Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPT. 1967 3 Þjóðgarðurinn að Skaftafelli af- hentur ísfenzka ríkinu í GÆR var við hátíðlega at- höfn afhentur Þjóðgarður íslcndinga að Skaftafelli í Öræfum. Formaður Náttúru- verndarráðs, Birgir Kjaran, afhenti formlega Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráð- herra, Skaftafell, sem eign og Þjóðgarð hins íslenzka ríkis. Viðstaddir þá athöfn voru auk ráðherra, meirihluti náttúru- verndarráðs, vegamálastjóri, skipulagsstjóri ríkisins, fulltrú- ar ferðamálaráðs, hreppsnefnd Öraefinga og listakonan Kristín Þorkelsdóttir, sem gert hefir glaesilegt merki fyrir Ntáttúru- verndarráð og nú var afhjúpað í fyrsta sinn, en mun síðar prýða þá staði er ráðið sérstaklega Varða. Þá voru viðstaddir full- trúar blaða, útvarps og sjón- varps. Klukkan 9 f.h. fóru vígslugest- ir með flugvél Flugfélags íslands til Fagurhólsmýrar og þaðan með jeppum Öræfhi@a að Skaftafelli. Við komuna í Skaftafellsland var athöfnin þegar framkvæmd, enda skúraleiðingar og veður við sjálvert, en þá stund er athöfn- in flór fram var sól og blíðviðri, en að henni lokinni gerði skúr á ný. Fyrsti liður athafnarinnar var að koma fyrir á uppistöðu við þjóðgarðshliðið merki Náttúru- vernarráðs, en að því unnu full- trúar ráðsins. Þá flutti Birgir Kjaran ávarp. Sagði hann m.a.: Hæstvirtur menntamálaráð- herra, heiðruðu gestir. Náttúruverndarráð er valdalít i] stofnun, sem hefur þó veiga- mikl'U hlutverki að gegna í nú- tima þjóðfélagi, sem er að vera nokkurskonar sáttasemjari miUÍ manns og lands, gæta þess að fyrir tilvenknað mannsins verði náttúru landsins ekki spillt og þá jafnframt að greiða fyrir að landsmenn fái notið náttúrufeg- urðar lands síns. í stríði ýmist tapast eða vinn- ast margar orrustur áður en sig- ur vinnst. Svo hefur og verið í tíu ára stríði Náttúruverndar- ráðs íslands. — Nýverið beið náttúruverindarmólstaðurinn lægri hlut á bökkum Mývatns, en í dag fögnum við sigri í skjóli hins volduga Vatnajökuls. Saga málsins er í fáum orðum þessi: Siðan rakti hann málið í stór- um dráttum frá upphafi og satgði: Hinn 22. febrúar 1961 gerði Nátúruverndarráð einróma sam- þykkt þess efnis, að stefnt skyldd að því að jörðin Skaftafell í öræfum í Austur-Skaftafells- sýslu yrði friðlýst sem þjóðvang ur (þjóðgarður) skv. d-lið 1. gr. laga um náttúruvernd nr. 48/li9'56. Var samþykkt þessi gerð að tillögu dT. Sigurðar Þór- aninssonar, jarðfræðings, sem borin var fram í ráðinu á fundi þess hinn 8. nóv. 1:960. Greinar- gerðdna skýrði hann og í stuttu mAli. Að lokum sagði Bixgir Kjar- an: „Það hefur tekið lengri tíma en æskilegt hefði verið að ganga frá máli þessu. Náttúruverndar- ráð telur það markverðast allra þeinra mála, sem það hefur haft með höndum á 10 ára starfsferli ráðsins, og er þakklátt öllum þedm, er stuðlað hafa að far- sælli lausn þess, og þá ekki sízt menntamálaráðherra og fyrr verandi og núverandi fjármála- róðherra, sem fré upphafi hafa sýnt friðlýsingu Skaftafells vin- semd og góðan skdlning". Ræðu sinni lauk Birgir Kjar- an svo: „Og þá ekki síður hinni al- þjóðlegu stofnun World Wild Life Fund, sem af miklu örlæti hefur styrkt þetta fyxirtæki og gert yfdrleitt mögulegt að festa 'kaup á jörðinni. Um leið og hinu íslenzka ríki verður nú afhent Skaftafell +il vörzlu hefur Náttúruverndarráð sett hér niður merki sitt, sem nú 'birtist almenningi í fyrsta sinn, sem eins og sjá má er