldssjónarmiðum, sem aldagömul áþján, einangrun og þekkingarskortur hafa skap- að og virðast ætla að ganga aftur Ijósum iogum kynslóð eftir kynslóð. Á þeim, sem nú eru í forustu hver á sínu sviði þjóðfélagsins hvílir ekki einungis sú skylda að skila nýrri kynslóð í arf betra íslandi heldur einnig að ala unga fólkið þannig upp, að það sé opið og frjálst í hugsun ,betur undir það búið að takast á við verkefni framtíðarinnar. í stað þess að gera það rembast áhrifamiklir aðilar í þjóðfélaginu við að halda lífinu í fordómum sem heyra til liðnum tímum. timum, sem koma aldrei aftur. Þeir menn, sem þessa iðju stunda, ættu að hugsa sitt mál og reyna að gera sér grein fyrir þeim óleik, sem þeir með þessu gera unga fólk- inu í dag og ókomnum kynslóð- um. Eigum við að verða virkir þátttakendur i samfélagi þjóða heims eða eigum við að loka okkur inni, stinga höfðinu í sandinn eins og strúturinn og þykjast ekki sjá breytingarnar, sem eru að verða í kringum okkur? Frammi fyrir því vali stöndum við og höfum raunveru lega ekki gert okkar hug upp enn, a.m.k. ekki meðan annar stærsti stjórnmálaflokkur þjóð- arinnar lætur stjórnast af göml- um fordómum og afturhalds- sjónarmiðum. t r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.