Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPT. 1967 Próf. Jóhann Hennesson: Um ætterni Bahaiismans ÍSLENDINGAR eru að visu mik- il bókaþjóð, en alfræðiorðabók í orðsins venjulega skilningi hafa þeir ekki eignazt enn. Að vísu er nú unnið að gerð einnar slíkrar bókar, og margir eiga erlendar alfræðibækur í hillum sínum, en fellur ekki vél að nota þær. Þess vegna verður oft að nota blöðin til að koma einföld- um fróðleik til almennings hér á landi. Stundum kemur það jafnvel fyrir að blaðamenn taia við innlenda visindamenn um efni, sem engin tök eru á að gefa út bækur um. En þá er oft farið fljótt yfir sögu. Og geta þá nán- ari skýringar orðið nauðsynleg- ar. Sá átrúnaður, sem Múhamed stofnaði og talinn er fullmynd- aður þann 15. júlí árið 622, nefn- ist almennt Islam, en oft Mú hameðstrú á voru máli. Átrún- aðurinn kiofnaði tiltölulega snemma í tvær megingreinar, súnna, sem merkir hefð, og shía eða sjía, sem merkir sérflokkur. Súnna breiddist einkum út vest- ur á bóginn, og er sú greinin kunnust í Evrópu. Shia átti hins vegar miklu fylgi að fagna sunnan til í Arabíu og í Persíu. Þessi ágreiningur spratt upp af deilu um réttan eftirmann Mú- hameds, Hvort hann ætti að vera kosinn, eða yrði að vera af ætt spámannsins. Geta menn lesið þá sögu alla á islenzku í bókinni „Trúarbrögð mannkyns", útg. af ísafoldarprentsmiðju 1964. Þá er einnig fræg súfstefnan, en það er dulspekihreyfing inn- an Islams og jafnframt skáld- skaparhreyfing. Þessi hreyfing stóð í miklum blóma á hámið- öldum, einkum í löndum shia. Gnóstikastefnur og kristni, sem Múhameðstrúarmenn útrýmdu, höfðu nokkur áhrif undir niðri, einnig fornpersneskur átrúnaður. Sértrúarflo'kkar urðu því fleiri á svæðum shia en sunna, og eru þeir enn að mynd- ast á vorum tímum. Árið 1812 fæddist Mizra Ali Muhamed, og varð sá maður kunnur um heim allan undir heitinu Bab, en það merkir hlið sannleikans. Hóf hann eins konar spámannlega vakningahreyf- ingu og eignaðist marga fylgis- menn, sem töldu hann vera tólfta imaminn, en það hugtak verður nánar skýrt. Bab og hans fylgj- endur sættu harðvítugum of- sóknum af hálfu persneskra og tyrkneskra yfirvalda, og segir í góðum heimildum að um tutt- ugu þúsund þeirra hafi dáið píslarvættisdauða, en Bab var sjálfur fangelsaður og skotinn, annaðhvort árið 1849 eða næsta ár. En hreyfingin, sem lengi vel gekk undir heitinu Babismi leið ekki undir lok. Bab virðist hafa verið alveg ósnortinn af kristni, nema gegn um íslamskar hug- myndir, Kóraninn o.fI. Næsta aðalpersóna hreyfingar- innar var Mizra Husain AIi læri- sveinn Babs, f. 1817, d. 1892 og tók sér heitið Baha Ullah, en það merkir dýrð eða ljómi Allah. Þe>ssi maður varð aðalpersóna hreyfingarinnar og mikilvirkur rithöfundur. Eftir hann eru þrjú af trúarritum stefnunnar, „Hulin orð“, „Sjö dalir“, „Bók Iqans" og fjöldi skýringarrita og bréfa. Mikinn hluta ævinnar var hann, fjölskylda hans og nánir samverkamenn í eins konar fangabúðum, stundum slæmum, stundum þolanlegum, í Konstan- tinopel, Adrianopel og síðast Akka, en stóð í sambandi við fylgismenn sína, sem um tíma voru taldir allt að því ein milljón í Persíu, og sendu hon- um mikið fé. Um sjálfan sig kenndi hann að hann væri öll- um spámönnum æðri en taldi þó að boðskapur þeirra allra hefði nokkurt gildi. Baha Ulla breytti Babismanum í Bahaisma, tók inn í kenningax sínar Prófessor Jóhann Hannesson margar mannúðarhugsjónir Vest urlanda og kristni, en hélt um leið fast við flestar „stoðir Is- lams“. Þriðja aðalpersóna hreyfingar- innar var Abbas Effendi, f. 1844, d. 1921, og var hann sonur Mizra Husain Ali, en tók sér