Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPT. 1967 Málaskólinn Mímir 20 ára Málaskólinn Mímir á 20 áva starfsafmæli i haust. í tilefni af því hélt eig-andi skólans, Einar Pálsson fund með fréttamönn- um nýlega í nýjum og giæsileg- um húsakynnum skólans. Á fund inum var einnig stofnandi Mímis og fyrsti skólastjóri, Halldór Dungal auk nokkurra kennara. í frásögn Einars um skólann og kennslufyrirkomulag, kom margt nýstárlegt og fróðlegt í ljós. Fyrir tveimur árum eignað- ist skólinn nýtt og glæsilegt hús- næði að Brautarholti 4, sem er sérstaklega innréttað fyrir kennslu. Engin kennslustofa er eins, heldur eru þær allar inn- réttaðar hver á sinn hátt með fyrirhugað kennslufag fyrir aug- um. Hljóðburður er góður í stof- unum, þar sem einnig er sérstakt loftræstikerfi, sem sér fyrir því, að raka- og hitastig er ætíð það sama. Skólinn, sem var stofnaður 1947 var fyrst til húsa í leigu- húsnæði í Barmahlíð og í Rann- sóknarstofu Háskólans, en sfðan að Túngötu 5. Er Einar Pálsson tók við stjórn hans 1956 flutti skólinn að Hafnarstræti 15, þar til nýja húsnæðið var tekið í notkun 1965. Enn er kennt, að éinhverju leyti í Hafnarstræti, en einkum þeim sem búa í Hafnarfirði og Kópavogi, sem óskað hafa eftir að fá að sækja tíma þar, þar sem það hentar betur vegna strætis- vagnaferða. Þát.ttaka í hinum ýmsu deild- um hefur verið misjöfn, yfirleitt hafa langflestir nemendur verið í ensku. Þó hefur kennsla aukizt í öðrum greinum, einkum í þýzku og íslenzku fyrir útlend- inga. Aðsókn a'ð frönsku- og spænskutímunum hefur verið mjög jöfn hin síðari ár. í dönsku og sænsku eru ávallt nokkrir nemendur. Kennsluaðferðir Mímis eru frá brugðnar kennsluaðferðum í al- mennum skólum hérlendis. Eru meginatriði tungumálanna kennd með dæmum og æfingum og er nemandinn látinn tala erlenda tungumálið allt frá byrjun. I framhaldsdeildunum kenna er- lendir kennarar, hver sitt eigið móðurmál, þannig að nemandinn æfist stöðugt í réttum framburði erlenda málsins. Á þessu ári verður stofnsett alveg ný deild vi'ð skólann, hjálp- ardeild gagnfræðaskóla. Er hún ætluð unglingum, sem eru illa Myndin er af fyrrverandi og núverandi eiganda Mímis. T. vinstri Halldór Dungal og Einar Pálsson. (Ljósm.: Ól. K. M.) Fromfærslu vísitolon óbreytt KAUPLAGSNEFND hefur reikn að vísitölu framfærsiukostnaðar í septemberbyrjun 1967 og reyndist hún vera 195 stig, eða hin sama og hún var í ágúst- byrjun 1967. Septembervísitalan er nánar tiltekið 195,2 stig, en ágústvísi- talan var 195,1 stig. Sá liður visi- tölunnar, sem hefur að geyma gjöld til opinberra aðila og reiknaður er 1. september ár hvert, hækkaði sem svarar 0,8 vísitölustigum. Húsnæðisliður vísitölunnar, sem breytist sam- kvæmt sérstökum reg'lum, sett- um af Kauplagsnefnd, hækkaði sem svarar 0,9 stigum, vegna hækkunar á vísitölu byggingar- kostnaðar á síðastliðnu ári. Þá varð og 0,6 stiga vísitöluhækk- un vegna verðhækkunar á gas- olíu. Aðrar hækkanir voru ekki teljandi. Til mótvægis þeirri 2,3 stiga vísitöluhækkun, sem hér er um að ræða, kom aukin niður- greiðsla ríkissjóðs á verði kinda- kjöts, sem svarar 2,0 stigum, og niðurgreiðsla á sumarkartöflum, sem svarar 0,2 stigum. Var ákveð in sama niðurgreiðsla á sumar- kartöflum og verið hefur á öðr- um kartöflum síðan 1. ágúst. — Vegna þessara auknu niður- greiðglna ríkissjóðs hélzt vísi- talan 1. september 1967 óbreytt í 195 stigum. á