laufblað, en á efra helmingi þess er fjall og fljúgandi fugl, en á neðri helmingnum öldur og fiskur. — Er tilætlunin að framvegis verði allir staðir á landinu, sem ein- 'hverrar náttúruverndar njóta auðkenndir með þessu merki, sem gert verður úr mismunandi efni, eftir því, sem henta þykir á hverjum stað. Merkið gerði frú 'Kristín Þorkelsdóttir. Ég hefi nú lokið máli mínu og leyfi mér að biðja hæstvirt- sn menntamálaráðherra að taka við Skaftafelli fyrir hönd íslenzka ríkisins. — Þetta er gjöf til þjóðarinnar aDrar — megi hún vel njóta“. Að lokinni ræðu Birgis Kjar- an flutti menntamálaráðherra svohljóðandi ávarp. „Góðir áheyrendur! Hvers vegna erum við íslend- ingar? Hvað gerir okkur að ís- lendingum? Slíkum spurningum er venju- lega svarað á þá lund, að það sé tungan, sagan, sem gerzt hefur í landinu, sú menning, sem hér hefur verið að myndazt í næst- um 1100 ár. Auðvitað er tungan og sagan snar þáttur íslenzks þjóðernis. Auðvitað værum við ekki þeir Íslendingar, sem við erum, án þeirra ör.laga, sem for- feður okkar hafa sætt í meira en þúsund ár, án þess lífs, sem hér hefur verið lifað, þeirrar reynslu, sem hér hefur hlotizt, þeirrar gleði, sem hér hefur ver ið notið, þeirrar sorgar, sem hér hefur verið borin. En værum við íslendingar án íslands? Værum við þeir íslend- ingar, sem við erum, ef landið væri ekki eins og það er? f næstum 1100 ár hefur ísland alið forfeður okkar og sjálf okkur, í næstum 1100 ár hefur það ýmist agað börn sín eða leikið við þau. í næstum 1100 ár hafa forfeður okkar og við horft á fegurð þess og hrika leik, dáðst að því, lært að elska það. Það er hluti af okkur. Við erum hluti af því. Án íslands væru engir íslendingar. Oft er talað um skyldur okk- ar við tunguna, söguna, þjóð- emið, menninguna. Á þær skyld ur verða aldrei lögð of þung áberzla. En of sjaldan heyrist talað um skyldur okkar við land ið. Auðvitað eigum við að varð- veita tunguha, þjóðernið. En eig- um við ekki einnig að varðveita landið? Megum við missa land- ið, glata því á þann hátt, að náttúra þess spillist, það glati sérkennum sínum, fegurð sinni? Auðvitað ekki. Eins og við yrð- um minni íslendingar og verri, ef tunga okkar spilltist, saga okk ar týndist, menning okkar eýdd- ist, yrðum við ekki líka minni íslendingar og verrii, ef landið okkar skemmdist? Auðvitað. Þess vegna er það þáttur í ei- lífri baráttu fslendinga fyrir því að vera íslenzkir að varðveita landið, vernda náttúru þess, standa vörð um sérkenni þe'ss, gæta fegurðar þess. Af þessum sökum er mér það innilegt gleðiefni að veita við- *töku fyrir hönd ríkisins land- svæði, þar sem íslenzk náttúra er einna fegurst og sérstæðust, þar sem ísland er íslenzkara en víðast hvar annars staðar. Ég veit, að gjörvöll íslenzk þjóð fagnar því, að nú er fyrirhug- að að þetta landsvæði verði þjóð garður, það verði friðað, þann- ig að fegurð þess megi haldast ósnortin, tign þess órofin. Ég vona, að mörg spor þessu lík verði stigin á næstu árum. Það mundi hjálpa okkur til þess að halda áfram að vera íslending- ar, sannari íslendingar en við erum. Þeim mun betur sem við gætum landsins, þeim mun frem ur eigum við skilið að eiga það, þeim mun traustari verður sú heild, sem ísland og íslendingar hljóta ávallt að vera“. Þar með var hinni formlegu athöfn lokið. Héldu menn síðan heim að bæ á Skaftafelli og þágu veitingar i boði menntamálaráðs, en síðan dreifðist hópurinn um þjóðgarðinn til