heitið Abdul Baha og hélt fram stefnu föður síns, en áleit sig ekki eins mikinn (abdul er þjónn). Öll aðstaða hans og hreyfingarinnar batnaði stórlega eftir byltingu Ungtyrkja. Þá urðu þeir frjálsir ferða sinna, og Abdul Baha notaði frelsið vel, ferðaðist um Evrópu og Vesturheim og breiddi út kenn- ingar föður síns. Hann ritaði einnig mikið, sem Bahaistar telja mikilvægt. í fyrri heims- styrjöld var hann talinn mikil- vægur stuðningsmaður banda- manna og var í heiðursskyni sæmdur brezkri aðaLsnafnbót árið 1920. Öll þessi þróun var aðeins mögulegt út frá shía grein Mú- hameðstrúar, sökum þess að þar er geymd kenningin um imam og madhi. Bæði embætti kalif- anna og imamanna eru mikil- væg í Islam, og andlega talað eru síðari embættin mikilvægari — og í vissum skilningi hættu- legri, því að talið er að imam geti með nýjum boðskap frá Allah leyst af hólmi sjálfar kenningar Múhameds. Nú eru shíamenn reyndar klofnir varð- andi þessa kenningu, og skipt- ast í „Sjöunga“ og „tólfunga11 (sbr. Trúarbrögð mannkyns, bls. 328 n). Þar segir enn fremur: „Þessi trú, að guðlegir imamar starfi í leyndum og vonin um endurkomu þeirra, er sameigin- leg öllum hinum mörg-u sjía- flokkum. Hafa margir komið fram á ýmsum tímum, er töldu sig vera imam“. — í Persíu er shahinn, þ.e. keisarinn talinn vera fulltrúi hins tólfta imams, að dómi „tólfunga“, en sjálfur telst sá imam ódauðlegur, lif- andi á leyndum stað, allt frá 9. öld. Út frá þessu verða skiljan- legri ofsóknir persneskra yfir- valda gegn Babismanum, og kenningar fylgismanna Babs, að hann væri æðri Múhamed sjálfum, hlaut að vera grun- samlegt í augum íslamskra leið- toga, og jafnvel þorra íslamskra manna, þótt það réttlætti engar ofsóknir gegn þeim. Ósæmandi og óskynsamlegt er hins vegar fyrir Bahaista að af- neita uppruna eða sögu átrúnað- ar síns, enda þurfa þeir ekki að skammast sín fyrir hann. Allir trúarbragðavísindamenn þekkja það; bækur þeirra og tungumál- in, sem þær eru ritaðar á, stað- festa upprunann. Og uppruninn segir ekki til um gildi einhvers fyrirbæris. Að Bahaisminn er formlega skrásettur sem sjálf- stæður átrúnaður víða um heim, breytir ekki sögu hans og upp- rima, en yfirlýsing þar um er til bóta, því þá er mönnum ljóst að hér er ekki um að ræða neina kristna kirkjudeild, og báðir að- ilar, Bahaistar og kristnir menn, vita betur hvernig rétt er að haga sér, ef þetta er ljóst. Al- menn trúarbragðavísindi gefa hins vegar engar slíkar reglur, heldur rannsaka fenomenolog- iskt og sögulega genetisk sam- bönd og hugmyndir margra trú- arbragða eins og þau koma fyrir ög heimildir segja til um. Þótt Bahaisminn hafi leyst Babismann af hólmi, og tekið ihn i átrúnað sinn fleiri hug- myndir, eru nálega engar þeirra nýjar, heldur kunnar úr öðrum átrúnaði, mannúðarhreyfingum, vísindum, heimspeki og stjórn- málum. En það er grundvallar- atriði fyrir vestræna menn að vita um kjarna málsins, kenn- inguna um Baha Ulla sjálfan, sem talinn er konungur kon- unganna og æðri öllum spá- mönnum veraldar í þessum átrúnaði. Hún er til orðin út frá gömlum arfi í shía grein íslams, madhi- og imamhugmyndunum, enda ræða þeir miklu vísinda- menn, Tiele og Söderblom, eim- göngu um Bahaismann í sam- hengi fslams og shía, sbr. heim- ildaskrá, og nálega allir aðrir vísindamenn geta upprunans. En ef spurt er út frá öðrum þörfum en hinum fræðilegu, það er út frá raunhæfri þörf venju- legs kristins manns innan kirkj- unnar hvað sé rétt og rangt út frá kristnu sjóna-rmiði, þá má það ljóst vera þeim, sem kunna signinguna, Faðirvorið og trúar- játninguna, að Bahaistar tilbiðja annan Guð en kristnir