vegi stáddir í einstökum fögum Og þarfnast aukahjálpar. Er deild in stofnuð samkvæmt öskum for- eldra, og verður því væntanlega mikið sótt. Verður kennsla í henni miðuð við prófin. Kennarar við Málaskólann Mími eru nú 16. Hefur aðsókn að skólanum aukizt mjög hin síð- ari ár. T. d. voru árið 1954 60 nemendur í skólanum, en s.l. vet- ur voru þeir á 2. þúsund. — Grein Arelíusar Framhald af bls. 18 enda hans voru einnig ofsóttir og líflátnir á næstu árum. En þá tók Ali Nuri — það ér Baha-ullah forystuna þrátt fyr- ir alla þá hættu, sem það hafði í för með sér og greiddi kenn- ingum Babs braut, eftir dauða hans. Hann var þ5 einni-g ofsóttur og hrakinn í útlegð frá Bagdad 1852 og var síðan á flótta og f fangelsum það, sem eftir var ævinnar og síðast í Aere í Palest ínu. Á þessum flótta sínum ritaði hann mjög mikið. En það eru nú helgirit Bahaita. Þriðji aðalmaðurinn og stofn- andi Bahaíta-stefnunnar er elzti sonur Baha-ullah, en hann nefndi sig Abdul-Baha — þjónn dýrðar innar. Honum hefur tekizt að gjöra þessa trúarboðun að vakningu og tii umhugsunar um allan heiminn og mumi nú vera um 20 fylgjendur opinberlega hér á íslandi. Við, sem þekkjum eða ættum að þekkja boðskap og kenning- ar Krists um frelsi, frið rétt- læti, kærleika og bræðralag finn um að sjálfsögðu, að kenningar Baha-ullah hafa ekki margt nýtt að færa okkur. Kristur hefur þegar gert það. En sannarlega birtist andi og kraftur Krists í kenningum og lífi þessara manna, fórum þeirra, guðinnblásnum orðum, þeirra þolgæði og sannleikshoUustu. Og þeim virðist ólíkt meiri al- vara í boðun sinni, sem stenzt öll píslarvætti nútimans heldur en fjölda hinna kirkjulega kristnu, sem sýnast þar aðeins eiga nafnið tómt og eiga í sí- felldum erjum, ófriði og bræðra vígum. Og ætli það sé ekki einmitt þess vegna sem surnir þeirra geta yfirgefið sína kirkju og gengið undir merki Bahaullah? Hornsteinn Bahaítastefnunnar er auðvitað sá að treysta boð- skap þessara þriggja stofnenda sem algildum sannleika og opin berun Guðs. Þar mundum við telja Krist fremri ef á milli bæri. En bar mikið á milli, ef vel er að gætt? En framhaldið er svo næstum hið sama í aðalatriðum: Eining í trúarbrögðum, eining mann- kyns, afnám bræðraviga, jafn- rétti, þar á meðal jafn réttur guð legrar opinberunar í Jesú Kristi í Mohamed, Zoroaster og Buddha, þar af leiðandi umburð arlyndi. í trumálum, umburðar- lýndi, sem hroki hins svokall- aða „rétttrúnaðar" í öllum trú- arbrögðum á svo bágt með að sætta sig víð. En það var sá hroki, sú grimmd, sem deyddi Bab, krossfésti Krist ög brenndi Brúnó. OS gseti það verið sá hroki, sem leyndist í ölluim ó- sköpunum út af brúðkaupinu í Árbæ? Bahai-stefnan hvetur mjög til siðfágunar og félagslegra rétt- inda, frumvaki hennar og kjarni er barátta gegn misræmi og mis rétti trúarbragðanna. Og fylgj- endur hennar eiga alls staðar að vinna í trú á bræðralag allra manna og helga sig og sín störf afnámi og útrýmingu allra for- dóma, trúarlegra, kynþáttalegra og stéttarlegra fordóma. „Sannleikurinn mun gjöra yð- ur frjálsa“, gæti því sannarlega verið kjörorð þessa fölks, sem vill svo hvorki binda sig forrn- legri prestastétt né viðjum helgi- siða. Aðalstöðvar Bahíta eru í Ha- ifa, en þar gafst síðasta sjáanda eða stofnanda þeirra griðastaður til dauðadags hans 1957. Þar er geymt „heilagt skrín“ Babs, hins fyrsta stofnanda og þar eru skjalasöfn og