þess að skoða fiann. Blaðamaður Mbl. mun síð- ar skýra frá því er hann sá þar 'og heyrði. Klukkan rúmlega 17 var gest- um ekið til flugvallarins að Fag urhólsmýri á ný. Höfðu ráða- menn þá skoðað ýmsar aðstæð- ur bæði til gestamóttöku í þjóð- garðinum og ráðgast um margt annað er gera þarf staðnum til sóma til þess að hann megi gegna hlutverki sínu. Menntamálaráðherra flytur ræðu við afhendingu þjóðgarðs- ins. Hjá honum stendur Birgif Kjaran formaður Náttúru- STAKSTEIMAR Hvar eru hug- sjónir unga fólksins? Það hefur löngum verið háttur ungs fólks að vera uppreisnar- afl í samtíð sinni. Sú uppreisn hefur tekið á sig ýmsar myndir á mismunandi timum. Hún hefur komið fram í nýjum og ferskum hugsjónum ungra manna um skip an þjóðfélagsins á hverjum tíma og hún birtist okkur einnig í bitlatizku nútimans, sem hefur tekið á sig sérkennilegasta mynd í hverfi einu í San Fransisco á vesturströnd Bandaríkjanna, þar sem síðhærðir „hippies", sem eru önnur kynslóð bítlanna, myndað sitt eigið þjóðfélag, sem afneitar siðvenjum hins mennt- aða heims, þar sem LSD og önn- ur nautnalyf skapa óraunveru- legan heim og þar sem hugsjónir sósíalismans eru framkvæmdar af óeigingirni og sjálfsafneitun — allt er sameign, jafnvel LSD. Nýjar og ferskar hugmyndir um þjóðfélagsmál eru jákvæð upp- reisn. Tilraun hippíanna í San Fransisco til þess að losna við hefðbundið umhverfi sitt er nei- kvæð, en sýnir glögglega það mikla djúp, sem er staðfest milli tveggja kynslóða. Hér á tslandi höfum við — til allrar hamingju — ekki kynnzt að ráði hinni nei- kvæðu uppreisn unga fólksins, en við höfum heldur ekki kynnzt jákvæðri uppreisn — því miður. Hvar eru hugsjónir unga fólksins á Islandi í dag? Hverjar nýjar, ferskar og djarfar hugmyndir hafa komið fram úr röðum æsku íslands sl. áratug? Hvar er hin frjálshuga æska, sem á að vera óbundin fordómum og kreddum hinna eldri, aflvaki nýrra hug- mynd, nýrrar stefnu? Er hún ekki tU? Öflug samtök íslenzk æska hefur skapað sér öflug samtök, ekki sízt á sviði stjórnmálanna. Stjómmálasam- tök ungs fólks hér á Iandi, hverj- um flokki sem þau tilheyra, eru án efa öflugri, betur skipulögð og tiltölulega fjölmennari en sambærileg samtök æskunnar í í flestum öðrum löndum. En ekkert þessara samtaka hefur um langt árabil sýnt með sér sjálfstætt lífsmark. Ekkert þeirra hefur um langt skeið brotizt fram og bent á nýjar leiðir. Sem þjónustustofnanir fyrir stjóra- málaflokkanna eru þau vafalaust gagnleg. En eru þessi samtök ánægð með slíkt hlutverk? Láta þau sér nægja að vera uppeldis- stofnanir fyrir gamlar hugmynd- ir í stað nýrra? Rækja þau skyldu sína við íslenzkt æsku- fólk með því að ala það upp í hugmyndaheimi kynslóðar, sem ólst upp og þroskaðist í öðrum heimi, öðru umhverfi, sem er gjörólíkt því, sem unga fólkið vex upp við í dag? Jákvæð uppreisn Eldri kynslóðin hefur tekið að sér að leysa verkefni og vanda- mál liðandi stundar. Hún býr yfir reynslu og þekkingu. En þjóð- félagið staðnar, þjóðlifið sjálft verður leiðinlegt, ef rödd æsk- unnar lætur ekki til sín heyra, hávær, ef til vill óþroskuð og reynslulítil, en samt sem áður rödd nýrrar kynslóðar, sem hefur nýjar hugsjónir, ferskar hug- myndir, djarfar skoðanir — rödd fólks sem þorir að láta skoðun sína í ljós — hispurslaust. tsland skortir margt. Eitt af því er já- kvæð uppreisn unga fólksins, hún mundi engan skaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.