menn. Ef Kristsvitnisburður Nýja 'testamentisins er sannur, þá geta kenningar Bahaismans um Baha Ullah ekki verið sannar, þótt margt annáð sem þeir segja sé satt, því þessi spámaður setur sjálfan sig upp yfir Jesúm Krist og alla spámenn veraldar, og þetta samþykkja fylgjendur hans, og þar með setja þeir sjálfa sig út fyrir kristni, Islam, shía og öll önnur trúarbrögð, inn í annan átrúnað. Það er gott að þetta er ljóst orðið. Kristnum mönnum er ekki gefið annað nafn en Jesús Kristur — er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða, sbr. Post. 4, 12. Og speki þurfa þeir ekki að sækja til annarra varðandi þetta atriði, því að í Kristi eru allir fjársjóðir spek- innar og þekkingarinnar fólgnir (Kol. 2). Krists-játningin bindur kristnina saman, þótt hún sé dreifð um mörg lönd. Á sama hátt munum við finna kjarna- atriði hjá öðrum trúarbrögðum, sem binda þau saman og gefa Framhald á bls. 15 Sr. Arelíus Níelsson: Bahai-bruökaup í Árbæ BRÚÐKAUP ungra elskenda, íslenzfkrar brúðar og ítalsks brúðguima í Árbæjarkirkju 16- ágúst sl. hefur vakið þjóðar- athygli. Brúðhjónin höfðu nýlega gengið undir merki ungrar trú- arstefnu, sem kennd er við Baha-Ullah arabískan nútíma- spámann. Fyrst töldu blöðin líklega af misskilningi að biskup, sóknar- prestur, sem síðar upplýstist að enginn var, og kirkjuhaldari hefðu tekið þessari hjónavígslu með alþekktri íslenzkri gest- risni og kirkjulegri víðsýni og frjálslyndi í trúmálum og helgi siðum. En að atvikum loknum kvað fljótlega við annan tón. Allir, sem helzt áttu hlut að máli virtust undrandi og þvoðu hend ur sínar. Biskup og guðfræðiprófessor, sögðu að þetta væri ókristinn söfnuður, sem hefði engan rétt til kirkjulegra athafna hér. Og er það vafalaust rétt. Og vígslubiskupinn nýi taldi fulla þörf að endurvígja kirkj- una í Árbæ eftir þessa „van- helgun“- Prófessorinn segir um þetta orðrétt: „Ég álít, að æðstu menn kirkju, leikmenn og prestar, hefðu átt að fjalla um þetta mál, hafa um það ráðstefnu, áð ur en leyfi var veitt til þessar- ar athafnar". En biskupinn, sem síðar hef- ur þó sýnt það drenglyndi að óska brúðhjónunum opinber- lega allrar blessunar, segir: „Kirkja, sem er Kristi vígð, verður ekki léð til athafna á vegum trúarbragða, sem ekki viðurkenna Krist eða játa hann á sama hátt og kristin ki*rkja játar hann og boðar". Að sjálfsögðu hafa þessir lærð og ágætu forystumenn íslenzku þjóðkirkjunnar rétt fyrir sér svo langt sem það nær. En nær það ekiki otf stutt? Það er sem sé ærið erfitt að skera úr um það, hvernig kristin kirkja játar Krist og boðar. Um það eru skiptar skoð anir og skiptar stefnur. Kirkju- deildir, sem játa Krist og boða á formbundinn og viðurkenndan hátt með helgisiðum í guðshús- um sínum, kirkjunum hafa meira að segja lokað og loka enn hver fyrir annarri, barizt á banaspjótum, farið í styrjaldir, iðkað pyntingar, fangelsað, dauðadæmt. Og þetta allt á þeim tímum, sem þjóðir töldu sig standa Kristni næst í heilagri vandlæt- ingu hans vegna, já miklu frem- ur en nú. Það er fyrst á þessari öld, að alvarleg og markviss viðleitni hefur komið fram tun að sameina bæri hið kristilega í öllum kirkjudeildum og mætast í Kristi kærleika hans, speki hans og frelsi, en láta deilumálin og að- greiningsatriðin að baki. Þau hafi aldrei verið aðalatriði krist insdóms og oft algjör hégilja. Þessi stefna er nú orðin al- þjóðleg innan kristninnar og nefnd Alkirkjustefnan. Og þær ræður eða á að ráða umburðar- lyndj skilningur og kærleikur Séra Arelíus Níelsson frá hjarta hil hjarta Ef ráði pró- fessorsins um ráðsfefnu hefði ver ið fylgt og kannski verður það