skrifstof- ur flokksins. Fyrir samtök, áhuga og fórnir fylgjendanna er unnið mikið al- þjóðlegt starf til eflingar fræðslu, friði og mannkærleika. Gæti það nú verið íslenzku þjóðkirkjunni til nokkurs vanza, þótt leyfð hefði verið hjóna- vígsla ungmenna úr þessum hópi? Og hér voru þau komin alla leið frá syðsta odda Evrópu, ef svo mætti segja, frá Sikiley til þess að eiga sína helgu stund í íslenzkri kirkju. Að hverju gæti íslenzku kirkjunni verið meiri heiður en slíkri tryggð bama sinna? Hitt er svo annað mál, að vegna þröngsýni og formfestu kaþólsku kirkjunnar varð brúð- guminn að ganga á hönd svo- nefndum ókirkjulegum trúar- brögðum. Þar fékkst það frelsi, sem þau þurftu, en ekki í krist- inni kirkju. Væri það ekki ærið umhugsunarefni biskupum, prest um og prófessorum? Eru formin að eyðileggja andlegt frelsi mannsandans? Þau ættu víst fremur að styðja frelsið en fyrir fara því. 20. ágúst 196*7 Árelíus Níelsson. — Grein Jóhanns Framhald af bls. 18 þeim sérleik sinn, svo að þau vérða mjög ólík innbyrðis. Að neita þessu er bæði vísindalega rangt og óheiðarlegt. Það sem tengir saman Bahaistana, er af- staðan til þeirra eigin aðalspá- manns, Baha Ullah og kenninga hans, einkum um hann sjálfan, sem „dýrð“ eða „ljóma“ Allah, því það felst í.nafninu. Ef sleppt væri erlendum uppruna þese, og tekið upp forníslenzkt heiti, gætu þeir vel kallað sig „dýrðar- menn“, en vér skulum samt halda þvi nafni, sem þeir nota um sjálfa sig um heim allan, og sýna þeim sömu virðingu og mönnum annarra átrúnaðargerða utan kristninnar. Nokkrar heimildir: Encyclopaedia of Religion and Religions, eftir E. Royston Pike, New York 1959. Kirkeleksikon for Norden I. bindi, bls. 192-193, og IV. bindi, bls. 991. Hefir allmikið um Bab- ismann. No other Name, eftir Visser ’tHooft. SCM, London 1963. Verð mæt bók um átrúnaðarsamsteyp- ur í nútímanum og fyrr. Johs. Pedersen: Islams kultur. Einkum um imamkenninguna. Tiele- Söderblom: Kompend- ium der Religionsgeschicte, 6. útg. bls. 124-125. Greinir vel frá þróun Babisma og Bahaisma út frá shia grein Islams. Jóhann Hannesson. — Raunsæisstefna Fraimh. af bls. 21 atlhuga, hvort þess væri nokkur kostur að brúa bilið.“ Næsta verkefni hans verður líka sannsögulegt, — sænsfct hneyksli, þar sem verkfall og brot á því leiddu af sér dauða fimm manna. Það er þó langt þar til upp- tökur þeirrar kvikmyndar hefj- ast. Widerberg, sem ritaði skáld- sögur, áður en hann sneri sér að kvikmyndagerð, verður fyrst að skrifa handritið. Hann hefur einnig tekið að sér að stjórna leikriti eftir Sean O’Casey í Dramaten í Stokkhólmi í vet- ur, og hann fær tíma til að lesa, en það kveðst hann ekki hafa meðan hann vinnur að upptöku kvikmyndar. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 47., 49. og 50. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Flókagötu 57, hér í borg þingl. eign Brynhildar Berndsen, fer fram eftir kröfu Kristjáns Eiríkssonar hrl., Brands Brynjólfs- sonar hdl., Sigurðar Sigurðssonar hrl., og Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, þriðju- daginn 19. september 1967, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. IMV sérverzllim Opnum í dag sérverzlun með IJTIHLRÐIR að Lyngási 8, Garðahreppi. Verið velkomin. Kynnið ykkur verð og gæði framleiðslu okkar. Öndvegi hf. Lyngási 8, Garðahreppi. — Símar 52374 — 51690.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.