gert síðar til að koma í veg fyr ir slíkar athafnir — eða leyfa þær, þá hefði ýmislegt komið í ljós, sem sanna mætti, að hér hefði sizt ókristnari trúflokkur verið á ferð, en svo að kristin kirkja mætti vel telja hans kenn ingar eins mikið í anda Jesú frá Nasaret og margt það, sem kallað 'hefur verið kristileg kenning um aldaraðir. En lítum nú á það, sem í Ijós gæti komið. Prófessorinn telur Bahai-trú- flokkinn vera grein af Múhameðs trú, en gæta ber þess um leið að Múhamedstrúarkenningar eru sprotrtnar upp úr Gyðingatrú og kristindómi. Þótt ýmislegt beri á milli, þá viðurkennir Múhamedstrú margt það, sem talið er skipta mestu máli í kristinni trú t.d. eingyði og enn þá strangari siði en krist inn dómur hefur enn lagt áherzlu á, eða gert að meginatriði. Hitt er svo annað, hvort fólk lifir samkvæmt siðgæði trúar sinnar eða ekki. En þar verður misbrestur á að sjálfsögðu bæði sjá kristnum og múhameðskum. ' Þá er næst að athuga, að á stuttum ferli hefur Bahai-stefn- an og fylginautar hennar ver- ið ofsótt með svipuðum hætti af „rétttrúnaði“ Múihamedstrúar manna og kristinn dómur og fylgjendur hans ásamt Kristi sjálfum var ofsótt af „rétttrún- aði“ síns tíma. Og hvers vegna eru slíkar otfsóknir um hönd hafðar? Af því að Bahai-stefnan boð- ar ný sannindi, nýjan veg sam- einaðra trúarbragða í leit að hin um eina sanna Guði ljóssins og kærleikans. Hún boðar sam- band og samstarf við kristna menn, við Gyðinga og Búddha- trúarmenn o.s.frv. Hún boðar ein ingu mannkyns ofar öllu kyn- þáttahatri ofar allri þjóðflokka- aðgreiningu, litarhætti og átrún- aði. Hún boðar frið á jörðu. Og hún viðurkennir einmitt ekki neina hefðbundna helgisiði inn- an sinna vébanda til þess að forðast þann ágreining, sem þeir og hin formbundna prestsþjón- usta hefur. of oft valdið. En sá ágreiningur hefur leitt til and- úðar, haturs og bræðravíga, þvert ofan í boðskap þann, sem verið er að boða um bræðra- lag allra manna á jörðu. Nú vil ég spyrja: Eru slíkar kenningar ekki nægilega mikill hluti af kristnum dómi þótt ekki komi nú birta inn um við- urkennda glugga, að telja mætti heiður að opna Árbæjarkirkju í hálftíma þeirra vegna. Og þegar svo bætist við, að fólkið, sem tekið hefur þessa stefnu eða að minnsta kosti höfunda hennar hafa orðið að fórna frelsi, lífi og heilsu hennar vegna og þeirrar blessunar sem hún mætti veita til að efla frið á jörðu. Á per- sónulega aðstöðu brúðhjónanna skal síðar aðeins minnzt. En hér skal aðeins rifjuð upp forsaga Bahai-stefnunnar í örfáu-m orð- um. En svo vill til, að hún á hundrað ára afmæli á þessu ári og tíu ár eru liðin, síðan hinn síðasti af þrem, sem taldir eru aðalstofnendur hennar eða spá- menn lézt í Haifa í ísrael. En aðalhöfundur stefnu þess- arar var fæddur 1817, en kom fram 1867 sem Bahaullah, en það þýðir sá, sem „Ijómi Guðs skín í gegnum“ eða dýrð hans birtist í. Bahaullah er því aðeins tákn- heiti nokkurs konar skáldanafn eða spámannshugsun. En hið borgaralega nafn hans var Ali Nuri — Mirza Husein Ali Nuri, svo að allt sé nefnt. Hann fæddist í Teheran í Per- síu 12. nóv. 1817, svo að í vetur er 150 ára afmæli hans.. Baha’ullah telst þó naumast eini stofnandi þeirrar trúar- stefnu, sem við hann er kennd. Fyrirrennari og þó yngri fædd ur 1820 hél Ali Mohammed og nefndi sig Bab, sem þýðir „hlið- ið“. Það er hlið sannleikans. En frjálslyndi Babs og nýjar hugmyndir um opinberun Guðs mætti mikilli andstöðu og hatri meðal „rétttrúaðra" Múhameds- trúarmanna og leiðtoga. Bab var líflátinn 1850 etftir aðeins 6 ára spámannsferill og margir fylgi- Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.